Morgunblaðið - 01.10.1955, Side 8

Morgunblaðið - 01.10.1955, Side 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laug'ardagur 1. okt. 1955 ovgtisiHðMb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Reytingsafli hjá Hafnarijarðar- Framtíð Kópavogskaupstaðar Á S.L. VETRI sendi meirihluti kjósenda í Kópavogshreppi Al- þingi skriflegar áskoranir um að veita byggðarlaginu kaupstaðar- réttindi. Alþingi varð við þess- um óskum. Þingmenn úr öllum lýðræðisflokkunum studdu frum varp, sem flutt var um málið. Ekkert var eðlilegra en að við þessum óskum íbúa Kópavogs- hrepps yrði orðið. Töluvert á fjórða þúsund manns byggði hreppinn. Hann var í örum vexti. Það skipulag, sem þessi byggð bjó við miðaðist við þarfir nokk- ur hundruð manna. Á undanförn- um árum hafði mörgum kaup- túnum, sem höfðu um og innan við eitt þúsund íbúa, verið veitt kaupstaðarréttindi. Enginn mót- mælti þeirri ráðabreytni. En þegar veita átti Kópa- vogshreppi hliðstæð réttindi ætluðu kommúnistar að verða vitlausir. Þeir höfðu greitt atkvæði með því að Ólafsfjörð ur, Sauðárkrókur og Húsavík yrðu kaupstaðir. En Kópavog- ur mátti ómögulega verða það. Það væri „ofbeldi“; sögðu kommúnistarnir, ef hreppsfé- lag með á fjórða þúsund íbúa yrði gert að kaupstað! Svona eru kommúnistar samkvæmir sjáifum sér. _ mÆm: Sameiningin við Reykjavík Mjög líklegt er talið að það samræmist bezt hagsmunum Kópavogsbúa að byggðarlag þeirra sameinist með tímarum Reykjavík. Hafa allir flokkar tekið það mál á stefnuskrá sína við bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fara á morgun. Það er athyglisvert, að komm- únistar leggja nú megináherzl- una á þetta mál. Þeir eru nú allt í einu komnir á þá skoðun, að Reykjavík sé svo vel stjórnað undir forystu Sjálfstæðismanna, að hagsmunum Kópavogsbúa sé bezt borgið með því að bæjar- félag þeirra sameinist höfuðborg- inni. Á önnur hagsmunamál Kópa- vogsbúa minnast þeir naumast. Þeir virðast hafa gleymt þeim öRum með tölu. Auðvitað hefði það verið miklu betra fyrir íbúa Kópavogshrepps ef þeir hefðu notið forystu Sjálf- stæðismanna á undanförnum ár- um og verið hluti af Reykjavík. En Finnbogi Rútur og lið hans hafa haldið uppi stöðugum rógi um stjórn Sjálfstæðisflokksins þar. Nú virðist hann hinsvegar hafa skipt um skoðun. Nú segir hann kjósendum í Kópavogs- kaupstað að hann sé allra manna líklegastur til þess að semja um hagsmunamál þeirra við stjórn Reykjavíkurbæjar með góðum árangri. Almenningur í hinum unga kaupstað sér í gegnum blekk- ingavef kommúnista. Fólkið gerir sér það Ijóst, að þeir hafa vanrækt öll umbótamál byggð arlagsins og nú reyna þeir að leiða athyglina frá slóðaskap sínum með því að láta allt snúast um sameiningarmálið. ; Það iiggur líka í augum uppi, að kommúnistar eru manna ólík- legastir til þéss að halda vel á samningum við bæjarstjórn Reykjavíkur um sameiningu bæj, arfélaganna. Starf þeirra hefur fyrst og fremst verið fólgið í pólitískum illindum og hrekkja- brögðum. Á því yrði engin breyting ef kommúnistar héldu meirihluta í Kópavogi eftir að hann er orðinn kaupstaður. Það er meira að segja líklegast að þeir myndu algerlega svíkja fyrir heit sín um að vinna að samein- ingu kaupstaðarins við Reykja- vík. Allt ber því að sama brunni. Almenningur í Kópavogi verð- ur að losa sig við forystu kommúnista, ef hann vill sjálfum sér og bæjarfélagi sínu vel. Um hvað er barist? Baráttan í þessum bæjarstjórn- arkostningum stendur þessvegna um það, hvort hinn ungi kaup- staður á að fá nýja og fram- kvæmdasama forystu, eða hvort sama sleifarlagið og ríkt hefur undanfarið á að halda áfram und ir forustu kommúnista. Sjálfstæðismenn hafa tölu- verða möguleika á því að fá þrjá bæjarfulltrúa kosna. — Andstæðingum kommúnista, sem vilja fá Kópavogskaup- stað athafnasama stjórnendur ber þess vegna að fylkja sér um D-Iistann, sem er skipaður vinsælu og dugandi fólki. Það væri hinum unga kaupstað til mikillar óþurftar og beins tjóns, ef ofbeldisstjórn komm- únista yrði þar áfram við völd. Handíðaskólinn FRÁ ÞVÍ var skýrt í blöðum í gær, að Handíðaskólinn væri að flytja í ný húsakynni. Við það tækifæri er ekki úr vegi, að hug- leiða hve merkilegt það starf hefir verið, sem Handíðaskólinn hefir unnið á þeim sautján ár- um, sem liðin eru frá stofnun hans. Þegar Handíðaskólinn var stofnaður var engin sú stofnun í landinu, sem veitti kennslu í al- hliða gerð listmuna, teiknun og listvinnu. Skólinn hefir líka reynzt hlut- verki sínu vaxinn. Að honum völdust í fyrstu ágætir hæfi- leikamenn og hefir hann síðan notið prýðilegrar stjórnar. Þeir skipta örugglega þúsundum, ung- ir menn og gamlir, sem hafa setið á skólabekk Handíðaskól- ans. Þar hafa hinar fögru listir jafnan verið stundaðar, að hin- um hagnýtu þó ógleymdum. Þar hafa teikni og föndurkennarar hlotið þjálfun sína og menntun og breitt hana síðan út um byggðir landsins. Þeir eru líka ótaldir, sem í húsum Handíða- skólans hafa stigið sitt fyrsta skref á listamannabrautinni, og margir þeirra hafa síðar getið sér frægðarorð meðal hinna yngri málara okkar. Sú þjóð er fátæk, sem engan slíkan skóla á, og því ber að þakka þeim, sem Handíðaskól- ann stofnuðu og hafa rekið hann síðan. Er þar Lúðvig Guðmunds- son skólastjóri, fremstur í flokki. Það fer vel á því, að ríkisvald- ið skuli sýna, að það kann vel að meta starfsemi Handíðaskól- ans með því, að í ár hefir Ing- ólfur Jónsson ráðherra ákveðið að nota lagaheimild til þess að veita skólanum sama styrk og veittur er til gagnfræðaskóla. HAFNARFIRÐI: — Reytingsafli var hjá síldveiðibátunum um helgina. Voru margir þeirra með hátt í 100 tunnur en sumir minna. í gær hafði Hafdís mestan afla eða um 140 tunnur. — Hér í Hafn arfirði hafa nú verið saltaðar 9.313 tunnur. Aðeins í Keflavík og Grindavík hefir verið saltað ! meira. Þá hefir verið fryst næg síld fyrir vetrarvertíðina. — Surprise er nú aftur byrjaður veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. — G. E. Bnggiero Bicci einn knnnnsii fiðluleikori Bnndaríkjonnn leikur hér d vegum Tónlistnrlélogsins AMERÍSKI fiðlusnillingurinn Ruggiero Ricci, sem talinn er meðal fimm fremstu fiðlusnill- inga Bandaríkjanna, kemur hing- að til lands um helgina og mun halda hér tónleika fyrir styrktar- meðlimi Tónlistarfélags Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Þótt Ricci sé ekki nema 33 ára gamall, hefur nafn hans verið þekkt meðal tónlistarunnenda, bæði í heimalandi hans og víðar, um 25 ára skeið. Ricci er fæddur í borginni San Francisco og kom þar fyrst fram átta ára gamall, en 9 ára að aldri hé!t hann fyrstu tónleika sína í Carnegie Hall í New York. u ó l /. / fi eivahandi áhnfar: Merkilegar rannsóknir LÆKNIR skrifar mér í gær svo- hljóðandi bréf: „Kæri Velvakandi! Mér líkaði ekki skrif þitt í dag um mannfræðirannsóknir . þær, sem framkvæmdar hafa verið hér á landi undanfarið. Hér er um mjög merkilegt vísindastarf að ræða, sem vissulega mun leiða margt athyglisvert i ljós um lík- amlegt og andlegt atgervi þjóð- arinnar. 1 Af blaðaviðtali við mannfræð- ing þann, sem framkvæmt hefur þessar rannsóknir, kemur það í ljós, að hann hefur lagt á sig geysilega vinnu við þetta starf og notið við það ágætrar samvinnu við almenning í svo að segja öll- um landshlutum. - Með þessum mælingum á ís- lendingum hefur merkilegt við- fangsefni verið tekið til með- ferðar, það er áhrif gerbreyttra lifnaðarhátta og bættra lífskjara ! á sjálfa líkamsbyggingu þjóðar- innar. Af víðtækum upplýsing- um um hæð, byggingarlag, hára- og augnalit einstaklinganna má svo ráða margt um uppruna og þróun þjóðarinnar. Verðskuldar stuðning GUÐMUNDUR heitinn Hannes- son gerði fyrir mörg- j um árum slíkar rannsóknir. Nú hefur ungur og efnilegur mann- fræðingur, sem lagt hefur sérstak lega stund á mannfræðivísindi, tekið við. Má áreiðanlega vænta mikils af því starfi hans, sem ‘ verðskuldar fyllsta stuðning Íþjóðarinnar. íslendingar verða eins og aðr- _ ar þjóðir að þekkja sjálfa sig, uppruna sinn og kynfylgjur. — Mannfræðivísindin hafa greitt götuna til þess. Þau hafa leyst margar gátur og leitt til aukins skilnings og þekkingar á þroska skeiði mannsins. Við íslendingar hljótum þess- vegna að fagna því, að mann- fræðirannsóknir skuli einnig unnar meðal okkar eigin þjóðar. Okkur ber að styðja það starf eftir megni. Þetta vildi ég að kæmi fram í dálkum þínum. — Læknir“. Af tilefni þessa bréfs, vil ég aðeins segja það, að ég er bréf- ritaranum þakklátur fyrir það. Og ég er fyllilega sammála hon- um um það, að hér er um að ræða merkilegt vísindastarf, sem er þjóðinni stór menningarauki. Hvar er landslagið? IDAG ætla ég að birta bréf frá Akureyrarstúlku, þótt hún leggi fyrir mig þá erfiðustu spurningu sem ég hefi þurft að leysa hingað til. Ég vona samt, að enginn lái mér, þótt ég láti henni að mestu ósvarað. AKUREYRARSTÚLKAN segir m.a.: — Ég hugsa, að þú og þeir sem lesa þessar línur, telji mig mjög ófróða manneskju, þeg- ar ég varpa fram þessari spurn- ingu: — Hvað eru abstrakt-mál- verk? Er hægt að kalla þau lista- verk? — Sumar abstraktmyndirn ar heita einhverjum landslags- nöfnum — en hvar er landslagið? Listin fyrir listina EINS og menn geta hér séð, á ég úr vöndu að ráða. Og þó. Hvað er abstraktmálverk annað en leikur listamannsins með liti, tjáning leitandi sálar. Einhver hefir sagt, að listin taki við þar, sem náttúrunni sleppir. Það er sennilega ýmislegt til í því, þótt að því megi finna. Hvar getur meiri list en einmitt í náttúrunni sjálfri? Kommúnistar segja: List- in fyrir fólkið — og flokkinn. Þess vegna eiga þeir svo margar myndir af kommúnistaleiðtogum — við rauða fána og fallbyssur. Abstraktmálararnir segja aftur á móti: — Listin fyrir listina. Lát- um náttúruna tala sjálfa sínu máli, við skulum reyna að snerta fólkið með litunum einum. Sú tilraun vill þó fara fyrir ofan garð og neðan. En við skulum bara ekki vera að leita að lands- lagi, þar sem ekkert landslag á að vera. Ef við getum ekki hrif- izt af abstraksmálverkum, eins og tónlist, á þessi listgrein senni- lega ekkert vel við okkur, og við getum þá haldið okkur við nat- úralistana. Við eigum nokkra glæsilega fulltrúa þeirra hér heima, svo að okkur er ekki i kot vísað. Góðir og lélegir EG vildi aðeins að lokum segja þetta: — Hvað á þetta sí- fellda rifrildi um abstraktlist eig- inlega að þýða. Hvers vegna mega menn ekki mála, eins og þeir vilja og andinn blæs þeim í brjóst. Minnumst þess, að ab- straktmálarar eru oft góðir mál- arar ekki síður en lélegir. Og það er heilbrigt að leita nýrra tján- ingarforma og reyna nýjar leið- ir. Við sklum ekki lasta neinn fyrir það, þótt við skiljum kannski lítið í því sm fram er að fara og sumar tilraunirnar mis- takist vegna hæfileikaskorts. c__ MerklS, sem klæðir landlð. Ruggiero Ricci Á þessum árum stundaði hann nám 1 fiðluleik hjá Louis Pers- inger en hann var á sínum tíma einn kunnasti fiðlukennari í heimi og stundaði annað undra- barn einnig nám hjá honum, nefnilega hinn heimsfrægi snill- ingur Yehudi Menuhin. Er Ricci var 11 ára gamall hafði hann leikið sem einleikari með sinfóníuhljómsveitunum í Manhattan, Minneapolis, Cincin- nati og Los Angeles, og árið eft- ir ferðaðist hann um Ervópu og hélt þar tónleika. Á stríðsárunum gegndi Ricci herþjónustu og að stríðinu loknu gerði hann einnig nokkurt hlé á tónlistarferli sínum, en kom síðan fram á sjónarsviðið á nýjan leik. Hefur hann allt upp frá því unn- ið hvern sigurinn af öðrum, unz hann nú skipar sess meðal fremstu snillinganna. Undanfarin ár hefur Ricci haldið milli 75 og 100 tónleika á ári hverju og ferð- ast víðsvegar um heim, þar á meðal Evrópu, Suður-Afríku, Mexicó, Suður-Ameríku, ísrael og Kanada. Ekki alls fyrir löngu hélt Ricci einieikstónleika í New York án undirieiks, sem er nokkuð sjald- gæft, og vöktu þessir tónleikar sérstaka athygli og hrifningu. Hlaut Ricci mjög mikið lof fremstu og kröfuhörðustu gagn- rýnenda. Á tónleikum sínum hér mun hann leika verk eítir Vivaldi, Beethoven, Brahms, Bach, Smet- ana, Locatelli, Prokofieff, Paganini og fleiri. Undirleikari Riccis er Ernes Ulmar, kunnur píanisti. Þeir félagar halda tónleika hér í Reykjavík n.k. mánudags- og þriðjudagskvöld, en í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld. Dágóð sfldrelði hjá Akranesbálum AKRANESI, 26. sept. — A tveimur dögum hafa borizt hingað 2200 tunnur af síld. í gær var allgóð veiðd, og komu þá 22 bátar með samtals 1248 tunn- ur. Fram var með 128, og Böðvar 107. í dag voru 21 bátur á sjó og fengu alls 950 tunnur. Ásbjörn var hæstur með 76 tunnur. Togarinn Bjarni Ólafsson er væntanlegur á morgun með full- fermi. Var hann að veiðum 120 sjóm. norðvestur af Horni. Ak- urey landar í Eyjum á morgun. — Lagarfoss lestaði hér í gær- kvöldi 850 pakka af hvalkjöti og Helgafell kom með sement til kaupfélagsins. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.