Morgunblaðið - 21.09.1955, Side 8

Morgunblaðið - 21.09.1955, Side 8
MOROVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. sept. 1955 lOTQgnttMafeife H.Í. Arvakur, Reykjavlk FrmmkvÆtj.: Slgíúa Jónsson Rltstjúri: Valtýr Stefánnon (ábyr*«*rm.) Stjómmálarltetjóri: Sigurður Bjarnasor feft figtm- Lcsbðk: Arni Óla, timi 3041 Auglýtdngar: Áxnl GarSar Krlstlsaws. Ritatjöm, auglýsingar og algreUMa: Auaturstræti 8. — Sími 1600 Mkriftargjald kr. 20.00 ft mánuði icossdJLafit í lauaasölu 1 krftn aintakif Mikið og fjölhreytf bókaval útgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Porkkala FINNAR urðu eftir síðustu heimsstyrjöld að sæta hörð- um kostum af hálfu Rússa. Þeir urðu að láta af hendi mikil lönd á Kyrjálaeiði og í Norður-Finn- landi fengu Rússar Petsamo og allmikið svæði þar um slóðir. Við þá landamærabreytingu urðu landamæri Noregs og Sov- étríkjanna sameiginleg þar norð- ur frá. Með landaafsali Finna til Rússa urðu hundruð þúsunda af finnsku fólki að flýja heimkynni sín. Ein beztu landbúnaðarhér- uð Finnlands voru á Kyrjála- svæðinu. En öllum íbúum þess varð nú að sjá fyrir nýju jarð- hæði og heimilum á öðrum stöð- um í landinu. Einn þátturinn í friðarsamn- ingum Rússa og Finna var leiga Porkkala Udd héraðsins undir rússneska herstöð til 50 ára. Tók það Finna mjög sárt að ganga að því skilyrði. Porkkala var í aðeins fárra kílómetra fjarlægð frá höfuðborg landsins. Einnig þar voru ágæt landbúnaðarhéruð. Nú hafa Rússar lofað að af- henda Finnum Porkkala. Er það vissulega vel farið. Mun því al- mennt fagnað af öllum vinum Finnlands, ekki sízt á Norður- löndum. Hvað um frelsi Eystrasaltslandanna? KOMMÚNISTAR segjast hafa sýnt mikið göfuglyndi með af- hendingu Porkkala, Þykjast þeir hafa fært mikla „fórn“ með þeirri ráðstöfun. Auðvitað er það hinn argasti þvættingur. Öryggi Leningrad var ekkert skjól að herstöðinni á Porkkalaskaga. — Rússar höfðu rekið Finna út úr Kyrjálahéraðinu undir því yfir- skyni að þeir gætu skotið það- an á Leningrad. Þeir höfðu enn- fremur komið sér upp samfelldu kerfi herstöðva við finnska flóann og í öllum Eystrasaltslöndunum, sem þeir höfðu rænt frelsi og innlimað í Sovétríkin. Þessar herstöðvar hafa þeir haldið á- fram að efla allt fram á þennan. dag. Liggja fyrir um það áreið- anlegar fregnir frá hinum mikla fjölda flóttafólks, sem á und- anfömum árum hefur sloppið þaðan til Norðurlanda. Það er auðvitað mjög góðra gjalda vert, að Sovétstjórnin hefur afhent Finnum Porkala eftir að öilum var orðið Ijóst, að hún hafði ekkert með þetta landsvæði að gera. En það væri hreinn barnaskapur að telja þessa ráðstöfun bera vott algerri stefnubreytingu eða afturhvarfi kommúnista í öryggismálunum. Á meðan Sovétstjórnin heldur Eist- Iandi, Lettlandi og Lithauga- landi undir járnhæl sínum, er ekki hægt að taka mikið mark á veizluyfirlýsingum leiðtoga hennar um virðingu þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna. Á meðan fámennar klikur kommúnista í leppríkj- um Rússa í Austur- og Mið- Evrópu ráða í skjóli rúss- neskra byssustingja, hlýtur hinn frjálsi heimur sifellt að vera á verði um öryggi sitt. Þá fyrst, er Sovétstjórnin hef- ur veitt hinum kúguðu þjóðum frelsi sitt og flutt hernaðarbæki- stöðvar sínar burtu úr löndum þeirra er hægt að fara að taka mark á friðaryfirlýsingum henn- ar. — Andinn frá Genf GENFARFUNDUR stórveldanna í sumar fór friðsamlega fram. Tónninn í umræðunum þar var allt annar en verið hefur á al- þjóðaráðstefnum undanfarin ár. Astæða þess var fyrst og fremst sú, að rússnesku fulltrúarnir virtust nú hafa gert sér það ljóst, að froðufellandi illska og skammir voru ekki rétta leiðin til samkomulags um deilumálin. í raun og veru gerðist ekkert í Genf annað en þetta. Rússar komu þar fram eins og siðaðir menn. Molotoff lét vera að steita hnefann í ræðum sínum og Bulg- anin og Krúsjeff voru mildir og i blíðir á svip. I Af þessu leiddi að svipur Genf- arráðstefnunnar var allt annar en t. d. friðarráðstefnunnar í París sumarið 1946. Þar heltu þeir Vishinsky og Molotoff hverri svívirðingunni á fætur annari yfir fyrrverandi bandamenn sína. Síðan hefur „kalda stríðið" stað- ið óslitið yfir, þar til að rofa tók til upp úr síðustu stjórnar- skiptum í Rússlandi. „Andi Stal- ins“ var læstur niður í kistu í Kreml og „anda“ Bulganins og Krúsjeffs fengnir nýir dúfu- vængir. Allur heimurinn myndi fagna því, ef um varanleg sinnaskipti væri að ræða hjá leiðtogum kommúnista. En ennþá hefur það ekki komið í ljós. Ágreiningsefnunum var ekki ráðið til lykta í Genf. Þau voru aðeins hraðfryst og geymd fersk og óleyst til fundar utanríkisráðherra stór- veldanna í næsta mánuði. Þar kemur það í ljós, hvort Sovétleiðtogarnir vilja raun- verulega leysa sjálf vandamálin, hvort þeir vilja ljúka friðar- samningum við sameinað Þýzka- land, hefja raunhæfa afvopnun og viðurkenna sjálfsákvörðunar- rétt þjóðanna. Herstöðvar og öryggi HINAR vestrænu lýðræðisþjóðir þrá ekkert frekar en varanlegan frið og öryggi í heiminum. Þær hafa byggt samtök sín upp ein- göngu til varnar sjálfstæði sínu. Þegar svo er komið, að ágrein- ingsefnin milli austurs og vest- urs hafa verið leyst og styrjald- arhættunni bægt frá dyrum þjóðanna, munu þær ekki láta standa á sér að draga úr örygg- isráðstöfunum sínum, leggja nið- ur herstöðvar og einbeita kröft- um sírtum að friðsamlegri upp- byggingu landanna. En kjarni málsins er sá, að það eru einmitt varnaraðgerðir og öryggisráðstafanir lýðræðis- þjóðanna, sem hafa skapað aukn- ar friðarhorfur í heiminum í dag. Ofbeldisöflin hafa séð að hótanir og yfirgangur dugðu ekki. Hinn frjálsi heimur var þess alráðinn að verja frelsi sitt. Árás heimskommúnismans á hin- ar vestrænu þjóðir hlaut að enda með ósigri hans. Afhending Porkkala er ein afleiðing þess, að Sovétstjóm- in hefur séð að sér og vill nú láta líta svo út sem hún gangi á undan með góðu fordæmi. En hún á töluverðu verki ó- iokið áður en henni verður trúað. Hernám Eystsaltsland- anna þriggja og þrælkun þjóða þeirra blasir ennþá við hinum frjálsa heiroi. BOKAUTGAFA Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins á þessu ári verður meiri og fjöl- breyttari en nokkru sinni fyrr. Fyrsta bindið af hinu merka verki dr. Þorkels Jóhannessonar háskólarektors, um Tryggva Gunnarsson kemur út 18. okt. n.k. á 120. afmælisdegi þessa fjölhæfa forvigismanns. Útgáfustarfsemi Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins á þessu ári verður óvenju mikil og bókaval fjölbreytt. Má vænta þess að félagsbækur út- gáfunnar, og flestar aukafélags- bækur verði komnar út um mán- aðamótin okt.—nóv. » Egill Bjarnason, sem er fram- kvæmdastjóri útgáfunnar í veik- indaforföllum Jóns Emils Guð- jónssonar, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. FÉLAGSBÆKUR Jörðin, eftir Ástvald Eydal, licentiat. Er þetta eitt bindi í hinum vinsæla fræðslubóka- flokki útgáfunnar, Lönd og lýðir. íslenzk úrvalsrit. Að þessu sinni kemur út úrval úr Ijóðum Gísla Brynjólfssonar. Hefur Ei- ríkur Hreinn Finnbogason mag- ister séð um útgáfuna og skrifað ýtarlegan formála um skáldið. Andvari 1955. Meðal annars efnis verður ævisaga Guðmund- ar Björnssonar, fyrrum land- læknis, rituð af Páli V. G. Kolka héraðslækni. Aimanak Hins íslenzka Þjóð- vinafélags um árið 1956. Aðal- efni þess verður ritgerð um Tryggva Gunnarsson, eftir dr. Þorkel Jóhannesson, en Tryggvi var eins og kunnugt er, ritstjóri Almanaksins um langt skeið. Auk þess er í ritinu Árbók árs- ins 1954 o. m. fl. Saga dómarans, mun verða heiti á skáldsögu, er verður 5. félagsbókin á árinu. Höfundur- inn er kunnur brezkur rithöf- undur, Charles Morgan, en bók- in er þýdd af séra Gunnari Árna- syni. AUKAFÉLAGSBÆKUR Á þessu ári koma út sjö auka- félagsbækur á vegum útgáfunn- ar og verða þær þessar: Saga íslendinga, 8. bindi, fyrri hluti. — Þetta bindi er skrifað af Jónasi Jónssyni skólastjóra og nær yfir tímabilið 1830—1874. Er þessi bók komin út. Trygffvi Gunnarsson, 1. bindi. Bóndi og timburmaður. Eins og áður er sagt á þessi bók að koma út 18. okt. n.k. Verk þetta er gef- ið út að tilhlutan Landsbanka íslands og verður það 3 myndar- leg bindi. Höfundurinn er dr. Þorkell Jóhannesson, háskóla- rektor. Heimsbókmenntasaga, fyrri hluti, eftir Kristmann Guð- mundsson rithöfund. Verður þetta stórfróðleg bók fyrir alla þá, er vilja kynna sér öndvegis- höfunda erlendra bókmennta og bókmenntastefnur. íslenzkar dulsagnir, 2. bindi, eftir Óskar Clausen. Fyrra bindi XJetvahandi sLnfar: Um bætigerjun og klofnun matvæla. EFTIRFARANDI bréf um með- ferð matvæla hefir Velvak- anda borizt frá J.: i Það sem Helgi Valtýsson skrif- ar um meðferð hreindýrakjöts í Mbl. 2. sept. er sjálfsagt allt gott og gilt það sem það nær. En á I hinu furðar mig að svo er að sjá sem hann kannist ekki við með- ferð þá, sem „H“ talaði um í Vel- vankanda. Hún var sú að láta skrokkana hanga — auðvitað með úrteknum innýflum, þangað til signunarbragð er komið að kjötinu. Þessi aðferð virðist nær algild víðast erlendis um með- ferð á kjöti af villtum dýrum, svo sem hérum, rádýrum, dádýr- um, hjörtum, elgum og hreinum, en er aftur ekki notuð við kjöt alidýra. Austfirðingar, sem ég hef spurt, segjast hafa heyrt um þessa aðferð, en jafnvel þar eystra hefur hreindýrakjöt verið svo sjaldgæft þangað til nú, að menn hafa flestir ekkert kunnað með það að fara. Annars er gerj- un og klofning fæðutegunda mjög algeng, eins og allir vita. Þeir sem þekkja 1—2 vikna hangnar rjúpur, vilja þær helzt ekki nýj- ar eða úr frystingu. Og hvaða Islendingur kærir sig um nýja skötu eða nýveiddan hákarl? Og eru þó þessir fiskar víða annars staðar etnir nýir. Ýmis annar fiskur er einnig auðmeltari mátu- lega „siginn“ t. d. ýsa o. fl. Allur harðfiskur er meira og minna sig- inn og það er þessi efnaklofning, sem gerir ið sérkennilega ragð sem gerir ið sérkennilega bragð gerð, ostagerð, skyrgerð, fram- leiðsla öls og vína o. fl. byggist á gerjun og efnaklofningu eftir margskonar aðferðum, sumum allvandasömum. — Það villir mörgum sýn á þessum efnum, að mörkin milli bætigerðar og skemmdar (slepjunar, ýldu, rots og fúa) eru oft óljós, svo að skemmdin spillir oft bætigerð- inni. Annars er algengt að vel heppnuð bætigerð varni skemmd um (t.d. viss sýrugerð í danska smjörinu sem íslendingar kunna ekki enn að hagnýta). — Af þessu má ráða, að gerlafræðin hlýtur að verða ein höfuðgrein matvæla- framleiðslunnar. — J. Um klukkuna ÞETTA bréf hef ég fengið frá E. M.: Kæri Velvakandi! Það minntist einhver á klukk- una í dálkum þínum um daginn. Hann stakk upp á því að hafa sumartíma allt árið. Ég vildi láta ánægju mína í ljós með slíka uppástungu. Ég held að hún mundi hafa ýmislegt gott í för með sér. f fyrsta lagi mundi það spara rafmagn. Vegna þess að við mundum kveikja einni klukkustund seinna á kvöld in. En það mundi ekki eyðast að sama skapi á morgnana vegna þess, að við Reykvikingar förum svo seint á fætur að oftast er orðið bjart, nema ef vera skyldi í svartasta skammdeginu. Sumartími hollari. IÓÐRU lagi er mikið hollara að að fara eftir sumartíma. í þriðja lagi er mjög óhollt að breyta um svefntíma og þá sér í lagi matartíma tvisvar á ári ekki sízt fyrir þá sem ekki eru góðir í maganum. MerklS, sem klæðlr landlS. dulsagna Óskars kom út á síð- asta ári og náði almennum vin- sældum. Frásagnir, þæflir úr íslenzku þjóðlífi, eftir Árna Óla ritstjóra. Fyrri bækur þessa höfundar hafa orðið vinsælar óg víðlesnar, og mun þessi ekki þykja þeirra sízt. Smíðar og bókband, er hand- bók til sjálfsnáms í þessum nyt- sömu greinum, samin af Guð- mundi Frímann húsgagnasmið og bókbindara á Akureyri. Hliðstæð bók mun ekki hafa verið gefin út áður hér á landi og kemur því áreiðanlega mörgum í góðar þarfir. Dr. Þorkell Jóhannesson skrifar ævisögu Tryggva Gunnarssonar. Undraheimur dýranna, eftir Maurice Burton, er bók sem seg- ir frá ýmsum furðulegum fyrir- bærum í dýraríkinu og náttúr- unni. Þýðendur eru þeir dr. Broddi Jóhannesson og Guð- mundur Þorláksson magister. Bók þessi er sérlega fróðleg og skemmtileg. Nær allar þessar bækur eru prýddar fjölda mynda til fróðleiks og skýringar. AÐRAR BÆKUR Facts about Iceland, 5. útgáfa, kom út í sumar. Er þá búið að Kristmann Guðmundsson ritar heimsbókmenntasögu. < gefa þessa vinsælu landkynn- ingarbók út í 33.750 eintökum, sennilega í stærra upplagi en nokkra aðra bók hér á landi. Myndir frá Reykjavík, nefnist ný myndabók er út kemur í haust og eru í henni valdar myndir úr höfuðstaðnum. Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri hef- ur ritað formála en allur texti bókarinnar er á þremur tungu- málum, auk íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Leikritasafnið. Eins og að und- anförnu munu koma út tvö leik- rit í Leikritasafni Menningar- sjóðs. Verður annað þeirra „Júpíter hlær“, eftir A. J. Cron- in, en hvert hitt verður er enn ekki fullráðið. ❖ ❖ ❖ Eins og sjá má á ofantöldum bókum hefur útgáfustarfsemi Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins aldrei verið Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.