Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1955 ^ Ekki með vopnum vegið EFTIR SIMENON xz___________________________ Framhaldssagan 6 fertugs eða fimmtugs .. Greifa- frúin var einmitt á þeim aldri, þegar greifinn dó og sonurinn hóf nám í París.,.. “ „Og hérna í hö]linni?“ „Hver skrifarinn á fætur öðr- um, sem dvöldu svo misjafnlega lengi í hlutverki elskhugans .. Þér hafið nú séð þann síðasta..“ „Og fjárhagur og afkoma?" I „Greifasetrið er veðsett. Af fjórum jörðum er búið að selja þrjár. Öðru hvoru koma svo forn gripasalar til hallarinnar, til þess að vita, hvort nokkuð fémætt sé eftir“. j „Og sonurinn?“ I „Ég þekki hann mjög lítið .. i það er sagt að'hann sé fjárhættu- ! spilari". „Beztu þakkir fvrir allar upp- lýsingarnar, læknir". , Maigret lagði af stað út úr herberginu og dr. Bouchardon fylgdist með honum: „Okkar á milli sagt, þá langar mig mjög mikið til að vita, hvaða tilviljun það var, sem olli því, að þér fóruð til kirkjunnar hérna einmitt þennan sérstaka morg- ] un“. I „Já, það kann að virðast dá- lítið skrítin hending". „Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni, að ég muni ein- hverntíma og einhversstaðar hafa séð yður áður, en ég get alls ekki munað eftir því“. | „Það er alls ekki ómögulegt. að við höfum einhverntíma sést áð- | ur“. Og Maigret greikkaði sporið eftir ganginum. Hann var dálítið hugsunarlaus og hvatvís, vegna þess að hann var illa sofinn og úrillur af þeim sökum. Hann sá Jean ganga niður stig- ann, klæddan gráum fötum, en ennþá með morgunskóna á fót- unum. i Skyndilega ók vagn með ofsa- hraða inn í hallargarðinn. Þetta var lítill kappakstursvagn, gulur á litinn, langur, mjór og óþægi- legur. Varla hafði hann fullkom- lega stansað, þegar út úr honum stökk ungur maður í skinnjakka, hljóp inn í forsal hallarinnar, þreif af sér hjálminn oð hrópaði: „Er enginn lifandi maður hér? Halló, eru allir sofandi ennþá..?“ Svo kom hann auga á Maigret og virti hann forvitnislega fyrir sér: „Hvað er yður á höndum?“ , „Uss .... Ég þarf að tala við yður“. I Jean stóð við hlið umsjónar- mannsins, fölur og kvíðafullur. J Þegar greifinn gekk fram hjá hon j um, benti hann stríðnislega á skrifarann og hló glettnisfullur: „Ertu ennþá hérna, þitt svarta svín“. | Hann virtist ekki hafa neitt sérstakt á móti honum, aðeins j fyrirlíta hann djúpt. j „Ég vona að ekkert alvarlegt hafi komið fyrir?" „Móðir yðar andaðist í morg- un, meðan hún hlýddi á messu í kirkjunni." „Það var annars ekkert. Hvar er hún?“ Þegar inn í svefnherbergið kom, lyfti hann lakinu ekki meira en það, að hann sá aðeins and- litið á látnu konunni og hann rak ekki upp nein harmakvein, felldi ekki nein tár, eða tjáði söknuð sinn með áhrifamiklum svipbreyt ingum. | Hann tautaði aðeins þrjú orð, svo lágt að þau urðu varla heyrð: „Vesalings gamla konan ....“ Jean taldi sig skvldan að fara með þeim inn, en hann var tæp- lega kominn í dyrnar, þegar greif inn veitti honum athygli: I „Snáfaðu héðan út“, hreytti hann geðvonskulega út úr sér. Hann var bersýnilega mjög órór og áhyggjufullur, gekk fram og aftur um herbergisgólfið og beindi orðum sínum til læknisins: „Úr hverju dó hún, Bouchardon?" „Hjartabilun, Monsieur Maurice. En umsjónarmaðurinn veit e.t.v. meira um þetta mála en ég“. Ungi maðurinn snéri sér með miklum ákafa að Maigret um- sjónarmanni: „Eruð þér frá lögreglunni? „Hvernig væri að ræðast við í næði, nokkrar mínútur. Ég vildi gjarnan ganga snöggvast eitthvað út .... Þér verðið áfram hérna I hjá líkinu, læknir" ' „En ég ætlaði að fara á fugla- veiðar, eins og þér vitið vél“ „Þér gerið það bara einhvern annan dag“. Maurice de Saint-Fiacre fór með Maigret út úr herberginu og starði viðutan niður á gólfið, fyr- ir framan fæturna á sér. Þegar þeir komu út á aðalveginn, sem lá heim til hallarinnar, var mess- unni að Ijúka og söfnuðurinn, mikið fjölmennari, en við guðs- þjónustuna á undan, var að koma út og myndaði hópa á torginu. Margir voru þegar gengnir inn í grafreitinn og sáust höfuð þeirra yfir múrvegginn. Kuldinn varð viturri eftir því sem leið á daginn, vegna norðan- stormsins, sem þyrlaði bliknuðu og skorpnu laufinu um torgið þvert og endilangt og lét blöðin svífa í hringi, eins og fugla, yfir Notre-Dam tjörninni. Maigret setti tóbak í pípuna. Raunverulega var það þess vegna sem hann hafði farið út með greifann. Læknirinn hafði revtk, jafnvel í herbergi látnu konunn- ar og Maigret var vanur að reykja, hvar sem hann var staddur. En ekki í höliinni. Hún var | a! veg sérstakur staður sem í i æsku hans hafði táknað allt það, ■ sem ekki varð komizt að eða ] náigast. | „í dag kallaði greifinn mig inn j í bókasafnið til sín og bað mig ] um að ljúka svolitlu verki með sér“, var faðir hans vanur að segja með nokkru stærilæti. Og Maigret, sem í þá daga var heidur vanræktur og umhirðu- laus drenghnokki, stóð lotningar- fullur álengdar og horfði á barn- fóstruna, þegar hún gekk um skemmtigarðinn með Maurice de Saint-Fiacre í barnavagni, sem ,hún ýtti á undan sér. „Hagnaðist nokkur á dauða móður yðar?“ „Ég skil yður ekki. Læknirmn er nýbúinn að segja að ... “ „Hann var orðinn áhyggjufull- ur og baðaði út höndunum með miklum ákafa. Síðan þreif hann blaðið, sem Maigret rétti að hon- um, sem skýrði frá hinum fyrir- hugaða glæp. „Hvað merkir þetta? Bouchar- don talaði um hjartabilun?“ „Hjartabilun, eða réttar sagt, dauðsfall af völdum hjartabilun- ar, sem einhver sá fyrir, hálfum mánuði áður“. Þeir nálguðust nú kirkjuna, gengu mjög hægt og djúpt sokkn- ir niður í hugsanir sínar. „í hvaða erindagerðum komuð þér til hallarinnar í morgun?“ KAUPMENN! — KAUPFÉLÖG! Gætið þess að afgreiða alltaf rétt rafkerti í bílana. BOSCH-kerti W 225 T 1 í Borgward og Volkswagen BOSCH-kerti W 175 T 1 í Mercedes-Benz 170 Sb, 170 S-V og 180. BOSCH-kerti W 225 T 7 í Mercedes-Benz 220 A og 300 BOSCH-kerti W H5 T 1 í Opel, allar gerðir Bifreiðaeigendur. Bestur árangur næst með réttum L.eciton er dásaml. sáp- an, sem til er. Froðan fíngerð, mjúk og ilmar yndislega. — Hreinsar prýðilega, er óvenju drjúg. Ég nota aðeina Leciton sápuna, sem heldur hörundinu ungu mjúku og hraustlegu. HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsson & Kvaran (20 rakhliðar) í Málmhylkjum Kr. 13,25. Hér eru 10 rakblöð með heimsins beittustu egg 10 blá Gillette blöð Maurice de Saint-Fiacre var þrítugur að aldri, jafn gamall og ' Jean. Þeir voru auk þess mjög líkir á hæð, en greifinn var herðibreiður og nokkuð feitlag- inn. Fas hans og framkoma virt- ust fyrst og fremst einkennast af dugnaði og fjöri. Augun voru glettnisleg og björt. | Honum virtist bregða mjög v'ð { orð Maigrets: „Hvað segið þér?“ I „Komið þér með mér eitthvað ' afsíðis". I „Hamingjan góða Og ég sem ætlaði að.... “ „Ætluðuð hvað?“ kertum. — Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. Bræðurnir Ormsson h. f. Vesturgötu 3 — Sími 1467 * í KEMISK HREINSUN GUFUPRESSUN HAFNARSTRÆTI 5 LAUFÁSVEGI 19 Skriistofustúlka Ein af elztu heildverzlunum bæjarins vill ráða skrif- stofustúlku. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og enskukunnátta æskileg. Eiginhandartilboð, þar sem til- greindur er aldur, kunnátta og fyrri störf, leggist á afgr. blaðsins fyrir 7. okt. Tilboð sé merkt: „Skrifstofustúlka 7. okt. 1324' i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.