Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1955 } Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Nýlendukúgun og S.Þ. Bandarísku sérfræðingarnir og fullírúar félagasamtakanna, sem standa fyrir komu þeirra hingað. Myndin er tekin á skrifstofu Iðnaðarmálastofnunarinnar af Gunnari Rúnar. ÞAÐ hefur vakið alheims at- hygli, að fulltrúar Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum gengu af fundi og hafa ekki látið sjá sig þar síðan, er samþykkt var tillaga um að taka Algier-málið á dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Frönsku fulltrúamir voru kallaðir heim og hefur franska stjórnin nú nær því í heitingum um að ganga úr S. Þ. eða minnsta kosti að sýna móðgun sína með einhverjum öðrum ráðum. ★ Það var tillaga Araba-ríkjanna að Algiers-málið yrði tekið fyrir hjá S. Þ. Efni þessa máls er að þjóðernishreyfing innfæddra manna í Norður-Afríku hefur sætt ofsóknum af hendi Frakka. Af því hafa sprottið deilur, sem stöðugt hafa magnazt og nú síð- ast hafa orðið í Algier blóðugar skærur, þar sem frönsku skrið- drekaliði og fallhlífasveitum er beitt gegn mótspyrnumönnum, sem hafast við í hálendinu. Það sem einkum veldur sárri gremju Frakka er, að þeir líta á Algier sem hluta af móðurland- inu, Algier á að vera eins og ein sýsla eða hérað af „la patrie“ Frakkans. Þessu til sönnunar benda þeir á að geysimikill fjöldi franskra innflytjenda hefur setzt að í Norður-Afríku og byggt sér þar stórborgir, sem eru að öllu leyti franskar. Þá segja þeir og að allir íbúar Algier hafi full þegnréttindi í franska lýðveld- inu. En því verður þó ekki á móti mælt, að í sambúð Evrópumannsins og Arabans er hlutur þess síðarnefnda stórkostlega fyrir borð borinn. Mótmælahernaður Arabanna á rót sína að rekja til þess, að hjóðernishreyfing þeirra hefur ekki verið þoluð, heldur beinlinis ófsótt. Þessvegna hef ur hún orðið að þróast í neð- anjarðarstarfsemi og sýnt mótmæli sín í skemmdarverk- um. ¥ Það er sérkennilegt að þegar Frakkar mótmæltu að málið yrði tekið fyrir af S. Þ. lögðu þeir áherzlu á að Algier væri óað- skiljanlegur hluti franska ríkis- ins Þessvegna væru skærurnar þarna innanríkismál Frakka. Þannig hefur nýlendustefn- an tekið á sig hið síðasta gerfi, hörfað í öftustu varnarlínu. Hið sama gerðist þegar Kýp- ur-málið hefur verið á dag- skrá. Þó hrópar Bretinn, að Kýpur sé óaðskiljanlegur hluti Bretaveldis. Þess vegna megi engir utanaðkomandi leyfa sér að gagnrýna hið pólitíska ófrelsi, sem þar ríkir. Með því að samþykkja að taka Algier á dagskrá virðast S. Þ. nú hafa álitið sig bærar til að ræða og gagnrýna þetta síðasta form nýlenduskipulagsins. Það má vissulega líta svo á, að það sé ekki óeðlilegt. S. Þ. eru upphaflega samtök þeirra þjóða, sem sameinuðust gegn nasismanum. Margar þess- ar þjóðir voru þá undir oki Þjóðverja. Og það var verkefni samtakanna, að frelsa þær. Enn verða ýmsar smáþjóðir heims að þola erlenda áþján. Það villir mönnum ekki sýn, þótt þær séu formlega taldar tilheyra herraríkinu. Þannig væri ekki óeðlilegt að S. Þ. tæki til íhug- unar það sorglega hlutskipti, sem Eystrasaltsþjóðimar hafa hlotið undir kúgunarhæl Rússa. Það má að vísu vera að Rúss- ar tækju upp á því að móðgast alveg eins og Frakkar nú síðast. Hætt er við að stormasamt yrði þá á fundum samtakanna, jafn- vel svo mörgum þætti nóg um. Hvað um það, hlutskipti Eystra- saltsþjóðanna er furðu keimlíkt hlutskipti Arabaþjóðanna í Norð- ur-Afríku. Úrslilin í Kópavogi FYRSTU baéjarstjórnarkosning- unum í Kópavogskaupstað er lok- ið. Úrslit þeirra urðu þau, að kommúnistar héldu þar meiri- hluta sínum. Er það greinilega mikill sigur fyrir þá. Með því að kalla sig „óháða“ hefur þeim tekizt að fá allmarga kjósendur til fylgis við sig, sem mjög hæpið er að ella hefði greitt þeim at- kvæði. Þannig reyna kommún- istar stöðugt að breiða yfir nafn og númer. Og alltaf er dáiítið til af fólki, sem lætur blekkjast af skoilaleiknum. Ekki er heldur ólíklegt, að kjós endur í Kópavogi hafi haft nokkra hneigð til þess að taka meirihluta eins flokks fram yfir sambræðslustjórn þriggja flokka. I kosningabaráttunni kom einnig í ljós mikil óeining milli lýðræð- isflokkanna. Sérstaklega hagaði aðal leiðtogi Framsóknarmanna sér heimskulega er hann lýsti því yfir, að hann myndi ekki vilja starfa með Alþýðuflokknum og jafnvel ekki heldur Sjálfstæðis- flokknum, enda þótt kommúnist- ar mistu meirihluta sinn. Sjálfstæðismenn unnu veru lega á í þessum kosningum. Þeir fengu nú 346 atkvæði í stað 231 atkvæðis í kosningun- um, sem fram fóru í Kópavogi í maí árið 1954. Bættu þeir þannig við sig 115 atkvæðum og unnu eitt sæti til viðbótar í hinni nýju bæjarstjórn. Er flokkur þeirra því í öruggum vexti í hinum nýja kaupstað. Framsóknarmenn hafa hins- vegar aðeins bætt við sig 77 at- kvæðum. Fá þeir einn fulltrúa í hinni nýju bæjarstjórn eins og þeir höfðu áður í hreppsnefnd- inni. Alþýðuflokkurinn hefur fengið slæma byltu í þessum kosningum. Hann tapaði 17 atkvæðum frá síðustu kosningum og fékk eng- an fulltrúa kosinn. Mun það ekki hvað sízt að kenna klofningnum innan flokksins og lánlausum og óviturlegum málflutningi Alþýðu blaðins undanfarna mánuði. Sigurvegarar þessara bæjar- stjórnakosninga eru greinilega Sjálfstæðismenn og kommúnist- ar. Báðir þessir flokkar hafa bætt við sig miklu fylgi og sínum bæj- arfulltrúanum hvor. Sjálfstæðismenn hafa nú skipulagt flokk sinn í þessum nýja kaupstað og eignast þar traust fylgi. Þeir munu halda baráttunni áfram gegn kyrr- stöðustjórn kommúnista. Allir lýðræðissinnaðir ibúar Kópa- vogskaupstaðar verða nú að skipa sér undir merki Sjálf- stæðisflokksins. Það er vísasta leiðin til þess að koma þar á dugandi og framkvæmdasamri stjórn. T Fjórir bandarískir sérfræS- ingar ræða um heifdverziun Koma hingað á vegum Iðnaðarmálastofnunarinnar FYRIR nokkru komu hingað til lands á vegum Iðnaðarmálastofn- unarinnar fimm bandarískir sérfræðingar í smásöluverzlun. Vakti koma þessara sérfræðinga mikla athygli kaupsýslumanna, og var námskeið, sem þeir efndu til, svo fjölsótt að það varð að endurtaka það. — Nú hefur Iðnaðarmálastofnunin fengið hingað til lands aðra fjóra sérfræðinga og að þessu sinni er sérgrein þeirra heildverzlun og vörugeymslur. 4 BANDARIKJAMENN OG 1 DANI færi til að ræða við þessa menn í skrifstofu Iðnaðarmálastofnun- í gær gafst fréttamönnum tæki arinnar. Þeir eru John R. Brom- VJ r / /. f n elvakancU óhnfar: 1 A móti hléum. JÆJA, þá er það loks komið í ljós sem Velvakandi hefir haldið fram um langt skeið: mik- | ill meiri hluti bíógesta er á móti hléunum. Fer því ekki hjá því, að þau verði afnumin innan skamms. Mikill munur ÞAÐ hefir sennilega komið ýms um á óvart, hvernig úrslit þessara kosninga urðu. Menn hafa ekki búizt við svona miklum mun og margir héldu, að ádeil- urnar hér í dálkunum væru að- eins eins og hvert annað nöldur: mikill meiri hluti bíógesta væri með hléunum. En ég fæ ekki j annað séð en munurinn hafi verið ' meiri en flestir bjuggust við. Að- eins rúm 40% voru með hléunum en tæp 60% á móti þeim. Almenn- ingur hefir sagt sitt síðasta orð í þessu máli og er mikill meiri hluti hans á móti hléum. Um það þarf ekki að fara í grafgötur úr þessu. j Forstjórum þakkað. EG vil nota tækifærið til að þakka forstjórum kvikmynda húsanna fyrir það, hvernig þeir brugðust við aðfinnslunum. Þeir fóru að mínu viti þá leið sem bezt samrýmist hugsjónum lýð- ræðisins og gáfu mönnum tæki- færi til að láta skoðun sina í ljósi. Þeim var í lófa lagið að hundsa raddir fólksins og skella skoll- eyrum við kröfum þess, eins og svo oft ber við uppá síðkastið í þessu gamla lýðræðisþjóðfélagi. Pollar undir sætum. AÐ lokum vil ég aðeins skjóta því að mönnum, að varla kemur þó til greina að afnema hléin á barnasýningum. Börnin þurfa sin hlé, þau þurfa að lyfta sér upp í miðri mynd, ef koma á í veg fyrir, að þau skilji eftir sig litla polla undir sætunum. Um þulina ÞÁ er hér bréf frá H.P. um þuli Ríkisútvarpsins. Hann segir: — Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig fyr- ir eftirfarandi hugleiðingar um þularstarfsemi útvarpsins: Þulir Ríkisútvarpsins hafa ver- ið mjög misjafnir, eins og gefur að skilja. Fáir ágætir, einstaka góðir, nokkrir lélegir, sumir ó- hæfir. Þegar Pétur Pétursson, sem ég tel hiklaust í flokki hinna fyrstnefndu, fór frá, þá áttum við útvarpshlustendur heimtingu á að fá jafngóðan þul í staðinn, svo framarlega sem hann væri að finna. En það fór, því miður, mjög á annan veg. Hvaða kröfur á að gera til þula? Að mínum dómi eiga þeir að hafa þægilega rödd, skýran framburð, fallegan raddblæ og lipra framsögn, svo að það sem þeir þylja lesi þeir ekki í þaula heldur komi það fram sem lipur frásögn. Og síðast en ekki sízt verður að gera þá sjálfsögðu kröfu að þeir séu hraðlæsir á ís- lenzku og geti lesið minnst tvö erlend tungumál skammlaust. Því miður hefir þetta verið mjög á annan veg hjá ýmsum þulum útvarpsins. Þularstarfið á að vera há- en ekki láglaunuð staða. Hún á hvorki að vera bittlingastaða né aukastarf. Hún á fyrst og fremst að vera hæfnisstaða. Sé ekki völ á slíkum mönnum eins og er þá á að gefa nokkrum ungum mönn- um og konum tækifæri til að læra þau atriði sem mestu máli skipta í slíku starfi. Síðan gæti svo hæf nefnd valið þá sem hæf- astir væru hverju sinni, sem skipa þyrfti í hin lausu embætti. Eða þá að hlustendur sjálfir greiddu atkvæði. Það erum við hlustendur sem borgum brúsann, og við eigum ekki að vera þær rolur, þegar við komum inn í verzlun, að láta kasta í okkur hvaða rusli sem er, allt annarri vöru en við biðjum um. Það er ekki nóg íyrir út- varpið að segja: „Kjörorðið er: útvarp inn á hvert heimili", það verður að bæta við: „Afbragðs þuiir“. — Einn hinna óánægðu. lel sérfræðingur í matvöruheild- verzlun, Richard McComb sér- fræðingur í matvörugeymslum, Oscar A. Short sérfræðingur í heildverzlun með vörur aðrar en matvæli og Willard Larsh sér- fræðingur í almennum vöru- geymslum. Auk þess er með þeim danskur maður Oiva Rydeng, sem er deildarstjóri hjá Efnahagssam- vinnustofnuninni. NÁMSKEIÐ í TVEIMUR HLUTUM Hinir bandarísku sérfræðingar munu dveljast hér í tvær vikur. Munu þeir hver um sig flytja hér þrjá fyrirlestra. Verður þessu námskeiði skipt niður í tvennt. Dagana 4.—6. okt. verður fjallað um heildverzlun með matvörur, en dagana 10.—12. okt. um heild- verzlun með aðrar vörur. Fyrirlestrarnir fjalla m. a. um skipulag vörugeymslna innan- húsflutninga í þeim og reksturs- skipulag. Þá fjalla þeir um sölu- áætlanir heildverzlana, þjálfun og stjórn sölufólks og ýmislegt fleira. SAMSTARF HEILDSÖLU OG SMÁSÖLU í viðtali við fréttamenn lögðu bandarísku sérfræðingarnir all- mikla áherzlu á að samstarf heild sala og smásala væri oft heilla- drjúgt. Sögðu þeir að víðtækt samstarf milli heildsölu og smá- sölu hefði tíðkazt um langt skeið í Bandaríkjunum og hefði það leitt til bættrar þjónustu og styrktrar samkeppnisaðstöðu. Stundum kveðast sérfræðing- arnir hafa heyrt þær raddir í Evrópu, að slíkt samstarf hafi gengið við amerískar aðstæður. Allt annað gildi við smærri að- stæður í Evrópu, En hvað hefur komið í ljós. í einu Evrópuland- anna hefur slíkt samstarf tekizt hin síðustu ár. Það er í Hollandi. Þar hefur slíkt viðskiptaform út- breiðst mjög mikið. Er talið að um 70% af allri verzlun í Hol- landi gangi gegnum slík samtök heildsala og smásala og er það jafnvel miklu meiri hluti en tíðk- ast í Bandaríkjunum. VARAHLUTASKORTUR MÁ EKKI LÍÐAST í fyrirlestrum sínum munu sér- fræðingarnir m. a. ræða um skipu lag á vörugeymslum og einnig mun mál þeirra snúast um þær vörubirgðir, sem hverri heild- verzlun er nauðsynlegt að ráða yfir. í sambandi við þetta vék við- talið nokkuð að því mikla vanda- máli, sem við íslendingar eigum við að stríða, þar sem er hinn mikli skortur á fjölmörgum svið- um á varahlutum. Um það komst einn sérfræð- inganna svo að orði, að t. d. í Bandaríkjunum myndi almenn- ingur ekki líða það, að umboðs- menn véla og tækja létu skora þjónustu eða hluti til viðhalds. Enda létu hin stóru verksmiðju- fyrirtæki sér mjög annt um, að í hverjum bæ væru til stórar birgðir af varahlutum. Jú, ein- stæð dæmi þess væru til, ef er- lendar vélar væru fluttar inn, að ekki væri hægt að fá varahluti í þær, en slíkt gerði það fljótt að verkum, að menn keyptu þær ekki. Framh. á bls, 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.