Morgunblaðið - 22.09.1955, Blaðsíða 14
14
MORGVISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. sept. ’55 1
Læknirinn og ásfin hans
EFTIR JAMES HILTON
i
Framhaldsssagan 34
að mínar aðferðir hafi verið betri
og heppilegri.
Þetta vildi ég að þér segðuð
Simpson. Skilið því einnig til
hans frá mér, að hann skuli ekki
auka áhyggjur drengsins með því
að tala um okkur, heldur sé bezt
að láta hann alast upp í sem
mestri fáfræði um þau efni. —
Einhverntíma fær hann eflaust
að heyra sannleikann um mig —
um allt það sem morgundagurinn
mun bera í skauti sínu, mér til
handa....“.
„Ég held, Newcome, að þetta
sé mjög skynsamlega ályktað
hjá yður og þér megið treysta
því, að ég muni gera allt sem
mér er mögulegt fyrir drenginn.
Ef ég hinsvegar hefði haft
leyfi til að gera það sem ég vildi
sjálfur, þá hefði ég ságt honum
hrein ósannindi, sagt honum, að
þér hefðuð farið í stríðið og fært
þar hina göfugustu fórn. Þá hefði
ég gefið litla snáðanum eitthvað,
sem hann gat verið hreykinn af“.
Nú kom fangelsisstjórinn, Sir
George Millman inn í herbergið
og brosti kvíðafullur. Presturinn
kinkaði kolli til hans: „Jæja,
hérna sitjum við þá Millmann
og ræðum um stríðið og allt milli
himins og jarðar — ég var ein-
mitt að fá svo ágæta hugmynd.. “
Millman tyllti sér órólegur á
borðbrúnina. Hann kveið alltaf
fyrir síðustu samræðunum við
dauðadæmda fanga, því hann
vissi af eigin reynslu, hve'rsu ó-
skemmtilegar og átakanlegar þær
gátu stundum orðið.
„Farið ekki alveg strax“, hvísl-
aði hann að prestinum.
Hinn síðarnefndi snéri sér að
Davíð.
„Jæja, haldið þér ekki, að það
sé einmitt þetta, sem við eigum
að segja drengnum?"
Davíð hreyfði höndina lítillega
í mótmælaskyni:
„Æ, nei .. segið honum það
ekki — segið honum aldrei neitt
þvílíkt. — Lofið mér því.“
„En hvers vegna ekki? Er það
nokkuð annað en það, sem hefði
getað skeð?“
„Oh, nei, nei“.
„En hversvegna ekki, maður?“
„Vegna þess, að ég gæti ekki
hugsað til þess að drepa nokkurn
mann“, svaraði Davíð stillilega.
„En ég er að tala um stríðið".
„Ég veit það. Það er einmitt
það, sem ég á við. Stríð er mann-
dráp.“
Skyndilega hækkaði litli lækn-
irinn róminn: „Hvernig ætti ég,
sem hefi barist svo mörg ár í
þágu lífsins, að fá mig til að berj-
ast gegn því? Hvernig getið þið
ætlast til þess af mér, að ég fari
að ónýta allt það sem ég hefi
gert á liðinni æfi?.
Hvernig getið þið lifað og sof-
ið á meðan þetta allt er að ger-
ast?
Stjórnari — klerkur — við
höfum byggt allt okkar traust á
ykkur. — Hversvegna hafíð þið
látið málin komast í upplausn og
öngþveiti, eins og þau eru i dag?
Hversvegna getið þið ekki
bjargað okkur úr þessari vit-
fyrrtu eymd og banvænu þján-
ingum?
Mennirnir óska þess eins að
lifa í friði og vinna störf sín. Við
biðjum ekki um kraftaverk. En
í guðs nafni, hafíð þér ekkert lært
á tvö þúsund árum? Við óttumst
ekki dauðann, en við munum
sannarlega fara að óttast lífið, ef
þér ekki komið málum betur fyr-
ir í náinni framtíð."
Davíð hneig niður í stólinp og
greip höndum um höfuð sér.
Hann var örmagna,
Þegar hann leit upp aftur, sá
hann að gestirnir voru farnir, en
kunnuglegt andlit horfði til hans
yfir borðið.
„Góðan daginn, George“, sagði
hann brosandi.
„Gott kvöld, Sir“
„Þér eruð hás, eða mishevrist
mér svona hrapalega?“
„Nei, yður misheyrist ekki. —
Mér líður bölvanlega í hálsinum,
ég hef fengið svo slæmt kvef“.
„Jæja .. það gerir víst ekkert
til, úr því sem komið er, þótt ég
smitaðist af yður — eða haldið
þér það, George?“
„Ha, ha .... það gleður mig,
að þér skulið geta gert að gamni
yðar. Þegar ég kom fyrst inn og
sá yður sitja með andlitið í greip
unum, þá hélt ég að þér hefðuð
alveg fallið saman. Þeir gera það
flestir, þegar komið er svona ná-
lægt því. En eins og ég hefi oft
sagt félögum mínum, þá er ég
viss um, að litli læknirinn verð-
ur rólegur og óhræddur til hins
síðasta“.
„Er ég almennt kallaður litli
læknirinn?"
„J, Sir. — Má ég' annars ekki
bjóða yður bolla af tei?“
„Þakka yður fyrir, George og
— segið mér eitt — viðvíkjandi
morgundeginum .... Er þessu
ekki fljótt lokið?“
„Jú, blessaður verið þér . . það
er alveg ástæðulaust að kvíða
nokkuð fyrir því. Öllu verður lok
ið svona einni mínútu eftir að
þér gangið út héðan “
Sir Millman og presturinn
gengu þvert yfir malarborinn
fangelsisgarðinn og ræddust við
í hálfum hljóðum.
I „Ég varð alveg forviða* þegar
hann tók að hella úr skálum reiði
sinnar yfir okkur, hvað hefur
eiginlega æst hann svona í okk-
ar garð?“
I „Það get ég ómögulega gert
mér í hugarlund, Millman".
* „Jæja, það gildir líka einu máli.
En feginn verð ég, þegar þessu er
lokið. — Ég hata öll þessi vand-
ræðamál, sem eru eins og Calder
bury-hneykslið eða eitthvað
áþekk því.“
Um morguninn var sudda rign-
ing og Davíð vaknaði fyrir dögun,
eftir rólega nótt og væra hvíld.
Hann stóð við rimlagluggann
og sá hvernig hin föla dagsbrún
smá hækkaði á himninum og
hrakti næturmyrkrið á flótta.
Brátt gat hann líka greint hina
gráu granitmúra fangelsisgarðs-
ins og dómkirkjuturnana tvo, í
gegnum þoku og regnmóðu hins
gráa morguns.
Yfir þökin barst hinn stöðugi
kliður, en fyrsta raunverulega
hljóðið heyrðist klukkan sjö, þeg
ar morgunlestin kom með dag-
blöðin frá Marsland. Davíð
heyrði dyninn og másið í henni,
þegar hún brunaði inn á stöðina.
Að vísu var það aðeins sem hvísl
úr fjarlægð, en það var engu að
síður rödd Calderburys, sem
hljómaði hvern morgun og Davíð
fagnaði eins og væri það rödd ást
ríkis vinar.
Við getum dvalið í borg árum
saman, þar sem allar hennar að-
skiljanlegu raddir og margbreyti
legi kliður berst af svo mikilli
tilviljun og með svo lítilli fyrir
höfn að eyrum okkar, að við veit
um því naumast athygli, könn-
umst varla við það, fyrr en við
erum loks á förum úr borginni.
En þá geta ýmsir smávægileg-
ir hlutir vakið hjá okkur endur-
minningar og söknuð: skrölt í
vagni á steinlögðu stræti, görnul
raddbrostin klukka í kirkjuturni,
hróp blaðsöludrengs o. m. fl. Og
við ge.tum ekki svarað með neinu
nema ást okkar.
Nú var Davíð að fara frá Cald-
erbury. Hann vissi það fullvel
sjálfur og hjarta hans var fúllt
af ást til litla þorpsins og íbúa j
þess.
Hann minntist dagsins, er hann
leit það í fyrsta skipti og í hug-
anum sá hann Jessicu, þar sem
hún stóð við lestargluggann og
benti út: „Þarna Davíð — þarna
er Calderburry .... Sérðu ekki
dómkirkjuna? .. Nei, ekki þarna.
Mikill kjáni geturðu verið —
þetta er rafstöðin .. Dómkirkjan
er þarna....“
TOFRAPOKIIMIM
6.
Þeir höfðu varla sagt amen, þegar hávaxinn unglingur
kemur hlaupandi til þeirra frá skóginum, snýr sér að hvíta
manninum og segir: „Trúboði minn, ertu kominn hér!“
Á öðrum fæti sést ör. Það er Abam. Já, víst er það hann.
Abam snýr sér að skóginum og kallar: „Pabbi, og allir
hinir, komið þið, verið ekki hrædd, það er trúboðinn minn,
sem er kominn! Það eru engir hermenn!“ Og nú koma
menn og konur og börn allsstaðar frá. Mennirnir eru með
byssur og kastspjót, sem þeir kærðu sig nú ekkert um að
nota. Þorpið fylltist af fólki, blys voru tendruð og eldar
kveiktir og fjöldinn allur af hálfnöktum og villtum Fang-
negrum umkringdu trúboðann og félaga hans. Allir vildu
sjá þá og tala við þá.. Því nú vantreystu þeir þeim ekki
lengur. „Og við, sem ætluðum að skjóta ykkur“, sagði einn
þeirra.
Ennþá einu sinni segja Abam og faðir hans frá því, hvern-
ig trúboðinn hafði fyrir nokkrum árum tekið á móti þeim
cg hjálpað þeim og hjúkrað. Konurnar fóru að laga mat.
Þær fylltu potta af banönum og skáru niður þurrkað kjöt,
og meðan verið var að elda matinn, talaði trúboðinn til
þeirra um kærleika Guðs. Næstir honum sátu Abam og
Nze, og meðan hann er að tala, tekur hann eftir því, að þeir
hafa ekki lengur ormskinns-töfrapokana um hálsinn. Síðan
töluðu þeir saman langt fram á nótt. „Segðu mér“, sagði
trúboðinn, „hvers vegna flýðir þú frá stöðinni, án þess að
Játa mig vita?“
„Fyrirgefðu mér, trúboðí, ég skildi, að þú gætir læknað
Klefi 2455 í ÐiliöLÖ
Endurminningar afbrotamanns
Caryl Chessma.m var að
eins 15 ára gamall þegar
hann byrjaSi glæpaferil
sinn.Hann ólst upp á mjög
hamingjusnauðu heimili.
Móðir hans lenti í bílslysi,
þegar hann var 10 ára, og
varð upp frá því ósjálf-
bjarga aumingi. Faðir
hans reyndi hvað eftir
annað að fremja sjálfs-
morð, og Caryl var 15 ára,
þegar hann komst að því
að fjölskyldan lifði á fá-
tækrastyrk. Hann kenndi
þjóðfélaginu um þetta og
ákvað að hefna sín á því.
Hann lenti í félagsskap
með öðrum unglingum, er
líkt var ástatt um og inn-
an skamms var hann
dæmdur á uppeldisstofn-
un í fyrsta sinn. Þegar
hann losnaði þaðan, hélt
hann áfram á afbrota-
brautinni, unz hann vorið
1948 var dæmdur til
dauða, sakaður um 18
glæpi.. .Meðan hann beið
eftir dauðanum — í klefa
2455 — skrifaði hann bók
sína: „Klefi 2455 í dauða-
!deild“, endurminningar af
brotamanns.Bókin hefir vakið
gífurlega athyli og hefir selst
í risastórum upplögum bæði í
Ameríku og Evrópu.Hefir ver-
ið tekin kvikmynd eftir bók-
inni og verður hún að öllum
líkindum sýnd hér áður en
langt um líður.
Aftöku Chessmanns hefir ver-
ið frestað hvað eftir annað og
síðast var henni frestað þar til
seint í haust.
Verður Chessmann þá tekinn I
af lífi — eða verður aftöku
hans enn frcstað? Þetta er sú J
spurning, sem milljónir manna |
um heim allan biða eftir að ■
verði svarað.
KLEFI 2455 í DAUÐADEILD J
kemur út í 3 bindum og kem- [
ur næsta bindi bráðlega.
Sögusafnið
Pósthólf 552 — Reykjavík.
Lögtaksúrskurður
Samkvæmt kröfu bæjarstjórans á Akranesi, úrskurð-
ast hér með lögtak á öllum ógreiddum gjaldföllnum
útsvörum og fasteignagjöldum þessa árs til bæjarsjóðs
Akraneskaupstaðar, ásamt áföllnum og áfallandi drátt-
arvöxtum og kostnaði, að liðnum átta dögum frá degin-
um í dag að telja, hafi gjöldin þá eigi verið greidd.
Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað 20. sept. 1955.
Þórhallur Sæmundsson.
■ •■•■■■*■■•■■■■■«a■■b■■■ jg