Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB MiSvikudagur 12. okt. 1955 ] Framhaldssagan 13 jafnvægi. Jafnvel gleðisnautt uppgerðarbros flökti um varir hans: „Engin kæra liggur fyrir og enginn hefir verið staðinn að Verki, svo þar af leiðir, að þér hafið enga heimild til að.... “ Maigret þagði og Jean Métay- er hélt áfram: „Læknirinn segir, að....“ „Og ég segi, að greifafrúin hafi verið myrt á svívirðilegan hátt af einhverri auðvirðilegri og saur- ugri nárottu.... “ Orðum sínum til áréttingar rétti Maigret skrifaranum prent- aða snepilinn. Jean Métayer virt- ist skyndilega eins og stirðna upp og hann leit á Maigret, eins og hann væri helzt að hugsa um að hrækja í andlit honum. „Fari það í .... þér sögðuð að .... Ég myndi ekki veita yður leyfi....“ Umsjónarmaðurinn lagði hönd sína létt á öxl hans: ■ „En drengur minn, ég hefi ekk ert sagt við yður — enn sem kom- ið er. Hvar er greifinn? Haldið bara áfram að lesa. Þér getið svo fengið mér miðann einhverntíma seinna“. Einhverjum sigrihrósandi glampa brá fyrir í hinum daufu augum skrifarans: „Greifinn er að ræða við ráðsmanninn — um ávísanir og önnur bankaviðskipti. Þér getið hitt þá í bókasafnsher- berginu.... “ Læknirinn og presturinn gengu lítið eitt á undan og Maigret heyrði að sá fyrrnefndi sagði: „Nei, nei, Monsier le Curé. Það er mannlegt. Það er ákaflega mannlegt. Ef þér aðeins vilduð kjmna yður ofurlítið lífeðlisfræði í stað þess að sökkva yður niður í ritsmíðar hins heilaga Ágúst- ínusar.... “ Sandurinn marraði undir fót- um mannanna, er þeir gengu hægum skrefum upp steinþrep hallarinnar, sem höfðu harðnað ©g gránað í miklum kuldum og sterku sólskini. j 4. kafli. Maigret gat ekki verið alls staðar. Höllin var feikna stór og þess vegna hafði hann aðeins ó- Ijósa hugmynd um atburði morg- unsins. Það var sá tími, þegar bænda- fólkið frestar heimför sinni, á sunnudögum og öðrum hátíðis- dögum, og nýtur ánægjunnar af því, að safnast prúðbúið saman í hópa á torgi bæjarins, eða unir , sér við drykkju í veitingahúsuu- um. Sumir voru þegar orðnir all- drukknir. Aðrir ræddust við í hálufm hljóðum og litlu dreng- irnir í óliðlegum sparifötum sín- um horfðu lotningarfullir á feð- ur sína. Þegar fjórmenningarnir komu til greifahallarinnar, fór Jean Métayer strax til herbergis síns og mátti greinilega heyra fóta- tak hans, er hann skálmaði eirð- arlaust fram og aftur um her- bergisgólfið. „Kannske þér vilduð ganga með mér?“ sagði læknirinn við prestinn og þeir gengu samhliða til herbergis þess er hafði að geyma jarðneskar leifar látnu greifafrúarinnar af Saint-Fiacre. Maigret staðnæmdist á hinum langa gangi, sem lá eftir allri neðstu hæð hallarinnar og lagði við hlustirnar. Honum hafði verið sagt að greifinn og ráðsmaðurinn væru inni í bókasafnsherberginu. Brátt heyrði hann líka óminn af rödd- um þeirra og gekk á hljóðið. Þegar hann lauk upp dyrum bókaherbergisins sá hann greif- ann sitjandi á brún eins borðs- ins og var svipur hans kvíðafull- ur og dapur. Ráðsmaðurinn gekk fram og aftur um gólfið með hendur fyrir aftan bak. „Þér hefðuð mátt vita hversu gagnslaust var að krefjast", heyrði Maigret að Gautier sagði. „Og þá sér í lagi fjörutíu þús- und franka“. „Hver svaraði í símann?" „Að sjálfsögðu Monsiuer Jean“. „Með svo góðum árangri, að hann flutti ekki einu sinni móður minni skilaboðin". Maigret ræskti sig og gekk inn í herbergið. „Um hvaða skilaboð eruð þið að tala?“ Greifinn af Saint-Fiacre svar- aði, að því er virtist alls ófeim- inn: „Við erum að tala um skila- boð, sem ég ætlaði að koma sim- leiðis hingað í höllina til móður minnar .... Eins og ég hefi þeg- ar sagt, þá þarfnaðist ég mjög peninga. Ég ætlaði að biðja móð- ur mína um þá fjárupphæð sem mér bráðlá á. En það .... það .... já Monsieur Jean, eins og menn kalla hann hér, varð fyrir svörum, er ég hringdi til hall- arinnar....“ „Og sagði hann yður að ekk- ert slíkt gæti komið til mála? En þér komuð nú samt hingað“. Ráðsmaðurinn virti mennina tvo fyrir sér. Maurice reis úr sæti sinu og fór að ganga um gólfið: „En ég kallaði ekki Gautier hingað til þess að ræða um þetta“ sagði hann órór. „Ég hefi ekki reynt að halda ástandinu leyndu fyrir yður, umsjónarmaður. Á morgun mun ég verða ákærður. Nú, þegar móðir mín er látin, er ég hinn eini löglegi erfingi. Þess vegna hefi ég beðið Gautier að útvega fjörutíu þúsund franka á morgun .... En slíkt virðist algerlega óframkvæmanlegt". „Algerlega óframkvæmanlegt", endurtók ráðsmaðurinn. „Bersýnilega er ekkert hægt að gera fyrr en Nótarius hefir fjallað um málið og hann vill ekki kalla lánardrottnana saman fvr en jarðarförin hefir farið fram. Auk þess segir Gautier, að mjög erfitt myndi reynast að ná fjörutíu þúsund franka lán út á þær eignir, sem eftir eru á greifa setrinu“. Greifinn hélt áfram að skálma fram og aftur um gólfið, en sneri sér svo snögglega að Maigret: „Þér töluðuð um glæp, umsjón- armaður .... er um nokkuð slíkt að ræða?“ „Engin ákæra hefir verið lögð fram og mun sennilega aldrei verða lögð fram“, svaraði Mai- gret. „Enda myndi það mál ekki snerta hina opinberu lögreglu á neinn hátt“. „Þér megið fara Gautier". Jafnskjótt og ráðsmaðurinn var farinn út úr herberginu, spurði greifinn raunamæddur: „Er hér um raunverulegan glæp að ræða?“ „Já, glæp, sem þó verður aldrei tekinn til athugunar af opinber- um saksóknara“. „Gerið svo vel að útskýra þetta örlítið nánar .... ég er farinn að....“ Skyndilega heyrðist há og hvell kvenmannsrödd tala frammi í for salnum. Maurice hleypti brúnum, gekk til dyranna og opnaði hrana- lega. „Marie .... þú komin hingað .... Hefir nokkuð komið fyrir?“ „Maurice. Hvers vegna vilja þeir ekki hlevpa mér inn til þín? Þetta er algerlega óþolandi fram- kom,a. Ég er nú búin að bíða á gistihúsinu í heila klukku- stund. ...“ í málfari hennar gætti mikils erlends hreims. Þetta var Marie Vassiliev, sem komin var frá Moulins í gömlum leiguvagni, sem beið úti í hallargarðinum. Hún var kona há vexti og mjög fögur. Er hún veitti því athygli, að Maigret horfði á hana, fór hún að tala ensku og Maurice svaraði henni á sömu tungu. Hún spurði hann, hvort hann hefði fengið peningana. Hann svaraði henni því einu, að nú væri ekki lengur um slíkt að ræða, móðir sín væri látin og nú yrði hún að halda til Parísar aftur og bíða þar, þangað til hann kæmi sjálfur, sem senni- lega myndi verða innan skamms. 46tlbtf4 rnlu Byrjið daginn lVlMlíS B T— lll *.«»»**** með því að borða 1 © Kellogg's CORN FLAKES — Fæst í næstu verzlun — H. HDIKTSSOI & CO. H.F. Hafnarhvoll — Sími 1228 60 smálesta bátur í góðu standi til sölu. — Uppl. gefur Ólafur Lárusson, sími 58 í Keflavík. Amerískir „Luxus"- kjólar komnir NB.: Aðeins einn af hverri gerð QJtfoU s4c)aÍótrceli fjölbreytt úrval MARKAÐURINN Laugavegi 100 Ný sending Ullarpils margir litir MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Bíleigendur — Bíleigendur Bílamálarinn er í Skipholti 25 Sími 82016 Og tekur að sér allar bílamálningar stórar og smáar og leitumst við, að veita bá þjónustu sem bezt er. Kjörorðið er, það bezta er aldrei of gott. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Virðingarfyllst Bílamálarinn. Skipholti 25 — sími 82016.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.