Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. sept. 1955 MORGUTSBLAÐIÐ 9 £ d inborgarháf'iði n Bostonar symfónían — Ungverskur píanókonsert — Dansk-rússnesk fúlkun Shakespeares — symfónía Samvinna NorðnrJanda liefir þróazt í réfta átt Island er yngst ríkjanna fimm og gctur haft mjög mikinn hag af Edinburgh, 30. ágúst. EKKI er hægt að segja, að nú- , tímatónlist sé gert of hátt ] sindir höfði hér á Edinborgar- hátíðinni. Þó virðist sem vilji al- | mennings á hljómleikunum sé mjög í þá áttina. Síðastliðinn j tniðvikudag stjórnaði Paul Hinde mith „fílharmóníu—hljómsveit Berlínar og voru tvö hans eigin verk á dagskrá meðal annars. Annað var konsert fyrir hnéfiðlu ®g hljómsveit. ítalski einleikar- inn Enrico Mainardi skilaði hlut- verki sínu afburða vel. Það var ekki neinn barnaleikur að leika þennan konsert, því að tónskáld- áð notar út í yztu æsar kosti (og galla) hnéfiðlunnar. Mjög var erfitt að fylgjast með og ekki þori ég að fullyrða, að konsert þessi hafi verið það bezta, sem Hindemith hefur samið. — Hitt tónverkið var „Konzertmusik fúr Streichorchester und Blech- bláser“. BOSTONAR SYMFONIAN Tónverk þetta er mjög þekkt undir nafninu „Bostonar sym- fónían“, því að var samið í til- efni fimmtiu ára afmælis Boston- ar symfóníuhljómsveitarinnar árið 1931. Tónverk þetta er mjög hreinlegt og skemmtilegt og var það leikið mjög vel af hljóm- sveitinni. Hindemith stjórnaði verkum sínum með óbifanlegri vissu og eftir hljómleikana ef- uðust fáir um hæfni hans sem hljómsveitarstjóra og tónskálds. Samt finnst mér alltaf, að verk hans séu einna líkust fyrirlestri, hvernig semja eigi tónverk og hvernig útsetja skuli fyrir hljóð- færin, og það nákvæmlega út- skýrt með snjöllum tóndæmum. Þar af leiðandi kemur Paul Hindemith mér ætíð fyrir sjónir sem samvizkusamur kennari fremur en stórbrotið tónskáld. UNGVERSKUR JPÍANÓKONSERT Tveim dögum eftir hljómleika þessa stjórnaði Joseph Keilberth flutningi píanó-konserts nr. 2 eftir Ungverjann Béla Bartók. Landi tónskáldsins, Geza Anda,1 fór með einleikshlutverkið. Hann ! hýr yfir ótakmarkaðri fimi, sem 1 snjög er nauðsynleg í þessu verki.! Konsert þessi er ekki líkur neinu, sem samið hefur verið og ég hef heyrt. Hann sýnir algjör- lega nýja hlið á notkun slaghörp-1 unnar, því að í fyrsta og síðasta' kafla er hún notuð sem slag-1 hljóðfæri i orðsins fyllstu merk- ingu. Blásturshljóðfærin ein- göngu eru notuð til að fylgja píanóinu í fyrsta kafla konserts- íns. Framsaga og úrvinnsla bygg- ist ekki á stefjum, heldur á ákveðnum „mótífum" og „villi- mannslegum“ takti (eins og ég heyrði gamlar konur tauta). Hví skyldi tónskáldum nútímans ekki vera leyfilegt að nota áhrif (nú- tíma) danstónlistar eins og hinir eldri, sem sömdu passacaglíur, garotta, menúetta, valsa o. s. frv.? Annar kaflinn var eitt það yndislegasta, sem samið hefur verið í nútíma stíl. í þriðja og síðasta kaflanum endurtók sig sami „glæpsamlegi" hraðinn og „villimannlegi“ takt- urinn, sem einkenndi fyrsta kaflann svo mjög. Þegar glymjandi lófatakið tók við af ómstríðum hljómunum, var ég sannfærður um, að Bartók er án alls efa fjórða stóra „B-ið“ í sögu tónlistarinnar. DANSK-RÚSSNESK TÚLKUN Tvö gerólík rússnesk tónskáld eiga einnig athyglisverð verk. á þessari hátíð. Konunglegi danski innhlásin hernaðaranda norrœnu samstarfi Mona Vangsaa og Henning Kronstam sem Romeo og Julia ballettinn hefur undanfarið flutt hinn velþekkta harmleik um Rómíó og Júlíu, og dansað eftir tónlist Prokofieffs um þetta efni. Þekking mín á ballett er mjög . af skornum skammti, og í þetta ] sinn var það ballett-tónlistin, ( sem laðaði huga minn. Auðvelt var að heyra, þrátt fyrir herfi-1 legan leik skozku hljómsveitar- j innar, að tónlistin var fyrsta j flokks ballett-tónlist. Þeir, er vit höfðu á dansinum sögðu, að hæfileikar dönsku ballettdans-! aranna, sérstaklega karlmann- anna, væru miklir, en skortur væri á fjölbreytni, sömu sporin og hreyfingarnar. Aðrir benda á þann aðalgalla, að erfitt sé að ná anda Shakespeares óbrengluðum gegnum dansk-rússneska túlkun. En hver svo sem ástæðan var, skildi þessi fyrirhöfn Dananna ekki djúp spor eftir i huga mín- um. 10. SYMFÓNÍAN Tíunda symfónía Shostakovish var leikin af röggsemi mikilli í kvöld af B.B.C. symfóníuhljóm- sveitinni undir stjórn Sir Mal- colm Sargent. Flestir tónlistar- unnendur vita, hve harða baráttu Shostakovitch hefur háð, til þess að reyna að samræma frum- legan sköpunarmátt sinn og aft- urhaldssaman anda stjórnar sinnar. Honum hefur hvað eftir annað sárnað, að tónverk þau, sem hann tileinkaði löndum sín- um, hafa verið tekin opnum örmum vestan járntjalds, meðan þau mættu harðri gagnrýni og árásum austan þess. Nægir hér að nefna „Október", „Fyrsti maí“ og „Leningrad“-sinfóníurnar. — Tíunda sinfónían var samin á mjög skömmum tíma haustið 1953. Hún fékk góða dóma þegar í byrjun og hefur haldið heiðri sínum síðan. Yfir henni hvílir mikill þungi, hver einasta nóta er hnitmiðuð, og engu er of- aukið. Það eitt eru góð meðmæli með þessu tónverki. INNBLÁSIN HERNADARANDA Allir vita, að tónskáldum Sovétríkjanna er fyrirskipað að , semja tónverk aðeins þess eðlis,1 að þau hljóti náð í augum fjöld- ans. Því er erfitt að skilja, hvern ig þessi torráðna sinfónía slapp við öll þau fárviðri, er systur hennar hafa mætt. Ég held, að svarið sé: Sin- fónía þessi er innblásin geysileg- um hernaðaranda. Oftar en einu sinni smellur litla tromman eins og vélbyssa gegnum æðisgeng- inn orustugný. j Það eitt mun duga alsælum samyrkjubændum og forríkum verkamönnum til sálarfróunar. Þar af leiðandi hefur Shostako- vich óafvitandi túlkað í tón- um innræti þjóðar sinnar „unn- enda friðarins". Þ. S. Brynjúlfur Dagsson héraðslæknlr í Kópavogi HERAÐSLÆKNISEMBÆTTIÐ í Kópavogshéraði var auglýst laust til umsóknar hinn 10. maí s. 1. — Brynjúlfur Dagsson hér- aðslæknir á Hvammstanga hefir nú fengið veitingu fyrir embætt- inu frá og með 1. janúar 1956. — Jafnframt hefir héraðslæknis- embættið á Hvammstanga verið auglýst til umsóknar. Brynjúlfur Dagsson læknir hefir verið héraðslæknir í Hvammstangahéraði síðan í árs- byrjun 1945, en var áður hér- aðslæknir í Búðardal og á Breiðu mýri. — Undanfarið hefir hann um nokkurn tíma gegnt störfum aðstoðarlæknis við Lyflæknis- deild Landspítalans. Þess má loks geta, að heimili hins nýja héraðslæknis í Kópa- vogi verður að Þingholtsbraut 21. — NORÐURLÖNDIN eiga mjög margt sameiginlegt —- þó að þau séu um margt mjög ólík og eigi sín séreinkenni. Lifnaðar- hættirnir eru mjög svipaðir og menningarlega eru þau ein heild“, segir Michael F. Cullis, sem er ráðunautur við brezku sendiráð- in á Norðurlöndum og yfirmað- ur upplýsingaþjónustu Breta í þessum löndum. Cullis hefir dvalizt í þrjú ár í Osló, og var hann aðalritari við brezka sendiráðið þar. En siðan hann tók við hinu nýja starfi sínu hefir hann verið búsettur í Kaup- mannahöfn. Er hann fyrsti mað- urinn, sem gegnir þessa starfi, en brezka stjórnin skipaði þennan fyrsta sendiráðunaut sinn í vor. Áleit hún það nauðsynlegt til að efla sem bezt samskipti Norður- landanna og Bretlands, og sam- ræma starfsemi sendiráðanna í þessum löndum. ★ ★ ★ Stjórnmálaleg þróun hefir ver- ið svipuð á Norðurlöndunum, sögulega eru þau tengd hvort öðru og á þetta sérstaklega við um Noreg, Danmörku og íslands, segir Cullis. Og ekki sízt má sjá skyldleika þeirra í skaplyndi manna og öllu dagfari, bætir hann við. Sú nánari samvinna, er Norð- urlöndin hafa undanfarið leitazt við að efia með sér, hefir tekið þróun í alveg rétta átt að dómi Cullis. Bretar eru mjög hlynntir norrænni samvinnu í þeirri mynd, sem hún er nú, þar sem hún útilokar á engan hátt sam- vinnu þessara landa við aðrar þjóðir. ★ ★ ★ Það er líka augljóst mál, að þessar þjóðir geta lært mikið hvor af annarri — og ísland gæti ekki sízt haft hag af þessari sam- vinnu, þar sem það er yngst þess- ara ríkja. Ég held, að þeir gætu einkum lært mikið af Norðmönn- um, sem að mörgu leyti eiga við áþekk vandamál að stríða. Cullis hefir ferðazt mikið um Norðurlöndin og er kunnugur staðháttum þar. Einnig hefir hann farið um flest lönd Evrópu, þ. á. m. Rússland, og ferðast um Bandaríkin. Hann kom fyrst til íslands í október 1953, en vonast til þess að koma hér oftar í sam- bandi við starf sitt í framtíðinni — ef til vill á hálfs árs fresti, enda er mjög mikilvægt fyrir sendiráðunaut að kynnast af eig- in raun þeim löndum, er hann starfar í. Cullis þarf jafnframt að geta gefið heildarsýn yfir þessi fimm „samstæðu“ lönd. ★ ★ ★ í s.l. mánuði fór Cullis til Sví- þjóðar og Finnlands og fer héðan á morgun til Noregs. „Landslagið á íslandi minnir mig mjög á Noreg. Mér finnst t. d. ég vera að koma til Stavanger, er ég kem til Reykjavíkur." Það er mjög auðvelt fyrir brezka stjórnarerindreka að starfa á Norðurlöndum — svo að jafnvel er um of. — Það kynni að verða of erfitt að setjast að i löndum, er bjóða upp á erfiðari aðstæður, segir Cullis. Fólkið er mjög vinsamlegt, og auðvelt að laga sig að öllum lifnaðarháttum og eignast sálufélaga. Þar af leið- andi verður starfið miklu skemmtilegra og fjölbreyttara. Það eina, sem er örðugt, eru veturnir. Raunverulega er kuld- inn ekki erfiðastur viðfangs, því að öll húsakynni eru yfirleitt hlý og vel upphituð. En skammdegis- myrkrið er þrúgandi. Sumrin eru hinsvegar svo yndisleg, að þreng- ingar vetrarins gleymast. | ★ ★ ★ Lítil lönd — eins og Norður- I löndin — eiga alltaf við mikla örðugleika að etja. Og reyndar er það staða litlu landanna í heim- inum, sem er eitt af knýjandi vandamálum nútímans og verð- ur að reyna að leysa á næstu 50 M. F. Cullis árum, ef vel á að vera. Að und- anskildu „kalda stríðinu" og þeirri ógnun, er stafar af heims- veldisstefnu kommúnista, er þetta mesta vandamál nútímans. Það hefir sina kosti að vera lítið land — en þau eiga erfitt með að láta til sín taka í heim- inum. Framtíðartakmarkið þarf að vera þjóðarsamtök þar, sem raddir litlu þjóðanna heyrast jafn vel og raddir stórþjóðanna. ★ ★ ★ Að sumu leyti er sökina að finna hjá litlu þjóðunum: Þær vilja i senn láta til sín taka í heimsmálunum, en samt á engan hátt lúta áhrifavaldi stærri þjóða, m. a. til að varðveita þjóðarsér- kenni sín. Ég verð að segja, að íslendingum hefir tekizt mjög vel ---þrátt fyrir allt — að varð- veita sín sérkenni, og vonandi glata þeir þeim ekki. G. St. 1 tonn af ávöxtum FENEYJUM, 14. sept.: — 100 stórmenni frá Bandaríkjunum og Evrópu luku í fyrradag Miðjarð- arhafsferð með skemmtiferðaskip inu Achillusi. Fólk þetta var i boði hins kunna blaðamanns og „selskabsdömu" Elsu Maxwell. Það er í frásögur færandi, að skemmtiferðafólkið hafi drukkið 750 flöskur af kampavíni, 500 flöskur af líkjör og 300 flöskur af Vermouth; það reykti 2800 pakka af sígarettum, át 100 kg. af kaviar og 1 tonn af ávöxtum. — Því mið- ur er ekki greint frá því, hversu langan tíma ferðin tók. — NTB. Hafnarverk- fallinu í New York lokið NEW YORK, 14. sept: — Hafn- arverkfallinu í New York var af- lýst í dag. Það hefur staðið yfir ; 8 daga og kostað ríkið 8 millj. dollara á dag. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.