Morgunblaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1955, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 30. sept. 1955 ¦ W0wtI>lMíi$> Úíg.: JBLt. Arvakur, Reykjavffc. aPrsmkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjéri: Valtýr Steíánsson (ábyrge*rss.í Stjornmálariíetjóri: Sigurður Bjarnason íra Wlgmt, Lmbók: Arni óla, ilmi 304». Auglýsíngar: Árnl Garðar Kristinstw* Ritstjörn, augl.ýsingar og afgreiðsla: Aueturstræti 8. — Sími 1600. •jjkriftargíald kr. 20.00 á mánuði buHJilaads, I lausasölu 1 kxéx* alntakHI Tímamenn kreljast þess að láglaunafólk borgi útsvör iyrir stærsta ouðhring landsins ¦t--<aG^j>« ÚR DAGLEGA LÍFINU TÍMINN" spyr um það í for- ustugrein á dögunum af hverju Mbl. hafi ekki haldið áfram skrifum um útsvarsmál S.Í.S. I>að er von að blaðið spyrji, því útsvarsleysi þessa auðhrings er hneyksli, sem seint verða gerð full skil. En ástæðan fyrir því að Mbl. hefur um hríð ekki minnzt á þetta mál er ofur ein- föld: Mbl. hefur birt allmargar greinar um málið og öllum lesendum þess er alveg full- komlega ljóst, hvað um er að ræða. Samkvæmt dómsúr- skurði á SÍS, sem er auðug- asta fyrirtæki landsins, ekki að greiða hærra útsvar en 3—4 láglaunamenn hér í bænum og öllum almenningi er ljóst að slíkt geti ekki verið til fram- búðar. Það má því segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að vera að skrifa margar blaðagreinar um þetta mál. En fyrst „Tímann" langar í meira af svo góðu má svo sem gera honum til eftirlætis að eyða á hann nokkrum línum. Að auðga þá, sem njóta fríðinda EINS OG vikið er að hér á undan hefur almenningi skilizt að SÍS á að vera svo til útsvarslaust í Reykjavík. SÍS ber ekki skatta- byrðar eins og aðrir. Það greiðir sama og ekkert útsvar af við- skiptum sínum við utanfélags- menn. SÍS er sérréttindafyrir- tæki. Almennir borgarar og rekstur þeirra borga útsvör og skatta fyrir SÍS. Jafnframt því að almenningi hér í bæ skilst þetta sjá menn að SÍS stofnar til stórfelds reksturs í bænum, ofan á það sem fyrir var. SÍS hefur t. d. nýlega náð „Kjöt og grænmeti" h.f. undir sig og það er að setja á stofn stóra verzlun í Austurstræti 10. Þegar menn verzla við þessi fyrirtæki eru þeir að auðga þá, sem ekki borga í bæjarsjóð eins og aðrir og þyngja því útsvörin á sjálfum sér um leið og þeir verzla við slík fyrirtæki. Kúfurinn af hagnaði ann- arra almennra verzlana fer í skatta til rikis og bæjar. — Skattgreiðendur vilja heldur verzla við þau fyrirtæki, held- ur en SÍS, sem lætur fátæk- linga og gamalmenni jafnt sem aðra borga skattana fyrir sig. Um hvað snýst útsvarsmál S í S „TÍMINN" ætlar bændum að trúa því, að útsvarsmál SÍS hér í Reykjavík snúist um það, hvort SÍS eigi að greiða útsvör af heildsölu sinni til kaupfélaga eða ekki. Blaðið lætur í veðri vaka, að Reykjavíkurbær vilji óbein- línis skattleggja bændur með því að leggja útsvar á SÍS hér í Reykjavík. Allt er þetta alrangt því málið snýst um það eitt, hvort SÍS eigi að greiða veltu- útsvar í Reykjavík af viðskipt- um við utanfélagsmenn. > Útsvarsálagning á viðskiptí SÍS við kaupfélög hefur aldr- ei komið til greina. En „Tím- inn" skrökvar þessu í þeirri trú, að nógu margir lesendur þess úti um byggðir landsins muni gleypa slika flugu. Yfir- leitt hefur „Tíminn" ekkert getað borið fram til varnar útsvarsfrelsi SÍS í Reykjavík annað en skrök og rangfærsl- ur. Þá mætti Reykjavík vel við una „TÍMINN" heldur áfram að vitna í útsvarsfríðindi annarra fyrir- tækja en SÍS. Allt það sem Tím- inn segir um þetta efni hefur verið tekið til meðferðar í Mbl. áður og skrök blaðsins hrakið. Blaðið bætir nú „Sameinuðum verktökum" í hópinn og telur, að Reykjavíkurbær hafi engin útsvör fengið úr þeirri átt. Þetta er alrangt. Reykjavíkurbær hef- ur fengið há útsvör, sem stafa frá rekstri þessa fyrirtækis og hefur verið, hingað til, lagt á hlutdeild hvers einstaks með- lims, skv. úrskurði Ríkisskatta- nefndar. Nýlega hefur fallið dómur um að fyrirtækið, sem sh'kt, sé útsvarsskylt en líklegt er talið að Reykjavíkurbær muni fá mun lægri útsvör, með því fyrirkomulagi, en áður var. Ef SÍS borgaði hlutfallsleg útsvör í bæjarsjóð við það, sem fengizt hefur hingað til frá „Sameinuð um verktökum" mætti Reykja víkurbær vel við una. ALMAR skrifar: SJÓNARMIB LÁGKÚRUNNAR FÁAR opinberar stofnanir eru eíns mikið ræddar manna í milli og í blöðunum, sem Ríkis- útvarpið og rekstur þess. Er þá venjulega lítt á loft haldið því, sem útvarpið gerir vel, en þær raddir því háværari, sem finna því flest til foráttu. Einkum ganga þeir menn ötullega fram í gagnrýni sinni, sem gera þær kröfur að 'útvarpið flytji sem mest af léttmeti, auðmeltanlegu efni, og á það bæði við um hið talaða orð og tónlistina. Er þessi söngur venjulega upphafinn af <y^á uti í óL uaminu Suótu, vim >u umhyggju fyrir hlustendum, svo að þeír verði ekki fyrir of mik- illi andlegri áreynslu, en það telja þessir menn hina skelfileg- ustu hættu. Einna mest hefur þó tónlistin orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og þá einnig leikritaflutningurinn. Klassísk músik, og þá sérstaklega sin- fóníur, eru einkum slæmur þyrn- ir í augum þessara manna, enda I- UeU/akandt i h i áhrifar: Þora þeir eða þora ekki? ÞAÐ er gersamlega tilgangs- laust að elta ólar við allar rang- færslur og útúrsnúninga „Tím- ans" í þessu máli. Það verður að ráðast, hve margir trúa því, sem blaðið skrifar, en þeir munu tæp- lega vera fleiri en svo, að blað- inu er ekki of gott að hafa þá hirð í kringum sig. En það er ein spurning í þessu máli, sem enn er ósvarað: Ætlar samvinnureksturinn að krefjast útsvarsfrelsis í bæjum og sveit- um úti á landi og knýja það fram þar á sama hátt og í Reykja vík? Fari svo jnun mörgu bæjar- og sveitarfélagi verða þröngt fyrir dyrum, því samvinnurekst-, urinn hefur viða náð einokunar- aðstöðu í verzlun og atvinnu- málum. Ef samvinnureksturinn hyggst að treysta enn einokunar- aðstöðu sína með því að fylgja fram útsvarsfrelsi sínu úti um landsbyggðina er hætt við, að „Tíminn" ætti erfitt með að koma mönnum þar í skilning um réttmæti slíks. Líklegast er að SÍS þori ekki að krefjast útsvars- frelsis annars staðar á landinu en í Reykjavík og láti þess vegna þar við sitja. En Reykvíkingar munu kunna að meta framkomu SÍS í garð þeirra og bæjar- félagsins og munu vafalaust forðastý eins og frekast er unnt, að Iáta þennan auðhring, sem ekkert vill borga, græða á sér. Þú og frummaðurinn. ÞÁ vitum við það. Unga fólkið er hópum saman orðið stutthöfðar. Miklu meiri stutthöf ðar en f eður þess og mæð ur, afar þess og ömmur. Ég get ekki að því gert, að orðið stutthöfði minnir mig ó- þægilega mikið á sérstaka tegund manna, sem eitt sinn lifðu í forn- öld á jörðu og hétu homo primo- genus. Þeir hljóta að hafa verið stutthöfðar. Minnsta kosti man ég eftir því, þegar ég var drengur og skoðaði mannkynssögu H. G. Wells, sem þá var mér uppspretta alls ver- aldlegs fróðleiks, að slíkir menn þóttu mér sem fallhamar, líkur þeim sem notaður er við bryggju- byggingar, hefði rekið höfuð- kúpuna saman, og gert þá ógur- lega ljóta fyrir vikið. Maður í sirkusi. ENNIÐ mátti heita lítið meir en mjó rönd milli ofurhárra augnakamba og slútandi hársvarð ar, nefið var breitt og flatt eins og á fyrrverandi heimsmeistara i hnefaleik og kjálkarnir jafn sterklegir eins og á manni, sem ég sá einu sinni bryðja stálnagla í sirkusi. i'-i-... Og þá vitum við það að unga fólkið er orðið stutthöfðar, og hætt að vera langhöfðar, lengur. Svo segja vísindin eða hausa- mælingamaður sem ferðast hefir um landið undanfarin misseri, og ¦ komist að þessari merkilegu nið- (urstöðu. Hann setur fram þá skoðun, að líklega sé það af því ' að unga fólkið tyggi minna en feður þess og afar. (Líklega hefur • hann ekki munað eftir tyggi- 'gúmíinu). Þú og gíraffinn. EN þá kemur mér í hug sagan, sem ég heyrði hafða eftir Fransmanninum Lamark, um hálsinn á gíraffanum sem lengd- ist syo tilþess að hann gæti náð í laufin á trjánum. Sú myndbreyt ing líkamans átti víst að hafa tekið árþúsund þó, þangað til Darwin kom og kollvarpaði skoð- uninni. Eins á það þó að vera um Unga fólkið bg gíraffann, höfuð Iþess á að breytast á einum manns aldrei þó rétt eins og hálsinn á gíröffunum áður fyrr. I Það skyldi heldur aldrei vera, að þegar börnin eftir nokkur þús- und ár fara að skoða myndir af okkur, sem núna lifum, að beim 1 þyki við líta út sem slíkar forn- I aldarverur, öpum líkar, rétt eins og okkur finnst frummaðurinn, forfaðir okkar allra í dag? Skömmóttasta þjóð í heimi ÞAÐ hefir verið á orði haft, að engín þjóð sé rökvísari eða gædd skarpari gagnrýnisgáfu en þeir góðu menn Frakkar. Ég held að sá, sem sagði það hafi gleymt einni. íslendingum. Að vísu undan skil ég rökvís- ina, en aðfinnslusamari þjóð, af- skiptasamari og ádeilnari mun vera leitun að í veröldinni, og þó viðar væri gáð. Það er vist ekki ofsögum sagt að því að hér má helzt enginn maður lifa í friði fyrir náunganum og hans ein- stöku kærleikshugsun. Vandlætarar og siðferðis- predikarar vaða hér uppi á hverj- um öldufaldi, menn mega ekki drekka sitt vín í friði, hvorki heima hjá sér eða annarsstaðar, vera einn með skoðun sinni á abstraktlist eða jazzi, ganga í pokabuxum með alpahúfu, eiga hund, já varla elska konuna sína eða aðrar konur i f riði. Náunginn veit alltaf betur en þú sjálfur, hvernig þú átt að lifa lífinu, hegða þér og breyta og hann seg- ir helzt öllum öðrum frá því en sjálfum þér! Af lestri íslenzku blaðanna gæti maður líka haldið að ís- lenzka þjóðin væri sú skömmótt- asta í heimi. Þó er það vafalaust jafnmikil sök blaðanna sjálfra, sem birta skammirnar og þeirra sem þær rita. Sem sagt, ég frábið mér alla þá menn serri sífellt eru að skamm- ast, með nefið niðri í öllu, og helzt því, sem þeim kemur sízt við. Konan bað fyrir hrós. ÞVÍ gladdi það mig, þegar kona ein hringdi til mín í gær og sagðist vilja biðja fyrir kveðju og hrós til barnanna, sem bæru út þetta blað á Ránargötuna. Út- burðarbörnin væru svo oft skömmuð og því ættu þau sem ágæt væru gott hrós skilið. Hverju ég kem hér með gleði á framfæri. Á morgun. SVO fékk ég líka bréf í gær, frá ungri stúlku. Hún á heima á Akureyri, og það birti ég á morgun. MerklB, sem klæðii landið. hefur verið haldið uppi rétt- nefndri herferð gegn þeim, —. og „þung" leikrit, sem krefjast hugsunar hlustandans telja þeir einnig fráleitt útvarpsefni. i Sem betur fer, hefur þessum gagnrýnendum útvarpsins ekki orðið mikið ágengt enn sem kom- ið' er, og er það sagt útvarpinu til hróss. Þó má ekki skilja orð mín svo að ég á nokkurn hátt amist við hinni svonefndu „léttu" tón- list. Hún getur verið ágæt og á fullan rétt á sér í útvarpinu inn- an hóflegra takmarka, en þar fyrir má á engan hátt draga úr flutningi æðri tónlistar, því að hún er hvorttveggja í senn, stór- kostlegur menningarþáttur og til yndis öllum þeim, sem hlusta á hana og gera sér far um að kynn- ast henni til hlítar. Hún er að vísu ekki öllum jafn aðgengileg til að byrja með, en ég hygg að þeir séu færri, sem ekki læra að njóta hennar því betur, sem þeir heyra hana oftar. — Hið j sama er að segja um hið talaða orð. — Góðar bókmenntir og er- indi um mikilvæg efni eru þrosk- andi og undirstöðumeiri en létt- metið er til lengdar lætur og þvf ætti sízt að amast við því, þó að skemmti- eða gamanmál eigi einnig fyllsta rétt á sér og geti verið til góðrar upplyftingar. Því miður virðist Sinfóníu- hljómsveitin okkar eiga í mikl- um örðugleikum sem stendur og allt vera óráðið um framtíð hennar. Er það vissulega illa far- ið, því að þessi hljómsveit hefur þann tínia, sem hún hefur starf- að, verið til stórkostlegs menn- ingarauka bæjarlífinu og reynd- | ar öllu landinu. Væri það þvl stórt spor aftur á bak, ef hljóm- sveitin yrði lögð niður. Er von- andi að það komi ekki fyrir og að valdhafarnir sjái sér fært að tryggja henni þann fjárhags- grundvöll, er geri henni kleift að starfa áfram. ! „ÞAÐ VERÐUR HEITT f SUMAR" Séra Sigurður Einarsson I Holti las sunnudaginn 18. þ. m. kafla úr óprentuðu leikriti eftir sig, með ofanrituðu nafni. Ekki get ég lagt dóm á ieikritið af því sem Sigurður las, en margt var þar vel sagt, sem vænta mátti og lestur höfundarins eins og þar væri útfarinn leikari að verki. I • EINSÖNGUR O. FL. MÁNUDAGINN 19. þ. m. var fluttur (af plötum?) einsöngur sænsku óperusöngkonunnar Hjördís Schymberg með undir- leik Fritz Weisshappels. — Þessi mikilhæfa söngkona hefur glæsi- lega sópranrödd og var meðferð hennar á viðfangsefnunum snilld- leg, sem vænta mátti. I Þetta sama kvöld ræddi Bjarni Guðmundsson bóndi í Hörgsholti um daginn og veginn. Var mál hans hressilegt og skemmtilegt og lét hann óspart fjúka kviðl- ingana, misjafna að vísu en suma dágóða. ERINDI — UPPLESTUR ÞVÍ MH0UR gat ég ékki hlustað á erindi Jónasar Árnasonar „Ró- ið út á Stóra-Skæling". — Hins- I vegar hlustaði ég á erindi Magn- úsar Finnbogasonar frá Reynis- dal um sögustaði Njálu í Rangár- þingi, og hafði gaman af. Er alltaf gaman að ferðast um merka sögustaði undir hand- leiðslu fróðra manna, — jafnvel þd%ðeins í anda sé. Þetta sama kvöld (fimmtudag- inn 22. þ. m.), las Ragnar Jó- hannesson skólastjöri frumort kvæði eftir sig. — Ragnar er prýðilega skáldmæltur og þegar orðinn'kUnnur af skáldskap sín- um. i-i Kvæði þau, er hann las voru öM að mér virtist vel gerð og sum' ágætlega, en nokkuð voruiþau misjöfn að skáldlegum, tilþrifum. Frh 4 bls. 12, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.