Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1955 1 ss ac ¦ae- -ag -ag ^g -ag- -» g- -^g •=» g- ^t E/cic/ með vopnum vegið EFTIR SIMENON *g -ag- -*«r -srg- -3 tr "ig -a g- ^fg .a c aoc ae Framhaldssagari 6 fertugs eða fimmtugs .. Greifa- frúin var einmitt á þeim aldri, þegar greifinn dó og sonurinn hóf nám í París..." „Og hérna í höllinni?" „Hver skrifarinn á fætur öðr- um, sem dvöldu svo misjafnlega lengi í hlutverki elskhugans .. Þér hafið nú séð þann síðasta.." „Og fjárhagur og afkoma?" „Greifasetrið er veðsett. Af fjórum jörðum er húið að selja þrjár. Öðru hvoru koma svo forn gripasalar til hallarinnar, til þess að vita, hvort nokkuð fémætt sé eftir". „Og sonurinn?" „Ég þekki hann mjög lítið .. það er sagt að'hann sé fjárhættu- spilari". „Beztu þakkir fyrir allar upp- lýsingarnar, læknir". . Maigret lagði af stað út úr herberginu og dr. Bouchardon fylgdist með honum: „Okkar á milli sagt, þá langar mig mjög mikið til að vita, hvaða tilviljun það var, sem olli því, að þér fóruð til kirkjunnar hérna einmitt þennan sérstaka morg- j un". I „Já, það kann að virðast dá- lítið skrítin hending". „Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni, að ég muni ein- hverntíma og einhversstaðar hafa séð yður áður, en ég get alls ekki munað eftir því". „Það er alls ekki ómögulegt. að við höfum einhverntíma sést áð- | ur". Og Maigret greikkaði sporið eftir ganginum. Hann var dálítið hugsunarlaus og hvatvís, vegna þess að hann var illa sofinn og úrillur af þeim sökum. Hann sá Jean ganga niður stig- ann, klæddan gráum fötum, en ennþá með morgunskóna á fót- unum. i Skyndilega ók vagn með ofsa- hraða inn í hallargarðinn. Þetta var lítill kappakstursvagn, gulur á litinn, langur, mjór og óþægi- legur. Varla hafði hann fullkom- lega stansað, þegar út úr honum stökk ungur maður í skinnjakka, hljóp inn i forsal hallarinnar, þreíf af sér hjálminn oð hrópaði: „Er enginn lifandi maður hér? Halló, eru allir sofandi ennþá..?" Svo kom hann auga á Maigret og virti hann forvitnislega fyrir sér: „Hvað er yður á höndum?" „Uss ___Ég þarf að tala við yður". Jean stóð við hlið umsjónar- mannsins, fölur og kvíðafullur. Þegar greifinn gekk fram hjá hon um, benti hann stríðnislega á skrifarann og hló glettnisfullur: „Ertu ennþá hérna, þitt svarta svín". Hann virtist ekki hafa neitt sérstakt á móti honum, aðeins fyrirlíta hann djúpt. „Eg vona að ekkert alvarlegt hafi komið fyrir?" „Móðir yðar andaðist í morg- «n, meðan hún hlýddi á messu í kirkjunni." Maurice de Saint-Fiacre var þrítugur að aldri, jafn gamall og Jean. Þeir voru auk þess mjög líkir á hæð, en greifinn var herðibreiður og nokkuð feitlag- inn. Fas hans og framkoma virt- ust fyrst og fremst einkennast af dugnaði og fjöri. Augun voru glettnisleg og björt. Honum virtist bregða mjög v'ð orð Maigrets: „Hvað segið þér?" „Komið þér með mér eitthvað afsíðis". „Hamingjan góða Og ég sem ætlaði að...." „Ætluðuð hvað?" „Það var annars ekkert. Hvar er hún?" Þegar inn í svefnherbergið kom, lyfti hann lakinu ekki meira en það, að hann sá aðeins and- litið á látnu konunni og hann rak ekki upp nein harmakvein, felldi ekki nein tár, eða tjáði söknuð sinn með áhrifamiklum svipbreyt ingum. Hann tautaði aðeins þrjú orð, svo lágt að þau urðu varla heyrð: „Vesalings gamla konan ...." Jean taldi sig skvldan að fara með þeim inn, en hann var tæp- lega kominn í dyrnar, þegar greif inn veitti honum athygli: „Snáfaðu héðan út", hreytti hann geðvonskulega út úr sér. Hann var bersýnilega mjög órór og áhyggjufullur, gekk fram og aftur um herbergisgólfið og beindi orðum sínum til læknisins: „Úr hverju dó hún, Bouchardon?" „Hjartabilun, Monsieur Maurice. En umsjónarmaðurinn veit e.t.v. meira um þetta mála en ég". Ungi maðurinn snéri sér með miklum ákafa að Maigret um- sjónarmanni: „Eruð þér frá lögreglunni? „Hvernig væri að ræðast við í næði, nokkrar mínútur. Eg vildi gjarnan ganga snöggvast eitthvað út .... Þér verðið áfram hérna hjá líkinu, læknir" ' ,,En ég ætlaði að fara á fugla- veiðar, eins og þér vitið vél;"." „Þér gerið það bara einhvern annan dag". Maurice de Saint-Fiacre fór með Maigret út úr herberginu og starði viðutan niður á gólfið, fyr- ir framan fæturna á sér. Þegar þeir komu út á aðalveginn, sem lá heim til hallarinnar, var mess- unni að ljúka og söfnuðurinn, mikið fjölmennari, en við guðs- þjónustuna á undan, var að koma út og myndaði hópa á torginu. Margir voru þegar gengnir inn í grafreitinn og sáust höfuð þeirra yfir múrvegginn. Kuldinn varð viturri eftir því sem leið á daginn, vegna norðan- stormsins, sem þyrlaði bliknuðu og skorpnu laufinu um torgið þvert og endilangt og lét blöðin svífa í hringi, eins og fugla, yfir Notre-Dam tjörninni. Maigret setti tóbak í pípuna. Raunverulega var það þess vegna sem hann hafði farið út með greifann. Læknirinn hafði reytk, jafnvel í herbergi látnu konunn- ar og Maigret var vanur að reykja, hvar sem hann var staddur. En ekki í höllinni. Hún var alveg sérstakur staður sem í æsku hans hafði táknað allt það, sem ekki varð komizt að eða náJgast. „í dag kallaði greifinn mig inn í bókasafnið til sín og bað mig | um að ljúka svolitlu verki með £>ér", var faðir hans vanur að segja með nokkru stærilæti. Og Maigret, sem í þá daga var heldur vanræktur og umhirðu- laus drenghnokki, stóð lotningar- fullur álengdar og horfði á barn- fóstruna, þegar hún gekk um skemmtigarðinn með Maurice de Saint-Fiacre í barnavagni, sem hún ýtti á undan sér. „Hagnaðist nokkur á dauða móður yðar?" ,,Ég skil yður ekki. Læknirmn er nýbúinn að segja að ..." „Hann var orðinn áhyggjufull- ur og baðaði út höndunum með miklum ákafa. Síðan þreif hann blaðið, sem Maigret rétti að hon- um, sem skýrði frá hinum fyrir- hugaða glæp. „Hvað merkir þetta? Bouchar- don talaði um hjartabilun?" „Hjartabilun, eða réttar sagt, dauðsfall af völdum hjartabilun- ar, sem einhver sá fyrir, hálfum mánuði áður". ' Þeir nálguðust nú kirkjuna, gengu mjög hægt og djúpt sokkn- ir niður í hugsanir sínar. „í hvaða erindagerðum komuð þér til hallarinnar í morgun?" BOSCH KAUPMENN! — KAUPFÉLÖG! Gætið þess að afgreiða alltaf rétt rafkerti í bílana. BOSCH-kerti W 225 T 1 í Borgward og Volkswagen BOSCH-kerti W 175 T 1 í Mercedes-Benz 170 Sb, 170 S-V og 180. BOSCH-kerti W 225 T 7 í Mercedes-Benz 220 A og 300 BOSCH-kerti W 145 T 1 í Opel, allar gerðir Bifreiðaeigendur. Bestur árangur næst með réttum kertum. — Heildsölubirgðir fyrirliggjandi. Bræðurnir Ormsson h. f. Vesturgötu 3 — Sími 1467 KEMISK HREINSUN GUFUPRES5UN íjfamt ^etH Æt HAFNARSTRÆTI 5 LAUFASVEGI 19 Leciton er dásaml. sáp- an, sem til sr. Froðan fíngerð, mjúk og ilmat! yndislega. — Hreinsar prýðilega, er óvenju drjúg. Ég nota aðeina Leciton sápuna, sem heldur hörundinu ungu mjúku og hraustlegu. tECÍTON HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsson & Kvaran Hér em 10 rakblöð með heiiiisins beittustu egg 10 blá Gillette blöð (20 rakhliðar) í Málmhyllqum Kr. 13,25. Skrifstofustúlka Ein af elztu heildverzlunum bæjarins vill ráða skrif- stofustúlku. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og enskukunnátta æskileg. Eiginhandartilboð, þar sem til- greindur er aldur, kunnátta og fyrri störf, leggist á afgr. blaðsins fyrir 7. okt. Tilboð sé rnerkt: „Skrifstofustúlka 7. okt — 1324". I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.