Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Ivliðvikudagur 26. okt. 1955 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VifUfi Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Vernd uppeldisstöðvnnnn NÚ eru liðin 3% ár síðan útvíkk un landhelginnar gekk í gildi. í tilkynningu ríkisstjórnar fs- lands um þetta mál þá var lögð áherzla á að hér væri fyrst og fremst um friðunarráðstafanir að ræða og nauðvörn íslenzku þjóð- arinnar. Erlendir togarar sæktu svo á fiskimiðin við fsland, að horfði til gereyðingar fiskimið- anna. íslenzka þjóðin yrði að rísa upp gegn þessu þar sem hún ætti alla sína vélferð undir fiskaflan- um. Auk þess var útvíkk- un landhelginnar algerlega í sam- ræmi við lög og rétt, byggð að mestu leyti á nýuppkveðnum úr- skurði Haag-dómstólsins. Nú eftir þetta langan tíma eru smám saman farnar að berast ýmsar upplýsingar um, hvaða ár- angur þessar víðtæku friðunar- ráðstafanir hafa á fiskstofninn hér við land. Hníga öll rök að því að þær séu þegar farnar að bera góðan órangur. Hefur þetta mál verið til um- ræðu í Evrópuráðinu að undan- förnu, en fulltrúar Belgíu, Frakk Nú hafa uppeldisstöðvarnar fengið 3'/2 árs friðun. Þá gerist það allt í einu, að hinn fullþrosk- aði stóri fiskur leitar af uppeldis- stöðvunum á meira dýpi og brezk ir togarar fá meiri kolaafla en nokkru sinni fyrr, enda þótt mikl um hluta hinna gömlu miða sé lokað. Náttúrlega eru þeir ánægð ir með aflann, en þó er greinilegt að svört samvizka kvelur þá við hvern sporð. Því að engir hafa minna til þess unnið að hljóta slíka aflaaukningu en einmitt þessir gömlu rányrkjumenn. Þetta sést af viðbrögðum Croft Bakers þegar Fishing News í beiddist skýringar á þessu fyrir- bæri. Hann hafði enga frambæri- lega skýringu, en sagði eins og í fáti: „Það er ennþá of snemmt að dæma um hvort útvíkkun ís- lenzku landhelginnar hefur haft nokkur veruleg áhrif á friðun- ina“. En hver var að tala um friðun- arráðstafanir fslendinga í þessu merkilega eintali Croft Bakers við sjálfan sig. Það skyldi þó ALMAR skrifar: Barnatíminn. FRAMHALDSSÖGURNAR í barnatímunum eru báðar skemmtilegar hvor á sína vísu og i við hæfi barna á mismunandi aldri. í barnatímanum er þær Helga og Hulda Valtýsdætur sáu um sunnudaginn 16. þ.m. var auk sagnanna, flutt stutt leikrit, „Prinsessan, sem ekki gat sofn- að“. Flutti það hinum ungu hlust- endum þann holla boðskap, að af hóglífi og iðjuleysi leiðir aldrei neitt gott, en sá sannleikur verð- ur aldrei nógsamlega brýndur fyrir æskunni í landi hér, þar sem margir unglingar hafa lent á glapstigum fyrir óhóf og iðju- leysi. — Skáldskapur á borð við þetta leikrít, hefur þótt ekki sé hann rismikill, ærið uppeldisgildi jafnframt því sem börnin hafa gaman af honum og er því til- valið efni í þessum þætti. Tónskál dakvöld. ÞETTA sama kvöld minntist út- varpið Árna Thorsteinssonar tón- skálds, en hann varð þennan dag 85 ára. Hófst þátturinn með því að Baldur Andrésson cand. theol. flutti snjallt og vel samið erindi um tónskáldið. Rakti hann fyrst æviatriði Árna í stórum dráttum, en vék svo að þeim merka þætti er Árni hefur átt að því að efla tónlistarlíf bæjarins og landsins í heild, og gerði grein fyrir tón- Hollands og Bretlands aldrei hafa verið samvizkan, Mr. smíðum hans og einkennum hans lands, sýndu íslendingum það vinar- bragð eða hitt þó heldur, að kæra þá fyrir Evrópuráðinu vegna frið unarráðstafanna. Sérfræðingar íslenzku ríkis- stjórnarinnar hafa nú útbýtt hjá Evrópuráðínu all ýtarlegum upp- lýsingum um áhrif friðunarinnar. í stuttu máli er þar skýrt írá því að fiskafli við ísland hafi farið minnkandi eftir að rányrkja hófst aftur í lok heimsstyrjaldarinnar, en nú eftir friðunina sé farið að bera á því að fiskstofninn aukist aftur verulega. Er þetta aðallega því að þakka að uppeldisstöðvar fisksins eru friðaðar. Þannig virðist augljóst, að þorskaflinn hefur aukizt vegna friðunar uppeldisstöðva hans fyrir Norðurlandi árið 1950. Ýsuaflinn hefur einnig aukizt verulega, vegna þess að nú er hætt að moka upp ungfiski á grunninu í Faxaflóa. Þess í stað fær ýsan að vaxa upp og þrosk- ast og eftir 2—3 ár þá er hún veidd sem stórbættur og aukinn afli fyrir utan hina nýju land- helgislínu. Alveg sama gerist með kolann, eða rauðspretfuna, eins og hann er stundum nefndur. Croft Baker? Og hver var það sem sagði fyrir þremur árum: — Brezkum togurum er sparkað af íslandsmiðum. íslendingar hljóta enn að taka til máls um þetta og það í fullri alvöru. Það er nú að koma æ bet- ur fram, að friðunarráðstafan- irnar voru nauðsynlegar og að þær eru einnig brezkum útgerð- armönnum til hagsbóta. Þessvegna verða hefndar- ráðstafanir Breta þeim mun svivirðilegri. Þar með er allur minnsti ástæðugrundvöllur brezkra togaraeiganda fallinn undan löndunarbanninu. Þeir geta nú enga ástæðu fundið fyrir því, að þeir hafi nokkurs að hefna. — Þvert á móti standa þeir í þakk- arskuld við íslendinga fyrir að þeir hafa haft vit fyrir sem tónskálds. Fórust honum svo orð að lokum: „Árni er fæddur söngvaskáld .... Náttúran hefur gefið honum í vöggugjöf næma ljóðkennd og hæfileika til að skynja skáldsins sýnir .... Hann er frumlegur og stendur á eigin fótum og sami persónuleikinn birtist i öllum sönglögum hans.. “ 1 Er Baldur hafði lokið máli sínu f söng Kristinn Hallsson hið fagra lag „Nótt“ eftir tónskáldið, María Markan söng „Nafnið" og Guð- mundur Jónsson „Við Valagilsá“. Var söngur þeirra afbragðsgóður. Jrá útuarpmui / L ÓL ^aóta vlLvl — Síðasta lagið hefur orðið frek- ar útundan hjá söngvurum okk- ar, sennilega vegna þess, hversu miklar kröfur það gerir til söngv- arans. Ingólfur Kristjánsson, blaða- maður, las þá kafla úr „Hörpu minninganna“, bók, sem er að koma út um þessar mundir. Eru þetta endurminningar tónskálds- ins og um leið þáttur úr söng- sögu okkar frá því fyrir aldamót- in siðustu. Kaflarnir, sem Ingólf- ur las, voru skemmtilegar endur- minningar frá stúdentsárum tón- skáldsins. Loks söng karlakórinn Fóst- bræður undir stjórn Jóns Þór- arinssonar syrpu af sönglögum tónskáldsins og var söngurinn með ágætum. Þung ádeila. HELGI HJÖRVAR, rithöfundur tók til máls í þættinum um dag- inn og veginn mánudaginn 17. þ.m. Var hann að vanda ekki myrkur í máli og deildi þung- lega á margt sem miður fer með þjóð vorri. Meðal annars vék Helgi að blaðamennskunni hér á landi og þeim smánarlega hlut, sem blöðin skammta skáldum og rithöfundum og öðrum andans mönnum hér, af öllum þeim milljónum króna sem þau velta árlega. Eru það orð að sönnu, og eiga þar blöðin öll óskipt mál. Mat þeirra á verkum skálda og rithöfunda virðist harla auð- virðilegt, en því hærra metið og í hávegum haft hverskonar pólitískt argaþras og nudd, sem fyrir löngu er orðið „daglegt brauð“ þjóðarinnar, svo upp- byggilegt sem það er og næring- arríkt. VeU andi shripar: Þá brá Helgi upp mj 'ig athyglis verðri og lærdómsríkri svipmynd úr íslenzkri sveitamenningu nú- tímans, þar sem hann byggði ein- göngu á skýrslu lögreglunnar og sjónarvotta. Vettvangurinn var einn af heimavistarskólum eins sveitarfélags austan fjalls. Þar voru samankomnir á skemmtun- inni um sjö til átta hundruð manns í sal, sem er tæpir 70 fermetrar að gólffleti! Áflog og ryskingar voru þarna að sjálf- sögðu, enda er það orðinn fastur liður á slíkum „skemmtunum“ og er samkomunni lauk lágu í valn- um „53 heilflöskur utan af sterkum vínum auk allra gler- brota“ og þó segir lögreglan I skýrslu sinni, að drykkjuskapur hafi ekki verið „meiri en gerist á slíkum samkomum. .“ „Ljót en þó sönn er sagan“. Slíkri menn- ingarstarfsemi er í dag haldið uppi út um byggðir landsins. Og því ekki það. Forráðamenn sveit- arinnar töldu gróðann eftir sam- komuna og sjá, þar lágu rúmar þrjátíu þúsundir króna í fjár- hirzlunni! En menn athugi það, að þetta gerist ekki í Reykjavík, sem Framsóknarmenn hafa um áratugi borið hverskonar rógi út um hinar dreifðu byggðir landsins. Ræða Helga um þessi mál var skelegg og skörulega flutt, enda hefur hún vakið geysiathygli manna um land allt. ' Upplestur. SÉRA Sigurður Einarsson í Holti las s.l. miðvikudag tvær þýðing- ar eftir sig á kvæðum eftir Robert Burns og þrjú kvæði frumsamin. Þýðingarnar voru liprar og áferð- argóðar, en virtust bera meiri svip þýðandans en höfundarins. Frumsömdu kvæðin höfðu ýmis- legt sér til ágætis, sérstaklega fyrsta kvæðið „Skólasystir", sem þó minnti fullmikið á annað eldra kvæði eftir Sigurð um svipað efni. Sigurður er vissulega at- hyglisvert ljóðskáld og hefur ort I mörg ágæt kvæði, en stundum er sem hinnar alkunnu mælsku hans gæti um of í kvæðum hans og þá á kostnað listarinnar. Margar kvartanir . . ^ .... '17'ELVAKANDI getur ekki orðið þeim. Og íslenzka þjoðin hlyt- V . ..... . . . v , ... T um frialst hofuð strokið vegna 11 w nnn o i\ mnttnoalQ hnirvi •' mjólkurskömmtunarinnar. Allir hafa þar ótal ráð á hverjum fingri og það er einsog ekki dugi að segja fólkinu, að mjólkin sé ekki til. Það virðist ekki vilja skilja það. Velvakandi hefir því verið beðinn fyrir fjölmargar kvartanir vegna mjólkurskömmt- Staðreynd er sem brezkum tog-' EFTIR að Alþingi kom saman unarinnar, en hann fær ekki séð araeigendum þýðir ekki að neita, hafa almennt farið fram miklar annað ^n nauðsynlegt sé að *aka að þegar botnvörpuveiðar voru umræður um efnahagsmál þjóð- hlutunum, einsog þeir eru: Það að hefjast við ísland var kola- arinnar. Virðist orðið almennt er ekki t:il næS mjólk- veiðin svo stórfelld, að nútíma- manna að framkoma komm- fiskimenn hafa alls ekki þekkt únista hafi verið mjög vítaverð. Með því hafi þeir velt af stað ægilegri verðbólguöldu, sem þeg- ar hefur valdið almenningi stór- ur enn að mótmæla þeirri svívirðingu, sem Bretar sýna henni með hinu ástæðulausa löndunarbanni. Skora sjáHsmark E1 annað eins. Enn andvarpa gamlir brezkir togaramenn þungan þeg ar þeir minnast hinna gömlu góðu daga, þegar vörpurnar fylltust af kostlegu tjóni. þessum ljúffenga fiski. | Þessi harða gagnrýni var m. a. En svo var rányrkja á þessum sterklega rökstudd í ræðu sem fiski mikil, að litlu mun hafa Bjarm Benediktsson dómsmála- munað, að honum væri gereytt. ráðherra flutti nýlega í lands- Tvær heimsstyrjaldir björguðu j ma]afélaginu Verði. Sýndi hann honum e.t.v. en nú eftir stríðið , þar fram a hættuna af skemmd- hófst sami leikurinn með ennþá | arstarfseminni sem unnin hefur stórvirkari eyðingartækjum, en ! ver]g nokkru sinni áður. Kolinn hrygnir aðallega hér í Faxaflóanum og við suður- ströndina og á sömu slóðum J eru uppeldisstöðvar hans. Um nærri allt þetta svæði fóru brezku togararnir ránshendi og mokuðu smáum ungkolum upp, fleygðu því dauðu, sem of smátt var, en hirtu hitt. Svo ekki var furða þótt illa liti út. Fiskurinn fékk engan frið til að vaxa upp. I En þá bregður svo undarlega við í Tímanum í gær, að birt er furðuleg skætingsgrein. Er eins og einhver öfl þar hafi fundið til er málstað kommúnista var svo illa komið. Tíminn varar sig ekki á því að með þessu er hann þá um leið að ráðast að Eysteini Jónssyni, sem hefur einnig lýst fullkominni ábyrgð á hendur kommúnistum. Slær hann sig því varla til riddara með slíkum út- úrsnúningum. „Brúsamjólkin“ EN það er annað sem mig lang- ar að minnast hér á og gagn- rýna. Hvernig stendur á þessari „brúsamjólk“ sem svo hefir verið nefnd? Það fer ekki hjá því, að hér sé um hálfgert sullum-bull að ræða, eða hví er ekki öll mjólk sett á flöskur, einsog tíðkast hjá j venjulegu fólki. Þessi „brúsa- mjólk“ er óttalega ógeðfelldur drykkur, ég tala nú ekki um þeg- ar farsóttir ganga. Að vísu er „brúsamjólkin" ódýrari, og má vera, að einhverjir vilji kaupa hana heldur af þeim sökum, en þá ætti a.m.k. að tryggja hinum flöskumjólk. Á sunnudag hugðist Velvakandi fá flöskumjólk, en fékk ekki, og er það með öllu óþolandi. Væri óskandi, að þessu yrði kippt í lag hið fyrsta, ef hægt væri. Hósta útí loftið N snúum okkur að öðru, ekki óskildu máli. Nýlega kom læknir nokkur að máli við Vel- vakanda, og bar heilbrigðismál á ‘góma. Læknir þessi hafði orð á því, hve lítt almenningur virtist skeyta um heilsuvernd. Hann benti á, að fólk hóstaði og hnerr- aði útí loftið, þar sem væri múg- ur og margmenni, alveg án þess að hugsa um, hvort það hóstaði sóttkveikjum ofaní næsta mann eða ekki. T.d. væri þetta algengt í strætisvögnunum og væri áreið- anlegt, að ýmsir sæktu pestirnar þangað. Biður læknirinn mig um að skjóta því að réttum aðilum, hvort ekki væri rétt að setja upp skilti um þetta í strætisvagnana, þarsem brýnt væri fyrir fólki að hósta eða hnerra í vasaklúta, einsog siðuðum mönnum sæmir. Þeir sem enga vasaklúta eiga, verða að kaupa þá, hjá því verð- ur ekki komizt úr þessu. „Faxi“ LOKS er hér tillaga frá Akur- nesingi. Hann segir: Nú er væntanlegt nýtt skip sem halda á uppi ferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. En hvað á nýja skipið að heita? E.t.v. er stjórn félagsins búin að ákveða það, en samt langar mig að benda á stutt og gott nafn. Það er Faxi. Mér fyndist það ágætt nafn á nýja skipinu, enda var það nafn á fyrsta flóabátnum á þessari leið (1891). — Er þessu hér með komið á framfæri. Kvöldvakan. fT KVÖLDVAKAN s.l. laugardag hófst með hugleiðingu séra Bjarna Sigurðssonar að Mosfelli, við misseraskiptin. Var ræða hans prýðisgóð að efni, vel byggð og ágætlega flutt. Siðari þáttur kvöldvökunnar var helgaður Páli Ólafssyni, skáldi. Páll Hermannsson fyrrv. alþingismaður flutti stutt erindi um Pál og gerði nokkra grein fyrir söfnun sinni á óprentuðum kvæðum og kviðlingum eftir skáldið, en Páll Hermannsson hefur um langt skeið unnið að þeirri sofnun með þeim árangri að ný bók með ljóðum Páls er nú komin út í viðbót við útgáfu Helgafells af ljóðum hans 1944. — Þá lásu þau Hildur Kalman, son- ardóttir Páls Ólafssonar, Þor- steinn Ö. Stephensen og Brynjólf ur Jóhannesson upp úr bréfum og ljóðum Páls og loks voru sung- in tvö ný lög eftir Þórarinn Jóns- son tónskáld við kvæði eftir skáldið. Var þessi dagskrárliður hinn skemmtilegasti og fróðlegasti eins og sæmdi minningu þessa gagnmerka skálds og Ijóðsnill- ings. Önnur dagskráratriði. AF ÓÐRUM merkum dagskrá- atriðum má nefna einsöng Guð- rúnar Þcrsteinsdóttur, erindi frú Steinunr.ar H. Bjarnason um Steinvöru Sighvatsdóttur á Keld- um, og erindi Esra Péturssonar um barnavernd. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.