Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1955, Blaðsíða 14
r 30 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. okt. 1955 1 Sjiitíu ára afmælisþing hins (s- lenzka Kirkjufélags í Vesturheimi ÞAÐ var í sumar, dagana 25—29. júní, sem Hið íslenzka lútherska Kirkjufélag í Vestur- heimi hélt hátíðlegt 70 ára af- inæli sitt. Sjötíu ár þykir e. t. v. ekki ýkja hár aldur nú á tímum, en þó er þetta eftirtektarverð tala, þegar hugsað er til þess, að hún felur í sér kirkjulega starf- semi íslendinga í fjarlægri heims álfu. Og þó má bæta við þessa tölu, þegar talað er um safnaðar- líf íslendinga vestan hafs, þar sem fyrsti söfnuðurinn, sem ís- lendingar stóðu að, var stofnað- ur í Shawanohéraði í Wisconsin þegar árið 1875. Aðalhvatamað- urinn að safnaðarstofnuninni og prestur hans var séra Páll Þor- láksson. Safnaðarmeðlimir voru 35 og nefndu þeir söfnuðinn „Hinn íslenzka lúterska söfnuð í Shawano County, Wisconsin“. En fyrsta íslenzka guðsþjónustan vestan hafs var haldin þjóðhátíð- arárið 1874 í Milwaukee. Á næstu árum fjölgaði svo söfnuðum ís- lenzkum mjög og var mönnum ljós nauðsyn þess, að þeir hefðu innbyrðis samband sín á milli og kæmu fram sem ein heild út á við. Séra Hans B. Thorgrímsson, prestur í Norður-Dakota, reið á vaðið við stofnun „Hins Evan- gelisk-Lúterska Kirkjufélags ís- lendinga í Vesturheimi". Var stofnfundurinn haldinn á Maunt- ain, Norður-Dakota hinn 23. jan. 1885 og næstu daga. Var þá form- lega gengið frá stofnun Kirkju- félagsins, en fyrsta ársfund sinn hélt það sama ár í Winnipeg 24. .—27. júní. Voru þar kosnir em- bættismenn og nánar gengið frá starfsáætlun. Margt hefur skeð innan Kirkju félagsins, sem vert væri frá að segja, en það er ekki meiningin með þessum línum, heldur hitt að skýra örlítið frá hinu markverð- asta, sem gerðist á fundum þess núna s.l. júní á Gimli, Manitoba, Kanada. Sem fyrr segir hófst þingið að kvöldi 25. júní með borðhaldi í kjallara hinnar nýju kirkju Gimli safnaðar, sem er hið veglegasta Guðshús og söfnuðinum, sem ekki er fjölmennur, til hins mesta sóma. Sýnir það, hve mikil er hægt að gera, ef allir eru sam- taka og samhuga. Þá um kvöldið voru kynntir hinir ýmsu gestir, sem komnir voru á þingið. En að borðhaldi loknu flutti forseti Kirkjufélagsins, dr. Valdimar J. Eylands, skýrslu sína. Hann kvað mikið hafa áunnizt í kirkjuleg- um efnum og leit björtum augum fram á leið. Hvatti menn til starfa í hinum evangeliska anda, sem innan Kirkjufélagsins ríkti. Hann talaði um Kirkjufélagið sem 70 ára ungling, sem ætti tvo stærri bræður, sem á margan hátt styrktu það og aðstoðuðu, Með orðum sínum átti hann við The United Lutheran Church of America (ULCA) og Þjóðkirkju íslands. Á s.l. 14 árum hefði ULCA veitt kirkjufélaginu fjár- styrk töluverðan, en nú væru starfandi innan Kirkjufélagsins fjórir prestar, sem hlotið hefðu menntun sína og vígslu heima á Islandi. Hinir opinberu fulltrúar þessara aðila voru þeir Rev. dr. G. Harkins og séra Ólafur Skúla- son, fluttu þeir báðir kveðjur og erindi, og afhenti séra Ólafur einnig skrautritað ávarp, sem biskup íslands, dr. Ásmundur Guðmundsson, sendi Kirkjufélag inu. Komst biskup svo að orði: „Þjóðkirkja íslands sendir Hinu Evangeliska Lúterska kirkjufélagi íslendinga í Vestur- heimi kveðju sína og samfagnar ví, er það heldur nú sjötugasta ársþing sitt. Starf yðar er orðið mikið og blessunarríkt. Þér hafið varð- veitt kirkjuarfinn dýra frá feðí- um vorum og mæðrum og lagt fram mikinn skerf til verndunar tungu vorri og þjóðerni. Kristin- dómurinn hefur létt yður lífsraun yðar. Þér hafið veitt miklum og góðum kirkjuleiðtogum yðar ör- ugga fylgd. Þjóðkirkja íslands þakkar yð- ur ást og tryggð og treystir því, að aldrei rofni böndin á milli. Vér viljum allir vera eitt, greinar á sama meiði, Jesú Kristi. Vér biðjum Drottinn, athvarf vort frá kyni til kyns, að leiða yður um ókomin ár og blessa Kirkjufélag yðar og yður hvern og einn. Lifið heilir um aldur í friði hans óg kærleika. Reykjavík, 17. júní 1955. Ásmundur Guðmundsson." Það hefur löngum verið eitt aðaláhugamál Kirkjufélagsins að sjá gömlu fólki fyrir samastað, þegar það fer að hætta að geta séð um sig sjálft. Og nú eru fjög- ur elliheimili á einhvern hátt í sambandi við Kirkjufélagið, þau eru á Gimli, Mountain, Blaine og Vancouver. Þrjú þessara heimila eru ný, en hið fjórða, Elliheimilið Betel á Gimli, þarfnast gagn- gerðra endurbóta. Það var í náu samræmi við einkunnarorð þessa þings „Legg þú á djúpið“, þegar samþykkt var að leitast við að safna 175.000,00 dollurum til end- urbyggingar Btel. Þetta er að stefna hátt, en íslendingar hafa fyrr sýnt það beggja megin hafs- ins, að sé stefnt djarflega en þó með hyggni, þá leggja þeir hug- djarfir af stað, þó að torfærur séu á leið. Annað stórmál var mikið rætt á þinginu. Var það einnig sam- þykkt og hétu þingfulltrúar sinni liðveizlu. Var þetta í sambandi við allsherjar boðun fagnaðar- erindisins. Á að heimsækja hvert einasta heimili í þeim byggðar- lögum, þar sem kirkja, sem er í ULCA, er, ræða við fólk um trú- mál og bjóða þeim á samkomur, sem verða í kirkjunum á hverju kvöldi í heila viku á hverjum stað, meðan á þessu stendur. Þessi boðun fagnaðarerindisins mun ná yfir ÖU Bandaríkin og Kanada og er þegar mikill und- irbúningur hafinn. Að sjálfsögðu verða það ekki einungis presarn- ir, sem fara í slíkar heimsóknir á heimilin, heldur leikmenn. Er það einnig táknrænt fyrir alla starf- semi Kirkjufélagsins, hve leik- menn ber þar hátt. Á þinginu voru prestar skiljanlega ekki nema örlítið brot fulltrúanna og höfðu engin meiri réttindi. Að vísu er til prestafélag innan Kirkjufélagsins og hélt það fund, á meðan á þingtíma stóð, en ekk- ert mál Kirkjufélagsins er sér- stakt einkamál prestanna, svo að fundur þessi stóð ekki nema rétta klukkustund. Skiljanlega var töluvert mikið rætt um fjármál á þessu kirkju- þingi, þar sem hér er um frí- kirkju að ræða. Er fjárhagur Kirkjufélagsins sæmilegur, en alls fjár er safnað með frjálsum framlögum. í þeim skilningi, að hver maður hafi hlotið frá Guði sína „talen'tu", sem honum beri svo að standa skil á aftur, að hann sé ráðsmaður Guðs hér á jörð, sem þess vegna beri að færa Guði hluta af þeim ávöxtum, sem honum falla í skaut hér. Enskan var hið ríkjandi tungu- mál á þinginu, enda er orðið svo, að í kirkju íslendinga fara guðs- þjónustur flestar fram á ensku, en einstaka söfnuðir hafa jafn- margar messur á ensku og ís- lenzku. Yngsta kynslóðin er að hverfa algjörlega að enskunni og verður kirkjan að ná til kennar á því máli. Eitt þingkvöldið var þó algjörlega helgað íslenzkunni og sambandinu við heimalandið. Þar flutti séra Bragi Friðriksson messu á íslenzku, séra Eiríkur Brynjólfsson, fyrrum prestur á Útskálum, talaði um sambandið á milli Kirkjufélagsins aunars veg- ar og íslenzku þjóðkirkjunnar ÚR ÁLFTAFIRÐI VESTRA eftir Jóhann Hjalfason Oktober, 1955. ENN var að nokkru hið sama tíðarfar síðari hluta sumars- ins, er verið hafði í júlí og ágúst- mánuðum, og þó allmiklu kald- ara, með því að þá brá til norð- lægrar áttar með snjókomu á fjöll og allt niður í byggð á stundum. FJALLVEGIR Ekki hafa þó fjallvegir lokazt af þeim sökum, utan Breiðadals- heiði, sem liggur á milli ísafjarð- ar og Önundarfjarðar. Stóð það þó aðeins um stundar sakir þar sem snjónum var fljótlega rutt af veginum, er upp stytti. Breiðadalsheiði er sá fjallveg- ur Vestfjarða, sem lokast einna fyrst, er snjókomu gerir. Er hún með hærri fjallaleiðum landsins þó að stutt sé, og liggur um skörð milli hárra fella og fjallabrúna.1 Yfirleitt er hún ekki fær bílum nema rúma fjóra mánuði á ári hverju, og það því aðeins að rutt sé af henni snjó bæði vor og' haust. Um aðra snjóléttari leið er ekki að ræða á þessum slóð- um og verður því við það að búa sem er. LÍTIL SEM ENGIN VEIÐI í DJÚPINU Fiskafli hefur svo til enginn verið í Djúpinu síðari hluta sum- arsins, utan nokkur síldveiði í reknet, sem bátar frá ísafirði og Bolungarvík hafa stundað. Síðan Djúpið var alfriðað fyrir dragnótaveiði hefur oft verið þar veiðisælt hjá smábátum síðari hluta sumars og á haustum, svo sem var áður fyrr á tímum ára- bátanna. Á fjórða tug aldarinn- ar hófu allmargir 15—20 lesta bátar dragnótaveiðar hér vestra innfjarða og á grunnmiðum. — Fiskuðu þeir oft vel yfir sumarið, eða þann tíma sem slíkar veiðar voru heimilaðar á ári hverju, einkum kola, sem þá var í góðu verði. Á fáum árum gekk þó kolastofninn mjög til þurrðar, auk þess sem dragnótin þótti spilla mjög annarri fiskveiði grunnmiðanna. Fækkaði þá brátt smábátum við lóðafiski vor og haust, og náði sá atvinnuvegur sér eigi aftur fyrr en dragnóta- veiði í landhelgi var afnumin með öllu við gildistöku nýju fiskveiðilöggjafarinnar frá 1952. Ýmsir trillusjómenn við Djúp halda því nú fram, að enn sé vegið í hinn sama knérunn með rækjuveiðunum sem með drag- nótaveiðunum áður. Þ. e. a. s. að rækjunótin spilli lífsskilyrð- um annarra nytjafiska innfjarða á sama hátt og dragnótin fyrr. Telja þeir að bæði þessi veiðar- færi valdi stórspjöllum á botn- dýralífi og botngróðri, auk þess sem þau gruggi svo sjóinn þar hins vegar. Lagði hann áherzlu á það, að báðir mættu nokkuð af hinum læra. Þá flutti séra Ólafur Skúlason erindi um endurreisn Skálholts. Sýndu menn undir fundarlokin áhuga sinn á því máli, með því að láta fé af hendi rakna til endurreisnarinnar. Á afmælisþingi þessu var bæði horft til baka og leitazt við að sjá fram í tímann, auk þess sem nútíðin var rædd. Öll starfsemi þingsins einkenndist annars af áhuga og trausti á framtíð Kirkju félagsins, sem notið hefur ágætr- ar forustu dr. Valdimars J. Ey- lands undanfarin ár. Var hann enda einróma endurkjörinn for- seti til næsta árs, um leið og hon- um voru þökkuð unnin störf. Rit- ari var kjörinn séra Eric Sigmar, sem mun mörgum íslendingum að góðu kunnur, frá því að hann stundaði nám við Háskóla íslands veturinn 1953—4. Séra Valdimar J. Eylands sleit starfsömu þingi með snjallri ræðu, þar sem hann hvatti full- trúa til þess að láta sjá í verki árangur og þessu afmælisþingi. Verndari Kirkjufélagsins var kjörinn dr. Ásmundur Guðmunds son, biskup yfir íslandi. sem leir og leðja er á botni, að allur fiskur flýi þau svæði um lengri tíma. Aðrir kveða þetta engu gegna, að því er rækju- nótina snertir, og einstaka mað- ur heldur því meira að segja fram, að þar sé veiðisælla eftir en áður, er rækjunótin hefur farið um. Það mun þó mála sann- ast að erfitt er um þetta að dæma án beinna athugana og rann- sókna um alllangt skeið. INNLENDIR VÍSINDAMENN Það er eitt meðal margra óleystra spursmála íslenzkra at- vinnuvega, sem bíða úrlausnar innlendra vísindamanna. Það er ærið margt, sem alþýða manna bæði til sjávar og sveita hefur tekið eftir og haft fyrir satt í sambandi við sjúkdóma, veður- far og atvinnuhætti. Sumt af því er vafalaust byggt á góðri at- hugun og langri reynslu kynslóð- anna, en annað eru skrök ein- ber og hindurvitni. Vísindaleg rannsókn ein sker úr um sann- leiksgildið. Meðan hún er ekki fyrir hendi verður hver og einn að trúa því sem honum þykir trúlegast. Þessi saga endurtekur sig án afláts og mun eiga eftir að gera um langa framtíð. STUNDAÐIFYRSTUR MANNA HREFNUVEIÐAR Þorlákur Guðmundsson frá Saurum í Álftafirði mun fyrstur manna hafa orðið til þess að veiða smáhvali, aðallega hrefn- ur, hér við land og gera sér það að atvinnu. Stundaði hann veið- ar þessar á sumrum í tugi ára og seldi hrefnukjöt og rengi víðs vegar um Vestfjörðu. Veiðar þess ar stundaði hann á litlum vélbáti, sem gerður var upp úr gömlum sexæringi. Voru fyrstu vélbát- arnir hér við Djúp flestir þann- ig. Þessi bátur Þorláks liðaðist sundur og sökk á legunni í Súða- vík í norðanátt og ofsabrimi vet- urinn 1948, þá gamall orðinn. Ári síðar keypti Þorlákur nýjan bát, nokkru stærri en hinn fyrri og hélt enn út til hrefnuveiða. Var hann þá háaldraður orðinn kom- inn um eða yfir sjötugt. Þetta voru líka fjörbrot hins mikla veiðimanns. Hann var nú þrotinn að heilsu og andaðist heima hjá sér að Saurum í nóv. mánuði árið 1950. Auk þess sem Þorlákur Guð- mundsson á heiðurinn af því að hafa fyrstur íslendinga stundað hvalveiðar sem atvinnuveg á eig- in útgerð, var hann víðkunn refa- og selaskytta, góður og gætinn sjómaður og stundaði jafnan fiskiveiðar samhliða hvalveið- unum. Þorlákur kynntist ungur hval- veiðum Norðmanna, sem þá voru fjölmennir vestra. Áttu um skeið tvær hvalveiðistöðvar í Álfta- firði og eina í Seyðisfirði. Mun sú kynning einhverju hafa ráðið um það, að hann hóf veiðar þess- ar. Annars var honum í blóð borin óvenju rík veiðihneigð, og var hann þó hinn mesti dýra- vinur. Synir Þorláks, Karl og Krist- ján eru einnig afbragðs skyttur og veiðimenn miklir, svo sem var faðir þeirra. Dálítið hafa þeir bræður stundað hrefnuveið- ar á vorum i apríl og maímán- uðum, en þó í mjög srnáum stíl, því að hvorutveggja er, að nú eru fleiri sem þennan atvinnu- veg stunda bæði á Vestfjörðum og á Norðurlandi og sala á af- urðunum treg. Verð á hrefnu- kjöti heima á veiðistað er þó lágt, eða 6 kr. hvert kíló. Nokkur s.l. sumur hefur Krist- ján verið 1. stýrimaður og skytta á hvalveiðibát úr Hvalfirði. FJÁRSKIPTUM AÐ VERÐA LOKIÐ Það er von manna, að loks sé fjárskiptum vegna mæðiveikinn- ar að mestu lokið. S. 1. áratug hafa um 8000 lömb á hausti hverju verið seld frá Vestfjörð- um til þeirra landshluta þar sem fjárskipti hafa verið framkvæmd hverju sinni. Var það lán í óláni að svo vel tókst til að hægt var að halda sauðfjárstofni Vest- fjarða ósýktum af pest þessari. Má segja að það var mikil gæfa og eigi sízt vegna þess að Vest- fjarðaféð hefur yfirleitt þótt mjög gott og lánast sérlega vel í sínum nýju átthögum. Öllum sem skyn bera á þessi mál er þó vitanlegt, að sauðfjárstofn Vest- fjarða er lítt ræktaður sem heild og stendur sem slíkur að baki hinu langræktaða þingeyska fé, sem að mestu mun hafa fallið I valin í hríðum íjárpestanna. Allt frá því að Jón H. Þorbergsson hóf leiðbeinir.garstarf sitt í sauð- fjárrækt á 2. áratug þessarar ald- ar, hefur fjöldi vestfirzkra bænda lagt mikla áherzlu á það * að bæta fé sitt, með tilliti til af- urða og hreysti. j Jón H. Þorbergsson mun fyrst- j ur manna opinberlega hafa vak- ið athygli á svonefndu Kleifa- kyni, sem kennt er við bæinn Kleifar í Gilsfirði. Það fé er koll- ótt, gulleitt í andliti og þétt- vaxið. Það kyn og afbrigði af þvl hefur síðan orðið allútbreitt um Vestfjörðu, og hefur reynzt hraust og afurðagott í bezta lagL Þótt nú séu eigi opinber fjár- skipti á þessu hausti hafa samt nokkrir bændur úr fjarlægum héruðum lagt þá áherzlu á að eignast Vestfjarðafé, að þeir hafa enn nú í haust keypt nokkuð af lömbum af bændum í ísafjarð- ardjúpi. Fráfærur héldust leng- ur og almennar við á Vestfjörð- um en víðast hvar annars staðar á landinu. Þar var því nokkur áhugi á því að eiga annað fjár- kyn, sem fjárræktarmenn hafa nefnt mjólkurkyn. Það var lang- vaxið, háfætt og ullarrírt, en sér- lega mjólkurlagað. Nú er þetta fé vart lengur til á Vestfjörðum. Þeir örfáu menn af fjárskipta- svæðum, sem opinberlega hafa látið í ljós andúð á vestfirzka fjárstofninum munu þó hafa fengið eitthvað af þessu kyni. VEGAFRAMKVÆMDIR O. FL. f septembermánuði voru tvær jarðýtur að vegarruðningi á Sjötúnahlíð. Verkið reyndist sér- lega erfitt og sækist seint sakir bleytu og aura í jarðveginum eftir hið úrkomusama sumar. Er enn eigi lengra komið en út á svonefnd Hlíðarhús, sem er fornt eyðibýli innan við hlíðina miðja. Býli þetta nefnist og öðru nafni Konungsstaðir og hefur stund- um byggt verið um fá ár á seinni timum, svo að nokkur rækt er þar enn í túni. Sérlega beitar- sælt er á Sjötúnahlíð því að lítt festir þar snjó á vetrum, en engja slægjur eru þar litlar og eigin- lega ekki annað en smáblettir inn á milli urða og aurskriðna. Nokkru innar á svo kallaðri Hattareyri, þar sem Duusverzlura hafði umfangsmikla síldarsöltun á árunum í kringum 1920, er graslendi meira og mætti þar víðáttumikið tún setja ef ræktað væri. O. Olavíus hefur annað nafn á Sjötúnahlíð og nefnir hana Sjöttungahlíð, sem mundi þá vera dregið af landskiptum, en aldrei er nú svo kallað í dag- legu tali og hefur eigi verið um langan aldur. Skurðgrafa hefur verið að verki í Svarfhólsengjum nú und- anfarið vegna væntanlegs þjóð- vegar, sem um þær skal liggja. Hefur það reynzt hið torsóttasta verk vegna þess hvað jarðvegur er þar grunnur og grýttur, eina og víða er í fjörðum vestra. Á' mörgum stöðum eru hinar háu og bröttu fjallahlíðar undirlend- islausar með öllu, en á öðrum stöðum er mjó láglendisræma Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.