Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. sept. 1955 ðtgj H.í Arvakur, Reykjavik. Frtunkv.stj.: Siglúa Jónsson. Aitstjðri: Valtýr Stelánason (ábyrfBarao.) Stjómmál'Srltetjóri: Sigurður Bjarnason (rá VigS% Lesbók: Arni Óla, dmi 3045. Auglýaingar: Arni Garðar Kristinaaon. Ritstjorn, auglýsin*ar og afgreiSala: Austurstræti 8. — Sími 1600. áakriftargjald kr. 20.00 á mánuSi inaaalaadoí, í lauaasölu 1 kréaa dntakiS ÚR DAGLEGA LÍFINU Bœjarsfjórnarkosningin í Kópavogskaupstað ÞANN 2. október n.k. eiga í fyrsta skipti að fara fram bæjarstjórnarkosningar í hinum nýja Kópavogskaupstað, sem fékk eins og kunnugt er kaup- staðaréttindi með lögum frá síð- asta Alþingi. Sjálfstæðismenn, Framsóknar- menn og flestir af þingmönnum Alþýðuflokksins studdu frum- varpið um kaupstaðaréttindi til handa Kópavogshreppi. Byggð- arlagið var komið með töluvert á fjórða þúsund íbúa, Mjög erfitt var orðið að gæta hagsmuna svo fjölmennrar byggðar með skipu- lagi, sem miðaðist við nokkur hundruð manna hreppsfélag. Var og öllum Ijóst, að stjórn Kópa- vogshrepps hafði verið í hinum mesta ólestri undanfarin ár undir forystu kommúnista. En kommúnistar snérust af hinni mestu heift gegn því að þessi fjölmenni hreppur fengi kaupstaðaréttindi. Áður höfðu þeir þó greitt atkvæði með því að rúmlega þúsund manna byggðarlög eins og Ólafsfjörður og Sauð- árkrókur fengju slík réttindi. Ennfremur samþykktu þeir kaupstaðaréttindi til handa Húsavík á sínum tíma enda þótt íbúar þar væru þá innan við 1300. Kópavogshreppur, sem hafði töluvert á fjórða þúsund íbúa og var í örum vexti mátti hinsvegar ómögu- lega fá kaupstaðaréttindi, sögðu kommúnistar. — Þeir börðust gegn því eins og Ijón og töluðu um ofbeldisaðgerðir af hálfu þeirra, sem studdu beiðni ailra lýðræðisfiokk- anna í Kópavogshreppi um kaupstaðaréttindi handa byggðarlaginu. Óttuðust nýjar kosningar Á hverju byggðist þessi af- staða kommúnista? Á því einu, að þeir voru hræddir við að missa völdin ef nýjar kosningar færu fram í Kópavogshreppi. Skiptu hags- munir Kópavogsbúa þá engu máli. Aðalatriðið var að halda völdunum í höndum Finnboga Rúts Valdemarssonar. En hin tryllta andstaða komm- únista gegn kaupstaðaréttindun- um dugði ekki. Þau voru sam- þykkt og Kópavogskaupstaður er nú sjötti stærsti kaupstaður landsins. í hreppsnefndarkosningunum, sem fóru fram 16. maí árið 195,4, hlutu flokkarnir fylgi, sem hér segir: A-listi, Alþýðuflokkurinn, 132 atkvæði og engan mann kjörinn; B-listi, Framsóknarflokkurinn, 196 atkvæði og einn mann kjör- inn; D-listi, Sjálfstæðisflokkur- inn, 231 atkvæði og einn mann kjörinn; og G-listi, kommúnistar 438 atkvæði og 3 menn kjörna. Á kjörskrá voru 1145 kjósendur en 1009 greiddu atkvæði. Þar af voru gild atkvæði 997. Nú eru á kjörskrá rúmlega 1600 kjósendur í hinum nýja Kópavogskaupstað. Eru kommún istar fokvondir yfir að fá ekki að láta kjósa eítir eldgamalii kjör- skrá, sem mundi hafa svipt hundruð manna atkvæðisrétti. —; Það er ekki að spyrja að lýð- ræðisþroskanum hjá þeim, bless- uðum. Ef kosnir hefðu verið 7 full- trúar vorið 1954 í hreppsnefnd Kópavogshrepps í stað 5, sem kosnir voru, hefðu úrslitin orðið þau, að kommúnistar hefðu glat- að meirihluta sínum. Sjálfstæðis- menn hefðu þá fengið 2 fulltrúa kosna, Alþýðuflokkurinn 1 og Framsókn 1 fulltrúa. Kommún- istar hefðu svo fengið 3 fulltrúa kosna. Nú hafa rúmlega 400 nýir kjósendur bætzt við á kjör- skrá í hinum nýja kaupstað. Kjósa á 7 bæjarfulitrúa. Allar líkur benda því til að komm- únistar tapi meirihluta sínum. Mestar líkur eru nú á því, að baráttan standi á milli þriðja mannsins á lista Sjálfstæðis- manna og fjórða mannsins á lista kommúnista. Framsókn- | armenn eru vissir með kosn- ingu eins fulltrúa en Alþýðu- flokkurinn frekar vondaufur um að fá einn. Þeir kjósendur í Kópavogs- kaupstað, sem hrinda vilja ó- stjórn kommúnista hljóta þess vegna að fylkja sér um fram- boðslista Sjálfstæðismanna, sem skipaður er dugandi og vinsælu fólki. Samvlnna kommúnista og Þjóðvarnar Það hefur vakið nokkra at- hygli að Þjóðvarnarmenn í Kópavogshreppi, sem að vísu eru örfáir, hafa gert bandalag við kommúnista um framboð í bæj- arstjórnarkosningunum. Sannast þar enn sem fyrr, að mjótt bil er á milli þessara tveggja flokka. | Leggst nú lítið fyrir hina „hjarta- 1 hreinu ættjarðarvini", en svo nefna Þjóðvarnarmenn sig tíðast, að þeir skuli ganga undir jarðar- men með æstustu Rússadýrkend- unum í kommúnistaflokknum. i fbúar hins nýja Kópavogskaup- staðar þurfa fyrst og fremst að minnast þess, er þeir velja sér bæjarstjórn í fyrsta skipti, að þeir þurfa að skapa sér hæfa bæjarstjórn, sem fær sé um að hafa forystu um uppbyggingu hins unga kaupstaðar. Til þess að gegna því for- ystuhlutverki eru mennirnir á lista Sjálfstæðisflokksins tví- mælalaust færastir. Reynsla höfuðborgarinnar hefur einnig sýnt, að forysta Sjálfstæðis- manna er mikilsvirði. Kópa- vogsbúar ættu að halda sömu braut. Þá mun þeim vel farn- ast. — Kommúrtistar reyna nú eins og fyrri daginn, að breiða yfir nafn og númer eins og veiðiþjófur í landhelgi. Finnbogi Rútur þyk- ist enn sem fyrr, vera „óháður“ Moskvaliðinu. En allir, sem til þekkja, vita að honum skreikar aldrei fótur á þeirri ,,línu“, sem Brynjólfur Bjarnason og Andrés- synir skipa honum og öðrum, sem „afklæðst hafa persónuleikanum“ að dansa á. Hina ungu byggð í Kópavogs- kaupstað vantar ekki fyrst og fremst slíka linudansara til forstöðu málum sínum. Hún þarfnast raunsærra og dug- andi framkvæmdamanna í bæjarstjóm. ILUNDÚNABLAÐINU „News Chronicle" birtist fyrir nokkr- um vikum bréf frá „vini Bret- lands“ í Reykjavík. í formála fyrir bréfinu segir „News Chron- icle“: Dagblöðin fá bréf hvaðan- æva úr heiminum, fyrirlitningar- bréf, bónarbréf, vonarbréf og harmabréf. Hér er bréf frá fs- landi, mikilvægri eyju vegna legu sinnaf, og þar til fyrir skömmu meðal beztu vina Bret- lands; landi, sem er svo nálægt okkur, en þó að sumu leyti jafn fjarri og andfætlingarnir. í bréfi „vinar Bretlands" sem blaðið birtir eftir þennan for- mála, er bent á, að Bretar séu í raun og veru að neyða okk- ur íslendinga til þess að flytja meginhluta verzlunar okkar til járntjaldslandanna með hinni ó- heillavænlega löndunarbanni. í því sambandi er bent á sýning- arnar, sem haldnar voru hér í Reykjavík í sumar á vegum hinna austrænu landa. Hér er sagt frá þessu bréfi J(jólL unn prmóeóóuLinar vegna þess að það hlaut strax öflugt bergmál í bréfadálki hins ágæta blaðs, sem hér um ræðir, „News Chronicle". Blaðið birtir nokkrum dögum síðar undir fyr- irsögninni: „Allir þingmenn ættu að lesa það“; fjögur bréf frá lés- endum sínum, þar sem lesend- urnir harma mjög hvernig komið er viðskiptum Bretlands og ís- lands. Einn bréfritarinn, Cecil A. Meadows, í Norfolk, Norwich, bendir á að „í þessu landi (Eng- landi) höfum við aðeins heyrt söguna sagða af togaraeigendum. Ekkert hefir heyrzt um málstað fslendinga af öllum þorra manna". Bréfritarinn segir að bréfið frá „vini Bretlands“ bregði Ijósi yfir svo hörmulegt ástand, VeLak cmdi óhripar: JÆJA, þá er bókasýningunni dönsku lokið. Gaman var að sjá það í dönsku blöðunum, að eiginlega hefði átt að halda hana fyrst í Kaupmannahöfn. — Slík sýning hefir ekki verið haldin þar síðan 1922 og danskur almenn ingur hefir litla hugmynd um , bókaútgáfu Dana á síðustu ára- tugum. Það var því gaman, að við skyldum verða á undan þeim, blessuðum, og þeir virðast kunna að meta viðleitni okkar til að kynnast dönskum bókmenntum, a.m.k. var ekki annað að sjá af ummælum dönsku blaðanna. Lítill áhugi EN svo er það sú hliðin sem snýr að okkur sjálfum. Og hún er öllu merkilegri. — Menn hafa nefnilega þrástaglazt á því, að íslendingar væru hættir að hafa áhuga á góðum bókum. En reyndin virðist nú samt vera 1 önnur — eða hvað segja menn ' um þá 9000 bókaunnendur sem . sóttu sýninguna þá fáu daga sem i hún stóð yfir. Og hvað haldið þið, að margar bækur hafi selzt? j— Á 5. þúsund! — Hver getur ' svo sagt, að almenningur hafi * ekki lengur áhuga á góðum bók- Ni um? í djúpi gleymskunnar EI, þessi ástríða er okkur í blóð borin, — þessi ástríða að lesa góðar bækur. Sem betur fer er hún okkur í blóð borin, annars værum við ekki lengur sérstök þjóð. Á þeirri stundu sem við missum bókmenntaáhuga okkar, verður okkur ekki forðað frá þeim grimmu örlögum sem beðið hafa sumra annarra þjóða [ og þjóðabrota: að hverfa í mann- Ihaf heimsins, týna tungunni og horfa á aldagamla menningu . sogast í djúp gleymskunnar. — , Þetta getur aldrei gerzt á íslandi, ísegja menn. Vonandi hafa þeir I rétt að mæla, en er samt ekki gild ástæða til að vera á verði. Við erum komin í þjóðbraut, en það ætti ekki að skaða okkur, ef við gætum sóma okkar og vernd- um þjóðlega menningu af ár- vekni og ræktarsemi. Mikið hlutverk HÉR hafa heimilin miklu hlut- verki að gegna. Þau hafa verið helztu menntasetur lands- I ins um aldaraðir og eiga að vera það enn. Húsbændum er því vandi á höndum; barnið lærir siðu foreldranna, og ef vel er, hafa þeir áhrif á, hvað það les og lærir. Það er t.d. hugsunarlítill faðir sem lætur sér það í léttu rúmi liggja, að barnið hans les um Súpermann, þegar íslendinga sögurnar liggja óhreyfðar og ryk- fallnar í bókaskápnum. Ég er þess fullviss, að barnið hefði ekki síð- ur gaman af þeim, ef það tæki ástfóstri við þær áður en það færi að lesa þær í skólanum til prófs. Hvaða barn mundi lesa hasarblöðin, ef þau væru til prófs? — Það á að benda börn- unum á þessar gömlu dýrmætu bókmenntir okkar, og fyrst í stað gæti pabbi sezt í stólinn sinn og lesið um Gunnar og Njál fyrir snáðann. Þeir mundu vafalaust báðir hafa mikla ánægju af. Kennt í skóla ÞAÐ er síður en svo, að ég vilji minnka íslenzkukennsl- una í skólum, þótt eftilvill megi skilja orð mín hér að framan á þá leið. Síður en svo Ég vil miklu fremur láta auka hana, gera hana lífrænni, bókmenntalegri. Hlut- verk skólanna í þessum efnum er því mjög mikilvægt og það er kannski helzt undir þeim komið hvernig fer. — En samt minnkar áhugi barnsins alltaf, þegar skyldan kallar, — þegar það er þvingað og neytt til að lesa það, sem það veit lítil deili á og held- ur að sé leiðinlegt — vegna þess eins, að það er kennt í skóla. Að lokum þetta: — væri ekki leið að drepa hasarblöðin í eitt skipti fyrir öll með því að gefa út myndskreyttar íslenzkar sög- ur, auðvitað með þeim texta sem tíðkast og viðurkenndur er. Ef þetta er leiðin til að glæða áhuga barnanna á okkar ágætu bók- menntum, — ef þetta er leiðin til að drepa ómenningarritin, þá á að fara hana. ------ Merkið, sern klæðir landið. „að réttast væri að það væri lesið upphátt í brezka parlamentmu". ★ ★ ★ ! Annar bréfritari, R. Campbell, í Birmingham, bendir á að brezk firmu séu hætt að geta selt vörur sínar til íslands af þeirri ein- földu ástæðu að Bretar kaupi ekki íslenzkar vörur Segir bréf- ritarinn að löndunarbannið komi harðast niður á brezkum hús- mæðrum og brezkum útflutnings- firmum. Bréfritarinn leggur til að verzlunarmálaráðuneytið skipi rannsóknarnefnd í málið. Einn bréfritarinn, Alan Moray, sem verið hefir búsettur hér á landi um tveggja ára skeið, seg- ir: „Mín sannfæring er sú, að deilan sé orðin svo löng og hörð aðallega vegna þess hve fáfróð- ur almenningur er um það, sem um er deilt. Flestir íslendingar eru vinveittir Bretlandi og þeir eiga fleira sameiginlegt með okkur heldur en Rússum eða Þjóðverjum eða öðrum þjóðum, öðrum en skandinövum“. Að lokum skal hér tilfært nið- urlag bréfs frá F.R. Mountain, Bromley, Kent: „Sem Englending ur er ég ekki hreykinn af stefnu þeirri, sem nokkrir samlanda minna hafa tekið til þess að full- nægja eiginhagsmunum sínum“. ★ ★ ★ UM þessar mundir er til sýnis í glugga Harrod stórverzlun- arinnar í London, kjóll, sem vek- ur alveg sérstaka athygli. Ekki 'aðeins vegna þess að hann er mjög fallegur — úr fílabeinslitu satini með hvítum minkakraga, gerður að Parísarlistamanninum Jacques Heim — heldur vegna þess, að hann á sér sína eigin. sögu. Kjóllinn er teiknaður sérstak- lega fyrir Margréti Bretaprins- essu. Ætlunin var að kjóllinn yrði afhentur prinsessunni, sem gjöf frá tízkuheiminum í París, á 25 ára afmæli hennar í ágúst. En þetta var ekki nægilegt. —í París fengu menn þá flugu í höf- uðið, sem ekki þótti beinlínis bera vott um sérstaka hátt- vísi, að láta afhenda kjólinn fyrst Pétri Townsend flugkappa á ölmusuhátíð sem halda átti þar í borg. Flugkappinn var búinn að taka með þökkum boðinu um að sitja ölmsusuhátíðina, en er hann frétti hvað til stóð, sneri hann við blaðinu og mætti hvergi. Og þegar tíðindin um böggulinn, sem fylgja átti kjólnum, spurðust til London, kom þaðan stutt svar og ákveðið: „Nei, þökkum fyrir“. Nú er kjóllinn til sýnis í glugga Harrods á Brompton Road. Hann kostar 30 þús. krónur og er sagður ódýr. í París var hann fyrir nokkrum vikum metinn á 50 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.