Morgunblaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 30. sept. 1955 ^ u! Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON Framhaldssagan 3 Allt í einu fékk Maigret óljóst hugboð um, að eitthvað óvenju- legt væri að gerast, gekk til kon- unnar og ýtti all-fast við öxl hennar, en í stað þess að líta upp, þá riðaði líkami greifafrúarinn- ar til, rann síðan út af stólnum og lá hreyfingarlaus á gólfinu, við fætur þeirra. Greifafrúin af Saint-Fiacre var dáin. Maigret og meðhjálparinn báru líkið inn í skrúðhúsið og lögðu það á stóla, sem þeir röðuðu aaman. Síðan hraðaði meðhjálp- arinn sér út, til þess að sækja bæjarlækninn. Maigret hafði algerlega gleymt því, að nærvera hans var all- óvenjuleg og þessvegna skildi hann ekki srax hið tortryggnis- lega og spurjandi augnatillit, sem presturinn sendi honum. „Hver eruð þér?“ spurði prest- urinn loks, „og hvað veldur því að.... “ „Ég er Maigret umsjónarmað- ur, frá rannsóknarlögreglunni í París“. Maigret virti andlit prestsins fyrir sér. Hann var á að gizka þrjátíu og fimm ára gamall, með reglulega andlitsdrætti, en svip- urinn var svo harðlegur og siða- vandur, að hann minnti helzt á trúarofstæki múnkanna á mið- öldum. Presturinn virtist komast í mjög mikla geðshræringu og hann spurði með röddu, sem virt- ist hafa misst eitthvað af sinni fyrri staðfestu: „Ætlið þér að segja okkurað....?“ Þeir höfðu ekki enn árætt að færa greifafrúna úr fötunum, en báru spegil að vörum hennar og hlustuðu árangurslaust eftir ein- hverju lífsmarki frá hjartanu, sem hætt var að slá. Maigret lét sér nægja þá stað- reyjad, að hvergi var hægt að sjá sár eða nokkurn annan áverka. Hann litaðist um í skrúðhús- inu, sem leit alveg nákvæmlega út eins og fyrir þrjátíu árum. — Hvergi sást nokkur minnsta breyting. Kerin voru á sama stað, hökullinn var þar líka og beið næstu guðsþjónustu, ásamt skrúðfötum kór-drengsins og rykkilíni. Gulleit dagsbirtan, sem kom inn um lítinn, oddmyndaðan glugga, deyfði ljós olíulampans. Inni var heitt, en þó samtímis kalt. Skelfilegar hugsanir herj- uðu á prestinn: „Ég býst við því, að.... er nokkur möguleiki á því, að hér sé um....?“ í fyrsu vissi Maigret ekki, hvað bjó að baki þessarar kvíða- fullu spurningar prestsins, en minningarnar frá æskudögum hans, sem alltaf héldu áfram að gera vart við sig, levstu fljótlega úr þeirri þraut og hann minntist setningar, sem hljóðaði á þessa leið: ....Sé glæpur framinn í kirkju, þá verður biskupinn að vígja hana að nýju.... En hvernig gat hér verið um nokkurn glæp að ræða? Enginn skothvellur hafði heyrzt. Enginn lifandi maður hafði komið ná- lægt greifafrúnni meðan á tíða- gerðinni stóð. Engu blóði hafði verið úthellt og enginn áverki var sýnilegur. „Næsta messa byrjar klukkan sjö, er ekki svo?“ Loks heyrðist þungt fótatak læknisíns, sem var maður mjög alúðlegur. Hann virtist eiga bágt með að átta sig á því, sem gerzt hafði og horfði til skiptis á þá, umsjónarmanninn og prest- inrí, rríeð spurn í aúgútn. „Er hún dáin?“ spurði hann. ! Án nokkurs hiks snéri hann sér að greifafrúnni og tók að losa um föt hennar, til þess að auð- velda skoðunina, en presturinn flýtti sér að horfa í aðra átt. Frammi í kirkjunni heyrðist þungt fótatak og hringjarinn byrjaði að hringja kirkjuklukk- unni í fyrsta skiptið til guðs- þjónustunnar, sem hefjast átti klukkan sjö. j „Að mínum dómi er hér ekki um neitt annað að hjartabilun að ræða.... Ég var ekki heimilis- læknir greifafrúarinnar, hún kaus alltaf að leita til eins stétt- arbróður míns í Moulins. ... En ég var einu sinni eða tvisvar kallaður til hallarinnar.... hún hafði mjög yeiklað hjarta". Skrúðhúsið var mjög lítið — mennirnir þrír og líkið komust með naumindum fyrir þar inni. i Tveir kór-drengir bættust nú í hópinn, því sú tíðagerð, sem hefj- ast skyldi klukkan sjö, var há- messa. „Vagninn hennar hlýtur að bíða hérna fyrir utan“, sagði Mai- gret. „Réttast væri að við flytt- um hana heim til hallarinnar, sem fyrst“. Hann fann sífellt angislaríull augu prestsins hvíla á sér. Grun- aði hann eitthvað? A3 minnsta kosti notaði hann tækifærið, þeg- ar meðhjálparinn var að hjálpa vagnstjóranum að bera líkið út í vagninn og gekk til umsjónar- mannsins: „Eruð þér vissir um að.... ? Það eru enn tvær messur eftir .... Það er Allra-sálna-messa í dag.... söfnuðurinn minn.... “ Hafði hann nokkurn rétt til þess að fullvissa prestinn um það, að greifafrúin hefði látist af völdum hjartabilunar? „Þér heyrðuð hvað læknirinn sagði...." „En þér sjálfir, hvernig stóð á því, að þér komuð til þessarar sérstöku messu, einmitt í dag ....?“ Maigret reyndi að leyna óró- leika sínum: „Aðeins af tilviljun, Monsieur le Cure. Faðir minn er jarðaður hérna í grafreitunum yðar.... “ Hann hraðaði sér út að vagn- inum, mjög forneskjulegu öku- tæki, sem vagnstjórinn var að j snúa í gang með langri sveif. Læknirinn var í hálfgerðum vandræðum með það, hvað gera j skyldi. Á torginu voru allmargir menn, sem ekki höfðu minnstu hugmynd um það, sem var að gerast. | Þegar til átti að taka, reyndist vagninn svo lítill, að líkið komst 1 með naumindum inn í hann, svo að Maigret og læknirinn urðu að troða sér inn við hliðina á vagn- ( stjóranum. „Þér virtust undrandi á því, sem ég sagði yður“, sagði lækn- irinn, sem ekki hafði enn þá náð fullkomlega sinni fyrri stillingu. „En ef þér þekktuð allar aðstæð- ur þá mynduð þér ef til vill ! skilja. ... Greifafrúin. .. . “ I Hann þagnaði og gaut augun- um til einkennisbúna vagnstjór- j ans, sem gætti starfs síns, fálát- ur á svipinn og áhugalaus, að því er séð varð. | Þeir óku þvert yíir torgið, með kirkjuna á aðra hönd, en Notre- Dam tjörnina á hina | Veitingahús Marie Tatins var fyrsta húsið til hægri í þorpsend- anum, en á vinstri hönd voru I breið eikartrjágöng og stóð hið dökka hallarbákn fast við neðri enda þeirra. j Himininn var allur öskugrár og kuldalegur eins og ísbreiða. j | „Þér vitið sjálfsagt, að margt j undarlegt mun verða skrafað í | sambandi við þetta dauðsfall — þessvegna var presturinn að setja upp þennan svip áðan.... “ Dr. Bouchardon var bóndi og af bændafólki kominn. FYRIRLIGGJANDI: Handklæði Barnasokkar, háir Drengjaföt, síð Kvenblússur, fjoldi tegunda 0. J0HNS0N & KAABEB H.F. Rðskur SENDISVEINN ! a óskast. — Vinnutími 6—11 á kvöldin. i ■ ■ Uppl. í ritstjórnarskrifstofu Morgun- i blaðsins eftir hádegi í dag. ja Sendisveinn Duglegur sendisveinn óskast strax. Vinnutími frá kl. 9—6. Sími 1600 LÆKNASKIPTI Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um samlags- lækna frá n. k. áramótum, gefi sig fram í afgreiðslu samlagsins í októbermánuði og hafi með sér samlagsbók sína — Listi um þá lækna, sem um er að velja, liggur frammi hjá samlaginu. Sjúkrasamlag Reykjavíkur ■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■: ka*ji«a*«k*«a«aak(*i>aN3ila«»aa«aka»*>* Járnsmiður óskast Vélsmiðja í nágrenni Reykjavíkur óskar eftir dugleg- um manni til vélaviðgerða, logsuða, rafsuða og renni- smíði. — Húsnæði og fæði á staðnum. — Tilboð með upplýsingum um fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Reglusemi — 1308“. Vön skrifstofustúlka óskast Þarf að geta unnið sjálfstætt við enskar bréfaskriftir. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. éJinaróáon & Pálóóon Lf. Skólavörðustíg 3 A Vandlátar dömur velja j oftast númer 7 snyrtivörur. 7 snyrLvorur. Fæst í flestum apótekum og sérverzlunum. 3 Númer 7 snyrtivörur eru framleiddai af Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.