Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 1
nraíílaíii 16 síður 42: árgangur 244. tbl. — Miðvikudagur 26. október 1955 PrentsmiSJa Morgunblaðsint Staðgengill Adenauers Dr. Adenauer hefur verið frá störfum um nokkurt skeið vegna veikinda, en er nú á góðum batavegi. Staðgengill hans er dr. Scháffer, fjármálaráðherra. Sést hann hér í ræðustólnum í vestur- þýzka þinginu. Að baki hans sést forseti þingsins. Vegna veikinda Adenauers og einnig vegna hans háa aldurs hefur mikið verið rætt um það undanfarið, hver yrði eftirmaður hans. Adenauer benti sjálfur á fjármálaráðherrann sem staðgengil sinn, meðan hann ætti í veikindum sínum. EíiÉrt&ktarverö hók um sí&ímeu Svía ásáö- usim heimsstyrjötd Cáfu Svíar sjáltir Þjóðverjum tilefni til að tara tram á flutnings- Beyfi gegnum Svíþjóð? í ÁR hefir það einkennt sænska'jafnvel áður en Þjóðverjum hafi bókamarkaðinn, að menn gefa dottið í hug að fara fram á slíkt. Croft Baker fyrirliði brezkra logarasigenda kominn í rökþrof Getur ekki útskýrt hinn aukno kola-ofla a miðunum við ísland út minningar sínar, sem mnrgar! vekja mjög mikla athygii, enda' f jalla þær um markverða atburði.' N.k. föstutiag kemur út í Svíþjóð bók, er f jallar um utanríkismála- stefnu Svía í heimsstyrjöldinni síðari. Er hún rituð af Gustaf Andersson, fyrrverandi ráðherra, og er allt útlít fyrir, að minn- Ingar hans muni ekki vekja minni ólgu en aðrar sams konar bækur, sem á undan hafa gengið á þessu ári. • M. a. skýrir hann frá því, — sem þegar er reyndar almennt vitað— að Gústaf konungur hafði hótað því að segja af sér konungs tign, ef Svíar yrðu ekki við kröfu Þjóðverja um að fá að flytja hvers konar varning gegnum Sví- þjóð — frá Norður-Noregi til Finn lands. Sköld, fyrrverandi forsæt- isráðherra mun sömuleiðis hafa hótað því, að segja af sér em- bætti, ef Þjóðverjar fengju ekki vilja sínum framgengt. Eins og kunnugt er, náðist sam- komulag um málamiðlunartil- lögu: Svíar urðu við þessari kröfu Þjóðverja, en hinsvegar var öðrum kröfum þeirra vísað á bug. Upphafsmaðurinn að þessari málamiðlun var fyrst og fremst Gunther utanríkisráðherra. • En það, sem vekja mun geysi- mikla eftirtekt er, að Gústaf Andersson heldur því fram, að Svíar hafi sjálfir átt upptökin aS þessum kröfum Þjóðverja — Af ótta við, hvað þýzkar her- sveitir í Norður-Noregi mundu aðhafazt, þegar mótspyrna Norðmanna hafi verið brotin Frh. á bls. 2. Frá Evrópuráðinu: Auðvelda þarf samgöngur niilli aðiidarríkjanna STRASSBOURG, 25. okt. — Ráð- gjafaþing Evrópuráðsins sam- þykkti í dag að hvetja stjórnir þeirra 15 ríkja, sem aðild eiga að ráðinu, til að auðvelda ferðir manna og bæta samgóngur á milli landanna með því að gera þarfar breytingar á tollgæzlu og vegabréfsskoðun. Var í þessu sambandi bent á þær ráðstafanir, sem Norðurlandaþjóðirnar hafa gert í þessum efnum, og hafi þær gefið góða raun. Dulles hyggst sækja Títd heim PARÍS, 25. okt. — Bandaríski utanríkisráðherrann Dulles, hyggst heimsækja Tító marskálk í Júgóslavíu 6. nóv. n. k., verði Genfarráðstefnu utanríkisráð- herranna lokið á tilætluðum tíma. Mun hann fara flugleiðis til Brioni og ræða þar við Tító. Áformar Dulles að koma við í Vínarborg á leiðinni til Júgóslav- íu og vera þar viðtsaddur opnun ríkisóperunnar, en unnið hefur verið að endurbyggingu hennar undanfarna mánuði. MOSKVU — Sá orðrómur geng- ur hér í borg, að Bulganin for- sætisráðherra hafi nýlega fengið þann sjúkdóm, er Eisenhower þjáist af — stíflu í kransæða- kerfinu — en veikindi hans hafi verið minni en Eisenhowers. Ekki nema „eðlilegt" að Islendingar þakki það útvíkkun Eandhelginnar, segir Fishing News BREZKA fiskveiðitímaritið Fishing News, sem jafnan hefur túlkað málstað hinna brezku togaraeigenda, skýrir frá því í síðasta tölublaði, að kolaafli hafi farið mjög vaxandi á íslands- miðum. Síðan segir blaðið: — Það er eðlilegt, að íslendingar haldi því fram að aflaaukning þessi sé að þakka friðuninni, sem fylgdi útvíkkun landhelginnar 1952. Á ensku: „Naturally enaugh, Icelandic interests claim this is due to conservation following the extension of their limits in late 1952." -k í sambandi við þetta talar Fishing News við Mr. Jack Croft Baker forseta Togaraeigendafélagsins og er ekki ann- að sýnilegt en að hann sé í mestu vandræðum með að út- skýra þessa undarlegu aflaaukningu. -fc Svarar Croft Baker þessu til: — Það er of snemmt að dæma um hvort útvíkkun íslenzku landhelginnar hefur haft nokkur veruleg áhrif á friðunina. Á ensku: „It is too early yet to judge whether the ex- tension of Icelandic Territorial Waters has had any appreci- able effects on conservation." „Sjónhverfingamaiíur," segir Mendes-France um Faure PARÍS: — Fyrrverandi forsætis- ráðherra, Mendes-France, komst svo að orði í grein, sem hann rit- aði nýlega í nýja dagblaðið „l'Express", að tillögu Edgar Faures forsætisráðherra um kosn ingar í Frakklandi snemma í desember megi einna helzt jafna við „listir sjónhverfingamanns". Sú togstreita, sem s.l. átta mán uði hefir verið bak við tjöldin milli Mendes-France og Faure, er því nú komin fram í dagsrjósið. Rússar hyggjasf reisa herstöb RUSSAR áforma að reisa mikla herstöð við Swinemúnde (á pólsku: Swinoujscie) í Póllandi. Verður þetta stærsta herstöð þeirra við Eystrasalt, og er henni beint gegn Skandínavíu og vestur þýzka flotanum, sem væntanlega verður komið á stofn. • • • Þetta áform rússnesku stjórn- S)*UA» v/ð Swinemunde Stærsta virki Ráðstjdrnar- ríkjanna við Eystrasalt Swinemiinde stendur við Pomer- aniuflóann, mjög nálægt Oder- Neisse landamærunum. arinnar kom mönnum mjög á óvart — jafnvel pólsku stjórn- inni, sem alls ekki var spurð ráða um þessi efni. Fyrir skömmu síð- an tilkynnti pólska stjórnin íbú- unum í Swinemúnde, að vestan bæjarins yrði reist stórt fiskiðju- ver, og þangað ættu 2,500 fiski- menn að skila og sjá um geymslu á 50 þús. tunnum síldar árlega. Fyrir nokkrum dögum síðan urðu pólsku yfirvöldin að tjá íbúun- um, að ekkert fiskiðjuver yrði j reist. Mælt hafði verið svo fyrir, að reist skyldi gífurlega stór herstöð við Swinemúnde, og hafði sú skip un komið frá Konjev marskálki, sem er yfirmaður hers Varsjár- bandalagslandanna — utan Ráð- stjórnarríkjanna. • * • ^AFLINN FRÁ ÍSLANDI VAKTI MIKLA ATHYGLI í GRIMSBY Það virðist ljóst af fréttinni í Fishing News, að allan septem- ber og október þessa árs sé kola- aflirin verulega hærri en á sama tíma í fyrra og var hann þó fjórð ungi hærri en árið áður. Þeirri staðreynd hefur Fishing News þó þagað yfir, þangað til sá atburður gerðist í Grimsby á mánudag, að meiri kolaafli kom þar á markaðinn, en gerzt hefur í lengri tíma. Alls komu þar á land 2515 kit og þar af voru hvorki meira né minna en 1473 kit af íslandsmiðum. Þetta vakti mikla athygli í borginni og var nú farið að grennslast eftir kola-aflamagni af íslandsmiðum og gera saman- burð. Þá kom þetta í ljós. Á tímabilinu 3. sept. til 15. okt. var þessum kolaafla landað af íslandsmiðum. í ár ............ 9490 kit Sama tíma í fyrra 6280 kit GÓÐAR AFLAFERDIR Hver brezki togarinn á fætur öðrum hefur fengið frábæran kolaafla á íslandsmiðum nú upp á síðkastið. Huddersfield Town ..... 576 kit Sami togari í næstu ferð 440 — Lincoln City............ 550 — Sami togari aftur ...... 450 — York City .............. 450 — Alsey................... 460 — Sami aftur .............. 350 — Thornwick Ray ........ 400 — Churchill ............... 420 — Fyrir lok desembermánaðar verða íbúarnir á vinstri bakka ár- innar Swine að vera á brott, og verður smám saman byggt yfir þá austan megin árinnar. En það mun taka heilt ár, og verður fólkið á meðan að hírast í brögg- um í 15 km fjarlægð frá Swine- miinde. Þessi nýja herstöð verður reist „með hraði" — og verður mesta virki Rússa við Eystrasalt. Til samanburðar má geta þess að í fyrra voru þessi sömu skip og sömu skipstjórar með miklu minni afla. Þá komu 450 kit úr tveimur veiðiferðum. Hinar flest- ar með undir 300 kit. FISHING NEWS „VIÐURKENNIE" Og síðast þegar Fishing News vissi, þriðjudaginn 20. okt., þá tilkynntu þrír togarar, sem á ís- landsmiðum voru, Barry Castle, Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.