Morgunblaðið - 20.10.1955, Side 15
Fimmtudagur 20. okt. 1955
MORGVNBLAÐIB
31
Áfengisvenjur í Oslo
NORÐMENN hafa á síðarx árum
gert'ýmsar athyglisverðar rann-
sóknir í sambandi við áfengis-
venjur og farið þar að dæmi
Svía. Á síðastliðnu ári hefur
norskur hagfræðingur, Thorolf
Jan Helgesen gert all yfirgrips-
miklar rannsóknir í Osló í þessu
efni.
Fróðlegt er að bera þessar
rannsóknir saman við rannsóknir
Svía frá 1944, og kemur þá í ljós
að niðurstöður eru mjög svip-
aðar.
Hófst þessi rannsókn með því,
að hagfræðingurinn sendi 2509
persómum spui’ningablað og voru
það 1104 karlar og 1415 konur.
Af þessum hópi svöruðu 62%
af körlum og 60% af konum eða
samtals 836 manns, og á svörum
þeirra byggist rannsóknin.
Fyrst gerir höfundurirm grein
fyrir þessu fólki, á hvaða aldri
það er, atvinnu þess, úr hvaða
bæjarhlutum og hvernig efnahag
það býr við.
Allt þetta þarf að athuga vel,
svo að grundvöllurinn sé traust-
ur. Og kemur þá í Ijós, að svo
er. Þarna er fólk frá 21—69 ára
að aldri úr ýmsum stéttum með
misjafnar tekjur.
Þá er það rannsóknin sjálf,
Hvei’jum einstaklingi voru send-
ar 16 spurningar og það er margt
sem lesa má, út úr þessum svör-
um. Hér verður aðeins drepið á
algengustu svörin við 6 spurn-
ingum.
Fyi’sta spurningi var þessi:
Eruð þér bindindismaður eða
neytið þér áfengis? Svörin eru,
að af körlum eru 62 bindindis-
menn en 623 neyta áfengis, en af
konum eru 155 í bindindi en 681
neyta áfengis, eða 9% karla eru
í bindindi en 19% af konum. Af
körhxm eru 9 í bindindisfélögum
en 23 í trúarlegum félögum, en
tilsvarandi tölur hjá konum eru
12 og 79.
Þessar tölur sýna, að 37% af
bindindismönnum og 51% af kon
unum eru í trúai’legum félögum.
Gefur það til kynna, að trúrækni
stuðlar að bindindi og er mikil-
vægur þáttur í bindindismálum.
Önnur spumingin, sem hér
verður gerð að umtalsefni er til
þeirra, sem neyta áfengis, og er
hún þannig: Hvenær neyttuð þér
fyrst áfengis?
Nærri helmingur af körlum og
nærri þriðjungur af konum segj-
ast hafa neytt áfengis fyrir átján
ára aldur. Og við 21 árs aldur
hafa 80% af körlum og 62% af
konum neytt áfengis.
Þriðja spurningin er: Er (var)
faðir yðar bindindismaður? Svör
in gefa gx-einilega til kynna, að
það er samband á milli áfengis-
vana föður og barna. Af bind-
indismönnum voru 53%, sem áttu
föður, er var bindindismaður,
en aðeins 13% af áfengisneyt-
endum. Ber þetta vel saman við
sænsku rannsóknirnar um gildi
bindindisheimilanna til að stuðla
að bindindissemi unga fólksins.
Fordæmið er hér mikilvægt eins
og á fleiri sviðum.
Fjórða sui-ningin var: Hvers
vegna neytið þér áfengis? Svörin
voru á ýmsa vegu, en fjölmenn-
asti hópurinn sagðist gera það í
samabndi við skemmtanir og
heima hjá vinum sínum. Það
voru 48,8% af körlum og 56,8%
af konum, sem svöruðu þannig.
Til hvíldar og hressingar sögðu
17,3% af körlum og 7,4% af kon-
um. Hjá þeim flokki virðist
löngunin vera meiri í áfengi. Oft
nefna þeir, sem ástæðu fyrir á-
fengisnautninni, að þeir þurfi „að
setja lit á gráan hversdagsleik-
ann.“ Þriðji stærsti hópurinn
svaraði: „Fellur bragðið og á-
hrifin.“ Það voru 12,1% af körl-
unum og 10.7% af konum. Svör
annars og þriðja flokksins benda
til þess, að í þeim séu þeir, sem
hafa sérstaka löngun eftir áfengi.
Það eru samanlagt 29,4% af
körlum og 18,1% af konum, af
þeim, sem neyta áfengis. Bendir
þetta enn til þess, að löngun
kai-la er meiri en kvenna eftir
áfengi.
Þá kemur fimmta spurningin.
Henni var aftur eingöngu beint
til bindindismanna. Hún var
þessi: Hvers vegna neytið þér
ekki áfengis? Algengasta svarið
„Finn enga þörf til þess, og er
algjörlega sama um það.“ Það
voru 25,8% af körlum og 38,7%
af konum, sem svöruðu þarxnig.
Bendir þetta til þess, sem bind-
indismenn hafa löngum haldið
fram, að áfengislöngunin er ekki
upprunaleg hjá neinum manni,
en kemur fyrst eftir, að menn
fara að neyta áfengis. Nokkur
hópur sagðist ekki neyta áfengis
af trúarlegum ástæðum, eða
22,6% af körlum og 23,2% af
konum. Er þetta í samræmi við
svörin við fyrstu spurningunni
um áhrif trúarbragðanna til
bindindissemi. En 19.4% af körl-
um og 19,4% af konum sögðu,
að þau væru bindindismenn, af
því að það væri grundvallar-
regla, sem þau fylgdu samkvæmt
lífsskoðun sinni.
Þetta eru þrjú algengustu
svörin við því, hvers vegna þeir
eru bindindismenn.
Sjötta og síðasta spurningin er
svohljóðandi: „Hvar neytið þér
oftast áfengis?" Hér verður skýrt
frá þremur algengustu svörun-
um. Svör karla eru þessi: Að-
eins heima 13,5%, hjá vinum og
kunningjum 11,7%, á heimilum
vina og kunningja 36,7%. Hlið-
stæðar tölur hjá konum í sömu
röð eru: 8,2% 22,5% og 27%.
Af þessu sést, að vínnotkun er
einkum heima og hjá vinum og
kunningjum. Einkum á þetta við
eldra fólkið. Og með aldrinum
virðist vera tilhneiging til að
nota áfengi aðeins heima. Það
er einkum yngra fólkið, sem
neytir áfengis á veitingastöðum.
Það eru fremur fáir, sem neyta
áfengis aðeins við hátíðleg tæki-
færi.
Hér hefur aðeins verið skýrt
frá fáeinum atriðum úr þessari
rannsókn. En í henni felast ýms-
ar bendingar, sem hagnýta má í
baráttunni gegn áfengisbölinu.
(Frá skrifstofu Áfengisvarna-
nefndar Akureyrar).
■ Keilavíktirbréi
Frh. af bls. 24
af grunni, er lögreglustöðin enn
til húsa í 14 ára gömlum her-
bragga, sem nærri er að falli
kominn. Braggi þessi er kynntur
upp með tveimur hráolíuofnum
og stafar af þeim mikil eldhætta,
enda allt í kring um þá timbur-
klætt. Kemur það eigi ósjaldan
fyrir, að lögregluþjónarnir þui'fa
að yfirgefa stöðina og skilja hana
eftir gæzlulausa og læsta, það
jafnvel þótt fangageymsla henn-
ar sé fullskipuð. Má það vera
hverjum manni ljóst, hve mikil
hætta er í því fólgin að skilja
fangana þannig eina eftir þegar
þarf að fullkynda ofnana til að
halda þessum lélegu húsakynnum
sæmilega heitum.
Það hefur einu sinni komið
fyrir, að fangi var lokaður inni
gæzlulaus, að eldur varð laus.
Af hreinni tilviljun var því bjarg
að að fanginn brann ekki inni,
mátti vart tæpara standa að hon-
um yrði bjargað þar eð eldurinn
var farinn að loga upp eftir
veggnum framan við fangaklef-
ann. Það getur hver og einn sett
sig í spor þess manns er stóð
innan við hinar lokuðu dyr og
vitandi þess að enginn var ná-
lægur. Það er krafa okkar sem
þennan bæ byggjum, að þegar
verði hafist handa um byggingu
nýs fangahúss. Það er með engu
forsvaranlegt að loka menn inni
í þessum bragga, sem á hverjum
degi eða nóttu getur brunnið upp
til ösku á nokkrum mínútum án
þess að nokkuð verði við gert.
Þegar verður að hefja byggingu
fangahússins, því það er ekki
hægt að bjóða fleiri mönnum
upp á þá mynd, er fanginn sá
í gegnum rimlana, þá er hann
var innilokaður í brennandi hús-
inu.
Ixxgvar GuÖmundsson.
Hlín er komin úl
„HLÍN“ er komin — kærkomin
haustgjöf til hinna mörgu kaup-
enda! Hennar iðja hefir verið að
bera vinarhug og fréttir milli is-
lenzku heimilanna. í ár fer hún
lengra: nú segir hún frá félaga-
samtökum íslenzku kvennanna í
Vesturheimi, allt frá fyrstu fé-
tagastofnuninni í Winnipeg 1881
og í Nýja íslandi.
Fyrsta félagið þar var stofnað
í Mikley 1886. Allar sveitirnar
stofnuðu hjá sér kvenfélög Sam-
tök landnámskvennanna voru
fyx’st fábrotin, þau voru tengi-
liður: að halda saman og vernda
málið og þá menningu, sem þær
komu með að heiman.
Kvenréttinda gætir fljótt hjá
þeim, Foringinn er frú Margrét
Benediktsson.
Til fróðleiks vil ég geta þess,
,að það er ekki fyrr en 1894 að Hið
íslenzka kvenfélag er stofnað
hér í Reykjavík, en það var
stofnað sem alhliða pólitískt fé-
lag. Ég set þetta til að sýna hvað
vestankonur hafa fljótt fylgst
með kröfum tímans og orðið á
undan þeim sem heima sátu.
Félagsskapur þeirra er brátt
margþættur, og öll frásögnin um
hann á erindi til okkar, hvort
heldur við erum í einhverju fé-
lagi eða ekki. Hér er sérstaklega
sagt frá tveim konum, sem öðr-
um fremur unnu að félagasam-
tökum íslenzku landnámskvenn-
anna. En starf þeirra þarf einnig
að vera íslendingum hér heima
kunnugt. Það lýsir göfugum kon-
um, sem mikið er gefið og er
Ijúft að gefa úr sínu stóra forða-
búri og hjálpa fólkinu að yfir-
stíga erfiðleikana. Önnur konan
er frú Lára Pétursdóttir Bjarna-
son — hún var Reykvíkingur,
dóttir Péturs Guðjónssonar. hér
á hún enn marga ágæta frændur.
Hin konan er frú Max’grét J.
Benediktsson — hún var ættuð
úr Húnavatnssýslu, skörungur
mikill, kvenréttindakona og mik-
ill kraftur.
Ég hef aldrei átt kost á að
kynnast dugnaði landa minna
vestra í félagsmálum þeirra eins
vel og í þessari frásögn í „Hlín“,
þess vegna ræð ég konum til að
kaupa „Hlín“ og dvelja um
stund með frændum vorum
vestra, bæði á landnámstíma
þeirra og nú þegar margt er
bjartara.
Eins og áður í „Hlín“ eru minn
ingar um nokkrar merkar ágætis-
konur, það er alltaf hugljúft að
lesa þær. Ritgerð um íslenzka
þjóðbúninginn og m. fl. — Að
ógleymdum skemmtilegu fréttun
um frá konum hvaðanæfa af
landinu.
Svo sé Þórði Kágasyni á Litla-
Fljóti, Biskupstungum, þökk fyr-
ir fallega kvæðið sitt, það er
kveðið út úr hjörtum okkar sem
nú köllumst gamla fólkið. En á
því byrjar „Hlín“.
Ragnhildur Pétursdóttir.
Sigurður Thoroddsen
lundsverkfræðingur
/
- Minníng
Frh. af bls. 29
þakkað honum komuna vestur í
Eyjahrepp, til þess köllunarverks,
sem honum auðnaðist að Ijúka.
Það kann að vera, að það sé
farið að hausta að í huga mínum
og ekki alveg í samræmi við
bjartsýni Sveinbjarnar, er ég
segi, að mér finnst ekki aðeins,
að ég sé að kveðja tryggan vin
og kæran, mannkostamann, sem
unun var að vera samvistum við,
heldur sé ég um leið að kveðja
síðasta afsprengi, og ekki hið
sízta, þeirrar gullaldar, — þess
menningartímabils, sem ég gat
um fyrr. — Og ég geng hryggur
leiðar minnar frá gröf þinni,
gamli vinur. Og þó vil ég trúa
með þér. að „bjart sé til beggja
handa“. Ég þakka þér. Guð blessi
þig og þína, bæði lífs og liðna og
æskustöðvarnar þínar yndislegu.
Sigurður S. Haukdal.
F. 16./7. ’63 — D. 29./9. ’55.
SMÁM saman heggur tíminn
skörð í brautryðjendakynslóð
aldamótaáranna — þessa kynslóð,
sem ólst upp á barningstímum
síðari hluta 19. aldar og eyddi
manndómsárum sínum á umbrota j
tímum fyrri hluta 20. aldarinnar.'
Sá bi’autryðjandinn, sem nú
síðast er horfinn af sviðinu, er
Sigurður Thoroddsen, fyrsti j
landsverkfræðingur íslands og
um langt skeið yfirkennari við
Menntaskólann í Reykjavík.
Sigurður Thoroddsen fékk
gott og öruggt veganesti á heim- j
ili föður síns og bi'autryðjanda í
íslenzkri skáldsagnagerð.
Það er hér sérkennandi í skap-
gerð Sigurðar, að hann kýs sér
ekki það ævistarf, sem að mörgu
leyti virtist liggja beinast við og|
margir í hans sporum myndu
hafa kosið, að feta í fótspor föður
síns, nema lög og gerast síðan
sýslumaður konungs.
Nei, það er annað, sem stendur
honum nær. Landið vantar tækni
lega menntaða menn, sem geti
leyst af hendi óteljandi viðfangs-
efni, sem bíða úrlausnar.
Þjóðin, sem búið hefur í land-
inu um þúsund ára skeið, á enn
enga verkfræðinga •— þama er
ónumið land, þarna getur hann
rutt nýjar brautir.
Og Sigurður Thoroddsen, ungi
menntamaðurinn, sem verið hef-
ur vitni að því, þegar faðir hans
færði í letur samtíð sína, ákveð-
ur að gerast einnig brautryðj-
andi, en hann mótar ekki sam-
tíð sína á bókum, öldum og ó-
bornum til skemmtilesturs, hann
mótar járnið og kaldan steininn
í þjónustu samtíðar og fram-
tíðar.
Hann leggur sinn hornstein í
þjóðarhús unga Islands, sem
hann vonar að standi traust og
óhaggað þrátt fyrir hret kom-
andi tíma — hann ætlar ekki
að láta sitt eftir liggja.
Þannig var hann maðurinn og
brautrvðjandinn, sem er kvadd-
ur í dag hinztu kveðju.
Ég kynntist Sigurði Thorodd-
sen fyrst, eftir að hann var kom-
inn á efri ár, en var þó enn yfir-
kennari í Menntaskólanum, vök-
ull í starfi og hafði þann aga,
sem nemendum er nauðsynlegur
og þeim sjálfum fyrir beztu, og
það ætla ég, að enda þótt Sigurði
Thoroddsen væri vitanlega eink-
ar annt um að koma tölum og
stærðfræðitáknum inn í höfuð
nemenda sinna, þá hafi honum
þó ekki verið minna áhugamál
að kenna þeim aga og kalla fram
manndóm þeirra og annað það,
sem hvex’jum einum er nauð-
synlegt. — Hann vildi koma
nemendum sínum til sem bezts
og vax-anlegs þroska.
Það var að vonum, að Sig-
urður Thoroddsen veldi sér lífs-
förunaut, er væri hliðstæðum
kostum búinn og hann sjálfur.
Ái'ið 1902 giftist hann eftirlif-
andi konu sinni Maríu, dóttur
Jan Claessen, landsféhirðis, og
var hún manni sínum traust í
blíðu og stríðu, svo sem hún
átti kyn til.
Börn þeirra Maríu og Sigurðar
Thoroddsen eru: Sigriður, gift
Tómasi Jónssyni, borgarritara,
Kristín, er giftist Dr. Éruno
Kress, Valgarð, rafveitustjóri 1
Hafnart'irði, Jónas, fulltrúi borg-
arfógeta, Gunnai’, borgarstjóri og
Max-grét, gift Einari Einarssyni,
kaupsýslumanni.
Með Sigurði Thoroddsen er
genginn gagnmerkur maður, ötull
í starfi og trúr hverju því verk-
efni, sem honum var falið að
leysa.
Sigurður Thoroddsen er í senn
góður fulltrúi kynslóðar sinnar,
og gott fordæmi þeim, sem á
eftir koma.
H. Th.
Hörður Qlafsson
Málf lutningsskríf slof a.
Laugavegi 10. Símar 80332, 7673.
— Úr Álftafirii
Frh. af bls. 30
með bröttum sjávarbökkum. Er
það aðeins framrunninn skriðu-
fótur og undirlagið því allt aur
og stórgrýti og oftast grunnt á
því.
Lagningu háspennulínunnar
yfir Kirkjubólsfjall og niður
Sauradal til Súðavíkur miðar vel
áfram. Ei’U staurar að mestu upp
komnir, en eftir er að leggja
þráðinn og byggja spennistöðvar
í Súðavikurþorpi.
Vinnuflokkur sá, sem annast
lagningu línu þessarar hefur að-
albækistöð sína niður í Súða-
víkurþorpi, en sumir liggja við
í tjöldum frammi á Sauradal og
er þeim fluttur daglega matur
þangað frameftir frá aðalbæki-
stöðinni. 2—3 menn úr þorpinu
hafa síðari hluta sumarsins unnið
með flokki þessum, en fyrr í
sumar voru oftast 3—4 Súðvík-
ingar í vinnu norður í Aðalvík,
við byggingu radarstöðvarinnar
Þar.
Nýtt (yrirkomulag
handknattleiksmóta
Frá aðalfundi HKRR
FYRIR nokkru síðan var hald-
inn aðalfundur Handknattleiks-
ráðs Reykjavíkur. Var Árni
Árnason end urkjörinn form.
í'áðsins, Ari Jónsson kjörinn vara
form., Jón Friðsteinsson ritari og
Stefán Gunnarsson gjaldkeri. —
Meðstjórnendur eru Böðvar
Böðvarsson, Magnús Georgsson
og Hilmar Magnússon.
Á þessum aðalfundi ráðsins
var samþykkt stofnun Utanfara-
sjóðs. Er þeim, sjóði ætlað að
standa straum af kostnaðí við
utanfarir handknattleiksfólks,
svo og heimboðum erlendra liða.
Stofnframlag í sjóðinn var Yi
hluti af ágóða liðfeins starfsárs,
eða með öðrum orðum 1575 kr.
Ræddar voru tiílögur um nýtt
fyrirkomulag handknattleiks-
móta, en handknattleiksmótin
hafa verið einhver umfangsmestu
og fjölmennustu íþróttamót, sem
hér eru haldin. Verður hið nýja
fyrirkomulag reynt í vetur.
Unnið er að utanför hand-
knattleiksstúlkna héðan en
norsku stúlkurnar sem hingað
komu á vegum HKRR í sumar
buðu flokki fsl. stúlkna til dval-
ar í Noregi.
Fyrsta handknattleiksmót sum-
arsins verður síðast í október —
er það Reykjavíkumiótið.
H ANDKN ATTLEIKS -
FÉLAGEÐ
Viku fyrr fór fram aðalfundur
í Handknattleiksdómarafélagi
Reykjavíkur. Formaður var end-
urkjörinn Frimann Gunnlaugs-
son en með honum eru í stjóm
Valgeir Ársælsson og Ólafur Öm
Ax-narson. 30 menn eru nú í fé-
laginu. Ráðgert er dómaranám-
skeið í október.
— Páll í Fornahvamml
Frh. af bls. 19
Ég óska þér Páll til hamingju
með afmælið og framtíðina og
þín hugðarefni. Ég óska að þjóðin
megi sem lengst njóia starfs-
krafta þinna og mannkosta, og
að hún eignist sem flesta nýta
menn og góða drengi.
Ari Guðmundsson.
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður.
Lögfraeðistörf og eignaumsýsla.
Laugavegi 8. — Sími 7752.