Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfllf f dao' SV eða vestan kaldi. Skúrir. rogpuitliteMfr 206. tbl. — Sunnudagur 11. september 1955 Reykjavíkurbréf á bls. ». Peningaskáp stolið í Steypustöðinni BROTIZT var inn í Steypustöð- ina h.f. við Elliðaárvog í fyrrinótt og peningaskáp fyrir- tækisins stolið. Ekki var með vissu vitað í gær, hve mikið fé var í skápnum, en það hefir skipt iiokkrum þúsundum króna. Sýnilegt er, að brotizt hefir verið inn um glugga og dyr síðan sprengdar upp. Peningakassan- upi hefir síðan verið velt út og eftis steintröppum upp á malar- kas^íinn. Þar uppi eru hjólför eftir bifreið, sem sennilegt er að kassinn hafi verið fluttur á brott í. Þá er og athyglisvert, að þessa sömu nótt var brotizt inn í verk- stæði við Hálogaland og stolið þaðan logsuðutækjum. ÖNNUR INNBROT Einnig var brotizt inn í veit- ingastofuna Skeifuna við höfnina í fyrrinótt og stolið þaðan nokkr- um konfektpökkum og sígarett- um. Sömuleiðis var brotizt inn í verzlunina Kjöt og grænmeti við Melhaga, en engu var stolið þar. Síid veiðist aS haS- djúpi með Larsen - vörp u SÁ ÓVENJULEGI atburður í fiskveiðisögu okkar gerðist í fyrra- dag rétt fyrir norðan Eldey, að um 50—60 tunnur síldar voru veiddar af hafsbotni. En á þessum slóðum er hafdýpið rúmlega 100 metrar. SÍLD NÁLÆGT BOTNI NORÐAN ELDEYJAR Dr. Hermann Einarsson fiski- fræðingur, skýrði Mbl. frá því að undanfarna tvo sólarhringa hafi þeir á varðskipinu Ægi athugað eíldargöngur í Miðnessjó. Ekki fannst nein veruleg síld fyrir utan bátamiðin nema rétt fyrir norðan Eldey. Þar fundu þeir talsverða síld nálægt botni að degi til. Samkv. tilvísun Ægis komu Vestmannaeyjabátarnir Sjöfn og Gammur, sem eru að gera til- raunir með dönsku Larsenvörp- una á þessar slóðir og köstuðu bátarnir um 3 leytið á föstudag. KLUKKUSTUNDAR TOG — 50—60 TUNNUR Eftir klukkustundar tog var dregið upp og fengust fimm pokar af síld, sennilega 50— 60 tunnur. Var þetta mjög efnilegur árangur, einkum þar sem með þessu er ljóst að hægt er með þessu veiðar- færi, að veiða síld nálægt botni að degi til. Hermann fiskifræðingur sagði, að athuganir sýndu, að síldin heldur sig nálægt botni að degi til, en færist ofar í sjóinn, þegar skyggja tekur. Allmikil ljósáta er á svæðinu. Yilp fá dönsku feékasf ning- una heim !il Haf nar Hún er sfærsfa békðsýning Dana í mannsaidur — eða frá 1922 IDANSKA blaðinu Dagens Nyheder er nýlega rætt um dönsku bókasýninguna, sem haldin er hér í bæ um þessar mundir. Er farið góðum orðum um sýninguna og áhuga fs- lendinga á henni og segir greinarhöfundur, að bókasalan hafi verið eins og á Þorláksmessu. STÆRSTA SÝNINGIN Þá fer greinarhöfundur að ræða sýninguna frá öðrum sjón- arhóli. Hann segir, að þetta sé stærsta danska bókasýningin sem haldin hefur verið í mannsaldur •— og hann varpar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé kominn tími til að halda slíka sýningu einhversstaðar í Danmörku, t. d. í Kaupmannahöfn. MEÐ GLEDI Enginn vafi er á því, segir enn- fremur í greininni, að mikil þörf ér á að koma upp slíkri sýningu hér heima. Dönsk bókasýning sem eitthvert gagn er í héfir «kki verið haldin í Kaupmanna- höfn síðan 1922, — „og þeir sem skoðuðu hana minnast hennar enn með gleði“. REYKTAVÍK Á UNDAN Reykjavík varð á undan, en okkur er aðeins kært að sækja áhrif til gamla landsins í Norðri, segir greinarhöfundur að lokum. Búnaðarnám í Noregi Happdrætti Háskólans DREGIÐ vara í 9. flokki Happ- drættis Háskólans I gaer. Hæsti vinningurinn, 50 þás.. kr., kom upp á háifmiða nr. 1635®.. Káðir hlut- irnir voru seldir fe|á Pálinu Ár- mann. — 10 þús. kr_ vfrrninjErurinn kom upp á fjórfcagsinaiða nr. 17241. Voru allir Mmfeímir seldir í Keflavik. —- 5 þús. Jnr. vlhning- urinn kom upp á heilmaSa. nr. 5036, sem seldur var í Vestrríacrrca.eyjum. Siyrkur frá Brifish Council Stúdent, sem lokið hefír háskóla- prófi, stendur til boða styrkur frá British Council á skólaárinu 1956—57. Styrkur þessi er fyrst og fremst ætlaður mönnum hÖ'a konum á aldrinum 25—35 ára, sem hafa lokið háskólaprófi eða hafa starfsreynslu, sem samsvar- ar því. Eyðublöð fyrir umsóknir liggja frammi í brezka sendiráð- inu. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 20 nóv. n.k. DAS-bíll afhentur HINN 9. þ.m. fór fram afhending á vinningum í 5. flokki happ- drættis D.A.S. Vinningar voru tv.eir, Chevrolet fólksbifreið og Vespa mótorhjól. Biíinn fékk 6 ára snáði, Frið- rik Jóhann Guðmundsson frá Norðfirði, en móðir hans og bróðir, tóku á móti bílnum hér í Reykjavík, en umboðsmaður D. A. S. á Norðfirði er Pétur Val- dorff. Vespuna fékk Ingi Þór Stefáns- son, ungur maður úr Reykjavík. Myndin hér að ofan er frá námskeiði Iðnaðarmálastofnunarinnar fyrir verzlunarfólk. Var geysileg aðsókn að því og áhugi ríkjandi i fyrir þeirri leiðbeiningarstarfsemi, sem þar fór fram. — í forystu- grein blaðsins í dag eru þessi mál gerð að umtalsefni. (Ljósm. Gunnar Rúnar). * Ahugi vaknar fyrir um- bótum í verzlunarháttum Námskeið kaupsýslumanna verður | endurtekið TDNAÐARMÁLASTOFNUNIN hefur nú ákveðið, að endurtaka -ff námskeið það fyrir kaupsýslumenn, sem haldið var í vikunni. Er þetta vegna þess að svo margir kaupsýslumerm urðu frá að hverfa, að háværar raddir hafa verið um að þeir fengju líka að kynnast þeim nýjungum, sem þandarísku sérfræðingarnir höfðu frá að segja. NÝTT NÁMSKEIÐ Þetta seinna námskeið verðuf í lítið eitt styttra formi en hið fyrra og verður haldið miðviku- dag og fimmtudag og að líkind- j um einnig í Iðnó. Munu því rúm- lega 300 manns geta sótt það. I Eins og kunnugt er, þá eru það Samband smásöluverzlana, Verzl unarmannafélag Reykjavíkur, Verzlunarráð íslands og SÍS, sem s taka við þátttökutilkynningum, ! SÉRFRÆÐINGARNIR ' EFTIRSÓTTIR Bandarísku sérfræðingarnir hafa undanfarna daga komið mjög víða við í heimsóknum sínum í sölubúðir. Hafa verzl- unarmenn sótt það fast að þeir komi í heimsókn. Gera Banda- ríkjamennirnir ýmsar athuganir og mælingar og deila út fjölda góðra ráða. Er vafalaust að ýms- ar ábendingar þeirra verða fljót- lega teknar til greina. Hefur vaknað mikill áhugi hjá verzl- unarmönnum fyrir umbótum og nýjungum í verzlunarháttum. BOÐ hefir borízt frá bændaskóla Rogalandsfylkis í Tveit í Noregi. Er tveimur íslenzkum piltum boðin ókeypis námsvist í skólan- j um. Geta þeir valið um tveggja vetra nám eða eins og hálfs árs nám, en það er tvo vetur og eitt sumar. Skólinn hefst 1. okt og er því [ áríðandi að piltar, sem hafa hug á námi þessu, gefi sig fram sem allra fyrst við formann félags ins Ísland-Noregur, Árna G.1 Eylands. Bændaskólinn á Tveit, nálægt Stafangri, er einn af bezt útbúnu bændaskólum íl Noregi. Hefir milljónum króna verið varið þar til byggingafram-1 kvæmda og umbóta hin síðustu ár. Steinullarplötunum staflað. Framleiðslo hafin ó stein- ullarplötum til einangrunar Stórframleiðsla á einangrunarefni úr islenzkum hráefnum ? HLUTAFÉLAGIÐ Steinull hefir nú hafið framleiðslu á steinull- areinangrunarefni í plötuformi, en áður var ullin seld laus og afgreidd í pappírspokum, eða útbúin í mottum með vírneti. Með þessari nýju aðferð verður notkun steinullarinnar til einangrunar miklu auðveldari en áður. Telja þeir, sem að þessu standa að hér með sé fundinn grundvöllur fyrir stórframleiðslu á einangrunar- efni úr íslenzkum hráefnum. Hráefni til framleiðslunnar er j skeljasandur og venjulegur j steypusandur, sem bræddur erj með rafmagni í bræðsluofni, sem sérstaklega er til þess gerður. j Einangrunargildi steinullarinnar. er mjög gott, eða jafngott og beztu einangrunarefni, sem þekkt eru frá náttúrunnar hendi. Framleiðslan verður fyrst um sinn í einni ákveðinni stærð, piöturnar verða 45x60 cm. og þykktin er 6 cm. Seinna er þó gert ráð fyrir fleiri þykktum. Ef um mikið magn er að ræða er einnig hægt að breyta til um stærðir. Plöturnar eru rakavarð- ar og hrinda frá sér vatni. Þær verða pakkaðar í sérstakar um- búðir, 3 fermetrar í pappakassa og kostar fermeterinn 45 krón- ur í 6 cm. þykkt (2Vz”). Stjórn h.f. Steinullar skipa: Axel Kristjánsson formaður, Benedikt Gröndal og Vilhjálmur Björnsson. Framkvæmdarstjóri er Jón Magnússon. Slæmar horfur með karföfluuppskeru I í Þykfevabæ 1 ÞYKKVABÆ, 10. sept.: — Menn eru nú almennt farnir að taka upp kartöflur úr görðum sínum en uppskerúhorfur eru mjög slæmar. Allar kartöflur hafa sprottið illa, en þó sérlega gull- auga. Er lauslega áætlað, að heildar- uppskera hér verði um 2500— 3000 tunnur, og er það þreföld uppskera, en I meðalári má reikna með 8—9 faldri uppskeru. Ennþá hefur ekki verið tekið upp nema þar sem bezt er álitið sprottið, og má því búast við algjörlega ónýtri sprettu er á líð- ur upptökuna. — Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.