Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 7. nóv. 1955 £ kki i neð vopnum vegi ‘ð EFTIR SIMENON 1 rL 3Ci FíamKaldssagan 36 ar vonir? Eða hafði honum aftur tekizt að hræra hjarta móður minnar, sem yfirleitt var of auð- velt að hræra? Vissulega var hún alltaf vel- gerðarmanneskja hans og aldrei var neinni bón hans synjað.... En svo komuð þér — og þér sigruðuð.... Var þá ekki sá möguleiki til hefna fyrir hendi, að drepa móð- tir mína og leiða svo gruninn yfir á yður?“ Maigret var eins og á nálum. Þetta var allt andstyggilegt og óguðlegt. Maurice de Saint-Fi- aere talaði með ákafa drukkins manns, en gestir hans veltu því fyrir sér, hvort betra myndi reynast, að sætta sig við hið þreytandi drykkjuraus greifans og sitja sem fastast til enda, eða standa upp og fara, „Eins og þér heyrið og sjáið, þá getum við ekki farið eftir neihu öðru en eigin ímyndunar- afli, í þessu máli. Minnist þess, að ' jafnvel sjálf greifafrúin, þarna uppi á loftinu, myndi alls ekki geta látið okkur í hendur lykilinn að þessu leyndarmáli. — Morðinginn sjálfur er sá eini, sem veit að það var hann, sem morðið framdi .... Emile Gauti- er, haldið í öllum bænum áfram að borða. Látið þetta ekki fá eins mikið á yður og faðir yðar virð- ist hafa gert. — Eftir útliti hans að dæma gæti maður haldið að líða myndi yfir hann, þá og þeg- ar .... Albert, það hljóta að vera til nokkrar flöskur enn, einhvers staðar niðri í kjallaranum .... Yðar skál, ungi maður“. Óg hann sneri sér brosandi að Jean Métayer, sem spratt hvat- lega úr sæti sínu: „Monsieur, lögfræðingur minn u „Fáið yður sæti. Que diable. — Ætlið þér að telja okkur trú um það, að maður á yðar aldri geti ekki skilið spaug, kunni alls ekki að taka venjulegu gamni. ...“ Maigret gaf greifanum nánar gætur, á meðan hann var að tala og yeitti því athygli, að enni hans var þakið með þéttum, glitrandi svijtadropum. „Enginn okkar er að reyna að gera sjálfan sig neitt betri en hann raunverulega er, eða virð- ist jykkur svo .... Eruð þið ann- ars alveg uppgefnir við matinn? ...!. Fáið ykkur ofurlítið af á- vöxtum .... Ávextir eru góðir fyrir meltinguna.... “ ðitinn var því nær óbærilegur. Maigret sá að búið var að slökkva ölllrafmagnsljósin, svo að kerta- Ijópin voru þau einu, sem lýstu uni stofuna. En hann gat ómögu- legja skilið, hver hefði getað slökkt þau svo varlega, að hann tæki ekki eftir þvl. Greifinn beindi nú orðum sín- um til Métayers: ;jYðar mál er svo einfalt, að það hefur alls engin áhrif .... Hlutverk yðar var ekki neitt sér- staklega skemmtilegt og ekki heldur þannig, að það gæti varað lengi. Þér sváfuð með erfða- skrúna undir koddanum, ef svo mætti að orði komast .... En svo var líka hættan á því, að henni kynni þá og þegar að verða breytt. Ef hún dæi skyndilega þá væri öllu hamingjusamlega lokið og borgið. Þá yrðuð þér aftur frjáls. Þá mynduð þér safna á- vöxtum af.... af fórn yðar og ma foit, þér gætuð kvænzt ein- hverri ungri stúlku, sem þér hljót ið að hafa haft augastað á....“ „Afsakið mig“, greip málflutn- ingsmaðurinn fram í, svo kátbros lega, að Maigret gat ekki varizt því að brosa. „Þegið þér og haldið áfram að drekka“. Maurice de Saint-Fiacre var á- kveðinn. Hann var drukkinn, á því var ekki nokkur vafi. Flann talaði af hinni sérstöku mælsku drykkjumannsins, mælsku, scm er sambland af hártogunum og grófyrðum, vingjarnlegu rabbi og niðrandi lítilsvirðingarorðum. „Og nú er ég loks einn eftir“. Hann kallaði á Albert: „Heyrið þér mig, gamli dreng- ur. Viljið þér ekki ganga snöggv- ast upp á loft.... Það hlýtur að vera dapurlegt fyrir móður mína að vera skilin svona alein eftir uppi í herberginu sínu.... “ Maigret sá, að kjallarameistar- inn leit spyrjandi til Gautiers gamla, sem kinkaði lítillega kolli til samþykkis. „Bíðið andartak, Albert. — Ég ætla að biðja yður um að sækja fyrst flöskurnar og sitja þær hérna á borðið hjá okkur“. I Hann leit á úrið sitt: „Nú, klukkan er þá tíu mínút- ur gengin í tólf.... Ég hef talað svo mikið, að ég hef ekki heyrt kirkjuklukkuna yðar slá, Mon- sieur le Curé.... “ Kjallarameistarinn kom nú með vínflöskurnar og raðaði þeim á borðið, en kom þá óviljandi við skammbyssuna, svo að hún færð- ist nokkuð úr stað. I „Gætið þess að byssan færist ekki til, Albert", flýtti greifinn sér að segja. „Hún verður að vera nákvæmlega jafn langt frá okk- ur öllum, sem sitjum hérna við borðið". Hann sat þögull, þangað til kjalarameistarinn var farinn og hafði lokað dyrunum á eftir sér, en þá hélt hann áfram máli sínu: j „Og nú er bara eftir að ræða um mig sjálfan. Ég er ekki að | leiða ykkur í neinn nýjan og áð- ur óþekktan sannleika, þegar ég segi, að ég hafi aldrei verið neins virði sem maður, nema þá e. t. v. á meðan faðir minn var lifandi .... En þar sem hann dó þegar ég var aðeins sautján ára.... Ég er búinn að sigla öllu í strand. Hver einasti maður veit það. Kjaftakindurnar breiða út hvers konar óhróður um mig, bæði opinberlega og í laumi.... Ég skrifa ávísanir á innstæður, sem ekki eru til.... Særði pen- inga út úr móður minni, eins oft og hægt var.... Ég lést vera veikur, þegar ég var í Berlín, til þess að fá nokkur þúsund franka .... Takið eftir því, að þetta er allt bænabókar-aðferðin þótt í smærri stíl sé.... Og hvað skeður? Peningarnir, sem skyldu renna til mín, lenda í höndunum á litlu svíni eins og Métayer. Fyrirgefðu orðbragðið, kunningi sæll, við tölum enn með orðum hinnar æðri sálarfræði.. Og fljótlega verður ekkert eft- ir. Ég hringi til móður minnar á þeirri stundu, þegar ógoldin ávís- un þýðir sama og tugthúsvist fyr- ir mig.... Hún neitar að borga að fullu.... Það er hægt að stað- festa með vitnum.... Hvað sem öðru líður, þá er það víst, að ef þessu heldur svona áfram, mun ekkert verða eftir af föðurarfi mínum eftir örfáar vik- ur. Hér geta tvær tilgátur komið til greina, eins og í máli Emile Gautiers. Sú fyrri.... “ Aldrei á sinni lífsfæddri æfi hafði Maigret liðið jafn ónota- lega illa og efalaust var þetta í fyrsta skipti, sem hann hafði svo greinilega fundið það að hann var enginn maður til að ráða við atvikin. Atburðirnir höfðu algerlega borið stjórn hans og umsjón ofur- liði. Stundum fannst honum hann skilja, en á næsta andartaki skák- aði e. t. v. ein setning greifans, honum aftur í sömu efasemdirnar og fyrr. Og alltaf var þessi áleitni fót- ; ur að ónáða hann undir borðinu. „Ef þér bara vilduð nú fara að tala um eitthvað annað“, möldr- j aði málflutningsmaðurinn, sem : orðinn var nánast dauðadrukk- j inn. I „Herrar mínir.... “ hóf nú presturinn máls. j „Afsakið, en þið megið til með ! að leyfa mér að ráða umræðuefn- inu fram til miðnættis. Eins og ég sagði áðan, þá er fyrri tilgát- Húsasmiðir óskast Húsgögn & Innréttingar Mjölnisholt 10 — Sími 5875 Þvottaráðskona óskast Staða yfirþvottaráðskonu við þvottahús ríkisspítal- anna er laus til umsóknar frá 1. janúar næstkomandi. Staða þessi er launuð samkvæmt IX. flokki launalaga og eru grunnlaun á mánuði nú kr. 2.520,00. Gert er ráð fyrir að væntanleg þvottaráðskona fari til Danmerkur eða Svíþjóðar til náms og kynningar á rekstri á nýtízku þvottahúsi og dvelji þar í 6 til 12 mánuði. Umsóknir um stöðu þessa skal senda til Stjórnar- nefndar ríkisspítalanna fyrir 10. des. 1955. Nauðsynlegt er að umsækjendur gefi greinilegar upplýsingar um fyrri störf sín og menntun. Óski umsækjendur frekari upplýsinga um stöðu þessa verða þær veittar í skrifstofu ríkisspítalanna. Reykjavík, 5. nóvember 1955. Skrifstofa ríkisspítalanna. omwin Þegar þér hafið notað hláu Cillette blöðin í málmhylkjunum, undristþéraðhafa nokkurntíma keypt þau í öðrum umbúðum MálmhylkSn hafa þessa kosti: Blöðin tilbúin, engar pappírsumbúðir. Fljótar að sMpta um blöð. Blöðin halda betur bitinu. Málmhylkin yðar án hækkunar. 10 Blá Gilette Blöð í málm- hylkjum Kr. 13.25. Bláu Gillette blöðin 9 * itfcrmc v HRÆRIVELAR með hakkavél, grænmetis- og katfikvörn, þeytara, hrær- ara og hnoðara, berjapressu o. fl. — Kr. 2.600,00. Fást með afborgunarskilmálum. HEKIA H.F. Austurstræti 14 2 trésmiðir vanir vélavinnu, óskast strax. Slippfélagið í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.