Morgunblaðið - 10.11.1955, Page 9
Fimmtudagur 10. nóv. 1955
MORCVISBLAÐIÐ
9
Jakob Möller fyrrverandi ráðherra
JAKOB MÖLLER var fæddur
11. júlí 1880 á Stóra-Bergi á !
Skagaströnd. — Foreldrar hans '
voru Ole Möller kaupmaður, síð- !
ast á Hjalteyri, og kona hans
Ingibjörg Gísladóttir bónda á
Neðri-Mýrum í Refasveit Jóns-
sonar. !
Jakob var þriðji maður frá Ole
Möller, sem fyrstur af þeim ætt-
legg settist að hér á landi og flutt-
ist til Reykjavíkur 1810 frá Ólafs-
vík, þar sem hann hafði verið
verzlunarstjóri. Er það merkur
ættstofn, því að t.d. mun Christ-
mas heitinn Möller ráðherra í
Hanmörku hafa verið af honum
sprottinn. Og af ættföðurnum hér
á iandi eru auk þeirra, sem sækja
til hans Möllers-nafnið, komnir
margir nafnkunnir menn svo sem
Vilhjálmur Finsen hæstaréttar-
dómari og Niels R. Finsen læknir
og Nóbelsverðlaunamaður.
Jakob ólst upp með foreldrum
sínum, var settur til mennta og
lauk stúdentsprófi 1902. Síðan
stundaði hann framhaídsnám
í Kaupmannahöfn og Reykjavík
en lauk ekki embættisprófi. —
Bankaritari í Landsbankanum
gerðist hann 1909 og gegndi því
starfi þar til hann varð ritstjóri
"Vísis 1915. Eftir það má segja, að
ýmis konar stjórnmálastörf hafi
iekið mest af tíma hans, þó að
liann yrði að sækja lífsuppeldi
sitt til annara starfa eins og geng-
ur.
Það hef ég fyrst heyrt um
stjórnmálaskoðanir Jakobs Möll-
•ers, að faðir minn, sem var
bekkjarbróðir Jakobs, sagðí, að
þeir hefðu einu sinni á skólaár-
unum gengið tveir saman niður
með læk hér í bænum og rætt
þjóðmálin og verið þá á mótí öllu
©g öllum; mest auðvitað þeim,
sem einhver völd höfðu. Þeim
Jakobi hefur því farið svipað og
ýmsum öðrum ungum mönnum
að hneigjast til andstöðu og
stjórnleysis um tvítugsaldur, en
toáðir lögðu þeir síðan krafta sína
fram við uppbygging íslenzka rík
ísins og öflun fullkomins sjálf-
stæðis því til handa.
Á stúdentsárum sínum gerðist
Jakob eindreginn Landvamar-
maður og síðan Sjálfstæðismað-
ur, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
eldri var stofnaður m.a. fyrir for-
göngu Landvarnarmanna. Jakob
var einn af hörðustu baráttu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins hér
í bæ og var það í beinu fram-
haldi af þvi, að hann tók við rit-
stjórn Vísis 1915.
Um þær mundir fór hín fyrri
flokkaskipan mjög að ruglast og
ágreiningurinn meira og meira
að verða um innanlandsmálin. —
Jakob hóf þá þegar ódeíga bar-
áttu fyrir frjálsri verzlun og at-
hafnafrelsi yfirleitt. Sú barátta
stendur enn og hafa fylkingar
riðlazt á ýmsa vegu á þessu
fjörutíu ára bili. En ætíð meðan
Jakob tók þátt í stjórnmálum
var hann að finna þar sem ósveigj
anlegast var barizt fyrir málsstað
frelsisins. Varð það m. a. til þess,
að leiðir skildu stundum milli
hans og ýmsra, er sömu megin-
skoðanir höfðu en töldu Jakob
um of einsýnan í baráttu sinni.
Kom þetta strax fram, þegar
Jakob Möller vann sinn fyrsra
og að sumu leyti frægasta stjórn-
málasigur. Það var, er hann
felldi þáverandi forsætisráðherra
Jón Magnússon við þingkosning-
ar í Reykjavík haustið 1919. —
Reykjavík var þá tvímennings-
kjördæmi og voru þeir rétt
kjörnir, sem flest fengu atkvæð-
in. Jón Magnússon og Sveinn
Björnsson þáverandi yfirdómslög
maður buðu sig fram saman. Á
móti þeim _voru frambjóðendur
Alþýðuflokksins, og voru þeir
Jón og Sveinn taldir vissir með
sigur. Þá bauð Jakob Möller sig
fram á síðustu stundu eínn síns
liðs og man ég vel, að ýmsum,
er honum fylgdu, þóttu sigurhorf-
ur hans óvænlegar. En Jakobi
tókst að skapa um sig eldmóð í
kosningabaráttunni. Heróp fylgis
Minningarorð
Kveðja ftá formanni
Sjálfstceðisflokksins
Jakob Möller.
manna hans: ..Kobbi skal á þing“,! talin til hlítar nema sem hluti
hljómaði hvar vetna um bæinn.
Við atkvæðatalninguna kom í
ljós, að hann hafði fimm atkvæð-
um fleira en Jón Magnússon, svo
að kosnir voru Sveinn Björnsson
og Jakob Möller, en hinn æðsti
maður innanlands féll.
Þegar á þing kom var kosning-
in kærð og samþykkti meirihluti
þingmanna að ógilda kosningu
Jakobs. Jón Magnússon neitaði
hins vegar að bjóða sig fram að
nýju og urðu endalokin þau, að
Jakob varð sjálfkjörinn. — Sat
hann því næst á þingi samfleytt
til 1927.
Við kosningarnar 1923 var
Jakob Möller kosinn á lista með
þeim Jóni Þorlákssyni og Magn-
úsi Jónssyni, en þá höfðu hlut-
fallskosningar verið lögleiddar í
Reykjavík og þingmönnum fjölg-
að í fjóra. Á þingi 1924 beitti Jón
Þorláksson sér síðan fyrir mynd-
un íhaldsflokksins. Mér er ókunn
ugt, hvort Jakobi var gefinn kost-
ur á að vera í þeim félagsskap,
en víst er, að hann gekk ekki í
flokkinn heldur hélt samstarfi
við fyrri félaga sína úr Sjálf-
stæðisflokknum gamla, er mynd-
uðu nokkru síðar Frjálslynda
flokkinn. Jakob bauð sig fram
undir merkjum þess flokks 1927
og fylgdi honum harðsnúið lið
hennar.
Því verður ekki neitað, að
flokkaruglingur sá, sem ríkti á
meðan Jakob Möller var á létt-
asta skeiði, háði honum nokkuð
og gerði að verkum, að starfs-
orka hans nýttist um skeið miður
en skyldi. Jafnvel eftir að Sjálf-
stæðisflokkurinn var myndaður
og Jakob orðinn einn af helztu
forystumönnum hans gætti þar
frá sumra hálfu mótstöðu í hans
garð vegna fyrri ágreinings. And-
stæðingarnir gengu óspart á það
lag og varð hatrammur áróður
þeirra til þess að veikja aðstöðu
Jakobs innan flokksins um skeið.
Ég minnist þessa nú vegna þess,
að lítill vandi er að halda góðu
samstarfi og vináttu á meðan allt
leikur í lyndi. Vandinn kemur,
þegar mönnum sýnist sitt hvað,
og þá ekki sízt, ef þeir telja sig
verða vara persónulegs andróð-
urs. En einmitt vegna þess að
menn horfðust af hreinskilni í
augu við vandann gátu þeir leyst
hann, og varð þetta til þess
að tengja menn enn fastari bönd-
um en áður og auka veg Jakobs
innan flokksins.
Á það reyndi mjög árið 1939
við myndun þjóðstjórnarinnar.
Um þá ráðstöfun voru flokks-
menn mjög ósammála og var
RIISTJÓRI dagblaðs í nær
áfcatug, bæjarstjórnar- og
bæjarráðs’maður í höfuðstað
landsins uw langt árabil, alþing-
ismaður í mer aldarfjórðung og
fjármálaráðhcsra í nokkur ár.
Allt féll þetta Jakob Möller í
skaut og raunar margur annar
vandi og virðing eins og nýverið
hefur verið sagt frá hér í blað-
inu.
Skapheitur baráttumaður, sem
þcnnan feril á að baki og nýtur
að leiðarlokum trausts og virð-
ingar og þeirrar gæfu að eiga sér
engan óvildarmann, er bæði vitur
maður og góður drengur.
í hópi alþingismanna var Jak-
ob Möller oft nefndur „skýrasti
heili þingsins“. Hann var mikill
málafylgjumaður. Oft harð-
skeyttur í kappræðum, en aldrei
illkvittinn svo undan sviði, flug-
mælskur, ef honum hitnaði í
skapi en alitaf gjörhugull og rök-
vís svo af bar.
Jakob Möller unni frelsinu á
öllum sviðum þjóðlífsins. — í
sjálfstæðisbaráttunni var hann
jafnan í fylkingu þeirra sem fast-
ast stóðu á rétti íslendinga, og í
innanlandserjunum var hann
harðsnúnasti fjandmaður allra
hafta og banna á sviði verzlunar
og viðskipta og sýndi þá oft meira
þolgæði og festu en flestir eða
allir aðrir. Er á því lítill vafi að
frjáls verzlun og athafnafrelsið í
landinu hefur á síðari áratugum
engan fyrirsvarsmann átt til jafns
við Jakob Möller, og mun sann-
ast þó síðar verði, að þjóðin á
það honum öðrum fremur að
þakka hversu glæðst hefur skiln-
ingur á böli hafta og banna en
blessun sem víðtækasts athafna-
frelsis.
Sá sem þetta ritar hefur oft
leitt rök að því að til mikils vel-
farnaðar reyndist, að Sjálfstæðis-
menn létu tilleiðast að taka hönd-
um saman við andstæðingana um
stjórn landsins og löggjöf
snemma árs 1939. Skulu þau rök
ekki rakin hér. Jakob Möller var
í öndverðu á öðru máli. Hann
sætti sig þó við að þeir réðu í
flokki Sjálfstæðismanna, sem aff
þessu ráði vildu hníga. Hann
gerði meira. Hann léði sjálfan
aig til starfa í þágu málsins og
tók við embætti fjármálaráð-
herra i hinni svonefndu þjóff-
stjórn. Jakob Möller gat fallizt á
samstarfið er rök höfðu veriff
leidd að því að þjóðarnauðsyn
helgaði það. Hitt reyndist honuna
erfiðara að sætta sjálfan sig viff,
að takast á hendur ráðherra-
embætti í slíkri samsteypustjórn.
Hann gerði það þó vegna þess,
og eingöngu vegna þess, að hann
sá að með þeim einum hætti var
auðið að forða Sjálfstæðisflokkn-
um frá varanlegu tjóni út af
þeirri misklíð, er risið hafði um
hvort rétt væri að Sjálfstæðis-
flokkurinn gengi til stjórnarsam-
starfs við andstæðingana.
Jakob Möller vann þá sem
oftar flokki sínum og þjóð til
þurftar. Það vita þeir bezt ogf
meta mest sem gerst þekktn
þennan dula og yfirlætislausa
mann, sem hvers vandræði vildt
leysa, en láta sjálfs sín helzt aff
sem minnstu getið.
Að loknu stjórnmálastarfi lét
Jakob MöIIer tilleiðast að taka
við embætti sendiherra íslands
í Danmörku. Hann vann hylli og
vináttu allra fslendinga í Dan-
mörku, en lét að öðru leyti ekki
mikið að sér kveða. Það er dóm-
ur þeirra, sem bezt þekkja, aff
íslendingar hafi tæplega átt völ
á hæfari manni í það sendiherra-
embætti eins og þá stóðu sakir.
Á langri æfi átti Jakob Möller
oft við miltla vanheilsu að stríða.
Afköstin urðu því stundum minni
en óvenjulegar gáfur hans, þol-
gæði, skaphiti og skapfesta stóðu
til. Hann hverfur þó sjónum meff
mörg ágæt afrek að baki, vinsæll
og virtur vel. Og enda þótt hann
væri dulur og í rauninni fáskipt-
inn maður, verður hans nú sakn-
að af mörgum, sem þakka ríka
réttlætiskennd hans, góffvild og
hjálpfýsi og telja hann í röff
fremstu manna sinnar samtiðar
á íslandi.
Ólafur Thors.
fjármál, enda var hann óvenju | af sér, en vandræði margra leysti
töluglöggur og átti hægt með að hann og ötullega vann hann að
átta sig á flóknum viðfangsefn-
um.
öllum þeim málum, sem stjórn-
arvöld fengu honum til með-
Um þessar mundir og fram á ferðar. Efast ég um, að öðrum
árið 1944 var mikilvægasta við-
fangsefnið í íslenzkum stjórnmál-
um að undirbúa og tryggja sam-
bandsslit við Danmörku og lýð-
veldisstofnun á íslandi eigi síðar
en ekki nægði fjöldi þess til að jajiob Möller einna fremstur
afla honum kosningar, þó að litlu j flokki þeirra, sem voru henni 17. juni 1944. Jakob Möller
munaði. | rneð öllu andvígir. Mátti litlu hafði ríkan hug á að koma þess-
Á árinu 1929 runnu síðan muna, að hálfur þingflokkurinn
íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi lýsti andstöðu við stjórnina og
flokkurinn í eitt, Sjálfstæðis- , hefði það getað haft ófyrirsjáan-
flokkinn, og varð Jakob Möller (legar afleiðingar. —- Á síðustu
þegar í stað einn af forustumönn- I stundu beitti Jakob sér þá fyrir
um hans og átti sæti í miðstjórn sáttum og varð hann að innsigla
flokksins þar til hann lét af þaer með því að gerast sjálfur . sendiherra íslenzka lýðveldisins
stjórnmálastörfum. Jakob var j fjármálaráðherra. til Danmerkur var því mjög vel
kosinn á þing aftur strax við j Aðkoman var erfið, þegar Ól- til fundið, að Jakob varð fyrir
fyrsta tækifæri, eftir þingrofið . afur Thors og Jakob Möller J vaiinu. Þar sem hann fór var einn
um ráðagerðum fram, svo sem
nærri mátti geta eftir áhuga hans
í þessum efnum allt frá æsku-
árum.
Þegar að því kom eftir styrj-
aldarlok að velja hinn fyrsta
1931, og sat eftir það óslitið á
Alþingi sem fulltrúi Reykjavík-
ur þar til hann varð sendiherra
1945.
komu í ríkisstjórnina vorið 1939, ’ af forvigismönnum skilnaðarins
enda höfðu árin þá á undan verið við Dani, maður, sem öruggt var
hin ömurlegustu og öllum almenn | um, að í hvívetna mundi koma
ingi hin erfiðustu á þessari öld. 1 fram með virðuleik og hófsemi
í bæjarstjórn Reykjavíkur var Styrjöldin, er hófst haustið 1939, og ekki láta sér bregða þótt hann
Jakob kosinn 1930 og sat þar og atburðir hennar breyttu að yrði var hins gamla stór-danska
einnig til 1945. Hann átti sæti í
bæjarráði frá því að það var
stofnað 1932, ætíð meðan hann
var í bæjarstjórn og gengdi ýms-
vísu viðfangsefnunum, leystu hugsunarháttar, sem blossaði upp
sum vandamálin en sköpuðu af nýju við sambandsslitin, svo
önnur og var því við ærið að fást sem mátti sjá fyrir að verða
mundi, hvenær sem íslendingar
neyttu réttar síns til fulls sjálf-
stæðis.
Jakob gegndi síðan sendiherra
embættinu í Kaupmannahöfn og
á þeim árum. Jakob sat í rikis-
um öðrum trúnaðarstörfum inn- j stjórn fram undir árslok 1942,
an bæjarstjórnarinnar. M.a. var ætíð sem fjármálaráðherra og
hann lengi formaður bæjarstjórn : einnig; sem dómsmálaráðherra
arflokks Sjálfstæðismanna. j rúmlega hálft ár eftir að Sjálf-
Ógerningur er að þessu sinni stæðismenn tóku einir við stjórn ' siðar einnig í Helsingfors þangað
að rekja öll stjórnmálastörf Jak- á árinu 1942. Jakob Möller reynd til hann varð að láta af störfum
obs eða rifja upp skifti hans af ist góður og réttlátur stjórnandi; sökum aldurs. Hann sóttist að
einstökum málum. Þau eru veiga sem fjármálaráðherra kom hon- ■ vísu ekki sérstaklega eftir veizl-
mikill þáttur af þjóðarsögunni um að góðu haldi, að á Alþingi um þau árin fremur en endranær
um mannsaldursbil og verða ekki hafði hann ætíð mjög sýslað um og aldrei mun hann hafa talað
hefði betur tekizt en honum aff
halda þá á málum gegn Dönum,
sem sumir höfðu þá fullan hug
á að bekkjast til við íslendinga,
ef færi gæfist.
Eftir að Jakob lét af embætti
hefur hann dvalið hér í bæ, við
hrörnandi heilsu síðasta árið. —
Annars var heilsufari hans svo
háttað, að á árunum um 1930 átti
hann við langvarndi vanheilsu að
búa sökum illkynjaðs magasárs
en lækningu hlaut hann á
þeim sjúkdómi. Vegna sjúk-
æfiskeiðið, hafði hann legið rúm-
fastur frá því síðari hluta sumars
lengst af á spítala, en þegar sýnt
var að hverju draga mundi, lét
hann flytja sig heim og andaðist
þar að morgni dags hinn 5. nóv.
s.l. —
Jakob Möller átti ágæta konu,
Þóru, dóttur Þórðar Guðjohnsens
verzlunarstjóra á Húsavík. Hún
dó ung á árinu 1922 frá fjórum
sonum þeirra, sem þá voru allir
í æsku, en nú eru uppkomnir,
allir mætir menn; Gunnar fram-
kvæmdarstjóri Sjúkrasamlags
Reykjavíkur, Ingólfur skipstjóri,
Baldur fulltrúi í dómsmálaráðu-
neytinu og Þórður læknir. Var
því viðbrugðið hvílíka umhyggju
Jakob hefði sýnt sonum sínum
og heimili eftir lát húsfreyjunn-
Frh. á bls. 12.