Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 6
MORGUHBLABIB Laugardagur 3. sept. 1955 ¦ Gilbert Grandval hvatti til Margrét Albertsdóttír - minning MIÐVIKUDAGINN 24. ágúst komu franskir landnemar í stórhópurn til hinnar nýtízkulegu höfuðborgar Rabat til að vera viðstaddir jarðarför Duvals hers- höfðingja, sem var yfirmaður franska herliðsins í Marokkó. Tveim dögum áður hafði hann beðið bana í flugslysi í, grennd við Oued Zem. Frönsku land- nemarnir hata Grandval, þar sem þeim þykir hann um of hlynntur þjóðernissinnum. Við jarðarför- ina gerðu þeir upphlaup, þegar' Grandval ætlaði að flvtja ræðu. Voru honum ekki vandaðar kveðjurnar. Gerðu landnemarnir hróp að honum og kölluðu hann „morðingja og föðurlandssvik- ara". SMEKKLAUST OG GAGNLAUST Þetta var ekki aðeins smekk- laust heldur einnig algjörlega gagnlaust. Grandval hafði þegar Bent Faure lausnarbeiðm sína — þrátt fyrir fortölur þeirra, er álíta Grandval einan færan um að búa svo um hnútana, að Marokkó verði sjálfstætt sam- bandsríki Frakka. En vafalaust hefir öll fram- koma frönsku landnemanna hjálpað Grandval til að taka ákvörðun um að biðjast lausnar, þó að blóðbaðið, er varð kring- um 20. ágúst, hafi haft úrslita- áhrif á þá ákvörðun. Honum varð það Ijóst, að enn var ekki sú stund runnin upp, að mögu- legt væri að framfylgja fram- farastefnu í Marokkó. Það, sem nú liggur fyrir, er að koma á friði í landinu. Rétt er það, að uppreisn Berba- kynflokksins — ef uppreisn skyldi kalla — stóð aðeins í tvo sólarhringa. En það er nokkurn veginn augljóst, að litlu frönsku borgirnar í landi Berbanna eru nú öruggar fyrir árásum skæru- liða, en ástæðan er sú, að mikið herlið hefir verið flutt þangað. Þessar varnaraðgerðir munu ekki duga til lengdar — ætli Frakkar sér að brjóta alla mót?pyrnu á bak aftur, verða þeir að fara herferð um Atlasfjöllin. EKKI SAMBOÐIÐ GRANDVAL Og það er starfi, sem Grandval telur sér ekki samboðinn, þó að hann hafi lengi gengt herþjón- ustu í franska hernum. Hann hafði ekkert slíkt í huga, ef hann fór til Marokkó. Ástandið í Marokkó kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, það er spegilmynd af pví, sem varð í brezku nýlendunni Kehya. Evrópsku landnemarnir fyrir- líta þá „undanlátssemi", sem landstjóri sýnir með því að vera fylgjandi framfarastefnu. Munur- inn er sá, að landnemarnir í Marokkó virðast vera enn ofsa- fengnari í andúð sinni á land- stjóranum en landne'narnir í Kenya voru. Kynþáttahatrið er heldur ekki eins djúpstætt í Marokkó. Þar er ekki óalgeng sjón að sjá marokkanskan her-! roann — í þjónustu Frakka •— koma inn í veitingahús í Rabat, Og veitingamaðurinn, ljós á hörund, heilsar honum hjartan- lega með handabandi. Þetta mundi aldrei eiga sér stað í Kenya. y v y v í Marokkó hefir rás viðburð- anna einnig verið svipuð og í Uganda, þó að það vandamál sé nú leyst í Uganda. Innfæddi þjóðhöfðinginn Ben Jussef soldán hefir verið sendur í útlegð af nýlenduveldinu, og Frakkar geta j ekki kallað hann heim aftur án þess að stefna þeirra b'ði nokk- , urn hnekki. Samt er nú svo kom- ið, að þeir munu sennilega neyð- ast til að láta í minni pokann. Ben Jussef verður flattur frá Madagaskar og fær að setjast að. í Frakklandi. ' skjótra aogerða — en frsnska stjórnin hikaði og afieiðingin varð skelfilegt blóðbað Gilbert Grandval hafði fulla ástæðu til að segja af sér. HIK FRÖNSKU STJÓRNARINNAR Blóðbaðið, er varð í Marokkó kringum 20. ágúst, orsakaðist vafalaust fyrst og fremst af því, að franska stjórnin hikaði við að láta Ben Arafa soldán fara frá og gerðu þar að auki ekki fulla grein fyrir, hvað þeir hyggðust fyrir um framtíð Marokkó. Grandval hefir frá upphafi hvatt frönsku stjórnina til að taka skjóta ákvörðun um fram-j tíð Marokkó, þar sem hann vissi, hversu vofeif legar afleiðingar það gæti haft að draga aðgerðir á langinn. Hann hafði fulla ástæðu til að fara fram á lausn frá landstjóraembættinu, eftir að aðvaranir hans höfðu verið virt- I ar að vettugi, og franska stjórn- in hafði tekið þann k-istinn að hefja all langdregnar viðræður við leiðtoga Marokkóbúa í Aix- Les-Bains. Það er lítill hópur Frakka í Marokkó, sem harmar fráför hans. Þetta er hópur frjáls- hættulegra í Marokkó heldur en annars staðar í Afríku A. m. k. einn frjálslyndur maður hefir verið myrtur, sprengju hcfir ver- ið varpað inn á heimili annars og óðrum meðlimum þe^sa félags skapar hefir verið neitað um stöður í þjónustu franska ríkis- ins. Öflugustu andstæðingar þeirra eru franskir landnemar, sem stofnað hafa með sér félagsskap, „Viðurvist Frakka" (Présence francaise) Marokkóbúar gera hinsvegar ekki greinarmun á þessum tveim félagasamtökum. TVÖ HÖFUÐATRIÐI Tvö mikilvæg atriði komu greinilega fram í þeim blóðugu óeirðum, er áttu sér stað í Marokkó fyrir tæpum hálfum mánuði. Það var almennt álitið, að Berbarnir væru ekki eins heit- ir út í Frakka og Arabar búsettir í borgunum. Þessi sögusögn féll greinilega um sjálfa sig. Það kom einnig í ljós, að Istiqlal-flokkur-: inn — sem stendur í fylkingar-] brjósti í sjálfstæðisbaráttu Marokkóbúa — finnur til ábyrgð-, ar sinnar, þó að hann sé harður í horn að taka og hafi verið bann aður um tíma. j Það er nú vitað, að engar, óeirðir áttu sér stað í borgunum,' af því að Istiqlal-f lokkurinn hafði mælt svo fyrir. Sagt er, að svo mikil hermdarverk hafi ver-! ið framin í fjallahéraðunum, þar sem Istiqlal-flokknum hafi verið haldið algjörlega niðri þar.' Frjálslyndir Frakkar í Marokkó gera sér vonir um, að nýi land-1 stjórinn muni hafa þessar stað-j reyndir í huga, en muni ekki ein-' göngu leggja áherzlu á sð „friða" Marokkó (Observer — Öll réttindi áskilin). MÁNUDAGINN 29. ágúst var Margrét Albertsdóttir frá Viðvík, borin til hinztu hvílu. Margrét var fædd 8. október 1878 að Heiði á Langanesi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum og frænda, sem var talinn merkis- bóndi og búhöldur góður. Eins og algengt var á þeim tíma var skólamenntun Margrét- ar af skornum skemmti, en drjúgt varð henni það veganesti er hún lærði í hinum gamla vinnulúin hjónin ein eftir með yngsta soninn. — En Margrét missti ekki kjarkinn. Jlún hélt áfram að brosa hlýja brosinu sínu, vann myrkranna á milli og batt allar sínar vonir og þrár við Viðvík og Viðvíkurdal. — Þar skyldi hún una alla sína ævi- daga. En nú gerðust örlögin ómild í hennar garð. Maður henn ar missti heilsuna og varð að fara hingað suður á sjúkrahús, þar sem hann varð að dvelja 1 tvö löng ár. En Margrét hélt en velli. Hún treysti Guði og gæf- unni og vann enn, o^ kannski meira en kraftarnir leyfðu. Einar bóndi hennar kom heim, en ekki mikið meira en með hálfa heilsu og eftir rösklega eitt ár urðu þau að bregða búi og yfirgefa jörðina sína og dalinn. Það voru heit og höfug tár, sem Margrét felldi er hún kvaddi dal- inn sinn í síðasta sinn. Og Fær Ben Jússef soldánstign sína aftur? lyndra manna, sem kallar sig „Samvizku Frakklands" (Consci- ence francaise). Flokkurinn var stofnaður um þá hugsióa að berj- ast fyrir umbótum í nvlendunni, þegar allt var komið í óefni í Indó-Kína og ekki varð annað séð en að málin tækju sömu stefnu í Marokkó. „SAMVIZKA FRAKKA" OG „VIÐURVIST FRAKKA" Grandval var að þeirra áliti sá bezti landstjóri, er hægt var að skipa í Marokkó. Þeir tóku enn á ný til við að berjast fyrir hugsjón sinni, en það er mun Gerð 1956af bílum koma senn á markaðinn DETROIT — Nýju bílarnir frá Ford, Chrysler og General Motors af gerðinni 1956, verða til sölu vestan hafs í nóvembermánuði n. k. Talið er að verðhækkun á bíl- unum muni nema 30—100 dollur- um (ca. kr. 500—1630) á ódýiari bílunum og eitthvað meir á dýr- ari bílunum. — Bifreiðafélögin keppast nú við að selja þessa árs gerð af bílum sínum og hirða ekki um úr þessu þótt gróðinn af þeim verði enginn. Ný heimsmet í 5 km göngu og 3000 m grindahlaup! GAUTABORG, 31. ágúst: — f dag setti sænskur íþróttamaður nýtt heimsmet í 5 km göngu á frjálsíþróttamótinu í Gautaborg. Var það Basse Hindmar og gekk hann vegalengdina á 31,49 mín. Daninn Gunnar Nielsen setti nýtt danskt met í 1500 m hlaupi. — Hljóp hann á 3,43 mín. PRAG, 31. ágúst: — Pólski hlaup arinn Chromik setti í dag nýtt heimsmet í 3000 m grindahlaupi. — Hljóp hann vegalengdina á 8,41,24 mín. heimilisskóla, þar sem hinar fornu dyggðir voru hafðar í heiðri. Arið 1896 giftist hún Ein- ari Jóhannessyni úr sömu sveit, mesta ágætismanni. Það sama ár reistu þau bú á eyðijörðinni Jónsstöðum í Bakkafirði. Þar sýndi Margrét strax hvað í henni bjó. Hugdjörf og vonglöð lagði hún hönd á plóginn með hinum unga framsækna manni sínum. Nótt og dag var unnið að því að hreinsa gamla bæinn, sem hálf fullur var af klaka og mold er hrunið hafði úr veggjunum. En þar var ekki látið staðar numið, hinn hálffallni bær var að mestu leyti byggður upp og bætt við hann frammihúsi með gestastofu og geymslulofti, og eftir það kölluðu þau bæ sinn Nýjabæ og ber hann það nafn síðan. Snemma var gestkvæmt hjá ungu hjónunum í Nýjabæ, því bærinn stendur undir fjölfarinni heiði, Sandvíkurheiði Margrét varð því strax rómuð fyrir gest- risni og dugnað, og kvaddi marg- ur ferðamaðurinn hana með þakklátu hjarta er hún hafði vak- að um nætur við að þurrka föt þeirra. Já, vinahópurinn varð stór, sem minntist með hlýhug ungu konunnar undir heiðinni. Eftir fimm ára búskap á Nýja- bæ keyptu þau hjónin jörðina Viðvík í sömu sveit og fluttu þangað vorið 1901. Við þá jörð tóku þau hjónin miklu ástfóstri og voru alltaf kennd við þann stað síðan. í Viðvík endurbyggðu þau flest hús og bættu nýjum við er árin liðu. Þar mun Magrrét hafa lifað blómaskeið ævi sinnar. Þar mun hamingjusól hennar hafa stigið hæst á himininn bó stund- um drægju dimm ský fyrir sólu og óveðursaldan reisti fald sinn hátt til höggs. — En Margrét var kona, sem kunni að taka því, sem að höndum bar. Heimili hennar mótaðist af hjartahlýjuj gestrisni og glað- værð. Margrét lifði í hamingju- sömu hjónabandi, elskaði börn sín heitt, sem öll voru mannvæn- leg og líkleg til stórra átaka. Hún unni grösugum dalnum sín- um, trúði á gróðurmagn moldar- innar og ótæmandi möguleika til landbúnaðar. Ótrauð ræktuðu þau hjónin landið og þegar bú þeirra stóð í mestum blóma voru túnin orðin þrjú. Það mun hafa verið samstilltur vilji þeirra hjóna að búa sem bezt í haginn fyrir börn sín í Viðvíkurdal. Þar áttu þau að búa og taka við, þar sem þau yrðu frá að hverfa. — En hún endurtekur sig víða sama sagan í sveitum íslands hin síð- ari ár. Börnin yfirgáfu dalinn í blóma lífsins, og síðast urðu heima dvaldist hugur hennar alla tíð eftir að hún flutti hingað suður. Fimm börn eignuðust þau hjón in og komust fjögur þeirra á fullorðins ár, en fyrsta barnið sitt misstu þau á Nýjabæ, tveir synir dóu á bezta aldri, en eftir lifa Þórunn, gift í Vestmanna- eyjum og Kristján húsasmiður, búsettur í Reykjavík. Einn fóst- urson ólu þau hjónin upp, Marinó Jóhannesson nú búsettur í Vestmannaeyjum. Mann sinn missti Margrét fyrir 7 árum. Barn að aldri kynntist ég Margréti og festist mér fyrst f minni hlýja fallega brosið henn- ar, sem yljaði barnssálinni. Mjúk var höndin, sem strauk um vanga minn og gott var að láta hana hugga sig þegar eitthvað amaði að. Um Margréti frá Viðvík má segja með sanni, að þar sem góð- ir menn fara þar eru Guðs vegir. Slík er minningin um hana. Hlýjar bænir og þakkarorð, ætt- ingja og vina, fylgja henni yfir landamæri lífs og dauða. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, þakka þér fyrir allt og allt. Jakob Jónasson. Kosið í skólanefnd Iðnskólans KOSNIR vora á bæjarstjórn- arfundi í gær fjóri- menn f skólanefnd Iðnskólans. Tveir listar komu fram, C-listi, sem var sameiginlegur listi komm- únista og Alþýð'uflokksins, og D-listi, sem var Hsti Sjálf- stæðismanna. Af D-lista hluta kosningu þeir Björgvin Frede- riksen og Helgi H. Eiríksson, en af C-lista þeir Sigurður Guðgeirsson og Tómas Vigfús- son. Verkfall mannanna áhvítukyrílunum VÍNARBORG 29. ágúst: — 13 þúsund læknar í Austurríki hófu vinnu aftur í gær, eftir tveggja daga „aðvörunar" verkfalls gegn nýrri tryggingalöggjöf, sem ligg- ur fyrir austurríska þinginu. | Samkvæmt frumvarpi þessu til laga eiga sjúklingar ekki að fá að velja sér lækna sjálfir. Læknarnir sneru aftur til vinnu sinnar eftir að hafa sann- færst um að almenningur styður mál þeirra. Til átaka kom milli hvítklæddra lækna, sem stóðu verkfallsvörð fyrir utan aðalstöð ¦ Tryggingarstofnunar ríkisins og . 200 verkfallsbrjóta. Lögreglan Ivarð að skakká leikituv Hvítklæddur læknavörður stóð einnig vörð fyrir utan sjúkra- húsin. Læknarnir sinntu aðeins aðkallandi sjúkdómstilfellum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.