Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 14
14
MORGVTSBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. sept. 1955 ]
llf
Það er Lecifhinið í
LECITON sápsinni
sem yngir og fegrar hörundið
Læknirinn og ástin hans
EFTIR JAMES HILTON
9 tllCTMK VS
HRÆRIVÉLAR
Pramhaldssagan 25
„Jú, það var mjög fallega gert
af yður að skrifa mér bréf“.
„Ég vissi, að þér mynduð hafa
gaman af því, að heyra fréttirn-
ar. Þetta var ágæt hugmynd hjá
okkur. Hugmyndin um tónlistar-
nám yðar, á ég við. En vel á
minnst. Við gætum haft örstutta
æfingu núna í kvöld, ef þér kærið
yður nokkuð um það. Það er eng-
inn heima....“
„En frú Newcome sagði ....“
„Hún fær aldrei að vita neitt
um það“.
„Fólkið, sem gengur framhjá
húsinu, heyrir það og þá verða
víst nógu margir til þess að segja
henni alla rnálavexti".
„Þá lokum við bara öllum
gluggum", sagði hann og bætti
svo við með drengjalegum ertnis-
svip: „Eruð þér hrædd?“
„Aðeins yðar vegna, Davíð“.
„Mín vegna? Nú gengur þó
aldeilis fram af mér. Hvað illt
haldið þér að geti hent mi£?“
Hún svaraði á þýzku: „Þér
verðið að dvelja hér áfram, þeg-
ar ég er farin“.
„Ég veit það og ég hef lengi
reynt að gera mér fulla grein
fyrir því. Ég á eitthvað svo erfitt
með að skilja þá staðreynd, að
þér séuð raunverulega að fara
héðan og að þetta sé síðasti dag-
urinn, sem þér dveljið hérna hjá
okkur .... Ég mun sakna yður
mikið og ef satt skal segja, ^*>á
skil ég ekkert í Jessicu, að hún
skuli finna upp á svona algerlega
tilefnislausum ráðstöfunum".
Er þau höfðu lokið við að
drekka teið, fóru þau að fram-
kvæma varnaráform sin og Davíð
steig upp á stól, til þess að loka
gluggunum. En þá vildi svo ó-
heppilega til, að einn glugginn
var sérstaklega stirður og þegar
Davíð rykkti í hann, þá missti
hann jafnvægið og greip um leið
ósjálfrátt í stórt málverk, til þess
að steypast ekki afturfyrir sig af
stólnum.
Málverkið slitnaði niður og féll
beint niður á höfuðið á Davíð,
svo að þykkur rykmökkur þyrlað
ist yfir hann.
Að sjálfsögðu hló hann mikið
að þessu atviki, því að hann hafði
mjög einfalda og ólistræna kímni
gáfu.
Leni settist svo við slaghörpuna
en hann sótti fíðluna sína cg þau
byrjuðu að leika lög eftir Mozart.
Tónarnir flóðu um stofuna og
umluktu heim, þar se.m þau voru
frjáls sem loftið í kringum þau,
en útilokuðu hatur, afbrýðissemi
og örvæntingu.
Davíð lék ekki reglulega vel og
mikið af verkum eftir Mozart
voru alltof erfið viðfangsefni
fyrir hann.
Þegar síðasti strengurinn hafði
verið sleginn, byrjaði hann að
japla á því, að slaghörpuleikur j
hennar væri fullur af glæsileg-
um fyrirheitum og að hún yrði
vissulega að ganga á einhvern i
tónlistar- eða söngskóla.
„Þér eruð svo góður“, sagði
hún. j
„Góður? Hversvegna segið þér '
það alltaf?“
„Vegna þess, að þér segið alltaf
eitthvað svipað þessu og þér seg- (
ið það einungis af því, að þér
eruð svo góður. Það er allt og
sumt“.
„En ég meina allt sem ég segi“.
„Já, ég veit það. En þér ætlist
ekki til þess, að það hafi neina
sérstaka merkingu."
Hann brosti: „Nú gerið þér mig I
algerlega ruglaðann í ríminu.“ I
„Góði, ég veit hversvegna það 1
er. Þú getur ekkert að þessu gert.
Og ég elska þig. — Ég get ekki
að því gert.“
En nú hafði athygli hans beinst
í allt aðra átt og hann veitti orð-
um hennar alls enga eftirtekt.
„Ég verð að flýta mér að
hengja myndina aftur upp, áður
en nokkur kemur“.
„Heyrðirðu ekki hvað ég var
að segja?“
, „Fyrirgefðu .. hvað sagðirðu?"
j „Það var svo sem ekkert“, sagði
hún brosandi. „En eitt á ég enn
ógert. Ég ætla að dansa fyrir
þig“.
i „Dansa fyrir mig? Hérna-
Núna?“
„Já. Þú kannt forleikinn eftir
Chopin, þennan hérna“ —- hún
' raulaði upphafið lágt. — „Nú
skalt þú leika hann á fiðluna þína
og ég ætla að dansa eftir honum“.
„En....“
„Já, þú ert hræddur um að ein-
hver kunni að koma. Þú ert
hræddur um, að einhver kunni
að gægjast inn um gluggann.
Dragðu þá bara gluggatjöldin fyr
ir, taktu svo ullar ábreiðurnar
upp og .. mikið værirðu góður,
ef þú værir búinn að koma þessu
í kring, þegar ég kem aftur“.
Hún hljóp út úr stofunni og var
nokkrar mínútur í burtu.
Á meðan Davíð beið, var hann
mjög efandi í fyrstu og á báðum
áttum, en svo ákvað hann, að
gera eins og hún bauð. Fyrst voru
það þá gluggatjöldin og síðan
ábreiðurnar.
Stofan fylltist hlýju rökkri og
hann kveikti ekkert ljós vegna
þess að sólargeislarnir smugu í
gegnum þunnan vefnað glugga-
tjaldanna og vörpuðu rauðleitum
bjarma um herbergið.
Að því loknu greip hann fiðl-
una sína og tók að æfa sig á for-
leiknum, sem Leni hafði minnst
á við hann.
Eftir örskamma stund kom hún
aftur inn í setustofuna og hafði
r i ■
nu skrýðst balletbúningi, sem j i
hafði auglýsnilega oft verið lát- ■
inn niður og tekinn upp, ef dæma ' 1
mátti eftix brotum hans og
hrukkum.
, i
Auk þess var hann orðinn slit-
inn og hafði sýnilega aldrei verið
mikils virði, jafnvel ekki meðan
hann var nýr.
En í rökkri setustofunnar sá
Davíð ekkert nema einhverskon-
ar undarlega hugarsýn eða vitr-
un, sem hann hafði aldrei á æfi
sinni búist við að líta.
Hann tók fiðluna og byrjaði að
leika, án þess að líta af henni
eitt andartak.
Og þannig skeði það eitt kvöld
í ágúst, að stúlka dansaði fyrir
litla lækninn, innan við saman-
dregin gluggatjöld í setustofunni
í húsi hans.
Allt í einu skarst síminn í leik
inn, með hárri og skipandi hring-
ingu.
Davíð lagði fiðluna frá sér og
Leni nam staðar úti á gólfinu.
„Sennilega einhver sem ætlar að
biðja mig um að líta inn til sín“,
sagði hann og gekk til dyra. en
Leni kom hægt og treglega á éftir ,
honum. !
Örstuttri stundu síðar var hann
að leita að hatti sínum og tösku
inni á lækningastofunni.
„Það er litli drengurinn — þessi
með lungnabólguna. Þú mannst
eftir honum. — Ég verð að fara
undir eins“.
„Og ég verð að hafa fataskipti
og ljúka við að pakka dótið mitt
niður. Ég ætla líka að taka til í
herberginu."
„Þakka þér fyrir .... Kannske
kem ég fljótt aftur heim“, síðan
bætti hann við vingjarnlega:
„Þetta var mjög fallegt, Leni.“ |
Tíu mínútum síðar stóð hann
við sjúkrabeð litla drengsins. í
þetta skipti var ekki hægt að
efast um það hver úrslitin myndu
verða. i
ÍVIINkOE
4.
inn út af þessari fljótskvísl inn á dimmt og dularfullt stöðu-
vatn, þar sem bogamyndaðir úálmar teygja sig upp frá
mosabotninum og sefið rís á rótum sínum, en það sýnir hina
lítilfjörlegu hreyfingu vatnsins. Hér býr mikill fjöldi af
dýrum, fuglum, fiskum og ormum. Fuglalífið er þarna mjög
mikið og einnig aragrúi af flugum. Þar eru líka Iguane-
eðlur, sem láta fara vel um sig á fljótandi trjábolum, sem
morra í vatninu.
Báturinn þýtur nú ekki lengur áfram undan sterkum ára-
togurn, heldur er honum ýtt hægt og varlega innan um sef
og tré og nú eru árarnar notaðar fyrir stjaka.
Róðrardrengirnir eru orðnir þreyttir og hættir að masa
og gera að gamni sínu. En báturinn er ekki kominn nema
hálfa lei ðyfir þetta mikla vatnasvæði.
Allt í einu fer einn drengjanna að hlusta og hinir fara
allir að dæmi hans. Langt í burtu heyrist greinilegt neyð-
aróp:
— Monsieur, kom og hjálpa mér, ég dey. Sýn mér misk-
unnsemi! Bjarga mér! Bátnum er óðara snúið í stefnu á
hljóðið og nú róa drengirnir í ákafa, þótt þeir nýlega væru
svo þreyttir. Báturinn flýgur áfram.
Þeir reyna að hrópa kjark í skipsbrotsmanninn og eftir
litla stund eru þeir komnir á slysstaðinn. Þar sat Minkoe
í vatninu upp að mitti og hafði náð í pappírssefs-þúfu.
— Veslings Minkoe! Hvernig stendur á að þú ert hér?
— O, Monsieur, í gær vorum við pabbi á leiðinni heim.
En þá rann báturinn upp á bakið á vatnahesti, sem við höfð-
um ekki tekið eftir Hann varð þá reiður og beit í sundur
- AUCLYSINC ER CULLS ICILDI ~
með hakkavél, grænmetis- og kaffikvörn, þeytara, hrær-
ara og hnoðara, berjapressu o. fl. — Kr. 2.600,00.
Fást með hagkvæmum greiðsiuskilmálum.
HEKLA H.F.
Austurstræti 14
LECITON
LECITON er dásamlegasta
sápan, sem til er. — FroSara
er fíragerS, mjúk og ilmar
yndislega. —■ Hún lireinsar
prýðilega og er óvenjudrjúg.
Eg nota aðeins LECITON-
sápuna, sem heldur liörund-
inu nngu, mjúku og hraust-
legu.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
I. Bryvijólfsson & Kvaran
A OLLUM VECUM
AUÐNUSTJARNAN
■ ■■am imi