Morgunblaðið - 06.10.1955, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐ19
Fimmtudagur 6. okt. 1955
Ekki med vopnum vegið
EFTIR SIMENON
Framhaldssagan 8 hún var skrifuð?" spurði Maigret.
„Við skulum fara og fá okkur
eitthvað að drekka“.
Þeir sneru þó ekki heim að höll-
inni, heldur gengu til veitinga-
hússins, þar sem koma þeirra
vakti mikla eftirtekt
Fjórir bændur sem sátu saman
að drykkju urðu ókyrrir í sætum
sínum og heilsuðu greifanum og
umsjónarmanninum með ótta-
þlandinni virðingu.
Marie Tatin kom hlaupandi
framan úr eldhúsinu og þurrkaði
hendur sínar sem ákafast á
svuntuhorninu.
„Monsieur Maurice“, stamaði
hún. „Ég er ekki ennþá búin að
jafna mig eftir hinar sorglegu
fréttir .... blessuð greifafrúin
okkar.... “
Og hún var raunverulega grá-
andi. Sennilega gerði hún það í
hver skipti sem einhver samborg-
ari hennar dó.
„Þér voruð líka við messuna“,
hrópaði hún upp yfir sig og leit
á Maigret. „Að hugsa sér annað
eins og þetta. Þarna veirti eng-
inn neinu athygli og ég vissi ekki
um neitt, fyrr en menn komu
hingað og sögðu mér að.... “
í slíkum tilfellum er alltaf
erfitt og óviðfeldið að sýna minni
sorg, en þeir sem engin vináttu-
eða venzlabönd tengja við hinn
látna.
Meðan Maurice hlustaði á sam
hryggð hennar, reyndi hann að
leyna óþolinmæði sinni, gekk að
hillu, tók þaðan rommflösku og
hellti í glösin.
Kippir fóru um axlir hans um
leið og hann tæmdi glasið í ein-
um munnsopa og hann hagði við
Maigret:
„Ég held að ég hafi fengið kvef
á leiðinni hingað í morgun".
„Það eru allir hérna búnir að
fá kvef“, svaraði Marie Tatin, en
beindi því næst orðum sínum til
Maigrets.
„Þér verðið einnig að gæta yð-
ar vel. Ég heyrði að þér hóstuðuð
talsvert í nótt“.
Bændurnir gengu út úr veit-
ingastofunni. Ofninn var glóandi
rauður.
„Ja, þvílíkur dagur“, sagði
Marie Tatin, en vegna þess
hversu mjög hún var rangeygð,
var erfitt að segja um það með
nokkurri vissu á hvorn mannanna
hún horfði, umsjónarmanninn
eða greifann.
„Langar ykkur annars ekki í
eitthvað að borða? Að sjá nú
annað eins og þetta. Þarna hef
ég verið svo trufluð af öllu þessu
tali, að ég hef ekki einu sinni haft
sinnu á því að skipta um föt“.
Hún lét sér nægja að setja á
sig svuntu, utan yfir svarta kjól-
inn, sem hún klæddist aðeins,
þegar hún fór til kirkju. Hattinn
sinn lét hún liggja eftir á borð-
inu.
Maurice de Saint-Fiacre heJlti
aftur í glasið sitt og drakk út, en
leit svo á Maigret, eins og til að
spyrja hann ráða.
„Við skulum fara“, sagði um-
sj ónarmaðurinn.
„Ætlið þið að borða hérna há-
degisverð? Ég er búin að slátra
hænu og ....“
En mennirnir voru þegar farn-
ir út úr stofunni og heyrðu ekki
orð hennar.
Framan við kirkjuna stóðu
fjórir eða fimm veiðivagnar, en
hestarnir voru bundnir við trén
og Maigret og greifinn sáu höfuð
þeirra hossast upp og niður yfir
lága kirkjugarðsvegginn. ’
Inni í hallargarðinum glamp-
aði og stirndi á gulan kappakst-
ursvagn greifans.
„Var ávísunin dagsett síðar, en
„Já, en henni verður framvísað
í bankanum á morgun".
Nú varð þögn, sem ekkert rauf
nema fótatak þeirra á hörðum
veginum, skráfið í hinum blikn-
uðu laufblöðum, sem vindurinn
feykti um og frís hestanna.
„Hafið þér miklum störfum að
gegna?“
Greifinn brosti með kaldhæðn-
um svip: „Ég er einn þeirra
manna sem nefndir eru einu
nafni ónytjungar. Ég hef hins-
vegar fengist við margt um dag-
ana. Ég ætlaði t. d. einu sinni að
stofna kvikmyndatökufélag ....
þar áður var í hluthafi í útvarps-
félagi....“
Allt í einu kvað skothvellur við
hinum meginn við Notre Dam
tjörnina og þeir sáu mann hlaupa
að einhverju dýri, sem hann hafði
skotið.
„Þetta er Gautier, ráðsmaður-
inn“, sagði Maurice. „Hann hlýt-
ur að hafa farið að heiman áður
en....“
Hann lauk ekki við setninguna,
en stappaði hælunum niður í jörð
ina, gretti sig í framan og snökkti.
„Vesalings gamla konan“,
muldraði hann á milli samanbit-
inna varanna. „Þet.ta er — þetta
er svo auðvirðilegt .... Og Jean,
þessi skítugi, litli ræfill ....“:
Um leið og hann sleppti síðasta
orðinu, komu þeir auga á Jean,
sem skálmaði fram og fatur í
garðinum framan við höllina, við
hJið læknisins. Hann virtist vera
að tala af mjög miklum ákafa,
þvi að hann bandaði út horuðum
höndunum, orðum sínum til
áherzlu.
Með vindinum barst öðru
hverju daufur reykelsisilmur, að
vitum þeirra.
ÞRIÐJI KAFLI
Ekkert sólskin kastaði hér ó-
raunverulegum ljóma á hlutina,
engin þoka huldi útlit þeirra.
Allt birtist hér í raunverulegri
mynd, hver hlutur með sín köldu
einkenni, reysknir trjábolir,
skrælnaðar greinar, svört möl og
þó sérstaklega dökk föt þeirra,
sem reikað höfðu inn í grafreit-
inn.
Hinsvegar öðlaðist allt, sem
Ijóst var, svo sem legsteinarnir,
stífuð skyrtubrjóstin og hattar
gömlu kvennanna, falskt, óraun-
verulegt gildi — varð of hvítt, of
áberandi.
„Við sjáumst fljótlega aítur“,
sagði Maigret við greifann, um
leið og þeir skildu við kirkju-
garðshliðið.
Gömul kona sat á litlum bekk,
sem hún hafði sjálf komið með,
og bauð mönnum appelsínur og
súkkulaði til kaups. Og hvílíkar
appelsínur. Stórar, óþroskaðar og
frosnar. Þær ollu tannakuli,
særðu kverkarnar og voru auk
þess eldsúrar. En þegar Maigret
var tíu ára, reif hann þær samt
í sig, einungis vegna þess, að
þetta voru appelsínur.
Hann braut loðskinnskragann
á yfirfrakkanum upp í háls og
leit ekki á nokkurn mann.
Hann vissi, að fyrst átti að
beygja til vinstri og þá var gröf-
in, sem hann var að vitja, sú
þriðja frá kýprestrénu að telja.
Alls staðar í kringum hann var
grafreiturinn vafinn marglitu
blómaskrúði.
Daginn áður höfðu nokkrar
konur þvegið suma legsteinana
með sápu og bursta.
Hér hvílir Evariste Maigret ..
„Afsakið, en reykingar eru
stranglega bannaðar hér“.
Umsjónarmaðurinn tók naum-
ast eftir þvi, þegar talað var til
hans. Loks leit hann þó upp, sá
hringjarann, sem einnig var
kirkjugarðsvörður, og stakk
þegjandi pípunni í vasann.
Hann gat ekki bundið hugann
við neitt eitt umhugsunarefni í
einu. Minningarnar flykktust í
hópum að honum, minningarnar
um föður hans, minningarnar um
vin sem hafði drukknað í tjörn,
minningarnar um dreng í greifa-
höllinni, sem átti dásamlegan
vagn.
ÉBÉ-
RYKSUGUR
BGMVÉLAR
Afborgunarskilmálar
Suðurgötu 10
Sími: 2606
Blómlaukar
Höfum lauka og setjum þá niður
fyrir yður.
2ju herbergju íbiíð
Til sölu er ný og mjög vönduð 2ja herbergja kjallara-
íbúð á hitaveitusvæðinu. Stærð 83 ferm.
Upplýsingar gefur
EYJOLFUR KONRÁÐ JÓNSSON
lögfræðingur, Tjarnargötu 16
Símar 82707 og 82281
Sonur húsvarðarins
Danskt ævintýrL
Fermingarfötin voru tilbúin, mamma saumaði þau sjálf,
en klæðskerinn, sem gerði við gömul föt, hafði sniðið þau,
og hann sneið vel. Hefði öðruvísi verið ástatt fyrir þeim
manni og hann hefði getað haft vinnustofu og sveina, sagði
kona húsvarðarins. þá saumaði hann líkast til núna á kóng-
inn.
Ekki stóð á fötunum og ekki stóð á fermingarbarninu.
Georg fékk úr í fermingargjöf frá gamla afgreiðslumann-
inum hjá fatasalanum. Hann var skírnarvottur Georgs og
efnaðri en hinn. Úrið var gamalt og þrautreynt. Það flýtti
sér alltaf, en það er betra heldur en að það hefði seinkað
sér. Þetta var dýrmæt gjöf.
Og frá hershöfðingjahjónunum kom sálmabók í mjúku
skinnbandi. Hún var frá heimasætunni litlu, sem Georg
hafði gefið myndirnar. Á saurblaðinu stóð nafnið hans og
nafnið hennar og „góðviljuð hollvina.“ Það var skrifað eftir
fyrirsögn frúarinnar, og hershöfðinginn hafði lesið það og
sagt: „Charmant!“
„Þetta var verulega mikil hugulsemi af svo hágöfugu
fólki,“ sagði kona húsvarðarins, og Georg var látinn fara í
fermingarfötin og fara upp með sálmabókina til þess að
sýna sig og þakka fyrir sig.
Hershöfðingjafrúin sat og var öll dúðuð og hafði mikinn
höfuðverk eins og alltaf. þegar henni leiddist. Hún leit mjög
vingjarnlega til peorgs og óskaði honum allrar farsældar og
að hann fengi aldrei höfuðverk. Hershöfðinginn var í inni-
sloppi, skúfhúsu og rauðum rússastígvélum. Hann gekk um
llmurinn
er indæll
og bragðið
eftir því'
O. Johnson & Kaaber h.f.