Morgunblaðið - 22.09.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag:
A-kaldi. Úrkomulaust að mestu.
JNtmttnMllfri
215. tbl. — Fimmtudagur 22. sept. 1955
Súðavík
Sjá grein á blaðsíðu 2.
Myndír frá vikuþurrkinum sem kom mánuöi of seint
Skammt frá var Jónas HjÖrleifsson bóndi í miðbænum á Rauða-
feili að slá með sláttuvél sir.ni. Taldi hann þetta erfiðasta hey-
skaparsumar, sem hann myndi eftir. Grasið sem hann var að slá
var orðið mjög visið og lítið að næringargildi.
Mynd þessa tók ljósmyndari Mbl. á engjunum við Rauðafell undir Eyjafjöllum. Sigurður Sigurðsson
bóndi á vestasta bænum þar, kvaðst hafa slegið þetta stykki um morguninn, en kl. 3 síðdegis var
heyið orðið skráþurrt enda bæði lítið og visið. Á rakstrarvélinni er ungur piltur úr Vestmanna-
eyjum, sem heitir Baldur.
Slæmf veiðiveSur
hjá reknefjabáium
AKRANESI, 21. sept. — Rek-
netabátarnir komu hingað inn í
dag með samtals 400 tunnur
eíldar. Hæstur var Sæfaxi með
100 tunnur, þá Guðm. Þorlákur
irieð 42. Hinir allir þar fyrir neð-
an. — Þegar nálgaðist miðin suð-
ur frá í gærkvöldi, var kominn
þunga vindur. Hurfu því margir
bátanna norður í Flóann og
lögðu þar. Og flestir byrjuðu
snemma að draga netin.
Héðan reru 8 trillubátar í gær,
og var Sæbjörg þeirra aflahæst
með 900 kg. Lagði hún 11 stampa
af línu. í hverjum stampi er lína
með 560 önglum á að meðaltali.
Hefur þá Sæbjörg róið með á
sjöunda þúsund öngla. Kári fékk
og áþekkan afla á svipaða línu-
lengd. Minnstur afli var 450 kg.
Beitt er síld 8—10 kg í stampi.
Síldarkílóið kostar kr. 1.95, og
nemur þá beitukostnaður í róðri,
miðað við 10 stampa, kr. 175. —
Ýsan, sem trillurnar fengu í gær
og fyrradag, var bæði feit og
væn. — Oddur.
Siæmt veður á mið-
um Keflavíkurbáta
KEFLAVÍK, 21. sept. — Afli
báta hér var yfirleitt mjög lítill
í dag enda var veður ekki gott
á miðunum. Voru allmargir bát-
ar sem ekki lögðu net sín', 'en
þeir, sem netin lögðu urðu fljót-
lega að draga þau, vegna þess að
er á nóttina leið hvessti.
Hér lönduðu 14 bátar í dag.
Hæstir voru Þórunn með um 150
tunnur og Báran með um 100
tunnur. —Ingvar.
Norrœn samgöngumála-
nefnd hefur hér fund
Ræðir bættar samgöngur milli
íslands og Skandinaviu
IDAG hefst hér í Reykjavík fundur milliþinganefndar Norður-
landaráðs um bættar samgöngur milli íslands og hinna Norð-
urlandanna. Er nefnd þessi skipuð samkvæmt tillögu, sem þing
ráðsins samþykkti í Stokkhólmi á s.l. vetri. En efni hennar var
það, að Norðurlandaráðið lagði til að ríkisstjórnir landanna beittu
1 sér fyrir bættum samgöngum milli íslands og Skandinavíu. Enn-
fremur skyldi aukin upplýsingastarfsemi rekin nm möguleika
ferðalaga milli landanna og hin viðskiptalegu skilyrði samgangn-
anna bætt. — Sérstök milliþinganefnd skyldi síðan vinna að fram-
kvæmdum á þessu sviði.
Tillaga þessi var flutt af fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum.
NEFNDIN SKIPUÐ
Ríkisstjórnir landanna hafa
svo skipað milliþinganefnd þessa.
Eiga sæti í henni tveir þingmenn
frá hverju landi. Hafa íslending-
ar boðað til fyrsta fundar henn-
ar og hefst hann eins og áður
segir hér í Reykjavík í dag. —
Komu hinir erlendu fulltrúar
hingað í fyrrakvöld.
Eru það þessir menn:
Frá Danmörlcu: Þingmennirnir
Einar P. Foss og Kaj Bundvad,
ásamt Sven Garde, skrifstofu-
stjóra.
Frá Noregi: Stórþingsmenn-
irnir Pettersson, fyrrv. samgöngu
málaráðherra og Arthur Sundt
frá Bergen, ásamt Odd Gjelsvik,
skrif stof ust j óra.
Frá Svíþjóð: Þingmennirnir
Birger Andersson og Valdemar
Svensson.
Fulitrúar íslands eru alþingis-
mennirnir Magnús Jónsson og
Páll Zóphóníasson. Ritari þeirra
er Jón Sigurðsson, skrifstofustj.
BER LOFTFERÐADEILUNA
Á GÓMA?
Nefndin mun á þessum fyrsta
fundi sínum ræða almennt um
það, hverjar leiðir séu færar til
þess að bæta samgöngurnar milli
íslands og hinna Norðurland-
anna. Ekki er ótrúlegt að upp-
sögn Svía á loftferðasamningnum
við ísland muni bera þar á góma.
Fundurinn mun standa í dag
og á morgun.
M Bodi! Begfrup verður
D
ÖNSK blöð skýrðu frá því fyrir skömmu, að ákveðið sé, að
sendiherra Dana hér á iandi, frú Bodil Begtrup, verði bráð-
í hinum góða þerrikafla hafa bændur á óþurrkasvæðinu látið hend-
ur standa fram úr ermum til að bjarga því sem bjargað verður,
Hafa menn unnið langt fram á nótt við að flytja hin hröktu hey
heim. í sumar hafa bændur reynt að þræða erfiða braut heyþurrk*
unar með því að færa upp í sæti eða galta, þau brot úr degi, sem
svolitla flæsu hefur gert. Þarf hejið ekki að vera eins þurrt SÓ
það sett í galta, eins og ef ætti að hirða það í hlöðu. En fyrií
bragðið hefur heyið nokkuð myglað og skemmzt í göltunum. —
Myndin var tekin við hirðingu galta austur í Ilörgsdal á Síðu. En
þar búa fjórir bræður myndarlegu búi. Þar munu óþurrkarni*
ekki hafa verið alveg eins tilfinnanlegir cins og víða annars staðar
á Suður- og Vesturlandi. En þessi mynd hefur víða sézt hina
síðustu daga. Vörubílnum er ekið að galtanum og innan skamms
er hann hlaðinn og ekið heim að hlöðu.
Úhelf á ÐeHa
Rhyfhm Boys
í GÆR seldust allir miðar upp
á tvær síðustu söngskemmtanir
Delta Rhythm Boys, þ. e. a. s. í
kvöld og annað kvöld. Hafa þeir
þá haldið hér 20 söngskemmtan-
ir við mikla hrifningu áheyr-
enda og góða aðsókn. Héðan
halda þeir félagar á laugardag
til Svíþjóðar, þar sem þeir munu
syngja inn á plötur.
Iega hækkuð í tign og skipuð ambassadör Dana á íslandi. Yrði hún
þá fyrsta danska konan, sem hlýtur æðstu stöðu innan utanríkis-
þjónustunnar. Þá hafa blöð á Norðurlöndum einnig rætt um, að
ákveðið muni vera að ameríski sendiherrann hér á landi muni á
næstunni gerður að ambassadör.
VIÐRÆÐUR VIÐ
ÍSLENZK STJÓRNARVÖLD
Eins og kunnugt er hefur
norski sendiherrann hér á landi,
Torgeir Andersson Ryst nýlega
verið skipaður hér ambassadör
þjóðar sinnar. Er Mbl. kunnugt
um að viðræður hafa staðið milli
íslenzkra stjórnarvalda og ann-
arra þeirra ríkja, sem hér hafa
haft sendiherra, um að sendi-
j menn þeirra yrðu einnig hækk-
aðir þannig í tign. En af því
mundi sennilega leiða að sendi-
herrar íslands hjá þeim ríkjum
myndu einnig fá ambassadör-
titil. Ekki er talið að af þessu
muni leiða aukinn kostnað við
utanríkisþjónustu íslands.
Ætti að innpakka brauð
STJÓRN Neytendasamtaka
Reykjavíkur, en hana skipa 15
manns, hélt fyrsta fund sinn á
þessu hausti fyrir skömmu. Var
þar rætt um starfsemi samtak-
anna á^omandi vetri og m. a.
samþykktar ályktanir um inn-
pökkun brauða og námskeið í
vörudreifingu.
Álítur stjórnin, að lítilfjörleg
verðhækkun megi ekki standa í
vegi fyrir því nauðsynjamáli a9
brauð fáist innpökkuð, en einnig
megi hafa óinnpökkuð brauð &
boðstólum. — Þá lýsir stjórnin
ánægju sinni yfir námskeiði þvl
í vörudreifingu sem Iðnaðarmála
stofnunin hefur nýlega gengist
fyrir og væntir þess, að það muni
hraða þeim endurbótum á vöru-
dreifingu sem Neytendasamtökin
hafa barizt fyrir. A