Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUISBLAÐIÐ Laugurdagur 8. okt. 1955 JllwgflttiMðfrib Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Skuggar verkfallsins setja svip á störf Alþingis Paul i_. West; Reynt er að samræma tiUögur Rússa off vesturveldasana í aivopnunarmáíum IDAG kemur Alþingi saman til funda. 52 þjóðkjörnir fulltrú- ar taka að ráða ráðum sínum, og varða veg framtíðarinnar. Síð- asta þing var meðal hinna at- hafnasömustu og víst er að þing- menn okkar hafa enn áhuga fyr- ir að koma fram sem mestum og merkustum umbótum. Sýnir það hinn mikla framfarahug þjóðar- innar, að alltaf er meir knúð á, heldur en fjárhagsgetan leyfir. Það er engin stöðnun á ferðum, heldur eru óþrjótandi verkefni til að glíma við. En á þessu þingi, sem nú er að hefjast, eru þó erfiðleikar af vissum ástæðum, sem eru yfir- gnæfandi, þegar litið er á verk- efnin. Það eru þau vandræði, sem steðja að öllum efnahagsmálum þjóðarinnar, sem fylgifiskar verk fallsins mikla í marz og apríl s.l. Kauphækkanirnar að af- loknu þessu verkfalli hafa komið öllu fjárhagskerfi þjóð- arinnar svo úr skorðum, að hættuleg dýrtíðarskrúfa er nú í fullum gangi. Ástæðan tli þessa er fyrst og fremst sú, að framleiðsluatvinnuvegir þjóðarinnar hafa ekki getað borið kauphækkunina. Þjóð- artekjurnar höfðu ekki vaxið, sem þeim nemur. Þess vegna gátu þær ekki fært mönnum aukin verðmæti, heldur urðu þær óhjákvæmilega til þess eins að lækka verðgildi krón- unnar, hleypa af stað nýrri dýrtíðaröldu. r Stöðvun víxláhrifanna Erfiðleikanna af verðhækkun- aröldunni mun ófrávíkjanlega gæta miög í öllum störfum þings- ins. Það verður fyrst og fremst að taka ákvarðanir um hvernig er hægt að forða frekara tjóni. Athuea, hvort hægt er að stöðva dýrtíðarskrúfuna, hin ægilegu víxlaáhrif milli kaupgjalds og verðlags, sem hóta því að gera krónuna verðlausa. Og Alþingi verður að taka ákvarðanir um hvernig hægt á að vera þrátt fyrir sligandi kostnaðarbagga, að starfrækja framleiðsluatvinnu- vegina, undirstöðu lifs okkar á köldu landi. Það er ekki auðvelt verkefni, því að ekki verður séð að atvinnuvegir þessir geti nokk- urs staðar fengið fjármagn til að greiða aukinn reksturskostnað út af verkföllunum, nema frá ríkissjóði. Þannig enda öll þau fögru lof- orð, sem kommúnistar gáfu verka mönnum, er þeir ginntu þá út í hið langvinna ■'•“rkfall s.l. vetur. Þau enda með hví að öll súpan verður að greiðast úr ríkissjóði. Á herðar skattgreiðandans Kommúnistar hétu verkfalls mönnum bættum kjörum, sem skyldu nema 60%. Aðvaranir voru bomar fram á móti um það, að enginn grundvöllur væri í þjóðfélaginu fyrir slík- um kjarabótum. Hin endan- Jega niðurstaða hefur orðið einvörðungu verðrýrnun pen- inganna og að ríkissjóður verð ur að verja milljónatugum til þess að geta haidið atvinnu- vegunum gangandi. Á ríkis- sjóð hefur mestur kostnaður- inn lagzt. En er lokastigið í þessari til- færslu peninganna, að ríkissjóð- ur greiði þá af hendi úr kassan- um. Er vandinn e.t.v. enginn ann ar en að prenta bara meiri seðla I Jú, vandinn, sem að höndum steðjar er meiri en svo. Allur þessi aukni kostnaður leggst að lokum á almenning í landinu. Hvern einasta eyri, sem atvinnu- vegirnir fá í styrk vegna dýrtíð- Sameinuðu þjóðunum, New York: — UNDIRNEFND Sameinuðu þjóð anna um afvopnunarmál, sem skipuð er fulltrúum fimm stór- velda — Bandaríkjanna, Bret- lands Frakklands, Kanada og Sovétríkjanna — hefur nú setið á rökstólum í rúmlega tvær vik- ur, eða síðan 29. ágúst, og má segja, að enda þótt lítið sé vítað með vissu um árangur af viðræð- um nefndarinnar, sökum þess að flestir fundirnir hafa farið fram fyrir luktum dyrum, þá eru fréttamenn sammála um að ti'du- verðrar bjartsýni gæti meðal st j órnmálamanna. MIKIÐ YANDAMÁL Þess er ekki að vænta, að nefnd þessi taki neinar fastar og bind- andi ákvarðanir, til þess hefur hún ekki vald. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að finna full- komnar skýringar á þeim tillög- um, sem fram hafa komið frá einstökum ríkisstjórnum um af- vopnun og eftirlit með vopnabún aði. Ef nefndinni tekst að sam- SKYRA MALIN FYRIR RÚSSUM í sl. viku voru haldnir fjórir fundir og notuðu hinir banda- rísku, frönsku og kanadísku full- trúar þá aðallega til þess að ut- skýra einstök atriði í afvopnun- artillögum viðkomandi ríkis- stjórna. Mikill hluti þessarra skýr ræma skilning og túlkun á ein- inga voru svör við spurningum, stökum tillöguatriðum, getur það er rússneski fulltrúinn Arkady orðið mikilvægur liður í endan- I A. Sobolev, hafði lagt fyrir nefnd legri lausn og samkomulagi tim þetta mikla vándamál, sem án efa verður eitt af aðalviðfangs- efnum utanríkisráðherra stór- veldanna fjögurra, er þeir koma saman til fundar í Genf í næsta mánuði. „ \JelvakancU / í\ ikrifar: Sendiherra. arflóðsins verða skattgreiðendur CENDIHERRA er eitt þeirra að inna af hendi. Hið tilgangs- ^ orða sem hefir varpað tignar- lausa verkfall hefur því óhjá- svip á íslenzka tungu og sýnt hve kvæmilega og þráðbeint í för með vel hún getur samrýmzt kröfum sér hækkun á öllum opinberum tímans. Orðið er sutt og fagurt gjöldum. Enda er hugsanlegt, að og í alla staði prýðilegt um þá það hafi einmitt verið hinn duldi menn sem ganga erinda stjórna tilgangur kommúnista í verkfall- sinna í erlendum ríkjum. Það yrði inu, að valda óreiðu í íslenzku því mikill söknuður að þessu fjármálalífi samfara skattahækk orði, ef það glataðist úr tungunni unum, þótt annað hafi þeir gefið og gleymdist í rykföllnum orða- upp. Stórfellt fjárhagstjón Verkfallið hefur þegar orðið al menningi í landinu dýrkeypt, þar sem öll þjónusta og verð á land- búnaðarafurðum hefur hækkað stórlega. M.a. hefur það snert illa hag þeirra manna, sem höfðu búið sig undir húsbyggingar. Það hefur komið sér illa fyrir þá, hvernig öll þjónusta og vinna í sambandi við byggingamálin hef- ur stórhækkað. í En það er því miður ekki enn séð fyrir endann á því, hver áhrif það mun hafa á ríkisbúskapinn. Ríkissjóður verður auk niðurgreiðslna og styrkja til atvinnuvega að veita fé til verklegra fram- kvæmda ýmissa í landinu. Það er hætt við að skórinn kreppi nú í vetur meir að en venju- lega, þegar leggja verður auka skatta á til að standast öll hin margvíslegu verkfallsútgjöld. Margur þingmaðurinn sem vill framfarir og framtak í sínu hér-J aði mun nú hugsa til þess með ] bókum sem fáir ---- ---- _ i'iíof í_• ' IrmrÍQn/íi nQiiíScvr nokkrum ugg, að lítið kunni að verða eftir til skiptanna, þegar dýrtíðar-gámurinn hefur heimt- að sinn skatt. Skuggar verkfallsins Þannig hefur fallið nýr skuggi yfir öll fjárhagsmál þjóðarinnar. Það er hinn langi skuggi af van- hugsuðu eða illhugsuðu.verkfalli kommúnista á s.l. vetri. Þetta þýðir að allsstaðar í öllum verk- legum framkvæmdum þjóðarinn- ar verður að kífa á brattann og berjast við ótal torfærur, sem hóta þjóðinni óförum. Nú riður því á, að Alþingi íslendinga gangi hreint og lesa nema af knýjandi nauðsyn. Því miður er ekki annað að sjá en örlög þessa ágæta orðs verði einmitt þau sem fyrr getur. Það er að vísu ekkert nýtt, að orð lifi og deyi. Mörg af ágætustu orðum tungunnar eru nú flestum gleymd nema kannski nokkrum grúskurum sem um- gangast þau eins og prinsessuna á bauninni. Aftur á móti eru þau horfin af vörum fólksins, sum jafnvel fyrir ævalöngu. Áður en langt um líður OKKUR er sagt, að fjölmargir sendiherrar íslands verði áð- ur en langt um líður gerðir að i „ambassadorum", eins og komizt djarft til verks. Það er nauð- er ag orgj af smákarlalegu yfir- syn að stöðva dýrtíðarskrúf- ]æf j pa muni norrænir sendiherr- una og gera einhverjar ráð-.ar hér á landi sömuleiðis hljóta stafanir til þess að atvinnu- vegirnir geti borið sig. Ýmsar fjárhags- og framkvæmdaáætl anir hafa þegar beðið stórfelld an hnekki af verðbreytingum. Menn sjá að það er enginn leikur að færa til betri vegar, það sem úr skorðum fór. En alþjóð mun fylgjast með því máli af vakandi áhuga, hverjir mæta örðugleikunum af hreinskilni og hinsvegar þessa tign, sumir þeirra hafa jafn vel nú þegar verið skipaðir „ambassadorar“. Og ekki alls fyrir löngu kom víst fram tillaga á þingi S.Þ. þess efnis, að allir sendiherrar verði gerðir að „ambassadorum". Sendiráðherra. EINS og þið sjáið, hef ég alltaf ritað „ambassador“ innan dæma þá hart sem svíkjast gæsalappa. Ástæðan er sú, að undan merkjum með ábyrgð- mér finnst ekki nauðsynlegt að arlausu Iýðskrumi. taka þetta orð inní tunguna. Það yrði mikil skaði að því, ef orðið „ambassador“ ætti að leysa sendi- herra af hólmi. Hvílíkur munur á orðum! Velvakandi vill þvi skora á menn að finna nýtt orð yfir „ambassador", og senda hon- um. Sjálfur stingur hann uppá því, að við notum í staðinn fyrir það orðið sendiráðherra. Það er að vísu einu atkvæði lengra en sendiherra og ekki eins þjált í munni, en þó hefir það allmarga kosti: það er rammíslenzkt og lýsir ágætavel viðkomandi persón um. Útlendur söngvari. KÆRI Velvakandi! Mig langaði til að spyrja þig, hvort hljómplata, úr Töfra- manninum, eftir Mozart, sem leikin var í óskalagatímanum s.l. laugardag hafi verið sungin af íslenzkum söngvara. Mér þótti mjög vænt um að aría þessi var leikin þar, því að ég hafði nýlega séð óperuna í leikhúsi Heimdallar og þótti lag- ið fallegt. Var það e.t.v. Kristinn Hallsson, sem söng á plötuna? Svar: Nei, það var útlendur söngvari, sem var á hljómplötu þessari. En satt er það, að vel væri þegið af útvarpshlustendum, ef útvarpið léki fallegustu aríurn ar úr þessari skemmtilegu óperu Tvö bréf. ÞÁ eru hér glefsur úr tveimur bréfum: „Ein sem fylgir tímanum" sendir mér pistil, þar sem hún gagnrýnir Húsmæðraskólann tals vert, einkum óþarfavafstur og litla vélakennslu. Finnst henni nauðsynlegt, að stúlkunum sé kennt að fara með algengustu heimilisvélar og nota þær, svoog saumavélar. Er þessu komið á framfæri við viðkomandi aðila í fullri vinsemd. Loks er hér bréf frá verka- manni. Hann segir: Velvakandi góður. Ég var mjög gramur Ferðaskrif stofunni um daginn. Svo er mál með vexti, að ég fór á hennar vegum í smáferðalag uppí Mos- fellssveit. Hafði ég keypt far fyrir mig og fjölskyldu mína fram og til baka, en þegar við ætluðum heim, var bifreiðin orðin svo yfir- full, að til vandræða horfði. Gat ég því ekki notað farseðil okkar og urðum við af ferðinni. Ég bið Velvakanda fyrir þessar línur vegna þess að aldrei verður nóg- samléga brýnt fyrir mönnum, hve mikil slysahætta er af ofhlöðnum langferðabifreiðum. MerklH, sem klæðir landið. armennina. í svörum sínum gerðu fulltrúar vestúrveldanna greín fyrir afstöðu sinni til einstakra liða í rússnesku tillögunum. Er fundum nefndarinnar lauk á föstudag hafði Soboiev hins vegar ekki svarað spurningum, sem fyrir hann höfðu verið lagð- ar, eða útskýrt afstöðu sína og ríkisstjórnar sinnar til banaa- rísku tillaganna. SAMI AGREININGUR? Hinir bjartsýnustu þeirra manna, sem fylgjast með þessum málum vildu túlka þetta þannig, að Sobolev væri að bíða eftir nánari skýringum og fyrirmæl- um frá Moskvu um afstöðu rúss- nesku ríkisstjórnarinnar til síð- ustu tillagna Eisenhowers forseta um afvopnun og vopnabúnað. Aðrir vilja túlka þetta svo. að krafa Sobolevs um nákvæmar og skýlausar skýringar bendi til, að enn gæti sama ágreinings milli austurs og vesturs um það hverja leið eigi að fara til þess að koma á afvopnun. TVÖ SJÓNARMIÐ Sovétríkin halda því fram, að fyrsta sporið sé að draga þegar í stað úr vopnabúnaði og fækka herliði. Vesturveldin halda því hins vegar fram, að útilokað sé að ná viðunandi samkomulagi um slíkar ráðagerðir, fyrr en skapað hefur verið fullkomið og gagn- kvæmt traust milli þessara þjóða og að bezta leiðin sé að koma á fót eftirlitskerfi, sem fylgist með öllum herbúnaði og og veiti nægi lega aðvörun ef um meiriháttar vigbúnað væri að ræða hjá ein- hverju þeirra landa, sem aðildi ættu að væntanlegu samkomu- lagi. Upp á síðkastið virðast Rúss ar hafa færst nokkuð nær því að viðurkenna, að slíkt eftir- lit sé nauðsynlegt, og er þvi ágreiningurinn aðallega fólg- inn í því hvernig framkvæmd slíks efirlits skyldi háttað. SKOÐANIR SAMRÆMDAR Harold E. Stassen, sem er full- trúi Bandaríkjanna í nefndinni og sérstakur ráðunautur Eisen- hawers forseta í afvopnunarmál um, hefur lagt fram álitsgerð, sem felur í sér töluverða tilslök- um af hálfu Bandaríkjamanna og er þar gerð tilraun til þess að sameina tillögur Rússa og Bandaríkjamanna. Leggur hann þar til að áætlanir hvors um sig verði sameinaðar þannig, að Bandaríkin og Sovét-Rússland skiptist á nákvæmum upp- dráttum og upplýsingum um herstöðvar í hvoru landinu um sig, samkvæmt tillögum Eisen howers, og hvor aðilinn um sig gangi úr skugga um að upp lýsingar þessar séu réttar, með því að taka ljósmyndir af her- stöðvum úr lofti. Til viðbótar þessu verði síðan samkvæmt til- lögum Rússa, komið á fót eftir- litsnefndum, sem hefðu aðsetur í landi hvors um sig og gætu fylgst með öllum herbúnaði og hugsanlegum undirbúningi undir skyndiárás. Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.