Morgunblaðið - 02.11.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.11.1955, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóv. 1955 avgtsttMoMfr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigm. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. | íausasölu 1 krónu eintakið. Atvinnustofnun fyrir öryrkja - merkileg nýung ÚR DAGLEGA LÍFINU ALMAR sferifar: Óperu-kynning ÚTVARPIÐ hefur nú hafið vetr- arstarfsemi sína og væntanlega með fjölbreyttu efni og mörgum nýmælum. Ég hef ekki orðið þess var, að útvarpsstjóri kynnti hlust endum vetrardagsskrána, enn sem komið er, en þó má vera, að það hafi farið framhjá mér. — Eitt dagskráratriði, sem mun eiga að vera þáttur vetrardag- skrárinnar eins og í fyrra, er1 Jrá átuarpinvi &aótu vilm í áí óperukynning Guðmundar Jóns- sonar. Gladdi það mig og vafa- laust marga hlustendur aðra að þáttur þessi hefur nú verið tek- inn upp að nýju. Guðmundi ferst kynningin ágætlega úr hendi og FRÁ því hefur verið skýrt að innan skamms tíma muni taka hér til starfa fyrirtæki, sem hefur það markmið að veita ör- yrkjum og öðru fólki, með skerta Vinnugetu atvinnu. Eru það ein- Btaklingar sem beita sér fyrir þessari atvinnustofnun, en bæði ríkisstjórnin og bæjarstjórn Reykjavíkur hafa veitt þeim að- Btoð sína. Ríkisstjórnin hefur veitt fyrirtækinu allmikið lán úr erfðafjársjóði, en bæjarráð mun beita sér fyrir því að bæjar- sjóður gangi í ábyrgð fyrir greiðslu á helmingi stofnláns þess. Ennfremur hefur bæjarráð samþykkt að veita hinni nýju atvinnustofnun ýmsa aðra fyrir- greiðslu, sem nauðsynleg kann að verða. ★ Gert er ráð fyrir að fyrirtækið muni fyrst og fremst hafa með höndum létta iðnframleiðslu. Hér er vissulega um merkilega nýjung að ræða, sem verðskuldar fyllsta stuðning, bæði hins opin- bera og allra þeirra, sem hafa skilning á því viðfangsefni, sem hinni nýju stofnun er ætlað að leysa. Enda þótt félagsmálalög- gjöf okkar hafi tryggt öryrkjum og öðru fólki með skerta starfs- orku nokkurn stuðning, brestur þó mikið á það, að öryggi þessa fólks sé tryggt. í mörgum til- íellum hrökkva örorkubæturnar skammt til þess að framfleyta því fólki, sem þeirra nýtur, á sómasamlegan hátt. Margt af þessu fólki getur unnið ýmiss konar létt störf, enda þótt það geti ekki gengið til venjulegrar vinnu. Það getur því bæði unnið sér og þjóðfélagi sínu mikið gagn ef það hefur vinnu við sitt hæfi. Auk þess gefur það lífi þess aukið gildi að geta neytt starfskrafta sinna og tekið þátt í gagnlegu starfi. Fordæmi S. í. B, S. í raun og veru hefur Samband íslenzkra berklasjúklinga riðið á vaðið í þessum efnum. Það hefur komið upp glæsilegu vinnuheim- ili fyrir það fólk, sem náð hefur bata eftir berklaveiki. Á þessu vinnuheimili, Reykjalundi í Mos- fellssveit, hefur á undanförnum árum verið unnið geysimerki- legt og þjóðnýtt starf. Um leið og vistfólki þar hefur verið hjálpað yfir örðugan hjalla hef- ur það lagt sinn skerf fram til gagnlegra starfa í þjóðfélagi sínu. Þýðing hinnar nýju atvinnu- stofnunar fyrir öryrkja er tví- þætt. Hún gefur lífi fólksins, sem þar mun starfa, aukið innihald, léttir því róðurinn í lífsbarátt- unni. Og hún hjálpar þjóðfélag- inu til þess að hagnýta starfs- krafta þeirra borgara sinna, sem orðið hafa fyrir barði slysa eða sjúkdóma. ★ Við skulum vona að þessari nýju stofnun farnist vel. Þessi litla þjóð hefur komið á hjá sér fullkomnari félagsmálalöggjöf en flestar aðrar þjóðir. Hún hefur leitazt við að tryggja félagslegt öryggi borgara sinna eftir föng- um. Það er ætlan hennar að halda áfram á þessari braut, reyna að finna nýjar leiðir til þess að hjálpa þeim til sjálfs- bjargar, sem á einn eða annan hátt hafa orðið fyrir skakkaföll- um í lífinu. Jafnaðarsinnuð þjóð ! VeU andi óhripar: Islendingar eru jafnaðarsinnuð þjóð. Lífskjör eru jafnari í landi þeirra en víðast hvar annars ' staðar og þjóðin vill ekki horfa | upp á skort og bágindi við hlið auðs og allsnægta. Þess vegna miðar félagsmálalöggjöf okkar ' að því í stöðugt ríkari mæli að 1 skapa gamalmennum, sjúklingum og öryrkjum öryggi eftir því sem möguleikar eru á. Á því Alþingi sem nú stend- ur yfir mun ríkisstjórnin beita sér fyrir setningu löggjafar um atvinnuleysistryggingar. Er þar einnig um að ræða merkilega framkvæmd, sem vonandi er að þjóðfélagið hafi bolmagn til þess að rísa undir. Björgvin—ísland FLUGFÉLAGIÐ Loftleiðir hefur nú fyrir skömmu hafið viðkomu í Björgvin, annarri stærstu borg Noregs. Hafa bæði íslendingar og Norðmenn látið í ljós ánægju með þá ráðabreytni. Milli fslands og Björgvinjar hafa lengi verið traust tengsl. Þau tengsl voru rofin í síðustu styrjöld, þegar norska þjóðin barðist hetjulegri baráttu við erlenda kúgara. íslendingum er það sérstakt gleðiefni að samgöngur skuli nú á ný teknar upp við þessa norsku borg. Og nú hefur tækni fært Island og Björgvin saman. Fyrr á öldum tók siglingin milli Nor- egsstranda og íslands margar vikur og mánuði. Nú fljúga ís- lenzkar flugvélar á örfáum klst. þessa sömu leið. Norðmenn eru íslendingum skyldari en nokkur önnur þjóð. Þeir hafa sýnt að þeir vilja rækja við okkur góðan frændskap. Af- staða íslendinga er hin sama. Við viljum sem mest og nánust sam- skipti við hina norsku bræðra- þjóð. Það er skoðun okkar að með góðri samvinnu géti þessar tvær náskyldu þjóðir komið mörgu gagnlegu til leiðar fyrir fólk sitt. Lending hinnar íslenzku flugvélar í Björgvin er einn áfangi á leiðinni til stöðugt nánari samskipta við norsku þjóðina af hálfu íslendinga. Þess vegna fögnum við þess- um áfanga og biðjum norsku blaðamennina frá Björgvin, sem hér eru staddir um þessar mundir að flytja kveðju aust- ur yfir hafið. ÆFINTYRI UR SAM- SÖLUBÚÐ SVO sannarlega átti ég enga von á, að mín biðu nokkur stór- ræði, þegar ég laugardaginn 29. okt. brokkaði af stað, orðin allt of sein, til þess að geta vænzt þess að ná í dropaskelina mína, sem samsalan hafði þó af náð sinni ætlað mér, sem öðrum þegnum þessarar borgar. Eins og vandi minn er til, lagði ég fyrst leið mína út á Nönnu- götu, því að það er skemmst að fara. En þá var öll mjólk búin þar. Jæja, þá var að gera tilraun með Freyjugötu. Þegar mig bar þar að, voru 2—3 stelpur þar við dyrnar ásamt einni fullorðinni konu. Þær voru að snópa þarna eftir afgangsmjólk, ef nokkur væri. Sannarlega var ég búin að gleyma því, að samsalan hafði lokað milli hálf tvö og tvö. Mér varð um og ó að híma þarna lengi úti, því að ég hafði hlaupið út í inniskóm. En konan, sem þarna var fyrir, huggaði mig með því, að tíminn til enduropn- unar hlyti nú senn að vera kom- | inn. Enn fremur upplýsti ein " stelpan, sem næst stóð dyrunum, að hér inni væru til 5 hálfir lítr- ' ar. Þá þóttist ég ekki berjast til einskis, þar sem ég átti enn þá minn skammt ótekinn. (Inni í búðinni sáum við tvær stúlkur, sem lokið höfðu verkum sínum, en biðu fyrir innan til síns j vitjunartíma, eins og við fyrir Heimsókn þessara norsku blaðamanna er sérstaklega ánægjuleg. Þeir koma hingað all- ir í fyrsta skipti. Með heimsókn sinni hingað gefst þeim tækifæri til þess að kynnast íslandi og ís- lenzkum aðstæðum lítillega og rita um það, sem fyrir augu þeirra ber, í blöð sín. Heimsókn þeirra er íslendingum því hið mesta gleðiefni. Við viljum að frændur okkar í Noregi viti sem gleggst skil á því, sem hér ger- ist. Og við viljum vita sem mest um þá og land þeirra og feðra okkar. Þekkingin er alltaf hald- bezti grundvöllurinn fyrir vin- áttu og skilningi þjóða í milli. utan. Þær höfðu aðeins hlýjuna ' og valdið fram yfir okkur aum- Íingjana, sem úti hímdu. Loks bjóst önnur á braut og ■ kom út til okkar, en lét hurðina | falla í lás á hæla sér. Hún hafði i þá gleymt einhverju, sneri við I og biður stallsystur sína að opna. | Nei, segir sú, sem inni stóð. Bara i fyrir mér, segir nú sú sem úti I var. Þá lýkur hin upp og kemur sú, sem inn fór, ekki aftur út um götudyrnar, víst af miskunnsemi við okkur, heldur fer hún út um bakdyrnar. Eða að minnsta kosti sást hún nú e'kki meir. Rétt í þessum svifum veit ég ekki fyrr til, en Jón bílstjóri hjá samsölunni kemur akandi fast heim að dyrum hjá okkur þarna. Er þá hurðin sett upp á gátt og Jón ásamt fylgdarmanni gengur snúðugt inn. Líklega mest af því, að ég kannaðist við Jón frá fornu fari og hafði alltaf skoðað hann sem drengskaparmann, rölti ég inn um galopnar dyrnar á eftir honum. Ef til vill hélt cg líka, að tíminn væri nú kominn. Ekki er ég fyrr komin inn, en stúlkan, sem ég held að heiti Guðný Jóns- dóttir, kemur á móti mér með gusti og segir, að það sé lokað. Sjón er sögu ríkari, að hér er ekki lokað, því að hurðin stend- ur upp á gátt. En hitt er svo annað mál, að það er kannske ekki Je.yfilegt að koma inn, varð mér að orði. j Nei, farðu út, sagði sú, sem valdið hafði, í þeim tón, að eng- inn meðal maður mundi hafa tal- að þannig til rakkaræfils, sem smogið hefði inn á hans umráða- svæði, til þess að hlýja sínum auma skrokk. — Það var víst þessi frekjutónn, sem aftraði því, að ég hrökklaðist öfug út aftur. Heldur fylltist ég gamalli hetju- dáð, rétti úr mér frammi fyrir stelpuhnátunni, leit yfir þennan hlýja og rúmgóða, hálftóma sal og sagði: í nafni bænda, sem standa á bak við samsöluna, ætla ég að bíða hér í skjólinu, en ekki að krókna á tröppunum! Jóni mínum leizt nú víst ekki á blikuna, og hann sagði afsak- andi við mig, að stelpugreyin yrðu að hlýða reglum samsöl- unnar. Jæja, þið getið látið mig út, ef þið viljið. En ég fer hvergi. Jón er víst nógu sterkur til þess, bætti ég enn fremur við. — Ég legg ekki krafta mína í það að láta þig út, Anna, svaraði hann með sinni karlmannlegu ró. Um leið og ég brauzt til valda þarna inni, fékk ég að vita hjá Jóni, að klukkuna vantaði um það bil 5 mínútur. Og til þess að mér yrði eitthyað úr þessum dýrkeyptu mínútum, tók ég upp skömmtunarseðilinn minn og tók til að nema frá númer 11, sem hljóðaði upp á þennan örlagaríka dag. Jón var nú búinn að skila sínu erindi þarna, og spurði ég hann um leið og hann gekk burtu, hvað klukkuna vantaði nú marg- ar mínútur. Þær voru nú <ckki orðnar nema 2. En áður en hann hverfur út, snýr hann sér til Guðnýjar og segir: — Þú passar að láta hana, sem hefur miða, ganga fyrir með mjólkina. Á ekki að afgreiða eftir röð?, svar- ar hún — Nei, þeir, sem hafa miða eiga að ganga fyrir, tekur Jón enn fram. Ég bað hann bless- aðan, að vera ekki að biðja fyrir mig, því að þessi dama þekkti víst áreiðanlega reglur samsölunnar og væri víst engin hætta á, að hún bryti þær. En undir niðri datt mér í hug, að Jón þekkti betur skaplyndi hennar en ég, og byggist við að hún mundi nú meta meira að hefna sín á mér, en að hlýða boðorðum yfirboðara sinna. En það verður ekki feigum forðað, því að þegar þessar löngu mínútur voru liðnar, og fólkið, sem stóð við dyrnar, kom inn, flýtti daman sér að afhenda tveimur eða þremur stelpum þessar 5 hálfflöskur. Fullorðna konan, sem beðið hafði jafn lengi og þær, fékk ekkert. Hvað þá ég, sem stóð með miðann tilbúinn milli puttanna. — Ætlarðu að leyfa þér að láta Frh. á bls. 12. Merkll, sem klæðlr UndiS er sýnt um að rekja mikið efni í stuttu máli.' Hóf hann þetta starf sitt sunnudaginn 23. f. m. með því að leika þætti úr óper- unni „Orfeus og Euridike" eftir þýzka tónskáldið Gluck (1714— 1787). Var Gluck eitt af fremstu tónskáldum síns tíma og endur- nýjaði söngleikinn á sinn hátt eins cg Wagner geroi síðar. Er „Orfeus“ fyrsta verk Glucks í hinum nýja stíl og því jafnan talinn með merkari tónverkum hans. Bókmenntakynning ÞETTA sama kvöld var útvarpað bókmenntakynningu Almenná bókafélagsins á ritverkum Þóris Bergssonar, er fram fór og hljóð- ritað var í hátíðasal Háskólans 13. f. m. — Var það vissulega vel til fallið að hið nýja bókmennta- félag efndi til þessarar kynning- ar og vcttaði þar með höfundin- um verðskuldaða viðurkenningu. Og á útvarpið þakkir skilið fyrir að hafa útvarpað athöfninni. Hér verður ekki rakin dagskrá þessa kynningarkvölds, enda var henn- ar rækilega getið í blöðunum á sínum tíma. — Höfundurinn sjálf ur, Þórir Bergsson, gat ekki verið viðstaddur í Háskólanum, en í út- varpinu ávarpaði hann hlustend- ur nokkrum velvöldum orðum af því yfirlætisleysi, sem honum er eiginlegt. Einsöngur Einars Anderssons SÆNSKI óperusöngvarinn Einar Andersson söng 9. f. m. í Austur- bæjarbíói, með undirleik dr. Ur- bancic. Var söngurinn þá hljóð- ritaður og siðan fluttur í útvarpið 25. f. m. — Voru mörg lög og aríur úr þekktum óperum á söng- skránni. — Ég hafði heyrt mikið orð fara af mikilli og fagurri rödd þessa söngvara, og var ég því fyrir miklum vonbrigðum er ég heyrði honn í útvarpinu. Þótti röddin hrjúf og langt frá að vera með þeim g1 æsibrag sem ég hafði búizt við. Fckk ég síðar ef til vill hina réttu skýringu á þessu. —• Einn af 1 ekktum söngvurum þessa bæjar hringdi sem sé til mín nokkrum dögum eftir söng Anderssons í útvarpinu og tjáði mér að upptakan á söng hans hefði verið með þeim endemum, að hún hefði beinlínis afskræmt rödd söngvarans. — Þótti mér þetta ekki ósennilegt, því að mér fannst óskiljanlegt að söngvarinn hefði náð þeim frama á lista- brautinni, sem vitað er, með þeirri rödd, sem hljómaði úr við- tækinu. — Tveir aðrir söngvarar islenzkir hafa kvartað undan þessu sama í mín eyru. Nú skal ég ekkert um það segja hvern hér er um að saka, — upptökutæk- in, vankunnáttu þeirra manna, sem með þau fara, eða sendistöð- ina. — En það er staðreynd: mis- fellurnar eiga sér stað og úr þeim verður að bæta tafarlaust því að annað er ó\ iðunandi. Vökulestur ÞESSI nýi þáttur, sem Helgi Hjörvar og dr. Broddi Jóhannes- son munu annast til skiptis í vet- ur, er líklegur til að verða vin- sæll meðal hlustenda. Hóf þátt- urinn göngu sína þriðjudaginn 25. f. m. með því að Helgi gerði nokkra grein fyrir honum og las að því búnu upp tvö bréf, sem útvarpinu höfðu borizt endur fyr- ir löngu, en af einhverjum ástæð- um hafði þá verið stungið undir stól. Var fyrra bréfið frá norskri konu, skrifað rétt eftir síðustu stríðslok, — þakkarbréf til ís- lendinga fyrir rausnarlegar ejaf- ir til Nor'Cmanna eftir stríðið. — Hitt bréiið var frá íslenzkri sveitakonu, er segir þar frá erf- iðum reynziustundum sínum, en þó með rósemi sterkrar skapgerð- ar og bjartri trú á lífið. — Voru Framh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.