Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.09.1955, Blaðsíða 7
[ Sunnudagur 11. sept. 1955 MORGVNBLAÐIÐ % } t,Alþýðu lýbræ&i" kommúnisfa: Verkamenn látnir fcjósa npphitt — Breitt ylir nain og númer — Menntamenn þrælfcaðir — Frjáls verhalýðssamteh bönnnð — Emstakling- minn aleinn eg varnarlans ÞEGAR kommúnistar voru bún- ir að ná öruggri fótfestu í ríkisstjórn, fóru þeir að snúast gegn öðrum pólitískum flokkum og prédika stéttabaráttu í stað einingar. ÁHYGGJUR SOVÉTSXJÓRNARINNAR í nálega hverju einasta Aust- ur-Evrópulandi byrjuðu þeir með því að staðhæfa að hægri menn, sem nú máttu ekki halda uppi flokki lengur, væru farnir að smeygja sér inn í einhvern sam- fylkingarflokkinn. Þeir kváðu sovétstjórnina vera mjög áhyggju fulla út af þessu ástandi og myndi hún skerast í leikinn, ef heimamenn tækju ekki sjálfir í taumana. Þar sem borgaraílokk- arnir vildu fyrir hvern mun kom- ast hjá frekari íhlutun sovét- manna, fengu kommúnistar oft atkvæði þessarra flokka til þess að reka sökudólgana úr samfylk- ingunni, og þar með var sá flokk- ur iiðinn undir lok. Mörg brögð notuðu kommúnist ar til þess að hindra starfsemi annarra flokka. Setjum svo að t.d. Frjálslyndi flokkurinn ein- hversstaðar ætlaði að halda stjórnmálafund. Lögreglan átti þá til að ákveða að halda hina árlegu útiskemmtun sina einmitt samtímis. Síðan sendu kommúnistar einhverja óróaseggi til þess að gera óskunda á stjórnmála- fundinum. Þeir frjálslyndu vildu nú kalla á lögregluna, en hún var þá ekki við og fundurinn leystist upp. Dag- inn eftir kvörtuðu foringjar frjálslyndra síðan yfir van- rækslu lögreglunnar. En um kvöldið, þegar halda skyldi fund á ný, voru þeir umkringd ir af lögreglu, sem notaði hina minnstu tylliástæðu til að leysa upp fundinn „fyrir ó- spektir". OPINBER ATKVÆGREIÐSLA Lögregluna notuðu kommún- istar líka óspart til þess að hrjá og hrekja bæði kjósendur og frambjóðendur andstæðinga um kosningar. í Póllandi voru 149 frambjóðendur og nálega 2000 starfsmenn bændaflokksins fang- elsaðir rétt fyrir kosningar til þess að skjóta kjósendum skelk í bringu. Daginn fyrir kosningarn ar sendu kommúnistar síðan föls- uð símskeyti út um allt land, þess efnis, að Mikolajozyk, for- ingi andstæðinganna, hefði far- izt í flugslysi. Jafnan hvöttu kommúnistar fólk til þess að greiða atkvæði í hópum. T.d. sáu þeir gjarnan svo um, að allir verkamenn einhverr- ar verksmiðju gengju í hóp á kjörstað og heimtuðu síðan að fá að kjósa upphátt til að sanna holl ustu sína við stjómina. — Oft bannaði lögreglan fulltrúum and- stæðinganna að sitja á kjörstað. Stundum ,,gleymdist“ að útbýta kjörseðlum fyrir andstæðingana, ellegar að lögreglan blátt áfram léði aðstoð sín til kjörsvika. — Fjöldi manns var sviftur at- kvæðisrétti á þeim forsendum, að það væri „óvinir fólksins". Kosningar í Póllandi voru haldnar í kaldasta mánuði árs- ins, ef vera kynni, að það drægi úr kjörsókn í sveitum. ÁSAKANIR UM „SAMSÆRI" f Austur-Evrópu gripu komm- únistar til þess ráðs, að ásaka foringja andstæðinganna um sam særi gegn stjórninni. Sakborning- arnir rituðu vamargreinar, þar sem þeir hrundu þessum ásökun- Jósef Stalín — Hann stjóraaði frelsisráninu. um og sendu síðan handritin í prentsmiðjur blaðanna. En þá brá svo við í svo að segja hvert sinn, að prentararnir neituðu að prenta slíkar greinar, á þeim for- sendum, að þær væru ósannindi. Kommúnistar höfðu gætt þess að tryggja sér yfirráð í prentsmiðj- unum. Einkanlega gekk kommúnist- um vel að sundra sósíalistum og kljúfa þá í vinstri og hægri deild. Kommúnistar settust á ráðstefnur og beittu ýmist hót- Síðori greia unum eða fortölum. Þeir töluðu á þessa leið: „Við erum allir marx istar, og munurinn er bara sá, að við kommúnistar viljum hafa hraðann á. Við trúum á byltingu, þið trúið á þróun, en það ætti ekki að vera því til fyrirstÖðu, að við tækjum höndum saman". Þannig víkur því við, að í dag er enginn flokkur í Aust- ur-Evrópu, sem heítir komm- únistaflokkur, nema í Tékkó- slóvakíu. í þess stað heitír flckkurinn Verkamannaflokk- ur, eða Sameiningar flokkur sósíalista, eins og í Austur- Þýzkalandi. Flokkurinn er hvarvetna samciningarflokk- ur, tilkominn þannig, að kommúnistar neyddu vinstri sósíalista til sambræðslu. — Strax og þessu skyndibrull- aupi lauk, afturkölluðu komm únistar öll flokksskírtehri og veittu síðan engum sósíalist- um skírteini á ný, nema þeim, sem þeir þóttust geta treyst til að vinna með sér. MIÐSTÉTTUNUM ÍJTRÝMT Nú kom röðin að míðstéttun- um, þegar kommúnistar voru búnir að ná hinu pólitíska valdá í sínar hendur. Verzlunarstéttin, smákaupmað- urinn, rak ennþá sjálfstæða starf- semi. Til þess að eyðileggja þessa stétt var oft fundið upp á því herbragði að veita engum nema verkamönnum skömmtunarseðla. Verzlunarmaðurinn varð þá að láta sér lynda að kaupa matvöru á frjálsa markaðnum, þar sem verðið var miklu hærra, ellegar að kaupa á svörtum markaði og eiga á hættu að vera tekinn fast- ur. Hvort sem hann gerði heldur, þá entust honum ekki lengi pen- ingar. Skattabyrði kaupsýslu- manna jókst svo að það borgaði sig ekki lengur að hagnazt á verzl un. í sumum löndum setti ríkið upp verzlanir til að keppa við hinar sjálfstæðu verzlanir, selja langt fyrir neðan þeirra verð og gera þær gjaldþrota. Annað ráð var það að breyta genginu. Borg- arar, sem áttu stórfé í banka, þeg ar þeir gengu til rekkju gátu átt á hættu að vakna öreigar að morgni vegna skyndilegrar geng- isbreytingar. ÞRÆLKUN LISTAMANNA OG MENNTAMANNA í stórborgunum höfðu komm- únistar hraðari hendur, og fluttu oft heila hópa af miðstéttar- mönnum frá heimilum sínum og út á land, til þess að grafa áveitu- skurði. Að lokum tókst komm- únistum að afnema miðstéttirnar og koma öllum verzlunarrekstri á þjóðnýtingargrundvöll. Þá kom að lækna- og lögfræð- ingasíéttinni — og listamönnum. Læknarnir urðu opinberir starfsmenn. Ef læknir var þekkt- ur að því að vera andstæðingur kommúnista, var hægur vandi að fá honum starf í fangabúð- um. Aður en lögfræðingar fengu atvinnuleyfi, urðu þeir að ganga undir próf í undirstöðuatriðum marx-lenin-stalinismans. Listamenn voru strax og eru enn mjög umsetnir af komm- únistum. Flokkurinn leitast mjög við að tryggja sér fylgi þeirra. Listamönnum voru boðin kostakjör, miklar tekj- ur, skattfrjáls verðlaun ýmiss konar, einkabílar og sumar- bústaðir, ef þeir vildu beita hæfileikum sínum til að frægja skipulag kommúnism- ans. Ef þeir gengu ekki að því, var þeim meinað með öllu að ná til fólksins. FRJÁLS VERKALÝÐS- SAMTÖK BÖNNUÐ í verkalýðsmálum var það markmið kommúnista, að verka- menn skyldu ekki hafa nein frjáls samtök til að halda fram málum sínum. Kommúnistar reyndu að komast inn í öll verka mannafélög og ná þar undirtök- um til þess að verkamenn gætu aldrei náð að beita sér gegn stjórnarvöldunum með skipu- lögðum samtökum. - Uppþot verkamanna í Austur-Þýzka- landi og Tékkóslóvakíu 1953 eru sorgleg dæmi um það, hve til- gangslaus er jafnan óskipulögð viðleitni af þessu tagi. Forsjón ríkisins lá eins og þung hönd á verkamanninum. Hann mátti eiga von á því að hver óviljandi mistök yrðu köll- uð skemmdarverk. Ekki mátti hann skipta um störf leyfislaust. Ákvæðisvinnukerfi var innleitt og allt kapp lagt á hraðann. Ef hann skilaði fullu ákveðnu dags- verki, fékk hann smáverðlaun. Skilaði hann ekki dagsverkinu, var hann rekinn. Og eins og vænta mátti var dagsverkið auk- ið jafnskjótt og einhverjir fóru farm úr tilskildum afköstum. STOFNAÐ TIL STÉTTA- BARÁTTU í SVEITUNUM Bændur höfðu engan skipu- lagðan félagsskap. Kommúnistar beittu sér fyrir félagsmyndun i þorpunum, svo að þeir gætu sjálfir ráðið þar. Þeir innleiddu samyrkjubúskap til að koma landbúnaðinum undir beina stjórn ríkisvaldsins. Með skipu- Frh. á bls. 11 Barnaverndarnefnd haf eítirlit mei 119 heimilum s.1. ár ÍSKÝRSLU Barnaverndarnefndar Reykjavíkur fyrir síðasta áE segir, að nefndin hafi tekið til meðferðar 343 mál. Hjúkrunar- kona nefndarinnar hafði eftirlit með 119 heimilum og nefndin út- vegaði 244 börnum og ungmennum dvalarstaði. Þá mælti nefnd- in og með 34 ættleiðingum. — í nefndinni áttu sæti: Guðm. Vignir Jósefsson, lögfræðingur, formaður, frú Guðrún Jónasson, vara- formaður, frú Hallfríður Jónasdóttir, ritari, frú Jónína Guðmunds- dóttir, frú Kristín Ólafsdóttir, frú Valgerður Gísladóttir og Magn- ús Sigurðsson, kennari. í skýrslu nefndarinnar segir m. a.: Árið 1954 hafði hjúkrunarkona nefndarinnar, Þorbjörg Árna- dóttir, eftirlit með 119 heimilum. Sum heimilin hafa verið undir eftirliti árum saman og með mörgum hefur hjúkrunarkonan stöðugt eftirlit. Auk þess hefur nefndin haft eftirlit með.íjölda heimila vegna afbrota og óknytta barna og unglinga og af fjölda heimila annarra hefur nefndin haft afskipti af til leiðbeiningar og aðstoðar. Ástæður til heimiliseftirlits flokkast þannig: Veikindi 25 heimiii, húsnæðisvandræði 9 heimili, fátækt 20 heimili, ýmis vanhirða 30 heimili, deila um um ráðarétt og dvalarsíað barna 4 heimili, ósamlvndi, vont heimiiis líf 6 heimili og drykkjuskapur 25 heimili. Nefndinni berast á hverju ári nokkrar kærur á heimili, sem við athugun reynast ástæðtilausar. AFSKIPTI AF EINSTÖKUM BÖRNUM Á árinu útvegaði nefndin 244 börnum og ungmennum dvalar- staði, annað hvort á barnaheimil- um, einkaheimilum hér í bæ eða i sveitum. Sum þessara barna fóru aðeins til sumardvalar, en önnur fóru til langdvalar, eink- um umkomulaus og vanhirt börn, sem nefndin gat útvegað fóstur. Ástæður til þess, að börnum var komið fyrir, eru þessar: Þjófnaður og aðrir óknyttir 32 börn, útivist, lausung, lauslæti 10 börn, erfiðar heimilisástæður, slæm hirða og óhollir uppeldis- hættir 185 börn. ÆTTLEIÐIN G Nefndin hefur mælt með 34 ættleiðingu, og hafa mæðurnar. í flestum tilfellum valið börn- j um sínum heimili með það fyriri augum, að framtíð þeirra væri, betur borgið en ef þær önnuðust sjálfar uppeldi þeirra. ( 241 barn dvaldi s. 1. sumar á barnaheimilum, sem Reykjavík-, urdeild Rauða Kross íslands rek- ur í tvo mánuði á sumrin. Nefnd- in stuðlaði að því að þau börn sem mesta þörf hefðu á sumar- dvöl, væru látin sitja fyrir. Sömu sjónarmið voru höfð í huga um val barna á barnaheimilið Vor- boðinn í Rauðhólum, sem rekið er af Mæðrafélaginu, þvotta- kvennafélaginu Freyju og verka- kvennafélaginu Framsókn, en þar dvöldu um áttatíu börn tveggja mánaða tíma. AFVEGLEIDDAR STÚLKUR OG KVENLÖGREGLA Enn hefur ekki verið stofnsett vistheimili fyrir afvegleiddar stúlkur, en skipuð hefur verið nefnd til að annast undirbúning að stofmm slíks heimilis. Nefndinni er kunnugt um all- mikinn fjölda afvegleiddra stúlkna, sem lítt er hægt að að- stoða fyrr en sérstakt heimili fyrir þær er orðið til. Á s. 1. ári tók til starfa kven- lögregla, og var fyrst ráðin til hennar ungfrú Vilhelmína Þor- valdsdóttir og starfi hún ein um skeið, en síðar réðist henni til aðstoðar ungfrú Sigríður Jóns- dóttir. Hafa konur þessar unnið ötullega að málum þeirra kvenna, bæði ungra og gamalla, sem lent hafa á glapstigum. Þær hafa haft afskipti af 21 stúlku innan 18 ára aldurs, haft daglegt eftirlit með sumum þeirra, leiðbeint þeim og útveg- að þeim vinnu hér í bæ eða I sveit. Er nú svo komið, að lögreglu- konurnar hafa að mestu tekið a3 sér eftirlit með þessum stúlkum og hefur það mjög auðveldað nefndinni störf hennar að þessu levti. Sýnt er nú, að mikill á rang- ur hefur þegar órðið að starfi vistheimilisins í Breiðuvík. Drengir þeir, sem þaðan hafa komið, hafa ekki svo vitað só lagt aftur út á braut afbrota og óknytta. Árið 1954 frömdu álika margir drengir afbrot og árið áður. Flest ir eru drengirnir á aldrinum 12—15 ára. Hefur þetta verið svo hin síðari ár og er svo að sjá sem verulega dragi úr afbrotum unglinga eftir fullnaðan 15 ára aldur. Má vera að skýringuna sé að finna í því, að drengir losna þá í flestum tilfellum úr skóla og fara að vinna sér inn peninga og freistast því síður til að t.aka fjármuni ófrjálsri hendi. Sakhæf isaldur er svo sem kunnugt er einnig miðaður við 15 ár og hefur það væntanlega áhrif i sömu átt. Þá má heita sjaldgæft, að drengir haldi áfram afbrotum eftir 15 ára aldur, nema þeir fari að neyta áfengis, en þá er líka voðinn vís. Það ber nokkuð á því, að drengir um og yfir 12 ára séu leiðir á skólasetu, en þrái að kom- ast í starf, þegar alls staðar er nóg vinna og vel borguð, jafnvel fyrir börn á þessum aldri. Þessir unglingar una því lítt að hafa enga fjármuni til þess að greiða fyrir ýmsan munað og verða því oft freistingunni a3 bráð. Nokkur dæmi eru þess, a3 drengir þessir blekkja foreldra sína og aðstandendur með því að láta sem þeir sæki skóla, þó þeir séu að slæpast um bæinn í leit að ævintýrum. Samstarf milli heimila og skóla þarf að verða það gott, að tekið sé fyrir slík „skróp“ þegar í upp- hafi og drengjum þessum ráð- stafað á viðeigandi uppeldis- stofnanir. ----★----- Skrifstofa nefndarinnar er I húsi nr. 106A við Hverfisgötu. Hún er opin virka daga kl. 10—> 12 og 14—15, nema laugardaga* þá aðeins frá kl. 10—12, m '•’-fe*Ý5 l»ér fáið meira kafíi og betra — fyrir minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.