Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 1
ttttM&M 16 sáður 4<í. árgangur 225. tbl. — Þriðjudagur 4. október 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins 10 þúS: mílna kappsksfur eina segir Kaupmannahöfn, 3. okt. frá fréttaritara Mtal. FORYSTUGREIN danska blaðs ins Information f jallar í dag um brottför Frakka af þingi S. P- er ákveðið var þar að ræða Algier- málið. í greininni er einnig vik- ið að því að ísland greiddí ekki atkvæði. Segir bíaðið að íslenzki fulltrúimi hafi í Algier- raálinu sýnt meiri festu en fulltrúar hinna Norð- urlandanna ísland er hið Norðurlandanna, Waðið, sem sýnt hefur þann siðferðilega þroska, sem íbúar Norð- urlanda kref jast að ráða- menn þjóðanna sýni er um pólitísk mál er að ræða á alþjóðavettvangi. Afstaða íslands sýnir og áð það er þvættingurj (nonsens) að samstarfs- þjóðir Bandaríkianna — og einkum þær sem hafa^ leyft Bandaríkjunum að hafa herstöð í landi sínu — geti ekki haft sína sjálfstæðu skoðun og staðið við hana. —Páll. Mænusóttar verður vart í Reykjavík Fyrir nokkru var haldin í Ástralíu ein erfiðasta keppni í bifreiða- akstri sem um geíur. Var það hringferð um álfuna 10 þús. mílur mestpart um eyðimerkur eða frumskóga. Mörg hundruð bifreiðar lögðu aí stað, en fæstar komust alla leið. Myndin sýnir hvernig fyrir þeim fór. ndi flolíkurinn hrezki fordæmir löndunarbannið FULLTRÚARÁÐ Frjálslynda flokksins í Bretlandi, sem er þriðji stærsti fiokkur þarlendis samþykkti nýlega ályktun þar sem fordæmt er löndunarbann það, sem brezkir tcgaraeigendur hafa lagt á íslendinga. Það var einn af forustumönnum flokksins Deryck Abel sem bar ályktunartillöguna fram og var hún samþykkt ein- M; M eðlileg Ályktunin er á þessa leið: Fulltrúaráð Frjálslynda flokksins 1) harmar mjög hinar fljótfærn- islegu og vanhugsuðu refsi- aðgerðir brezkra togaraeig- enda, er þeir lögðu bann við löndun íslenzks fisks í brezk- um höfnum, í þeim tilgangi að styrkja einokunaraðstöðu sína. 2) f ordæmir löndunarbannið sem óviðurkvæmilegt brot á forn- um lögum varðandi viðskipta- höft og skaðlegt bæði hags- munum neytenda og hús- mæðra og vinsamlegri sam- búð Bretlands og lýðveldisins íslands, sem er samherji í At- lantshafsbandalaginu. 3) hvetur forseta hinnar brezku viðskiptanefndar til að leggja þetta mál fyrir einokunar- Tveimur mönnum falið að athuga ástæður um fóður og fénuð Blaðinu barst í gær eftirfar andi tilkynning frá ríkis- stjórninni: RÍKISSTJÓRNIN hefir falið tveimur mönnum, þeim Árna G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúa, og Páli Zophoníassyni, búnaðar- málastjóra, að athuga ástæður um f óður og f énað á óþurrkasvæð inu og gera tillögur um á hvern hátt verði helzt hægt að greiða fyrir þeim bændum, er þess hafa mesta þörf, til þess að þeir þurfi ekki að skerða bústofn sinn ó- hæfilega mikið í haust. Áríðandi er að oddvitar og sýslumenn á óþurrkasvæðinu hafi náið samband við þessa tvo menn og veiti þeim allar upplýsingar, er að gagni mega verða. Jafnframt vill ríkisstjórnin vekja athygli bænda og verzlana á því, hve afar nauðsynlegt er að þessir aðilar tryggi sér fóðurbæti í tæka tíð og láti slíkar aðgerðir eigi dragast úr hömlu. Birgðir af síldarmjöli og fiski- mjöli eru mjög takmarkaðar í landinu, og að sjálfsögðu verður að selja þessar vörur úr landi, ef ekki kemur fram eftirspurn eftir þeim innanlands. *- Faure í vanda PARÍS 3. okt. — Edgar Faure i forsætisráðherra, sem þegar hef- ur nóg af vandamálum við að etja — ekki sízt eftir brottgöngu Frakka a ffundi S. Þ. — horfist nú í augu við enn eitt vandamál- ið. Nú er það hvernig hann á að j öðlast traust þingsins, sem kem- !ur saman í dag eftir sumarfrí. | Ætla margir að hann og stjórn hans kunni að falla einkum út af aðgerðum í Afríku._____ Hermdarverk CASABLANCA, 3. okt. — Fransk ar hersveitir hafa verið kallaðar út í skyndi í fjallahéruðum franska Marokkó. 100 manna hafa þar faliið fyrir uppreisnar- mðnnum. Talið er fullvíst að upp reisnin hafi verið gerð að undir- lagi spanskra manna, sem leyn- ast þarna og æsa 'ólkið til mót- gerða við Frakka og espa það til hermdarverka og morða. Frakkar beita flugvélum og skriðdrekum við útrýmingu upp- reisnarmanna. — Reuter-NTB nefndina til rannsóknar. 4) krefst þess að 10% verðtoll- urinn á innfluttum fiski, sem settur var á 1932, verði þegar afnuminn. KAIRO, 30. sept.: — Fulltrúar Vesturveldanna þriggja munu á morgun ræða við Gamel Abdel Nasser um samníng Egyptalands við Tékkóslóvakíu um vopna- sölu. 10 Rábleggingar frá skrifstofu borgarlæknis ÆNUSÓTTAR hefur orðið vart hér í Reykjavík undanfarna daga og hafa átta sjúklingar með lamanir verið skráðir. Eirih sjúklinganna, átta ára gamall drengur, hefur látizt. — Heilbrigðis- stjórnin hefur af þessum sökum ákveðið að barnaskólum skuli frestað til 15. þ.m., eða þar til er í ljós kemur, hvort um áframhald- andi faraldur verður að ræða. Blaðinu barst í gær eftirfarandi til- kynning frá skrifstofu borgarlæknis: "? Undanfarna 10 daga hefir orð- ið vart mænusóttar í Reykjavík og hafa 8 sjúklingar með lamanir verið skráðir, flestir nú um helg- ina. Einn hefir látizt. Ekki verður vitað fyrirfram, hvort áframhald verður á faraldrinum en ætla rhá að fleiri sýkist, einkum með tilliti til þess, að langt er liðið síðan meiri háttar mænusóttarfaraldur hefir gengið. Heilbrigðisyfirvöldin hafa gert ráðstafanir til að tryggja sjúkl- ingum sjúkrahúsvist og viðeig- andi læknishjálp og hjúkrun, ef svo skyldi fara að faraldurinn breiddist út. Þegar mænusótt er á ferðinni taka sýkingu miklu fleiri en. verða þess varir eða lamast. Smit hætta stafar því ekki eingöngu af sjúklingum, heldur einnig af fjölmörgum öðrum, þótt þeir hafi engin einkenni sjúkdómsins. Þótt talið sé, að smit berist oft- ast frá manni til manns við beina snertingu, mun það einnig geta borizt með dauðum hlutum,' svo sem mat og borðbúnaði, ef ekki er gætt fyllsta hreinlætis við mat- reiðslu og framreiðslu. Reynslan sýnir, að mikil lík- amsáreynsla, vökur og kæling veldur því stundum, að lamanir verða meiri en ella. DENVER 3. okt. — Læknar Eis- enhowers forseta hafa nú til- kynnt, að þeir séu ánægðir með bata forsetans og telji að allt sé með felldu. í gærkvöldi hafði verið til- kynnt að forsetinn hefði kvartað um magnleysi og þreytu og verri líðan yfirleitt en undanfarna daga. Sú tilkynning hafði víðtæk áhrif í kauphöllinni í New York en þar varð almennt verðfall á hlutabréfum — einkum í iðn- fyrirtækjum. Er hin síðari til- kynning kom frá Denver, þá tóku hlutabréfin aftur að stíga í verði. — Reuter-NTB. ára útivist — fá nú að koma heim Bonn, 3. október. — Frá Reuter-NTB. SOVETSTJÓRNIN hefur nú tilkynnt Vestur-Þýzkalandsstjórn að þeir 9626 þýzku stríðsfangar, sem sovétstjórnin hefur lofað að láta lausa, muni verða komnir til Þýzkalands í lok október- mánaðar. Fyrsti fangahópurinn kemur heim á sunnudaginn. .1 * I FLOTTAMANNABÆNUM Oberlander, sá ráðherra þýzk stjórnarinnar sem fer með mál- efni flóttamála, tilkynnti í dag að við föngunum yrði tekið í flóttamannabænum Friedland á landamærum Austur- og Vestur- Þýzkalands. ^ 800 MENN Sagt er í Berlín, að fyrsti hópurinn muni telja um 800 menn. Til þess að reyna að fá upplýsingar um aðra fanga sem eftir eru eystra mun Rauði kross- inn eiga viðræður við fangana. EF RUSSAR VILJA !! Adenauer forsætisráðherra hefur marg Iýst því yfir að það sé skoðun þýzku stjórn- arinnar að Þjóðverjar sem eftir séu í Rússlandi frá þvi í stríðslok séu samtals nálega 100 þúsund. Það er þvi aðeins lítið brot sem Rússar munu framselja. Adenauer hefur þrotlaust barizí fyrir heim- sendingu þeirra — og loks nú er Rússum þókn.ist, þá koma þeir heim. grunaður um • r 11 KAUPMANNAHOFN, 3. okt. — Danska lögreglan handtók í dag danskan mann, sem grunaður er um njósnastarf- semi fyrir erlent ríki. Maðurinn er skrifstofumað- ur við flugvöllinn hjá Vær- löse. Við yfirheyrslu hina fyrstu kom í ljós að hann þekkti nokkur af hernaðar- leyndarmálum Atlantshafs- bandalagsins. Ðanska lögreglan hefur all- lengi haft hann grunaðan. Á laugardaginn lét lögreglan taka mynd af honum á götu í Höfn, þar sem hann gekk með og ræddi við hernaðarsérfræð- ing rússneska sendiráðsins í Höfn. Síðar var hann hand- tekinn. Ástæða þykir til að beina til— almennings eftirfarandi ráðlegg- ingum: 1. Þvoið yður oft um hendur, einkum á undan máltíðum og er þér hafið notað salerni. 2. Gætið þess, að flugur óhreinki ekki matvæli, og þvoið mat, sem ekki verður soðinn, svo sem grænmeti og ávexti. 3. Forðist nána snertingu við fjölskyldumeðlimi mænusóttar- sjúklings fyrstu þrjár vikurn- ar eftir að hann veikist (handa banda, sameiginlégan borðbún að og handþurrkur). 4. Gætið varúðar við hvern þann sjúkdóm, sem sótthiti fylgir, og gerið lækni þegar viðvart. Meðan á mænusóttarfaraldri stendur er ráðlegt að láta alla slíka sjúklinga vera í rúminu í vikutíma og forðast áreynslu. 5. Forðist mikla líkamlega áreynslu, kulda og vosbúð, einkum ef þér kennið einhvers lasleika. 6. Rétt er að ferðast ekki að nauð synjalausu til eða frá stað, þar sem mænusóttarfaraldur geng- ur. 7. Börnum og unglingum er ráð- lagt að sækja ekki skemmtan- ir eða aðra mannfundi, þar með taldir opinberir sundstað- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.