Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugurdagur 8. okt. 1955 1 Ekl c/ með vopnum vegl ■- "* fci i ð EFTIR SIMENON Framhaldssagan 10 „Haun hefur líklega komið til þess að gefa skýrslu um kúna, sem drapst hjá Mathieus í vik- unni sem leið“. Ungur spjátrungur með rautt blóm í hnappagatinu á bláa vað- málsjakkanum oð hárlubbann löðrandi í brilliantine, var meira að segja svo áræðinn, að hann kallaði á eftir umsjónarmannin- um: „Þér eruð beðinn um að koma sem fyrst til gistihússins hennar Marie Tatins og reyna að handsama gas, sem sloppið hefur í burtu. ... “ Og hann hnippti í félaga sína, sem reyndu árangurslaust að bæla niðri hláturinn, en skelltu svo alveg óviljandi upp úr, um leið og Maigret leit til þeirra. Ungi maðurinn hafði að mörgu leyti rétt fyrir sér. Loftið í veit- ingastofunni var vægast sagt alveg hræðilegt og tóbaksreykur- inn var svo þéttur, að hálfrokkið sýndist í stofunni. Við eitt borðið sat bændafjöl- skylda og snæddi nestið, sem hún hafði komið með að heiman, en skolaði því öllu saman niður með kaffi úr stórum kollum. Faðirin stýfði uppþornaða pýlsu úr hnefa með vasahnífnum sínum. Börnin drukku límonaði, en hinir fullorðnu brennivín. Um leið og umsjónarmaðurinn kom inn í veitingastofuna, reis kona nokkur, sem setið hafði úti í einu horninu, á fætur, gekk nokkur skref í áttina til hans, vandræðaleg og hikandi. Hún hélt í hendina á stálpuðum dreng, sem Maigret þekkti þegar á rauða hárinu. „Eruð þér umsjónarmaður- inn?“ Augu allra sem inni voru, hvíldu rannsakandi á konunni. „Fyrst vil ég taka það fram, Monsieur le Commissaire, að við höfum alltaf verið heiðarlegar manneskjur. Samt sem áður er- um við blásnauð .... Þessvegna ákvað ég, þegar ég sá Ernest.. “ j Drengurinn, se mvar mjög föl- ur yfirlitum, stóð hreyfingarlaus og starði fram fyrir sig, án þess að nokkur merki um geðshrær- ingu sæust í svip hans. J Maigret laut niður að honum: „Varst það þú sem tókst bæna- bókina?" spurði hann. ! Ekkert svar, aðeins æðislegt augnatillit. „Svaraðu umsjónarmannin- um.... “ I En drengurinn herpti saman varirnar og þagði sem fyrr. i Nú var þolinmæði móðurinnar þrotin og áður en nokkurn varði hafði hún gefið syni sínum svo vel úti látinn löðrung, að eftir varð dökkrauður flekkur á vinstri kinn hans. j Höfuð drengsins riðaði til við höggið. Tár komu fram í augun, ! varirnar titruðu, en hann hreyfði sig ekki úr stað. „Ætlarðu að svara mér, óþekkt 1 arormurinn þinn?“ j Síðan snéri hún sér að Maigret: „Svona eru börnin nú á dögum. Hann er búinn mánuðum saman að öskra og heimta, að ég kaupi handa honum bænabók .. stóra eins og bænabók sjálfs prestsins. Ekki dugar nú neitt minna. Þeg- ar mér var svo sagt frá bænabók greifafrúarinnar, þá datt mér strax í hug .. Og svo fannst mér það líka grunsamlegt, að hann skyldi koma heim í hléinu á milli annarrar og þriðju messu, því þá borðar hann venjulega morgun- matinn á prestsetrinu .. Eg fór þessvegna inn í svefnherbergið og fann þessa hérna undir dín- unni í rúminu hans“. Aftur sló hún til stráksins, en hann gerði ekki einu sinni tilraun til að bera af sér höggið. „Á hans aldri var ég nú ekki einu sinni orðinn læs. En hinsveg- ar hefði ég aldrei orðið svo óguð legur að fara að stela bók, þó ég hefði getað lesið hana“. Hátíðleg þögn ríkti í veitinga- stofunni. Maigret stóð og hamp- aði bænabókinni í höndum sér. „Kærar þakkir, frú“. Hann snéri sér við og ætlaái að ganga út úr stofunni, en konan greip laust í handlegg hans, vandræðaleg á svipinn: „Monsieur le Commissaire .... mér var sagt, að heitið væri fund- arlaunum .. fáum við þau ekki, þó að Ernest.... “ Maigret rétti henni tuttugu franka, sem hún tróð með stök- ustu gætni niður í pyngju sína. Síðan þreif hún ómjúkt til son- ar síns og draslaði honum til dyra um leið og hún tautaði í hótunar- tón: „Og þú þokkapilturinn munt fljótlega fá að vita, hvað þú átt í vændum." t Augu Maigrets og drengsins mættust, að vísu ekki nema leift- ursnöggt, en samt nógu lengi til þess, að votta hvor öðrum skiln- ing og vináttu. i Kannske var það vegna þess, að einu sinni hafði Maigret líka þráð að eignast samskonar bæna- bók, bænabók með gylltum brún- um og alla texta tíðagerðarinnar í tveimur dálkum, bæði á latínu og frönsku. i „Um hvaða leyti búizt þér við að koma til hádegisverðar?“ | „Ég veit það ekki“. I Maigret var lagður af stað til svefnherbergis síns, þar sem hann ætlaði að rannsaka nákvæm lega bænabók látnu konunnar, en skyndilega féll hann frá þeirri ákvörðun sinni, snéri við í stigan- um og gekk út. I Meðan hann gekk hægum skrefum eftir veginum, í áttina til hallarinnar, opnaði hann bæna bókina sem bar skjaldarmerki Saint-Fiacre, stimplað á titilblaði sínu. Réttara hefði þó verið að segja að bókin hefði opnast sjálfkrafa á stað, þar sem einhverjum bréf- miða hafði verið komið fyrir, á milli tveggja blaða: Blaðsíða 221. Bænir eftir altaris göngu. Þarna lá litill miði, sem virtist fljótt á litið hafa verið klipptur mjög kæruleysislega út úr ein- hverju dagblaðinu og var ekki annað hægt að sjá, en að prentun- in á honum hefði verið mjög klaufalega framkvæmd: „Phrís 1. nóvember. í morgun gerðist hörmulegur atburður í húsi einu í Rue de Miromeil, en þar hafa dvalið í nokkrar undanfarin ár greifinn af Saint-Fiacre og rússnesk vin- kona hans, Marie V.... Greifanum var sýnilega mjög brugðið, er hann kom að máli við þessa vinkonu sína. Kvað hann nafn sitt svívirt og mannorð sitt eyðilagt vegna hneykslis, sem einn meðlimur fjölskyldunnar hefði valdið. Að svo mæltu dró hann upp skammbyssu og skaut sig í gegnum höfuðið. Lézt hann að nokkrum mínút- um liðnum, án þess að komast til meðvitundar. Augljóst er, að hér er um mjög sorglegan fjölskylduharmleik að ræða, þar sem umrædd persóna, sem olli þessari örvæntingu unga greifans, er engin önnur en móðir hans“. Gæs sem kom kjagandi eftir veginum, glenti ginið á móti Maigret og blés reiðilega að hon- um. Kirkjuklukkurnar hringdu í ákafa og kirkjugestirnir þokuð- ust hægt og hátíðlega út úr litlu kirkjunni. Reikelsiseimur og rek- ur af kertaskari barst þaðan með blænum. Mgjgret stakk bænabókinni í annan hliðarvasa yfirfrakkans, en hún var svo þykk og stór um sig, að hún aflagaði snið hans. Hann Stúlkur óskast / dansflokk Stúlkur óskast í dansflokk, er ÍSLENZKIR TÓNAR eru að stofna. Danskunnátta ekki nauðsynleg Æskilegt að umsækjendur hafi snotra söngrödd. Þær stúlkur, er ráðnar verða í flokkinn, munu hljóta alhliða danskennslu í vetur. Umsækjendur mæti að Laugavegi 58, bakhúsinu, milli kl. 5—7 í dag. Upplýsingar ekki veittar í síma. ÍSLENZKIR TÓNAR NYKOMIÐ Santa Clara sveskjur 40/50 OG 70/80 O.ÁL nóon CjT ^JJaaler L.f. Morgunblaðið Hafnarfirði Unglingar óskast til blaðburðar, einnig koma til greina börn, sem ekki fara í skóla fyrr en kl. 1. Hátt kaup. Upplýsingar á afgreiðslunni, Strandgötu 29, sími 9228, 111111111111111111111111111111111111' Iniiimiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiinins RÚLLUPYLSU- KRYDD H. BfHEDIKTSSOH & C8. H.í. HafnarhvoII — sími 1228 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiii;iiiiiiinn MU ■I „llmurinn er indælfl og bragðið eftir því“ O. Johnson & Kaaber h.f. G UF UPRESSUN HAFNARSTRÆTI 5 LAUFÁSVEGI 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.