Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
42. árgangur 206. tbl. — Sunnudagur 11. september 1955 PrentsmiSJa Morgunblaðsint
„Loftbrá" yfir
Miðjarðarhaf
SIMÖRP ORÐASKIFTI f MOSKVU
aitiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiitiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiuiiiiiii
Það sem á miili ber.
LONDON 10. sept. — Miklir liðs-
fliítningar eiga sér stað þessa dag-
ana á — og yfir — Miðjarðarhafi.
1 gær var byrjað að mynda þriggja
daga „loftbrú41 frá suðurströnd
Frakklands til Algier og Marokko.
Notaðar eru fjögurra hreyfla flug-
vélar og getur hver þeirra flutt 60
hernienn og ein þeirra, sem hefur
tvær hæðir, getur tekið 100 her-
tnenn.
Herinn, sem Frakkar eru að
flytja til Norður-Afríku er úrvals-
lier úr varnarsveitum Atlantshafs-
bandalagsins í V-Evrópu.
Búizt er við að flugvélarnar
verði búnar að fara 40 ferðir ann-
að kvöld.
I morgun komu til Kypureyjar
í austanverðu Miðjarðarhafi 600
brezkir úrvalshermenn, sem fluttir
voru þangað frá herstöð Breta á
Möltu.
Fresfur Faures
senn
PARÍS, 10. sept.
EDGAR FAURE hét því
fyrir nokkru að tilkynning-
in um heimastjórn fyrir
Marokko skyldi ekki vera
birt síðar en mánud. 12.
sept. — eða á morgun.
Mikil ókyrrð er ennþá meðal
þingmanna hægri flokkanna í
Frakklandi, sem styðja stjórn
Faures og vilja ekki stjórnarbót-
ina í Marokkó og getur mánu-
dagurinn þessvegna orðið örlaga-
ríkur fyrir Faure og stjórn hans.
Horfur um samkomulag hafa
Þó heldur vænkast við það, að
Ben Youssef, útlegðarsoldán á
Madagascar. hefir fallizt á að
skipað verði krónráð í Marokkó,
sem fari með heimastjórn, án
þess þó að hann vilji afsala sér
til frambúðar neinum réttindum
sem soldán Marokkómanna. Cat-
roux, hershöfðir.gi, sem verið
hefir á Madagascar í erindum
Faures, flutti þessi tíðindi til
Parísar í morgun. Ben Youssef
hefir fallizt á að flytja til Frakk-
lands um stundarsakir.
í Marokko reynir Latour, hinn
nýi landsstjóri, að fá Ben Arafa,
sem nýtur öflugs stuðnings
frönsku landnemanna í Norður-
Afríku, til þess að leggja af
frjálsum vilja niður soldánsdóm.
Þrír hershðfSingjar
handleknir
ANKARA 10. sept.:— Þrír tyrk-
neskir hershöfðingjar eru á með-
al 2000 manna, sem settir hafa
verið í gæzluvarðhald út af and-
grísku óspektunum sem urðu í
tyrkneskum borgum fyrir nokkr-
um dögum. Herlög eru enn í gildi
I Smyrna, Istanbul og Ankara.
Aðalfulltrúi Grikkja hjá Sþ
ræddi í dag við Hammarskjöld
framkvæmdarstjóra í New York
og sagði að Lundúnaráðstefnan
um Kypur hefði „farið gjörsam-
lega út um þúfur“ og endað með
stórvandræðum, þar sem væru
hinar andgrísku óspektir í Tyrk-
landi. Nú yrðu Sameinuðu þjóð-
irnar að taka málið upp á sína
arma, sagði fulltrúinn.
Washington, 8. sept.:
IHÁLFAN mánuð kom ekki
fram nein gagnsýni í Rúss-
landi á ræðu Eisenhowers forseta;
sem hann flutti í Filadelfíu 24.
ágúst s.l., þar sém hann benti á
að áþreifanlegur árangur þyrfti
að nást í þrem málum, til þess að
„andinn frá Genf“ fengi að ríkja
áfram í heimsmálunum, þ. e. 1)
sameina þyrfti Þýzkaland, 2)
leppríkin í Austur Evrópu þyrftu
að fá frelsi sitt aftur og 3) leggja
þyrfti niður kominform. En á
mánudaginn kom svarið frá
Moskvu og var því ekki stefnt
gegn Eisenhower, heldur Nixon
varaforseta, sem flutt hafði um
líkt leyti ræðu í svipuðum dúr.
Nixon er í grein í Pravda sagð-
llllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
ur tilheyra „afturhaldsklíku" í
Bandaríkjunum, sem vilji leggja
! áherzlu á ágreiningsmál Sovét-
' ríkjanna og Bandaríkjanna, gagn
stætt þeim anda sem ríkti í Genf,
er áherzla var lögð á áhugamálin
sem sameiginleg voru með þjóð-
unum.
Um málin þrjú, sem Eisen-
hower vill að leyst verði í Genf-
aranda, segir Pravda, að það sem
Bandaríkjamenn séu raunveru-
lega að fara fram á sé, 1) að fá
Austur Þýzkaland í Atlantshafs-
bandalagið, 2) að ganga af komm
únistastjórnunum í A.-Evrópu
! dauðum og „framfaraöflunum"
um allan heim og vísa á bug hug
myndinni um afvopnun.
DENVER, Bandaríkjunum, 10.
sept.: — Talið er ekki ólíklegt að
Eisenhower forseti tilkynni end-
anlega í dag, að hann ætli að gefa
kost á sér sem forsetaefni við
forsetakjör í Bandaríkjunum
næsta ár. í dag koma saman í
Listi Sjálfstæðismanna
í Kóp
avogi lagðnr fram
1G Æ R lögðu Sjálfstæðismenn í Kópavogi fram lista sinn við
bæjarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara í Kópa-
vogskaupstað 2. okt. n. k. Listinn er þannig skipaður:
1. Jósafat Líndal, skrifstofustjóri
2. Sveinn E. Einarsson, vélaverkfræðingur
3. Baldur Jónsson, framkv.stj.
4. Jón Gauti Jónatansson, verkfræðingur
5. Guðmundur Gíslason, bókbindari
6. Gestur Gunnlaugsson, bóndi
7. Arndís Björnsdóttir, húsfrú
8. María Vilhjálmsdóttir, húsfrú
9. Guðmundur Egilsson, loftskeytamaður
10. Þorkell Jónsson, bifvélavirki
11. Einar Vídalín, stöðvarstjóri
12. Björn Eggertsson, bóndi
13. Jón Þorsteinsson, húsasmíðameistari
| 14. Jón Á. Sumarliðason, bifreiðaeftirlitsmaður.
Harry S. Truman hefir nú haldið fjórar ræður vestra og hefir
fyrstur demokrata deilt harðlega á Eisenhower forseta persónulega.
Vegna vinsælda forsetans sjálfs láta aðrir demokratar sér nægja
að deila á ríkisstjórn Eisenhowers. Mynd þessi er tekin, er Tru-
man var forseti og Eisenhower var vinur og ráðgjafi Trumans.
litla „Hvíta húsinu" í Denver,
þar sem forsetinn eyðir sumar-
leyfi sínu, formenn republikana-
flokksins í öllum 48 ríkjum
Bandaríkjanna, til þess að gera
hernaðaráætlun um kosninga-
baráttuna næsta ár.
dr. Adenoner
„ekki fulltrúi
Þýzkalands“
MOSKVU, 10. sept.
TIL snarpra orðaskipta kom
milli dr. Adenauers kansl-
ara og Bulganins marskálks
á þriggja tíma fundi, sem
þýzku og rússnesku samn-
inganefndirnar héldu í
Kreml í morgun. Enn var
rætt um sameiningu Þýzka-
lands og heimflutning
þýzkra stríðsfanga.
Gert er ráð fyrir að samn-
ingafundir haldi áfram í
fimm daga, en á þessu stigi
er ekki búizt við því að ár-
angur af ráðstefnunni verði
annar en sá að V-Þjóðverjar
og Rússar taki upp með sér
stjómmálasamband.
Vitað er að dr. Adenauer og
ráðgjafar hans gerðu ekki ráð
fyrir áður en þeir fóru að heim-
an, að úrslitaákvörðun um sam-
einingu Þýzkalands yrði tekin á
Moskvaráðstefnunni, heldur hafa
þeir jafnan lagt á það áherzlu
í yfirlýsingum sínum, að endan- i
lega ákvörðun um sameininguna |
væri hvergi hægt að taka nema j
á fundi utanríkismálaráðherra
fjórveldanna, sem haldinn verð-
ur 27. okt.
KÖLD KVEÐJA f PRAVDA
Pravda segir í dag, að Sovét-
stjórnin geti ekki fagnað dr. Ad-
enauer sem fulltrúa Þýzkalands.
Vestur-Þýzkaland sé ekki nema
hluti af Þýzkalandi, segir blað-
ið, og ráðstjórnin hafi um langt
skeið staðið í vinsamlegu sam-
bandi við lýðveldið Austur-
Þýzkaland. Nú vilji Sovétstjórn-
in eiga hlut að því, að vinsam-
leg samskipti takist einnig við
Sambandslýðveldið Þýzkaland.
Eftir fyrsta samningafund Sov-
étríkjanna og V-Þýzkalands í
gær, satdr. Adenauer á langri
ráðstefnu með ráðgjöfum sín-
um. Dr. Adenauer og von
Brentano komu stuttu á eftir
Bulganin og Krutschev til fund-
arins í Kreml í morgun.
Samtals eru 105 menn í ráð-
gjafasveit dr. Adenauers og hafa
þeir aðsetur sitt í hinu íburðar-
mikla „Sovétskaja" hóteli.
35 millj.
á einu ári
PARÍS. — Samkvœmt útreikn-
ingum UNESCO voru íbúar
jarliar í árslok 1954 um það
bil 2.528 milljónir rnanna, eða
35 milljónum fleiri heldur en
í árslok árið áSur. Af íbúun-
um voru 1323 milljónir í Asíu.
í Evrópu, án Sovétríkjanna
406,5 milljónir, í Norður-Ame-
ríku 233 milljónir, Afríku 216
milljónir, Sovétríkjunum 214,5
milljónir, SuSur-Ameríku 121
milljón og Ástralíu 14 milljón-
Salk-bóluefnið
vinnur i
lömunarveikinni
NEW YORK — Með hverjum
deginum verður það ljósar, að
Salk bóluefnið kemur í veg fyr-i
ir lömunarveiki.
Þriðju viku ágústmánaðar
birtu yfirvöld í Massachussets-
fylki í Bandaríkjunum tölur þær
sem þá lágu fyrir um veikina
þar í landi og reyndust 15 börn
af 10 þúsundum, sem ekki höfðu
verið bólusett, hafa tekið veik-
ina, en minna en eitt af tíu þús-
undum af börnum, sem bólúsett
höfðu verið tvisvar eða meir. í
New York ríki reyndust vera 6.8
lömunarveikistilíelli af 100 þús.
meðal 367 þús. barna, sem ekki
höfðu verið bólusett, en 2,5 af
100 þús. meðal 519 þús. barna,
sem bólusett höfðu verið en þá
ekki nema einu sinni.
Svipuð hefir reynslan verið I
öðrum löndum, þar sem tölup
hafa verið birtar, eins og í Dan-
mörku og Kanada.
Samkomulag!
GENF, 10. sept. — Eftir margra
vikna samninga hefir nú loka
tekist samkomulag milli fulltrúa
Bandaríkjanna, Alexis Johnson
og fulltrúa Kínverja, Hr. Wong
um heimflutning bandarískra
manna frá Kína og kínverskra
stúdenta frá Bandaríkjunum. —
Opinber tilkynning er væntan-
leg síðar í kvöld.
Leiðir Þjóðverja lil að sigras! á dýrffðinni
BONN 8. sept. — Ludwg Erhard,
efnahagsmálaráðherra Þjóðverja
hefir boðað, að hann ætli að gera
ráðstafanir til þess að knýja fram
verðlækkun á vörum í V-Þýzka-
landi, til þess að reyna með því
að draga úr vaxandi kröfum um
kauphækkun.
Ráðstafanir þær, sem ráðherr-
ann hyggst gera eru m. a. tolla-
lækkun, fjölgun vöruflokka á
frílista og auk þess ætlar hann
að veita hverjum ríkisborgara í
V-Þýzkalandi heimild til þess að
panta vörur frá útlöndum gegn
greiðslu í þýzkum mörkum. Þess
er vænst að ráðstafanir þessar
knýji framleiðendur í Þýzkalandi
til þess að lækka vöruverð sitt á
heimamarkaði.
Milli þriggja og fjögurra millj.
verkamanna hafa sagt upp kjara-
samningum og samningar um
kaup og kjör eiga að hefjast um
gjörvallt Þýzkaland síðar í þess-
um mánuði.
Þýzka ríkisstjórnin ætlar að
fylgja þeirri stefnu að vinna gegn
kauphækkunum með því að
knýja fram verðlækkanir. Stjórn
in telur að nýjar kauphækkanir
muni aðeins leiða til nýrra verð-
hækkana og þar með myndu
Þjóðverjar glata hinni sterku að-
stöðu, sem þeir hafa á heims-
markaðinum.