Morgunblaðið - 22.09.1955, Blaðsíða 2
\ I
MORGUNBLADIB
Fimmtudagur 22. sept. ’55 ]
Súðavíkurhréf:
. f ' - - v ’
Sæmileg heyyerkim — Súðvíkingar ió rafmagn
í haust — Vegogerð kringum Áiitalförð
Súðavík í ágúst.
I»RÁTT fyrir eindæma snjóléttan
vetur, var vorið í seinna lagi
á ferð hér um slóðir. Því ollu
kuldar í maí og júní. Öll vorstörf,
bænda urðu því nokkru seinna
en í meðal ári. Grasvöxtur á tún-
um var þó yfirleitt orðinn sæmi-
legur í byrjun júlí og hófst þá
túnasláttur almennt.
Nokkrir, sem áttu sérlega velj
hirt tún eða litla bletti, höfðu
J)ó byrjað fyrr eða um 20. júní.
Með byrjun júlímánaðar skipti
alveg ura vcðurlag. Gerði þá
eunnan og suðaustan átt með regn
ekúrum og skýjuðum himni, svo
að sjaldan naut sólar. Hélzt svo
allan júlímánuð. Þeir, sem fyrstir
höfðu byrjað slátt, náðu nokkru
af töðum sínum með góðri verk-
un, en þfcir sem síðbúnari urðu,
lentu í hrakningi með allt heyl
eitt. Lítið var þó um stórrign-
irtgar, en sjaldan var heill dag-l
ur þurr. í byrjun ágúst gerði j
þj-já allgóða þurrkdaga, og náðu!
þá menn almennt inn öllum töð-
um sínum.
SÆMILEGUR HEYFENGUR
Votheysverkun er hér nokkur
hjá öllum þorra bænda og búa-!
liðs, en þó eigi svo að neinu
verulega bjargi, ef um langvar-
ahdi óþurrka er að ræða. Hafa!
fáir meira rými í votheystóttum
en það, að nægjanlegt er fyrir
séinni slátt, en lítið þar umframj
Súgþurrkun er hér hjá einum
hónda, Ágúst Hálfdánarsyni á
Eyri í Seyðisfirði. Hjá allmörgum
bændum í öðrum byggðum Djúps
ins er og súrþurrkun. Ekki erj
þar um að ræða blástur með
heitu lofti, enda gerist þess þörf,
því að mjög sjaldan munu þeir
óþurrkar koma hér við Djúp, að
loftraki sé það mikill að eigi
nægi svonefndur „kaldur blást-
ur“.
Eftir hina þfjá þurrkadaga í
égústbyrjun brá aftur til suð- og
suðvestan áttar og úrkomu. Einn
og einn þurrkadagur kom þó svo
að hey náðust upp í sæti án þess
að hrekjast mjög mikið. Er því
ekki hægt að segja, að hér sé
neinn voði fyrir dyrum af völd-
um óþurrkanna, þó að töður
manna séu að vísu mun hraktari
en venjulega. Enda er ísfjarðar-
djúp með þurrkasömustu sveit-
um landsins af hvaða átt, sem
vindurinn blæs.
Eins og venjulega á vorin
Btunduðu trillur héðan frá Súða-
vík og öðrum þorpum Djúpsins
fiskveiðar á grunnmiðum í maí
og júní. Afli var oftast fremur
tregur og lítill sem enginn eftir
að júlímánuður kom. Nokkur
vinna var þó í frystihúsunum
við vinnslu á karfa úr togurum,
eem lönduðu á ísafirði.
XiAGNING HÁSPENNULÍNU
í júlí hófust framkvæmdir við
lagningu háspennulínu frá raf-
veitu ísafjarðarbæjar á Fossum
í Engidal þvert yfir Kirkjubóls-
fjall og niður Sauradal til Súða-
víkur. Er sú leið allmiklu
ekemmri en út fyrir fjallið, svo
að verulegu munar. Er mælt að
lína þessi sé öðrum þræði lögð
I tilrauna skyni, þar sem eigi mun
hér á landi fyrr hafa verið lögð
háspennulína um því líka óvegu.
Kirkjubólsfjall er snarbratt
báðum megin, með kletta mikla
i brúnum og um 400 m hátt. Sagt
er að strengja eigi þráðinn í löng-
um bilum upp og niður af fjalls-
brúnunum og búa þar um ram-
lega. Talað er og um nýjan út-
búnað og áður óþekktan hérlend-
is, sem setja skuli á línuna til
varnar því, að ísing slíti hann.
Kvað sá útbúnaður vera kunnur
i Noregi og hafa gefist þar vel
við svipuð skilyrði. Er áætlað
að hleypa straumi á línu þessa
I haust. Verða byggðar þrjár
spennistöðvar í Súðavik til
dreifingar á orkunni meðal fólks
og til frystihúsanna, þegar næg
orka er fyrir hendi, sem ekki
er nú. Hinsvegar er það í ráði,
að kaupa 900 hestafla dísilrafstöð
til orkuversins í Engidal í viðbót
við þá orku, sem þar er fyrir.
Vart mun sú stöð þó taka til
starfa fyrr en síðari hluta næsta
vetrar. Mun sú viðbót hugsuð
sem toppstöð í framtíðinni fyrir
Vestfjarðavirkjunina í heild.
UPPHAF ARNARDALSVEGAR
í kringum 1930 var byrjað á
svo nefndum Arnaardalsvegi, úr
botni Skutulsfjarðar um Kirkju-
bólshlið til Aarnardals, sem er
við mynni Skutulsfjarðar að aust-
an gegnt Hnífsdal. Miðaði þeirri
vegarlagningu seint lengi vel,
enda um sýsluveg að ræða fram
anaf og fjárframlög því smá og
að mestu unnið með handverk-
færum, að hætti þeirra tíma. Um
1940 eða litlu síðar er þó veg-
urinn loks kominn út í Arnardal.
Upp úr því krafsinu er hann tek-
inn í þjóðvegatölu inn til Súða-
víkur í Álftafirði. Skömmu eftir
stríðslokin komast Vestfirðir í
vegarsamband við aðalakvega-
kerfi landsins með veginum um
Þorskafjarðarheiði.
Þá eru hin stórvirku vegagerð-
artæki, vélýturnar, komnar til
sögunnar, sem mjög vel eru
fallnar til vegagerðar í fjalla-
hlíðum, en af þeim eiga Vestfirðir
ærið nóg, fannst mörgum sem all-
ur vandi væri leystur og ný öld
gæti hafist í vegamálum héraðs-
ins. Það hefur og orðið svo. Er
það þó að mjög miklu leyti því
að þakka, hve þingmaður kjör-
dæmisins hefur reynzt þar ötull
forustumaður, langsýnni og á-
hugameiri í þeim efnum, en flest-
ir aðrir.
Meðan vegagerð var unnin með
handverkfærum mestmegnis, var
lítt um það hugsað, að leggja
þar akvegi. Hafði sú trú með
nokkrum hætti fest þar rætur,
að svo tafsamt og fjárfrekt væri
að leggja akfæra vegi um grýtta
hálsa og skriðuhlíðar þessa lands
hluta, að litlu bæri til þess að
kosta, en höfuðáherzlu skyldi
leggja á hitt að efla og bæta sam-
göngur á sjó.
Var því árlega lagt verulegt fé
til útgerðar Djúpbátsins, sem ann
aðizt ferðir um ísafjarðarddjúp
og á Strandir norður.
Þetta álit manna var ekki með
öllu óeðlilegt, þegar til þess er
horft hve land er þar grýtt og
strjálbýlt víðast hvar og munaði
því lítt um hvern spottann, sem
lagður var af handafli einu sam-
an. Á hinn bóginn eru Vestfirð-
ingar manna sjóvanastir, sem leið
ir af tilhögun byggðarinnar, þar
sem mestur hluti hennar er fast
við sjó úti.
AKVEGASAMBAND
VIÐ DJÚP
Þó er eigi því að leyna, að þeg-
ar um 1930 voru ýmsir meðal
sýslubúa farnir að huguas um
verulega auknar samgöngur á
landi. Voru þá ýmsar hugmyndir
uppi, en þó engin er gekk jafn
langt og það sem nú er fyrirhug-
að í þeim efnum. Enginn var þá
svo djarfur að leggja til, að þjóð-
vegur yrði lagður út með Djúpi
að vestan inn fyrir hvern fjarð-
arbotn og út fyrir hvert nes.
Á þeim árum beindist hugur
manna fyrst og fremst að því, að
akvegur kæmi vestur yfir
Þorskafjarðarheiði að Djúpi.
Síðan út Langadals- og Snæfjalla
strönd, með endastöð á Mýri, í
Bergseli eða jafnvel úti í Nausta-
vík, með viðhlýtandi bryggju og
sjóvarnargarði. Frá hverjum
þeirra staða um sig eru ekki
nema lVz—2 tíma sjóleið til ísa'
fjarðar. En það hefur ávallt þótt
helzti Ijóðurinn á núverandi land
leið vestur að Djúpi, að sjóleiðin
frá Arngerðareyri eða Melgras-
eyri er nokkuð löng, a. m. k. 3—4
tíma ferð í góðu veðri. Þegar
lengra leið fram og um það bil
sem Þorskafjarðarheiðarvegurinn |
var að verða að veruleika, og í
sýnt var hverju hinar nýju ýtur
fengu áorkað, voru uppi einstaka
raddir um það, að gera akveg frá
Þorskal'jarðarheiði eftir hálend-
inu vestan Djúps niður í botn
Álftafjarðar og koma ísafjarðar-
bæ þann veg „í beint vegarsam-
band við akvegakerfi landsins. —
Hugmynd þessi fékk þó lítinn
hljómgrunn í huga almennings,
þar sem sýnt þótti, að sá vegur
yrði ófær vegna snjóa 9—10 mán-
uði á ári hverju. Auk þess sem
hann hafði þann höfuð ókost að
liggja hvergi í byggð fyrr en
nálega vai komið á leiðarenda.
í annan stað voru enn aðrir
bundnir við hina fyrri hugmynd
um Djúpbátinn, sem aðallausn á
vegaspursmálinu. Var þeirra álit
að fyrr nefndur vegur um Langa-
dals og Snæfjallaströnd, með
endastöð og smáhöfn þar, skyldi
vera akbraut til ísafjarðar. Síðan
skyldi koma akvegur um hverja
sveit frá helztu viðkomustöðum
bátsins. Frá Arngerðareyri um
ísafjörð, frá Vatnsfirði ;im Þúfna
dal og Mjóafjörð, frá Ögri um
Laugardal og Skötufjörð, o. s.
frv. En það er nú fyrst, sem
almenningur vestur hér hefur
vogað að hugsa svo hátt, að sam-
felldur akvegur verði gerður um
hverja sveit vestan Djúpsins, sem
um leið kemur ísafj.bæ í beint
vegarsamband við aðra lands-
hluta. Utan til er þessi vegur nú
nokkurn veginn fullgerður inn til
Svarthamars í Álfafirði. en rudd-
ur og fær „jeppum“ út fyrir
Hattardal.
ALT KOMIÐ f Þ JÓÐVFGATÖLU
Er nú ýta að verki í Sjötúna-
hlíð, sem er austan Álftafjarðar.
Vinnist henni vel og verði tíðar-
far sæmilegt má gera sér vonir
um að hún ryðji langleiðina inn
til Eyrar í Seyðisfirði i sumar og
haust. S.l. sumar var ruddur veg-
arspotti milli Eyrar og Uppsala,
en þá var þar sýsluvegur.
Nú er leiðin öll vestan Djúps
komin í tölu þjóðvega. En vafa-
laust tekur það allmörg ár enn,
að sá vegur verði fullgerður,
enda víða torleiði.
Svarfhólsengjar, sem eru innst
í Álftafirði, að vestan, eru einn
slíkur þröskuldur. Þær eru blaut-
ar mjög og þótti eigi tiltækilegt
að leggja akveg yfir þær nema
að skurðgrafa færi fyrir. Slíkt
verkfæri hefur eigi fengizt fyrr
en nú í sumar og hefur það all-
mjög seinkað vegargerðinni hér.
En nú er hún komin þar til
verks og vinnur einnig að greftri
skurða meðal bænda hér um
fjörðinn.
Jóhann.
Mýs og menn sýnt
aftur í Þórshöfu
ÞÓRSHÖFN, Færeyjum — Sjón-
leikafélagið í Þórshöfn hefur
ákveðið að taka leikritið „Mýs
og menn“, sem Erna Sigurleifs-
dóttir leikkona setti á svið þar í
vetur til sýninga nokkrum sinn-
um í viðbót í haust. Hefur þetta
verið ákveðið vegna þess, hve
aðsókn var mikil síðast þegar
leikritið var sýnt. —Fréttaritari.
IMotkun stefnuljóss
hefði hindrað árekstur
ALVARLEGUR bifreiðaárekstur varð 1 gærdag á Keflavíkurn
veginum, en mesta mildi að ekkert slys á mönnum varð af því.
Aætlunarbifreið ók á minni fólksbifreið, er ætlaði að beygja út a|
veginum.
ÆTLADI AÐ BEYGJA
Atvik þetta gerðist skammt frá
Brunnastöðum. Áætlunarbifreið-
in 0-108 var á leið suður veginn
og skammt á undan fólksbifreiðin
Ö-414. Sú síðarnefnda ætlaði að
beygja inn á afleggjarann að
Auðnum og Höfða.
Bifreiðarstjóri áætlunarbifreið
arinnar tók ekki eftir því fyrr en
reiðin minni var ekki ökufær eft-
ir. Slys sem þessi eru algeng hér
á landi, en víðtækari notkun á
stefnuljósum gæti nær algerlega
komið í veg fyrir þau.
TÓKST AÐ HÆGJA FERÐINA
Fyrr um daginn varð smávegis
árekstur hjá Smalaskála í Hraun-
um, einnig á Keflavíkurvegi. —
of seint og ók á fullri ferð inn í ^ Voru það bifreiðarnar Ö-364 og
hina. Við þetta kastaðist áætlun- j R-4592, sem komu hvor á móti
arbifreiðin af veginum, en stóð I annarri, en rákust á. Hafði þeim
þó á réttum kili. Engin slys urðu i þó tekist að draga úr ferðinni
á mönnum, en einn farþegi mun áður en árekstur varð og voru
hafa fengið taugaáfall. Fólksbif- skemmdir smávægilegar.
Rhugi fyrir að reisa
Oddsvita við Grindavík
ínRslilingðrvlfi þar fll aH anka oryggi vgiSiskipanna
VAXANDI áhugi er nú fyrir því í Grindavík og víðar, að reisa
innsiglingarvita í Grindavík til minningar um sr. Odd V. Gísla-
son, brautryðjandann mikla í slysavörnum. En mikil þörf er talin
fyrir slíkan vita til öryggis bátum, sem stunda veiðar fyrir sunnan
Reykjanes.
TVÆR
MINNINGAEGJAFIR
Guðbjartur Ólafsson skýrði
Mbl. svo frá, að nýléga hefðu
tvær gjafir borizt til væntanlegs
Oddsvita. Fyrri gjöfin er til minn
ingar um Guðmund Jónsson frá
Hópi í Grindavík — 1000 kr. —
Géfendur eru ekkja Guðmundar
og eftirlifandi systkini.
Seinni gjöfin er frá Sæmundi
Tómassyni, fyrrverandi formanni
í Grindavík, 500 kr., til minning-
ar um afa hans, Sæmund Jóns-
son, sem látinn er fyrir 50 ár-
um. En hann var formaður í
Grindavík samtímis og sr. Oddur
var prestur þar. Fjárhæðir þess-
ar eru geymdar hjá Slysavarna-
félaginu.
NAUÐSYN ’
INNSIGLINGARVITA
Innsigling í Grindavík er
slæm, einkum í dimmviðri og hef
ur það áður valdið slysum. Nú
sækja bátar mjög á miðin undan
Grindavík og er langt fyrir þá
að leita hafnar, ef þeir geta ekki
lent í Grindavík, annað hvort til
Þorlákshafnar eða Vestmanna-
eyja eða vestur fyrir Reykjanes.
Málningu og viðgerð
á Dómkirkjunni lokið
En bráðabirgðalurn hefur verið á ber.nl
í 100 ár!
NÚ ER LOKIÐ viðgerðum og málningu á dómkirkjunni í Reykja-
vík utan húss sem innan. Er ólíkt að sjá kirkjuna nú eða fyns
í sumar, þegar málningin á henni var farin að flagna meira og
minna af öllum útveggjum. Er kirkjan aftur orðin borgarprýði.
FRANKFURT, 21. sept. — Aust-
ur-Þýzkaland vann Noreg í
landskeppni í frjálsum íþróttum,
sem lauk hér í dag með 111 stig-
um gegn 101. — NTB.
VERKINU LOKIÐ
Nærri 15 ár voru liðin frá því
kirkjan var síðast máluð. Var
verkið boðið út og ákveðið að
ganga að tilboði „Harðar og
Kjartans". í fyrrasumar máluðu
þeir kirkjuna að innan, en í
haust Iuku þeir á fáum dögum
utanhússmálningu. Voru margir
málarar starfandi við verkið,
sem gekk prýðilega í alla staði.
Það var mest verk að mála
kirkjuna að innan. Hafa veggir
og súlur verið hvít frá því á
dögum Björns Jónssonar ritstjóra
er hann var kirkjuhaldari. Hafði
kirkjan fram til þess verið brún
að innan og þótti breytingin, sem
Björn ákvað, til mikilla bóta.
„BRÁÐABIRGÐA“-TURN
Fyrir nokkrum árum var sett
koparþak á Dómkirkjuna, sem
þarf lítið sem ekkert viðhald. Má
því ætla að slíkar endurbætur
hafi nú verið gerðar á kirkjunni,
að ekki þurfi henni að hagga um
langt skeið. f þessu sambandi ber
þó að minnast þess að núverandi
kirkjuturn var settur á kirkjuna
aðeins til bráðabirgða, af því að
fé skorti til að koma upp turni
eins og teikning gerði ráð fyrir.
í Reyndin varð sú, að turninn hef
ur verið þarna í 100 ár. Er n<S
ekki kominn tími til að ljúka
smíði Dómkirkjunnar og gefa
henni sinn eiginlega turn?
____________________ - •
Sjóvín nabanka -mát-
ið langi og sfrangf
/
ÞÓRSHÖFN, Færeyjum — Mána
daginn 19. september átti hið
merka Sjóvinnubankamál að
koma fyrir rétt í Kaupmanna-
höfn. Lógfræðingur að nafni Erik
Jensen sækir málið fyrir hönð
ákæruvaldsins. Þórsteinn Peter-
sen, sem var bankastjóri Sjð-
vinnubankans og Kristján Hólns
Jacobsen, sem var formaðuu
bankanefndar eru báðir í Höfn.
Fyrir þá báða átti lögfræðing-
urinn Gamborg að mæta, en
sami Gamborg er sjálfur flækt-
ur inn í sakamál í Danmörku,
Kemur því annar ipálaflutninga-
maður í hans stað fyrir Þórstelaj
og heitir hann J. A. Melchior.
Er talið fullvíst að Sjóvinna-
banka-málið eigi eftir að eiga ség
lengri sögu en orðið er og rétt-
arhöldin eigi eftir að standa yfúj
lengi. —Fréttaritari.