Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. sept. 1955 MORGUNBLABIB 1 Sameiginleg verkefni hafa fært þjóðir okkar nær hvorri annari MEÐAL þeirra fulltrúa á fundi menntamálaráðherra Norður- landa, sem komu nú í fyrsta skipti hingað til íslands, var ' Julius Bomholt menntamálaráð- ] herra Dana, gráhærður maður í meðaliagi hár, fríður sýnum, rit- j hofundur og mælskumaður. Mbl. hitti hann að máli í gær. Komst hann þá í upphafi að orði á þessa leið: — Ég er fæddur í Silkiborg ár- ' ið 1896. Foreldrar mínir voru verksmiðjufólk. Við stóðum öðr- um fæti í steinaldarmenningu gamla tímans en hinum í uppvax- andi verksmiðjuiðnaði. Ég lauk skólanámi í Silkiborg og fór það- an á háskólann í Kaupmanna- höfn. Útskrifaðist þaðan guð- fræðingur með fyrstu einkunn, læsti prófskírteinið mitt niðri í skúffu og hefi ekki séð það síðan. A stúdentsárum mínum á Garði var ég samtímis síðustu íslend- ingunum, sem bjuggu þar. ÍSLAND SVEIPAÐ RÓMANTÍSKUM BJARMA — Var það í fyrsta skipti, sem jþér kynntust þeim? — Nei, ég hafði hitt fslendinga áður. í þessu sambandi minnist ég þess, að ég undraðist það stórlega, er ég las bækur Halldórs Kiljans Laxness um.Jón Hreggviðsson, að þar var frá því sagt, að Jón hefði xnætt fyrirlitningu af hálfu Dana. Fyrirlitning á fslendingum sem slíkum, hefir nefnilega aldrei ríkt í Danmörku. f hugum danskrar alþýðu hefir fsland alltaf verið sveipað einhverjum rómantískum bjarma. Mér fannst þessi lýsing á fyrir- litningu Dana enn þá merkilegri fyrir það, að í raun og veru var farið elskulega með Jón Hregg- . viðsson meðal þeirra samanborið við þá meðferð, sem dönsk bænda i alþýða þess tíma varð að sætta sig við. Þá var hart í heimi og margvíslegir erfiðleikar, sem þjörmuðu bæði að íslendingum <og Dönum. ÞINGMAÐUR I 26 ÁR — Hvenær hófuð þér þátttöku í stjórnmálum? I — Þegar á unga aldri fannst mér nauðsynlegt að beita mér fyr ir upplýsingastarfi meðal al- I mennings. Ég gerðist kennari og ! kenndi um tíma við lýðháskól- j ann á Askov. Þaðan fór ég svo til Esbjerg og var forstöðumaður al- þýðuskóla _ verkalýðshreyfingar- innar þar. Árið 1929 varð ég þing- maður fyrir Esbjerg og hef verið það óslitið síðan. Esbjerg er eins og kunnugt er stærsti fiskveiði- bær í Danmörku. Af þeirri ástæðu hafa ýmiss konar tengsl skapazt . milli fólksins þar og íslendinga. ! — Voruð þér ekki um skeið formaður danska útvarpsráðsins? — Jú, ég var formaður þess í 13 ár. — Hvenær urðuð þér fyrst ráð- herra? Árið 1950, tók þá við af Hart- vig Fritch sem menntamálaráð- herra. En stjórnin féll eftir 8 mánuði. Árið 1953, þegar Hans Hedtoft myndaði stjórn aftur, tók ég svo við menntamálaráðuneyt- inu að nýju. NÝ SKÓLALÖGGJÖF — Hvað hefir merkast gerzt á sviði danskra menntamála á síð- ostu árum? — Margvísleg löggjöf hefir ver- sð sett síðastliðin 2 ár, er varða skóla- og menningarmál. Af þeim má t. d. nefna ný lög um menntun Ikennara, lög um unglingaskóla, nýja rannsóknarstofnun á sviði ' fræðslumála, tillögu um sjónvarp, sem nú hefir verið framkvæmd. Eftir tvö ti) þrjú ár mun það ná til allrar Danmerkur. Þá hafa verið sett ný lög um háskóla, og um afnám skólagjalda. Enn frem- ur hafa námsstyrkir verið stór hækkaðir. Við lifum á umbrotatímum, þar Samtal við Julius Bomholt nemitamálaráðherra Dana mifcfy hlufverki s alyinnu- sg félegsmálum Norðurlanda Frá 11. þingi Norræna Iðnsambandsins Julius Bomholt menntamálaráð- herra: „Tilfinningar okkar, Dana og íslendinga, eiga ekki einhliða að mótast af fortiðinni." sem margt og mikið er-að gerast á sviði menningarmála. LANDVARNIRNAR — Hvað viljið þér segja um ástandið í efnahagsmálum Dana í dag? — Við höfum að sjálfsögðu við ýmis vandamál að glíma. Ég álít að við höfum komizt yfir aðal- erfiðleikana með því að beíta ýmsum úrræðum, t. d. með aukn- um sparnaði og minnkandi fjár- festingu. Við stefnum í rétta átt, og lífskjör almennings batna með ári hverju. — Leggja Danir mikið fé til landvarna sinna? — Já, varnir landsins hafa í för með sér þungar byrðar. En hjá því verður ekki komizt í barátt- unni fyrir varðveizlu frelsis og öryggis í heiminum. Yfirgnæf- andi meiri hluti dönsku þjóðar- innar telur þátttöku lands síns í varnarbandalagi lýðræðisþjóð- anna nauðsynlega. GRÓANDI Á SVIÐI LJÓÐAGERÐAR — Er um nýja strauma að ræða í menningarlífi dönsku þjóðar- innar um þessar mundir? — Mér finnst gæta þar vakn- ingar og vaxandi ræktarsemi gagnvart hinum varanlegu and- legu verðmætum. Á sviði ljóða- gerðar ríkir mikill gróandi. En á sviði hins óbundna máls höfum við orðið fyrir miklu áfalli við fráfall Martins Hansens. En síð- asta bók hans var eins og kunn- ugt er um ísland. Ég verð þó að segja, að ef við förum í mannjöTnuð við íslend- inga í dag á sviði bókmenntanna, þá munu íslendingar verða þar númer eitt. Við eigum enga rit- höfunda, sem jafnast á við Gunn- ar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness. UM SVIÐ NJÁLU — Hvað viljið þér segja um sambúðina milli íslendinga og Dana í dag? — Fyrst og fremst það, að til- finningar okkar, Dana og íslend- inga, eiga ekki einhliða að mótast af fortíðinni. Maður á að viður- kenna, að mistök eru mistök. En fleiri og fleiri sameiginleg verk- efni hafa fært þjóðir okkar nær hvor annarri. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem til íslands. Áður hafð,i ég lesið ýmislegt um land og þjóð. Nú hefi ég farið austur í Fljóts- hlíð, komið ó Hlíðarenda og farið víðar um svið Njálu. Hinn mikli harmleikur hefir svifið mér fyrir hugskotssjónum. Og ég hefi heimsótt Þingvelli og kynnzt töfrum hins stórfenglega lands- lags þessa gamla þingstaðar. Nú á næstunni ætla ég svo vestur í Dali ogheimsækja bæ Eiríks Rauða. Áður hefi ég komið til Eiríksfjarðar í Grænlandi og stað ið við rústir þeirrar kirkju, sem fyrst var byggð á vesturhveli jarðar. Siglingin frá íslandi til hins óþekkta Grænlands var ein- stætt afrek. En það er merkilegt að sjá með hvílíkum krafti og hraða hið unga ísland byggir sig upp. Mér hefir fundizt dásamlegt að koma hingað, segir Julius Bomholt menntamálaráðherra að lokum, og ég fer héðan fullviss þéss. að milli minnar þjóðar og íslenzku þjóðarinnar ríkir vaxandi skiln- ingur og vinátta. S. Bj. Þess skal gelið, sem gert er ÖÐRU hvoru kveða upp úr radd- ir um það, hve almennmgur ger- ist nú fráhverfur kirkju og krist- indómi. Hefði kirkja vor tekið upp auglýsingaáróður, svipaðan þeim, er nú tíðkast í samkvæmis- og viðskiptalífinu, fyndist mönnum eflaust annað. Sannleikurinn er nefnilega sá, að vinir kirkjunnar eru miklu fleiri en nokkur veit. í öllum söfnuðum landsins eru menn og konur, sem eru sífellt að vinna fyrir kirkju sína, með gjöfum eða á annan hátt. Og ég hygg að segja mætti að engri einni stofnun í landinu, unna menn jafn almennt og kirkjunni, enda sýna áheit og gjafir það glegggt. Með því að dregist hefur, að því er ég bezt veit, fytir sóknar- nefnd Patreksfjarðarsóknar, að þakka mjög veglega gjöf, sem Patreksfjarðarkirkju var færð á s. 1. vori, vil ég hér með fyrir hönd nefndarinnar, sjélfs míns og safnaðarins alls, færa kven- félaginu „Sif“ á Patreksfirði, undir stjórn frú Helgu Guð- mundsdóttur, innilegustu þökk fyrir þá hina góðu og veglegu gjöf, er konur félagsins færðu Patreksfjarðarkirkju 25 ferming- arkirtla, að gjöf á s. 1. vori. Voru því börn á Patreksfirði í fyrsta sinn í vor sem leið fermd í kirtl- um. Var fólkið hið ánægðasta með það fyrirkomulag og þótti fermingarathöfnin fyrir þá sök enn hótíðlegri. Eiga kvenfélags- konur staðarins miklar þakkir skyldar fyrir þessa þörfu og rausnarlegu gjöf til kirkju sinnar (safnaðarins). Mun margur, fá- tæklingurinn, ekki sízt kunna að meta gjöf þessa er árin líða, því að með hinu nýja fyrirkomulagi, að ferma börn öll, jafnt drengi sem stúlkur, í þar til gerðum kirtlum, er allmikilli útgjalda- byrgði létt af þeim, er börn eiga. — Er gjöf þessi, ekki Frh. á bls. 12. NORRÆNA iðnsambandið hélt 11. þing sitt í Kaupmanna- höfn dagana 15.—16. ágúst s.l., en aðilar að sambandinu eru heild- arsamtök iðnaðarmanna í öllum Norðurlöndum. Af hálfu Lands- sambands Iðnaðarmanna sóttu þingið forseti sambandsins Björgvin Frederiksen, og fram- kvæmdastjóri þess Eggert Jóns- son. Þingið var sett í salarkvnnum Iðnaðarmannafélagsins í Kaup- mannahöfn, mánudaginn 15. ágúst kl. 10 f.h. og voru viðstadd- ir um 300 boðsgestir, þar á r.ieðal ráðherrar og sendifulltrúar hirina Norðurlandanna í Kaupmanna- höfn. Formaður danska iðnaðar- mannasambandsins Poul Persson, flutti fyrstur ávarp og bauð full- trúa og gesti velkomna. Formað- ur finnska iðnaðarmannasam- bandsins, Lauri Viljanen, flutti ávarp og kveðjur fyrir hönd er- lendu fulltrúanna á þinginu. Julius Hansen borgarstjóri bauð þingið velkomið til Kaup- mannahafnar. H. C. Hansen for- sætis- og utanríkisráðherra Dana lýsti þingið sett og ræddi þýðingu norrænnar samvinnu, sem nú væri í ýmsum greinum langt á veg komin. Prófessor Thorkil Kristensen, fyrrv. fjármálaráð- herra flutti ítarlegt erindi um þýðingu iðnaðarins í norrænu at- vinnulífi. Hann sagði að iðnaður- inn væri mjög þýðingarmikill og öflugur atvinnuvegur á Norður- löndum og stæði verksmiðju- rekstrinum engan veginn að baki, svo sem margir hefðu tilhneig- ingu til að telja. Mætti m. a. sjá það af því, að árið 1948 hefðu í Danmörku verið 90 000 iðnaðar- fyrirtæki með 350.000 manns í þjónustu sinni en 12000 iðjufyrir- tæki með 330.000 manns i þjón- ustu sinni. Hann benti á, að það væri alrangt að vaxandi tækni yrði til þess að útrýma iðnaði og iðnaðarmönnum og breyta öllu í verksmiðjurekstur. Að vísu hefði tækniþróunin orðið til þess að einstakar iðngreinar hefðu nær alveg horfið yfir í iðju, svcr sem t.d. skósmíði, en tækniþróunin hefði einnig skapað nauðsyn margra nýrra iðngreina, t. d. í vélaiðnaðinum og við smíði og viðhald hinna margvíslegu sam-' göngutækja nútímans. Nú væri mjög rætt um kjarnorkuna og hagnýtingu hennar. Mætti og vænta þess, að á síðara helmingi þessarar aldar myndaðist þörf fyrir margar nýjar iðngreinar í sambandi við hagnýtingu kjarn- orkunnar og margvíslega kjarn- orkutækni. Iðnaðurinn væri þannig sannarlega ekkert sem stæði í stað, heldur væri hann í stöðugri framþróun með vaxandi tækni. Verksmiðjurnar myndu heldur alls eigi útrýma iðnaðin- um eða iðnaðarmönnum, heldur þyrftu þær mjög, og í vaxandi mæli á vel menntuðum iðnaðar- mönnum að halda. Þingsetningarathöfninni lauk með því að formaður Norræna Iðnaðarsambandsins, Rasmus Sörensen múrarameistari, flutti nokkur kveðjuorð og þakkaði ræðumönnum og gestum. Fiðlukvartett Erlings Bloch lék við setningarathöfnina við mikla hrifningu áheyrenda. Fór þing- setningin öll mjög virðulega fram. Þingið tók til meðferðar og fjallaði um ýmis hagsmuna- og áhugamál iðnaðarmanna. Lagðar voru fram til umræðu greinar- gerðir frá öllum aðildarsamtökun um um starfsemi þeirra á síðasta þriggja ára starfstímabili ásamt stuttu yfirliti um afkomu iðnað- arins í* viðkomandi löndum á þessu tímabili. Skrifstofa Norræna Iðnsam- bandsins í Kaupmannahöfn hafði safnað ítarlegum upplýsingum um stöðu iðnaðarins á Norður- löndum, hverju fyrir sig, bæði a'S því er varðaði inenntun og at- vinnuréttindi og fjárhagslega að- stöðu iðnaðarmanna, og lagði þessar upplýsingar fram á þing- inu. Verður haldið áfram að vinna úr þeim gögnum og full- komna þau, en þau hafa nú þeg- ar að geyma mikinn fróðleik. Henry Borreschmidt fram- kvæmdastjóri flutti ítarlegt er- indi um tæknilega þróun iðnaðar- ins og meistarakennsluna sem kennsluform. Rakti hann sögu og þróun meistarakennslunnar og iðnmenntunarinnar og gerði grein fyrir viðhorfunum í dag. í Danmörku væru orðnir erfið- leikar á að koma að nægum nem- endafjölda við meistarakennsluna eingöngu, en mjög kostnaðarsamt yrði að koma upp verknámsskól- um. Ef til vill mætti leysa vand- ann með því að kenna nemendum fyrst í sérstökum undirbúnings- skólum, til þess að hægt væri að stytta námstímann hjá meistara. Lausnin á því, hvort velja ætti á milli meistarakennslu eða verk- námsskóla ætti. þá einnig ekki að vera, annaðhvort — eða, heldur hvorttveggja. Allmiklar umræð- ur urðu um þetta mál og gerðu fulltrúarnir grein fyrir því, hvern ig þessum málum væri háttað í sínu heimalandi, hverjar reglur væru settar um iðnnám og hverj- ar skyldur meisturum væru lagðar á herðar í því sambandi. Engin ályktun var gerð. . Rætt var um sköttun atvinnu- fyrirtækja, sérstaklega með til- liti til smærri fyrirtækja. Fram- sögn hafði Hans Grundström, framkvæmdastjóri sænska iðn- sambandsins, og gaf hann í stór- um dráttum yfirlit um skattamál á Norðurlöndum en þó einkum í Svíþjóð. Töluverðar umræður urðu um málið, og skýrðu þing- fulltrúar frá ástandinu í skatta- málum í sínu heimalandi. Voru menn sammála um, að æskilegt væri að skrifstofa Norræna Iðn- sambandsins safnaði gögnum og gerði yfirlit og samanburð á ástandinu í skattamálum atvinnu fyrirtækja á Norðurlöndum. Eft- irfarandi ályktun var gerð: „Iðnaðurinn gegnir sem fram- leiðandi og neytandi atvinnuveg- ur mjög þýðingarmiklu hlutverki í atvinnu- og félagsmálum Norð- urlanda. Norræna Iðnsambandið æskir þess að bæði við sköttun atvinnu- fyrirtækja og einstaklinga sé tek- ið réttmætt tillit til fjárfestingar- og rekstursfjárþarfa iðnaðarins, þannig að framleiðslugeta og fjár hag fyrirtækjanna sé ekki of- þyngt með sköttum. • Norræna Iðnsambandið gerir kröfu til jafnréttis í skattaálög- ! um, án tillits til þess, í hvaða formi atvinnureksturinn er. Nú- verandi ójöfnuður í skattaálögum milli einkafyrirtækja .og sam- | vinnufélaga verður að hverfa.“ j Þá var rætt um lánaþörf iðn- aðarins og aðstöðu hans til öflun- ar lána. Komu þar fram upplýs- ingar frá öllum aðilum um að- j gang iðnaðarins að lánum, og hvað hið opinbera gerði fyrir iðn- aðinn í þeim efnum í hverju ein- stöku landi, Engin ályktun var gerð. Formaður sambandsins gerði Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.