Morgunblaðið - 01.10.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.1955, Síða 1
16 síður 42. árgangur 223. tbl. — Laugardagur 1. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danska stjórnin fyrirskipar landgöngu í Klakksvík líBakksvíkurbúar fá 12—14 sfunda gálgafrest KAUPMANNAHÖFN, 30. sept. — Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. AÐ AFLOKNUM ráðuneytisfundi í kveld mælti danska stjórnin svo fyrir, að lögreglumennirnir um borð í Hrólfi kraka skpli ganga á land í Klakksvík, láta hart mæta liörðu og herja niður alla andspyrnu. Verði vopnaðir menn fyrir á hafnargarðinum, skuli sjóliðarnir um borð ryðja lögreglumönnum leið. Sé hinsvegar um smávægilegar óeirðir að ræða, skuli lögreglumennirnir fara fyrstir í land með lögregluhunda og handtaka þá menn, sem staðið hafa fyrir óeirðunum undanfarna daga. Mynd þessi var tekin í forsætisráðuneytinu í gær. Á henni sjást, talið frá vinstri: Turan Gunes frá Tyrklandi, framsögumaður laganefndar Evrópuráðsins í landhelgismálinu, Ólafur Thors forsætis- ráðherra, Henri Adam, þjóðréttarráðunautur á skrifstofu Evrópuráðsins í Strassbourg og Hörður Helgason, sendiráðunautur við sendiráð íslands í París. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Kynnir sér sjónarmið íslendinga i landhelgismdlinu Stutt samtal við Turan Gunes frá Tyrklandi, framsögumann laganefndar Evrópuráðs UNDANFARNA daga hefir framsögumaður laganefndar Evrópu- ráðsins í landhelgismálinu dvalið hér á landi. Er það Turan Gíines þingmaður frá Tyrklandi, en með honum er þjóðréttar- ráðunautur skrifstofu Evrópuráðsins í Strassburg, Henri Adam, sem er franskur að þjóðerni. Koma þeir hingað í boði íslenzku rikisstjórnarinnar til þess að kynna sér sem bezt sjónarmið íslend- inga í málinu. Hafa þeir átt viðræður við ráðherra og ýmsa embætt- ismenn, sem gleggsta yfirsýn hafa um gang málsins og eðli þess. Þessir starfsmenn Evrópuráðsins munu dvelja hér rúmlega viku tíma. MÁLIÐ TEKIÐ UPP Gangur þessa máls í Evrópu- ráðinu er sá, að í des. 1952 lagði Ólafur Thors, þáverandi atvinnu- málaráðherra, sjónarmið íslend- inga í landhelgisdeilunni við Breta, fyrir fund Efnahagssam- vinnustofnunarinnar í París. — Flutti hann þar tvær ræður um málið, þar sem hann sýndi fram á, hvílík lífsnauðsyn íslending- um væri á vernd fiskimiða sinna. Síðar tóku svo Bretar, Hol- lendingar, Belgir og Frakkar málið upp í Evrópuráðinu. Lögðu þeir til að ráðið tæki hin nýju fiskveiðitakmörk Islendinga til athugunar. Ríkisstjórn íslands gaf þá skömmu síðar út Hvíta bók, þar sem öll gögn frið- unarmálsins voru lögð fram. Var hún að mestu leyti samin af Hans G. Andersen, þjóðréttarfræð- ingi, sem verið hefir frá byrjun aðalráðunautur ríkisstjórnarinn- ar í þessum málum. Á grundvelli þessarar skýrslu voru sjónarmið íslands svo reif- uð af fulltrúum íslendinga í Evrópuráðinu. Síðan var málinu vísað til laganefndar ráðsins, en hún kaus fulltrúa Tyrkja þar, Turan Giines, fyrir framsögu- mann sinn. Var honum falið að kynna sér sjónarmið deiluaðila. Ríkisstjórn íslands bauð lionum að koma hingað til lands í því skyni að afla sér sem beztrar þekkingar og yf- irsýnar um málið hér heima. Hefir hann átt ýtarlegar við- ræður við Ólaf Thors, for- sætisráðherra, og ennfremur við Bjarna Benediktsson, dómsmálaráðherra, og Eystein Jónsson, fjármálaráðherra, auk þess sem hann hefir rætt við ýmsa embættismcnn, sem ríkisstjórnin hefir falið að gefa hverskonar skýringar á málstað íslendinga í landhelg- ismálinu. EVRÓPURÁÐIÐ FELLIR ENGAN ÚRSLITADÓM Ekkert verður gert opinbert um þessar viðræður framsögu- mannsins við íslenzka ráða- menn. En Morgunblaðið átti í gær stutt samtal við Turan Gunes um komu hans hingað. — Hann komst þá m.a. að orði á þá leið, að enda þótt Evrópuráðið væri ekki fært um að fella neinn úrskurð í þessari deilu Islend- inga og Breta hefði það þó verið talið rétt að taka fyrrgreinda til- ! lögu á dagskrá og freista þess að sætta hin ólíku sjónarmið deilu- aðila. Starf sitt væri fyrst og fremst í því fólgið að kynna sér málið sem vandlegast og gefa síð- an um það skýrslu. Hann kvað , boði íslenzku ríkisstjórnarinnar um að hann kæmi hingað til Frh. á bls. 2. Segja Frokkar sig úr S.Þ.? NEW YORK, 30. sept.: — Utan- ríkisráðherra Indónesíu, Gde Agung, hvatti allsherjarþing SÞ í dag til þess að taka Algiermálin á dagskrá. Óstaðfestar fregnir herma, að franski forsætisráð- herrann Edgar Faure, hafi veitt utanríkisráðherranum Pinay, fulla heimild til að lýsa því yfir í SÞ, að Frakkar segi sig úr SÞ, ef allsherjarþingið ræðir Algier- málin. Segja Frakkar, að slík ráðstöfun væri afskipti af innan- landsmálum þeirra. Stjórnmála- fréttariturum þykir ótrúlegt, að Frakkar grípi til þessa neyðar- úrræðis, en hinsvegar muni þeir gera allt, sem þeir geta til að koma í veg fyrir, að Algiermálin verði rædd. — Reuter-NTB Ben Arafa fékk sér göngutúr RABAT, 30. sept.: — Ben Arafa, soldán af Marokkó, fékk sér göngutúr kringum höllina í Rabat í kvöld til að hnekkja orðrómin- um um, að hann hefði flúið land, afsalað sér soldánstign og setzt að í Tangier. Bæði í París og Rabat voru menn teknir að trúa orðrómnum. Hefði hann átt við rök að styðjast hefðu Frakkar get að hafið framkvæmd stjórnarbóta í Marokkó. Talsmaður Istiqlal- flokksins í París hafði skýrt svo frá, að Ben Arafa væri farinn til Tangier, en aðrir héldu því fram, að soldáninn færi ekki til Tangier fyrr en með kvöldinu. Hvað verður um Reuter —NTB MADRID, 30. sept. — Mikið er nú rætt um, hver verði aðseturs- staður Peróns í framtíðinni. •— Spánska stjórnin mun vera fús til að veita fyrrverandi forseta Argentínu landvist, sem pólitísk- um flóttamanni, ef hann fari fram á það. Frétzt hafði, að Perón hefði farið fram á landvist í Vestur-Þýzkalandi, en talsmað- ur vestur-þýzku stjórnarinnar bar þá fregn til baka. — Perón er enn um borð í fallbyssubátn- um Humaita, sem liggur úti fyrir Buenos Aires. Danska herskipið Hrólfur kraki er væntanlegt til Klakksvikur seint í kvöld eða nótt. Seinkaði þvísSÖkum óveðurs. Um borð í skipinu eru 30 vopnaðir lögreglu- menn og 150 sjóliðar. ★ ★ ★ I Reutersfregn er það talið ólíklegt, að skipstjórinn á Hrólfi kraka reyni að sigla inn á höfnina í Klakksvík i náttmyrkrinu. Innsiglingin til Klakksvíkur er ekki greiðfær og mun skipstjórinn varla vilja hætta á að stranda skipi sínu á blindskeri. Hinir skapheitu Klakksvík- urbúar fá því sennilega 12—14 stunda gálgafrest, áður en lög reglumennirnir hef ja aðgerðir. Síðustu fregnir frá Klakksvík benda til þess, að enginn viðbún- aður sé hafður í Klakksvík til að taka rösklega á móti „Danskin- um“. Allt virðist vera þar með kyrrum kjörum, og hinir dug- miklu Klakksvíkingar sækja vinnu sína að vanda. Frétzt hefir, að sumir óróaseggirnir hafi flúið til fjalla. En þó að ekki slái í bardaga, má búast við því, að til nokkurra tíðinda dragi. ★ ★ ★ f Þórshöfn eru menn yfirleitt rólegir, þar sem fylgismenn I Halvorsens — sem hindruðu rík- j isumboðsmanninn og sjúkrahús- i stjórnina í að yfirgefa lögreglu- | stöðiná í Klakksvík á dögunum I — virðast vera að „renna á“ ásetningi sínum. | Yfirvöldin hafa undir höndum nöfn nokkurra þeirra manna, er ' stóðu fyrir árásinni á ríkisum- boðsmanninn og aðra embættis- menn. Kona nokkur gaf ríkisum- boðsmanninum utan undir í ó- eirðunum, og nokkrir menn ; börðu og spörkuðu í landlæknir I Framh. á bls 12 Auglýsingaverð Frá og með deginum í dag er verð á auglýsingum í Morgunblaðinu kr. 15.00, fyrir eindálka sentimeter. JpftorgttttUaÞtð Um þessa þrjá menn stendur nú styrrinn í Klakksvík. Til vinstri er núverandi yfirlæknir sjúkrahússins í Klalrksvík, Jordahl, sem tók við af Halvorsen. Nú vilja Klakksvikurbúar ekki sjá af Jordahl, nema því aðeins að Halvorsen (t. h.) komi aftur, en Jordahl er ákveðinn í að snúa aftur til Kaupmannahafnar. Á miðri myndinni er sjúkrasamlagslæknirinn Jarnum. Myndin var tekin i vor, er Jordahl og Jarnum tóku við af Halvorsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.