Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 7
f Miðvikudagur 12. okt. 1955 UORGVNBLAÐIB ísafjörður, 7. okt. 1955. í MORGUN opnaði Verzlun E. Guðfinnssonar í Bolungarvík matvöru- og búsáhaldaverziun í nýju og stórglæsilegu húsnæði, sem verzlunin hefir iátið reisa við norðurenda gama verzlunar- hússins, en þar verður vefnaðar- vöruverzlunin áfram til húsa. Er þetta án efa ein glæsilegasta mat- vöruverzlun, sem nú er í landinu. Er öllu þar mjög haganlega fyr- irkomið og innrétting og útbún- aður verzlunarinnar allur með miklum glæsibrag. Er afgreiðslu- borð verzlunarinnar, gluggar og hurðir smíðað úr tekki. Lýsing verzlunarinnar er og mjög full- komin og er hún að verulegu leyti lýst með Ijóskösturum. SÖLUBÚÐ OG VÖRUGEYMSLA Byrjað var á byggingu þessa nýja verzlunarhúss í ágústmán- uði í fyrrasumar, og hefir verkið gengið vel síðan. Á neðri hæð hússins er komið fyrir nýlendu- vörudeild, búsáhaldadeild, brauð vörudeild og kjötdeild. Að baki verzlunarinnar er rúmgóð vöru- geymsla, herbergi til niðurvigt- unar, sérstök geymsla fyrir jarð- ávexti, bakarí, kæliklefi og frystigeymir og auk þess er kælt afgreiðsluborð í kjötdeildinni. Grunnflötur verzlunarinnar er 300 fermetrar, en lofthæð 3,70 metrar. Á efri hæð hússins verða skrifstofur verzlunarinnar, veit- ingastofur fyrir starfsfólk og vörugeymslur. Verzlunarstj órinn, Jónatan Einarsson, sem séð hefir um allar byggingaframkvæmd- irnar, lauk miklu lofsorði á vinnu sérfræðinga og annarra, er að húsinu hafa unnið. Uppdrætti af húsinu gerði Gísli Halldórs- son, arkitekt, en teikningar af innréttingu gerði Helgi Hallgríms son, húsgagnaarkitekt, en öll inn- rétting verzlunarinnar er smíðuð á Húsgagnavinnustofu Friðriks Þorsteinssonar í Reykjavík. Yfir- smiður við bygginguna var Jón Friðgeir Einarsson frá Bolung- arvík. Fréttaritari Mbl. á ísafirði átti stutt viðtal við Einar Guðfinns- son í tilefni af opnun hinnar nýju verzlunar og innti hann frétta um starfsemi verzlunar- innar á liðnum árum. — Hvenær byrjaðir þú verzlun í Bolungarvík, Einar? — Það mun hafa verið árið 1924. Ég byrjaði að róa á árabát frá Litlabæ í Skötufirði með bræðrum mínum, þegar ég var strákur, og 16 ára gamall var ég orðinn formaður á ársbát í Bol- ungarvík. Árið 1919 giftist ég og fluttist ég þá til Hnífsdals og átti ég þar heima í 4 ár. Atvinna mín í Hnífsdal var að taka á móti fiski fyrir félagið Hæstikaupstað- urinn h. f. (Nathan & Olsen), en það var eign nokkurra Hnífsdæl- inga og ísfirðinga, ásamt heild- verzluninni Nathan & Olsen í Reykjavík, sem þá hafði útibú og keypti fisk víða um land. Réð- ist ég til þessa félags af þeim Heimabæjarbræðrum, Halldóri og Páli Pálssyni. Þetta félag rak einnig fiskverkun og verzlun í Verzlunarþjónustn fylgir kröfum tímuns í Bolungurvík •« .< Einar Guðfinnsson Bolungarvík, og veitti Matthías Sveinsson, kaupmaður á ísafirði, þeirri deild forstöðu. Árið 1924 hætti félagið rekstri og fór ég þá að hugsa um að kaupa sjálfur fisk og reka verzlun fyrir eígin reikning. Varð það úr, að ég an. Var bátaflotinn algjörlega endurnýjaður á fjórum árum. Voru gömlu bátarnir seldir, en ný og st.ærri skip, sem uppfylltu kröfur tímans, komu til. Eru þeir bátar allir gerðir út af hluta- félögum. — Samfara aukinni útgerð hefir svo veAlunin þróast? — Já, verzlunin jókst í réttu hlutfalli við útgerðina, bæði út- flutningur sjávarafurðanna og innflutningsverzlunin. Fyrstu árin var ég einn við verzlunina. Gerði ég þá að fisk- inum milli þess sem ég afgreiddi í verzluninni. Varð ég oft að hlaupa úr miðri fiskhrúgunni, til að afgreiða hveiti og sykur eða jafnvel eina karamellu. Ég þekkti vel til alira síaðhátta hér í Bol- ungarvík, því að ég hafði á æsku- árum mínum róið héðan frá Bolungarvík, ásamt föður mínum og bræðrum. Afiaði ég mér því fljótt góðra viðskiptavina, sem vildu hafa viðskipti við mig. SYNIRNIR SXARFA VIÐ FYRIRTÆKIÐ Árið 1933 flutti ég svo í verzl- RIGMOR HANSON, danskenn- ari, er nýkomin heirn frá útlönd- um, en þar hefur hún kynnt sér allar helztu nýjungar á sviði samkvæmisdansa. í því tilefni hafði blaðið tal af frú Rigmor, og sagðist henni svo frá: Rigmor Hanson — Ég sat mót danskennarasam bandsins í Kaupmannahöfn í ágúst, en í september fór ég til Frakklands, Ítalíu og Englands, og kynnti mér hvernig helztu tízkudansarnir eru dansaðir þar — því þó svo að við danskenn- arar, sem erum í alþjóða-dans- kennara-sambandinu, kennum eins um allan heim — það er að segja í öllum þeim löndum, sem sambandið nær til — þá vill þó oft verða einhver smávegis reun- ur á því, hvernig fólkið tileinkar sér dansinn, eftir því í hvaða landi er. Skapgerð hinna ýmsu þjóða er svo ólík, og því skiljanlegt að t.d. ýmis atriði í sumum dönsunum verði meir áberandi í einu landi en öðru o. s. frv. Þannig er t.d. nokkur munur á því, hvernig mabo er dansaður í Frakklandi, Englandi eða Ítalíu. En mabo er tvímælalaust tízku dansinn í vetur, og hefi ég hugs- að mér að sýna og kenna nem- endum mínum mabo, bæði uppA franska, enska og ítalska vísu. Verður svo gaman að sjá, hvernig íslendingar kjósa að .dansa hann. En ég efa ekki a3 unga fólkið hér verði fljótt að n4 þessu, því öll þau ár, sem ég hefi kennt hér, hefir mér fundizt land ar minir vera betri dansaraefni þ. e. a. s. sérstaklega músíkalsk- ir, yfirleitt fljótir að læra, fimir og léttir á sér — en ég hefi séð í flestum öðrum þeim löndum, þar sem ég hefi komið. Annars eru aðal-dansarnir sem fyrr: Vals, tango og foxtrot — og svo rumba, jive, baio, samba o.Q, — Og alla þessa dansa ætliíT þér r ð kenna nemendum yðar i vetur? — Já, en ekki alla í einu. Eins og undanfarna vetur verður skipt i flókka. þannig að sérflokkar verða fyrir þá, sem hafa dansacf áður og vilja sem fyrst lséra þaíf nýjasta. Kennsla í þeim flokkum hefst núna á sunnudaginn kemur. Þá verður byrjað að kenna mabo og fleira. Svd eru aðrir flokkar fyrir bxn'jendur, sem læra fyrst algeng ustu dansana, svo sem vals, tango, foxtrot o. fl., og byrja æfingar fyrir þá núna á laugardaginn kemur. Á laugardaginn hefjast líka æfingar í barna- og unglinga- flokkum þeirra, sem hafa lært áður, en á mánudaginn fyrir börn og unglinga, sem eru að byrja. Vil ég gjarnan taka það fram, að það verður ekki tekið á móti nemendum við innganginn. Þeir, sem ætla að læra hjá mér núna fyrir jól, verða að gjöra svo vel að tala mið mig fyrir næstkom- andi föstudag. Á föstudaginn kernur afhendi ég nemendum skírteinin milli kl. 5 og 7 í Góðtemplarahúsinu, en þar fer einnig kennslan fram. Afgreiðslufólkið og verziunarstjóri verzlunar E. Guðfinnssonar í Bolungarvík. (Ljósm.: Jón Páll). keypti eignir félagsins hér og fluttist hingað til Bolungarvíkur. HELMINGASKIPTI Hóf ég þá strax útgerð og verzlun, og lét ég byggja nokkra nýja 8 tonna báta, en það var sú stærð vélbáta, sem hér hent-| aði, þar sem alltaf þurfti að setja bátana vegna hafnleysis. Báta þessa gerði ég út í sameign með skipstjó-unum, sem áttu bátana að hálfu á móti mér. Gafst méri þetta útgerðarfyrirkomulag mjög vel, og þakka ég velgengni mína því, að hafa frá upphafi átt því láni að fagna að eiga gott sam-1 starf og samvinnu við duglega og þróttmikla sjósóknara. í lok stríðsins var svo farið að undirbúa stækkun bátaflotans.! Höfðu hafnarskilyrði bá batnað svo hér í Bolungarvik, að hægt. var að gera út stærri báta héð- unarhús Péturs heit. Oddssonar, og hefir verzlunin verið hér til húsa siðan. I — Synir þínir taka mikinn þátt ’ í rekstri fyrirtækisins? — Já, við hjónin höfum haft sérstakt barnalán. Eftir því sem bömin komust upp, fóru synirn- ir að taka æ meiri þátt í rekstri fyrirtækisms og vinna nú 4 bræð- urnir eða raunar fimm við fyrir- tækið, því að sá fimmti sér um allar byggingaframkvæmdir þess. — Það hafa verið erfiðir tím- ar, sem þú byrjaðir verzlun þína á? | — Já, það voru að mörgu leyti erfiðir tímar, en meðan ég átti í mestum fjárhagsörðugleikunum fann ég oft til þess, hvað fólkið treysti mér vel, og veitti það mér j ótrúlegan stuðning, til að koma starfseminni yfir örðugasta hjall-j Frh. á bls. 11 NY KENNSLUBOK íi I SETNÍNGA- FRÆÐI handa framhaldsskólum eftir Dr. Halldór Halldórsson Hér kemur loksins setn- ingafræði, sem allir geta skilið og lært mikið af. í bókinni er mikið af æfingum og landsprófs- verkefnum. Bókin kostar kr. 40.00 í snotru bandi. BÓKAFORLAG OODS BJÖRHSSONAR Tvær stúlkur vantar til starfa í þvoítahúsi nú þegar. Önnur við afgreiðslu, en hin víð fxágang á þvotti og fleira. Umsóknir sendist Samhands íslenzkra samvinnufélaga. St arf sm annahald. <Jr hinni nýju verzlun. T. v. sést búsáhaldadeildin og afmörkuð frá henni kjötdeildin. T. h. er pýlcnduvörudeildin. ____!_____ __ _____________ •■■■■■■■••«««•«•■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■• ATVIIMMA • Afgreiðslufólk óskast. ■ Kjötbúð Árna Páfssonar I Sími 80455. w umLUP £. Guðiinnsson opnnr glæsilegn mntvöru- og bnsáhoidnverzlnn Mambo verðtir aðal- tizkudansinn í vetur — segir tUgme. Hanson danskennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.