Morgunblaðið - 13.10.1955, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.1955, Qupperneq 16
Veðurúflif í dig: NA kaldi. Léttir til. íirigitiEÍiíatJilJ 233. tbl. — Fimmtudagur 13. októbcr 1955 W. Faulkner Sjá samtal og grein á bls. 9. IVIikið fjölmcnni á bókmennta- kynningu Almenna bókafélagsins SVO MIKIÐ fjölmenni sótti fyrstu bókmenntakynningu Almenna bókafélagsins í gærkveldi að fjöldi fólks varð frá að hverfa. Var hátíðasalur Háskólans troðfullur af fólki, þegar Bjarni Bene- •diktsson, menntamálaráðherra, formaður Almenna bókafélagsins, «etti samkomuna og bauð gesti velkomna. í ávarpi sínu ræddi hann m. a. hlutverk Almenna bókafélagsins. Hann kvað andlegt frelsi vera frumskilyrði blómlegs menningarlífs. FLUTTI KVEÐJU Bjarni Benediktsson flutti sam- komugestum kveðju Þóris Bergs- sonar, sem ekki gat sótt þessa kynningarsamkomu á verkum sínum sökum lasleika. Kvaðst xáðherrann mæla fyrir hönd allra viðstaddra, er hann árnaði hinum merka rithöfundi alls vel- farnaðar og sendi honum þakk- ir. —• ERINDI, PÍANÓLEIKUR, UPPLESTUR Þá flutti Guðmundur G. Haga- lín, rithöfundur, ýtarlegt og fróðlegt erindi um verk Þóris Bergssonar, Gísli Magnússon, píanóleikari, lék píanósóló og leikararnir Brynjólfur Jóhannes- son, frú Helga Valtýsdóttir og Valur Gíslason lásu upp úr verkum rithöfundarins. Að lokum þakkaði Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, sem var kynnir á samkomunni, hin- um mikla fjölda gesta fyrir kom- una. Fór þessi kynning Almenna bókafélagsins á verkum Þóris Bergssonar hið bezta fram og var öllum, er hana sóttu, til mikillar ánægju. Bæði fyrirlesurum og listamönnum var ágætlega tekið. Mý ltaunalöff verða aigreidd iyrír nýár @ NÝ launalög opinberra starfs- manna verða að líkindum Iögð svo tímanlega fyrir Alþingi, að það ætti að geta afgreitt þau fyrir nýár. Þessar upplýsingar gaf Eysteinn Jónsson fjármála ráðherra í Neðri deild í gær. # Hann skýrði frá því að nefnd sú sem skipuð var í september í fyrra, til að undirbúa setn- ingu nýrra launalaga hefði lokið störfum nýlega og af- hent ríkisstjórninni sameigin- legt álit. Hefði ríkisstjórnin málið nú til athugunar og myndi ekki líða á löngu þar til lagafrumvarp yrði borið fram um þetta mál. í nefndinni sem skyidi endur- skoða launalögin áttu sæti: Sigtryggur Klemensson, skrif- stofustjóri, Gunnlaugur Briem skrifstofustjóri, Ólafur Björns son próf., Arngrímur Kristjáns son skólastjóri og Guðjón Baldvinsson. Jarðýturnar eru enn á mararbetni ÞÚFUM, N.-ÍS., 18. okt.: — Ekki hefir enn verið reynt að ná upp jarðýtum þeim, sem sukku á Mjóafirði, en búið er að sækja innrásarpramma þann, er þær sukku úr. Var hann fyrst fastur við jarð- ýturnar, en losnaði brátt, og var rekinn út að Hrútey. Þar bjarg- aði vélbáturinn Ásúlfur frá ísa- firði honum, og dró hann til ísa- fjarðar. Pramminn er mjög skemmdur og illa farinn. — P. P. Mennfaskólakenn- arar skipaðir FORSETI fslands hefur hinn 5. þ.m. að tillögu menntamálaráðu- neytisins skipað eftirgreinda kennara við Menntaskólann í Reykjavík: Jón Júlíusson, fil. kand., Magnús Magnússon, M.A., Ottó Jónsson, M.A. og Þórhall Vilmundarson, magister, og við Menntaskólann á Akureyri: Jón | Árna Jónsson, fil. kand. (Frá menntamálaráðuneytinu). Akranesbáfar sneru við í fyrradag AKRANESI, 12. okt.: — Rek- netjabátarnir fóru út héðan í gær, en sneru aftur vegna aust- an storms og tveir bátanna komu ekki aftur fyrr en í morgun. — Fóru þeir allir út aftur í dag. Fimm trillubátar fóru á veiðar í morgun og öfluðu frá 600— 800 kg. _ O. Mikið Ijón af eldsvoða í Olafsfirði Ólafsfirði, 12. okt. UM kl. 2,15 í nótt varð vart við eld í fiskverkunarstöð Guð- mundar Þorsteinssonar í Ólafs firði. Kom siökkviliðið þegar á vettvang. Var þá kominn mikill eldur* efri hæð hússins, allt var þar fullt af reyk og þakið rauðglóandi. — Húsið er 300 ferm. steinhús, tvær hæð- ir og ris. Á efri hæðinni er fiskþurrkunarklefi og virtust eidsupptökin vera þar. Á þeirri hæð var mikið af skreið og saltfiski og var því mjög erfitt að komast að eldinum sökum þrengsla. Eftir um 2 klst. var búið að ráða niður- lögum eldsins, og var þá fisk- þurrkunarklefinn mikið brunn inn og þakið komið að falli. Þetta er nýtt og myndarlegt hús, byggt á síðasta ári. í því var fiskur fyrir um 150 þús. krónur og skemmdist að mestu. Hús og fiskur mun vera tryggt fyrir hálfvirði og er því tjón eigandans mjög tiifinnanlegt. — Jakob. UMFR verður þegar að stækka félagsheimili sitt AÐSÓKN hefir þegar verið svo mikil að félagsheimili Ungmenna- félags Reykjavíkur í Laugardalnum, að félagið sér sér ekki ennað fært en reyna nú þegar að byggja við það samkomusal eins etóran og leyfi hefir fengizt til. Heitir félagið á velunnara og aðra stuðningsmenn að styðja að þessum framkvæmdum eftir föngum. Ékli fargjaldalækkun til Banda- ríkjanna í fjölskylduferðum Loffleiðir hefja nýjan þátt í starfsemi sinni LOFTLEIÐIR hafa nú fengið leyfi viðkomandi yfirvalda til þes3 að bjóða fjölskyldum, er ferðast vilja saman milli Banda- ríkjanna og Evrópu stórfellda lækkun á fargjöldum frá og með 1. nóv. n. k. — Forráða- menn Loft- leiða skýrðu blaðamönn- um frá þvl í gær, að aii mörg flug- félög hefðu áður boðið lækkun far- gjalda sinna með svipuð- um hætti, en þar sens Loftleiðir hafa fengiSS leyfi til að lækka unaj sömu fjár- hæð verði fargjöld félagsins mjög hagstæð, en þau hafa, sem kunnugt er, verið lægri en fargjöld annarra þeirra flugfélaga, sem halda uppi föstum áætlunarferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu, AÐEINS AÐ VETRI TIL Þessi lækkun fargjalda er ein- ungis bundin við tímabilið frá 1. nóv. til 31. marz hvert ár. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að á umræddu tímabili er færra um farþega með flugvélum en að sumarlagi og einnig hitt að flest- um fjölskyldum er fjárhagslega ofviða að takast á hendur löng ferðalög, sögðu þeir Alfreð Elías- sin, framkv.stj., Sigurður Magnús Togori fnnn vélbntinn Freyju n rehi út í Fnxnflón Vélin var biluð — og talstöoin i ólagi í FYRRAKVÖLD var farið að óttast um vélbátinn Freyju frá Reykjavík, sem er 25 lesta bátur, en hann hafði farið á veiðar fyrra mánudagskvöld. Vitað var að báturinn hafði verið út af Þor- móðsskeri í Borgarfirði og jók: það mjög á kvíða manna. Varðskipið María Júlía leitaði bátsins í alla fyrrinótt og Slysa- varnafélegið fór þess á leit við önnur skip, að þau svipuðust um 1 eftir honum. í gærmorgun kom svo tilkynning frá togaranum Aski, sem var að koma áf veið- um, að hann hefði fundið bátinn langt út í Flóa og tekið hann í tog. Var báturinn með bilaða vél. Talstöð Freyju var ekki í lagi og gátu skipverjar því ekki gert vart við sig. Eru því miður allt of mikil brögð að slíku á bátum hér. Reykjavík viii kaupa Laugarnes ai ríkinu Frumvarp um það borið fram af ríkissfjórninni í þeim hluta félagsheimilisins, eem þegar hefir verið tekinn í notkun, fara fram kvöldvökur, ekák verður stunduð og þar verða og unnin ýmis tómstunda- störf, eftir því sem við verður komið. Ýmsir velunnarar félagsins hafa fengið húsið á leigu fyrir srnærri samkomur og í ráði er að leigja húsnæðið 3 klst. á dag í vetur fyrir smábarnaskóla. — Einnig hefir sunnudagaskóli ver- ið starfrækfur í félagsheimilinu, og hefir mikil aðsókn verið að honum. íþróttaæfingar UMFR verða í vetur í Miðbæjarbarnaskólanum eins og að undanförnu, en þjóð- dansæfingar verða í Félagsheim- ilinu. ★ RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um heimild til að selja Reykja- víkurbæ Laugarnes fyrir það verð og með þeim greiðslu- skilmálum, er um semur. ■Á Sú greinargerð fylgir frum- varpinu, að á árinu 1916 keypti ríkissjóður eignina Laugarnes í Reykjavík, þ. e. erfðafesturétt að landi í I.aug- arnesi og hús og mannvirki á landi. Var eign þessi keypt í því skyni, að þar yrði byggt skólahús fyrir menntaskólann í Reykjavík. Á Frá þcirri hugmynd var þó horfið að reisa menntaskóiann þar. Er því ekki lengur ástæða fyrir ríkissjóð að eiga þessa eign, enda hefur Reykjavíkur bær tjáð sig fúsan að kaupa hana. Beinar flugsam- göngur viö Bergen ALLAR líkur eru til þess að Loftleiðir hefji innan skamms beinar áætlunarflugferðir til Bergen. Hefir félagið farið frám á þetta við norsk stjórnarvöld og er ó- sennilegt að nokkuð sé því til fyrirstöðu. Munu flugvélarnar einnig hafa viðkomu á tveimur öðrum norskum völlum sem hing að til, í Stafangri og Osló. 1 t son og Martin Petersen, er þeir ræddu við blaðamenn. Með þess- um nýju tilboðum um lækkun fargjalda má gera ráð fyrir að mörgum fjölskyldum hér, sem ella hefðu ekki haft ferðalög f huga, sé nú gert kleift að heim- sækja vini og ættingja vestra, og sama er að segja um fjölskyldur af íslenzku bergi brotnar I Bandaríkjunum. Þeim gefst nú frekar kostur á að heimsækja „gamla landið". .. j HELZTU REGLUR UM FJÖLSKYLDUFERÐIR ERU ÞESSAR: Fyrirsvarsmaður fjölskyldU greiðir fullt verð fyrir farmiða: sinn. Frá hverjum farmiða, sem hann kaupir að auki, dregst jafn- , virði 95 Bandaríkjadal, sé farið greitt aðra leið, en 140 dala, ef' greitt er fyrir far fram og aftur." Móöir, sem ætlar að ferðast: með börn sín, telst fyrirsvars- maður fjölskyldu, og nýtur rétt- inda í samræmi við það. Frá fargjaldi hjóna, sem ætla fram og aftur milli Bandaríkj- anna og Islands dregst því jafn- virði 140 dala, sem er 2.285 ísl. krónur. Ef hjónin ferðast með tvö böra fram og aftur dragast alls 6.855 krónur frá andvirði hinna fjög- urra farmiða. Nú er verð venju- legra farmiða á þessu tímabili 4.325 krónur, sé ferðast fram og aftur. Samkvæmt hinum nýju reglum greiðir fjögurra manna fjölskylda því kr. 10.445 fyrir alla farmiða sína í stað 17.300 króna. Afsláttarins njóta þau börn ein, sem eru á aldrinum 12—25 ára, en börn, yngri en 12 ára og eldri en tveggja ára, fá helmings af- slátt frá venjulegu fargjaldi, og fyrir börn yngri en 2 ára greiðist 10%. Eigi nær afsláttur þessi til annars sifjaliðs en maka eða barna. Hér á íslandi er einungis um að ræða þennan afslátt á flugleið- inni milli, fslands og Bandaríkj- anna, en ekki milli fslands og meginlands Evrópu. Þeir, sem ætla að ferðast með flugvélum Loftleiða milli Banda- ríkjanna og stöðva félagsins á meginlandi Evrópu njóta sömu hlunninda — jafngildis 95 Banda- ríkjadala, sé ferðast aðra leið, en 140 dala, sé ferðast fram og aftur, fyrir hvern þann, sem umfram er fyrirsvarsthanni fiölskyldu. Myndin hér að ofan er af „Heklu“ á Reykjavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.