Morgunblaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúflif í dag:
Hvasst N og skúrir eða slydduél.
Lægir síðan.
222. tbl. — Föstudagur 30. september 1955
Almar
ritar um útvarpið á bls. 9.
Sigurður Thoroddsen fyrr-
verandi yfirkennari láfinn
SIGURÐUR THORODDSEN, fyrrverandi yfirkennari, andaðist í
fyrrinótt 92 ára að aldri. Hann var fæddur að Leirá í Borgar-
fjarðarsýslu 16. júlí árið 1863. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen
■fcýslumaður og skáld og kona hans, Kristín Þorvaldsdóttir frá
Hrappsey.
Sigurður Thoroddsen varð
atúdent árið 1882 og lauk verk-
fræðiprófi í Kaupmannahöfn ár-
ið 1891. Var hann fyrsti lærður
verkfræðingur hér á landi. Hann
var landsverkfræðingur árin 1893
—1905. Stærðfræðikennari við
Menntaskólann í Reykjavík var
hann frá 1904—1935. Yfirkenn-
ari var hann frá 1921—1935. Þá
fékk hann lausn frá störfum fyr-
ir aldurs sakir.
Sigurður Thoroddsen gegndi
fjölmörgum öðrum störfum í
þágu bæjar og ríkis. Hann var
verkfræðingur Reykjavíkurbæj-
ar um árabil og bæjarfulltrúi
um skeið. Verkfræðingafélag
íslands og Taflfélag Reykjavíkur
gerðu hann að heiðursfélaga sín-
um. Við lát hans á þjóðin á bak
að sjá einum merkasta braut-
ryðjandanum á sviði verkfræði
«g verklegra framkvæmda.
Sigurður Thoroddsen var
kvæntur Maríu Claessen, kaup-
manns og síðar landsféhirðis frá
Sauðárkróki. Lifir hún mann
sinn.
Lokunarfími
sölubúða breffisl
LOKUNARTÍMI sölubúða í
Reykjavík og HafnarfirSi breyt-
ist þannig um naestu mánaðamót:
Á föstudögum verður lokað kl.
6 síðdegis og á laugardögum kl.
4 síðdegis.
í dag verður þó opiS til kl. 7
e. h., en laugardagirm 1. okt.
verður opið til kL 4 e. h.
(Frá Sambandi smásöluverzlana)
Urðu undir
mjölpokum
í GÆR kl. 16.20 vildi það slys til
í vöruskemmu Eimskípafélagsins 1
við höfnina, að hlaði af mjölpok-
um féll ofan á verkamenn sem 1
við vinnu sína voru í skemmunni.
Slösuðust tveir þeirra all alvar-
lega.
Var sjúkraliðið þegar kvatt á
vettvang. Mennirnir voru fluttir
á Slysavarðstofuna og þar gert að
meiðslum þeirra, sem ekki munu
hafa verið lífshættuleg.
Ágœtur fundur Sjálf-
stœðismanna í Kópavogi
í GÆRKVÖLDI héldu stuðn-
ingsmenn D listans í Kópavogi
útbreiðslufund í barnaskólanum.
Fundurinn var mjög fjölsóttur.
Á fundinum voru mættir Ólafur
Thors forsætisráðherra og Magn-
úr Jónsson framkvstj. Sjálfstæð-
isflokksins. Flutti forsætisráð-
herra snjalla hvatningarræðu og
óskaði Sjálfstæðismönnum í
Kópavogi góðs gengis í kosning-
unum. Margir fleiri tóku til máls
á fundinum, sem var hinn bezti.
Á fundinum ríkti mikill ein-
hugur og sóknarhugur og mátti
greinilega merkja, að Sjálfstæð-
ismenn eiga miklu og vaxandi
fylgi að fagna í voginum.
SinfóníuhljómSeikar í
Þjóðleikhúsinu í kvöld
Stjórnandi er dr. Urbancic, en
einsöngvari Krisfinn Halisson
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ríkisútvarpsins efnir til tónleika í
Þjóðleikhúsinu í kvðld kl. 8,30. Stjórnandi verður dr. Victor
Urbancic, en einsöngvari með hljómsveitinni er Kristinn Hallsson,
og er það í fyrsta sinn, sem hann syngur einsöng með henni.
Bílslys á Suður-
landsbrautinni
í GÆR var umferðaslys á Suður-
landsbrautinni. Tveir bílar rákust
saman og skemmdust þeir báðir.
Lítill drengur sem var í öðrum
þeirra hlaut nokkur meiðsl en
ekki svo mikil að þau væru talin
alvarlegs eðlis.
Síðasli úfhlufunar-
dagur skömmtun-
arseðla í dag
SÍÐASTI úthlutunardagur
skömmtunarseðla er í Góðtempl-
arahúsinu í dag. Búið er að út-
hluta 22 þús. seðlum með mjólk-
urskömmtunarseðlum.
Þeir, sem eiga enn ósótta
skömmtunarseðla sína, ættu að
ná í þá í dag. Skrifstofan er opin
frá kl. 10 f.h. til kl. 5 e.h.
Pilnik teílir
fjöi
skák i kvöld
Kristinn Hallsson syngur aríur
úr Sköpuninni eftir Haydn, úr
Messías eftir Handel, úr Don
Giovanni eftir Mozart, úr Igor
prins eftir Borodin og úr Simon
Boccanegra eftir Verdi.
Auk þess verða leikin hljóm- *
eveitarverk, sinfonietta eftir
BruiiiíKeflavík
KEFLAVÍK, 29. september: —
Um kl. 8 kom upp eldur í bif-
reiðaverkstæði Sumarliða Gunn-
arssonar við Vatnsnesveg. Verk-
stæðið er allstórt og gert úr járn-
vörðu timbri. Slökkviliðið kom
brátt á vettvang og réði niður-
lögum eldsins á tiltölulega stutt-
um tíma, en þá höfðu orðið
nokkrar skemmdir á verkstæð-
inu. Voru fimm bilar á verk-
stæðinu, þar af ein vörubifreið. j
Urðu litlar skemmdir á bílun-
um, en verkfæra geymsla verk-
stæðisins skemmdist að mestu og
varahlutir ýmsir og verkfæri, er
þar voru inni.
Má án efa þakka snarræði
slökkviliðsins, að ekki tókst verr
og skemmdirnar urðu ekki meiri.
—Ingvar.
Wirén og hljómleikunum lýkur
með dönsum frá Polovee úr óper-
unni Igor prins.
Efnisskrá hljómleikanna er
létt, aðgengileg og fjölbreytt, en
þeir verða aðeins í þetta eina
sinn._____________________
Kosningar í Indónesíu
JAKARTA: — Milljónir kjós-
enda í Indonesíu fóru til kjör-
staðar í dag í fyrstu þjóðkosning-
um, sem haldnar eru þar í landi.
Var kosningaþátttakan meiri en
búizt hafði verið við.
SKAKMEISTARINN Hermann
Pilnik tefldi fjölskák við 52 tafl-
menn úr Reykjavík í gærkvöldi,
og fór skákin fram í Skátaheim-
ilinu. Þar að auki tefldi Ingi R.
Jóhannesson við 20 skákmenn.
í kvöld kl. 8 verður samskonar
fjöltefli í Skátaheimilinu, og tefl-
ir þá Pilnik við þá sem ekki kom-
ust að í gærkvöldi.
Adenauer scgir góðar fréttir.
BONN: — Adenauer kallaði
fréttamenn á sinn fund. Skýrði
þeim frá því að 5000 þýzkum
föngum í Rússlandi yrði gefið
frelsi í næstu viku.
SCar! Kvaran opnar sýningu
í Lisfamannaskálamsm í kvöld
Á sýningunni verða um 40 málverk
1 KVÖLD opnar Karl Kvaran, list
málari, sýningu í Listamannaskál
anum. Á sýningunni verða um 40
listaverk — mestmegnis olíumál-
verk, sem listamaðurinn hefir unn
ið á síðustu 2—3 árum. — Sýning
Karls verður opin í 10—15 daga.
Hann hélt einkasýningu hér fyr
ir þrem árum, en hefir síðan sýnt
á samsýningum í Rómaborg og
Kaupmannahöfn. Hann stundaði
nám við Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn í fjögur ár, og hefir
síðán málað hér heima.
Mynd þessa tók Ijósmyndari Mbl., Ól. K. M. í gær af bílnum, sem
valt á veginum við Þverárrétt. Skrásetningarnúmer bifreiðarinnar
er M 37. —
Eins og af myndinni má sjá, er óskiljanlegt með öllu, hvernig
nokkur maður gat sloppið lifandi úr þessu hörmulega slysi, enda
sópaðist yfirbyggingin burt af bílnum.
Orsakir dauðaslyss-
ins enn á huldu
Þeir sem meiddust allir á batavegi
BLAÐIÐ átti í gærkvöldi tal við sýslumanninn í Borgarnesi,
Jón Steingrímsson, en prófanir varðandi hið hörmulega
dauðaslys, sem varð í Borgarfirðinum í fyrradag, heyra undir
embætti hans. Tjáði sýslumaður blaðinu að réttarpróf hefða
farið fram í gær, en málið væri þó enn stutt komið. Voru
þeir farþeganna yfirheyrðir í gær, sem sluppu ómeiddir úr
slysinu, svo og menn sem koma fyrstir á slysstaðinn.
Orsakir eru ékunnar
Farþegar bílsins munu hafa
verið níu talsins. Komu
tveir, sem ómeiddir sluppu fyrir
réttinn í dag, ásamt þremur
þeirra, sem að slysstaðnum
komu. Fátt eitt hefir enn komið
fram um orsakir slyssins.
Ekkert er enn vitað um
þær, hvort það var bilun í
stýrisútbúnaði bílsins, eða
eitthvað annað, sem þar réði
um. Sýslumaður hefir ákveðið
að láta fara fram athugun
næstu daga á stýrisvél bíls-
ins ef vera kynni að það gæti
leitt eitthvað í ljós um orsak-
irnar.
Þá gat sýslumaður þess að það j
hefði verið ranghermi í frétt
Ríkisútvarpsins af slysinu, að
mennirnir tveir sem fórust hefðu *
staðið aftan á palli bílsins. Menn-
irnir voru allir inni í húsi bíls-
ins, en hann var það sem nefnt
er hálfkassabíll. Þá var og rangt
að um holu í veginum hafi verið
að ræða þar sem slysið skeði.
Enn hefir ekki verið unnt að
prófa þá, sem meiddust í slys-
inu, en vera má að þeir geti
einhverjar frekari upplýsingar
gefið um hvernig hinn hörmu-
lega atburð bar að höndum. —
Rannsókn málsins mun verða
haldið áfram næstu daga.
AHir á batavegi
Þeir tveir, sem mest meiddust
vorU fluttir í sjúkrahúsið á Akra
nesi, þar eð enginn spítali er í
Borgarnesi. En Guðmundur Thor
oddsen fyrrv. próf. er nú settur
yfirlæknir í sjúkrahúsi Akraness.
Báðir þessir menn eru úr Borg
arnesi; annar er aldraður maður,
en hinn 13 ára piltur, sonur bif-
reiðarstjórans. Heitir hann Gunn-
ar Kristjánsson. Aldraði maður-
inn fékk svöðusár á höfði, en
Gunnar hefir verið þungt hald-
inn undanfarið. Han ner nú kom-
inn úr lífshættu *g er á bata-
vegi. Þá lá bifreiðarstjórinn
Kristján Gestsson í rúminu í gær,
enda fékk hann þungt áfall.
★
SLYSIÐ varð á veginum frá
Þverárrétt. Hann er mjög var<
hugaverður, liggur eftir hárrl
melbrún og í klif, þar sem veg-
urinn er ekki breiðari en stófl
bíll. Má því engu muna, að illa
geti farið. í klifi þessu varð slys-
ið, en ekki er vitað með hverj-i
um hætti, eins og fyrr getur. —
Bifreiðin valt niður 30 metra
snarbratta grasbrekku og nam
ekki staðar fyrr en á jafnsléttu
mýrlendi. Umferð var þarna
gífurleg og margt um manninn.
Komu nokkrir menn þegar á
slysstaðinn og veltu bifreiðinnl
ofan af fólkinu, og segja sjón-
arvottar, að óskiljanlegt sé,
hvernig nokkru maður hafi kom-
izt lífs af, eins og bíllinn var ú®
lítandi. Var því mesta mildi, að
þarna skyldi ekki verða meira
slys en raun varð á.
Mennirnir, sem dóu í þessu
hörmulega bílslysi voru báðir
um sjötugt. Þeir hétu Sveinn
Skarphéðinsson og Einar Ólafs-
son og voru báðir búsettir í Borg-
arnesi.
Kristján Gestsson bílstjóri hef-
ur um langt skeið annast mjólkuB
og áætlunarferðir um Borgar-
fjörð og ætíð reynzt traustu®
bílstjóri. Hann átti sjálfur bif-
reiðina M-37. , !
----T-------------- :
JóhaiinKonráðs- ■
son syiig:
Knii*
- - U1
ÍSAFIRÐI, 29. sept.: — Nú um
helgina heldur Jóhann Konráðs-
son frá Akureyri söngskemmtan-
ir hér á ísafirði og í nágrenninu,
Söngskemmtanir þessar eru á
vegum Tónlistarfélags ísafjarðar
og verður fyrsta skemmtunin hér
annað kvöld.
Á laugardaginn syngur Jó-
hann svo í félagsheimilinu í Bol-
ungarvík, en á sunnudaginn á
Suðureyri og Flateyri. Á söng-
skránni verða eingöngu lög eftir
íslenzk tónskáld. Undirleik á
öllum söngskemmtununum ánn-
ast Ragnar H. Ragnar.
— Jón Páll.