Morgunblaðið - 10.11.1955, Síða 16
Veðurúilif í dag:
N og NV kaldi. Úrkomalaust og
sumstaðar léttskýjað.
257. tbl. — Fimmtudagur 10. nóvember 1955
Fiskiíræðingar
segja frá. Sjá bls. 8.
Tiliaga um hlutdeildarfyrirkomulag
í atvinnurekstri landsmanna
Verkomenn verði meðeigendur
nð ntvinnufyrirtækjum
Tillaga Sjálfstæðismanna á Alþingi
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi hafa fyrir skömmu
lagt þar fram tillögu til þingsályktunar um hlutdeildar- og
arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri íslendinga. Er hún svo-
fcljóðandi:
„Alþingi áiyktar að fela ríkisstjórninni að láta rannsaka og
gera tillögur um, hvar og hvernig megi bezt koma á hlutdeiidar-
Og arðskiftifyrirkomulagi í atvinnurekstri íslendinga, og á hvern
þátt þing og stjórn gæti stuðlað að eflingu slíks fyrirkomulags.
Skal ríkigstjórnin hafa samráð við fulltrúa frá samtökum at-
vinnurekenda ðg launþega um þetta undirbúningsstarf, er skal
lokið eins fljótt og mbglileikar eru á“.
Flutningsmenn tillögunnar þeir Sigurður Bjarnason, Gunn-
ar Thoroddsen og Magnús Jónsson.
4>-
EEYNT \» SÆTTA VINNU
©G FJÁRMAGN
í greinargerð tillögunnar er m.
a. komizt að orði á þessa leið:
„Á Alþingi árið 1937 fluttu
þeir Jóhann G. Möller og Thor
Yhors tillögu svipaðs efnis og þá,
er hér að ofan greinir. Skyldi
samkvæmt henni skipuð 5 manna
milliþinganefnd til þess að rann-
saka~ og gera tillögur um hlut-
deildar- og arðskiptifyrirkomulag
í atvinnurekstri íslendinga.
Tillaga þessi var samþykkt
og nefndin kosin samkvæmt
henni. En við það sat. Nefndin
hólt aðeins einn fund og engar
tillögur komu frá henni.
Það er skoðun fiutningsmanna
þessarar tillögu, sem nú er flutt,
að hér sé um svo merkilegt mál
&ð ræða, að gera beri tilraun til
áw koma því á frekari rekspöl.
Wagsmunaárekstrar gerast nú
stöðugt tíðari milli vinnuveit-
enda og verkalýðs í hinu íslenzka
þjóðfélagi. Efnahags- og afkomu-
grundvöllur þjóðarinnar verður
við þessar deilur ótraustari.
Engra úrræða má því láta ófreist-
að til þess að sætta vinnu og fjár-
magn, koma á friði milli þeirra,
sem stjórna atvinnutækjunum, og
þeirra, sem vinna við þau. Mjög
Wklegt verður að telja, að stórt
spor væri stigið í þá átt með því
ítð gera verkamennina, sjó-
mennina og iðnaðarmennina að
meðeigendum og meðstjórnend-
tnrn í atvinnufyrirtækjunum, þar
sem því verður við komið. Að því
takmarki stefnir þessi tillaga.
MLUTDEILD í ARÐI
í greinargerð þeirri, sem fylgdi
tillögu þeirra Jóhanns G. Möllers
Gg Thor Thors árið 1937 var því
skipulagi greinilega lýst, sem hér
er um að ræða. Leyfa flutnings-
menn þessarar tillögu sér að
jprenta þann kafla greinargerðar
þeirrar upp hér á eftir. En þar
var komizt að orði á þessa leið:
„Hér skal atvinnufyrirkomu-
lagi þessu lýst nokkuð. Arðskipti
G rirkomulagið gengur út á það
að veita starfsmönnum fyrirtækj-
anna hlutdeild í arði þeirra. Er
það eitt út af fyrir sig mjög þýð-
mgarmikið atriði og mjög til
bóía frá því, sem nú er víða. Oft
er samfara arðskiptingunni eftir-
íit og nokkur stjórnaríhhlutun af
hálfu verkamannanna, En hlut-
deildarfyrirkomulagið sjálft (co-
partnership) miðar að því að
veita starfsmönnum fyrirtækj-
anna áhrifavald I fyrirtækjunum,
ekki einungis með þeim hætti að
gera þá hluttakandi í arði fyrir-
fct'kjanna; héldur með því að
gera þá beinlínis að meðeigend-
um þeirra. Yfirleitt er það stefnu-
mið þeirra manna, sem berjast
fyrir þessu máli, að allir verka-
menn fyrirtækjanna hafi hlut-
töku í arði þeirra, eignist hlut í
þeim og hafi íhlutun um stjórn
þeirra eða eftirlit með henni. Má
í sem stytztu máli segja, að grund
vallarsetningar þessa fyrirkomu-
lags séu:
ÍHIiUTUN UM REKSTUR
1. að verkamennirnir fái
auk hinna föstu launa ein-
hvern hluta í arðinum;
2. að þeim gefist kostur á að
safna arðhluta sínum, eða ein-
hverjum hluta hans, til þess
með honum að eignast hluta í
atvinnufyrirtækjunum;
3. að þeir fái hlutdeild í
stjórn fyrirtækjanna, annað
hvort með því: a) að eignast
hlutafé og verða á þann hátt
aðnjótandi réttinda venjulegra
hluthafa, eða með því: b) að
nefnd verkamanna hvers fyr-
irtækis hafi íhlutun um rekst-
ur þess.
Eru þetta þær grundvallarsetn-
ingar, sem sérstaklega hefur ver-
ið byggt á í þessu efni. En fjöl-
breytni fyrirkomulagsins er svo
að segja takmarkalaus, enda hægt
að beita því við svo tíl allar
greinar atvinnulífsins. Er fengin
í þessum efnum mikil reynsla
erlendis."
Járnsmiðurinn
nemur land á ný
í góða veðrinu í gær, nam
„Járnsmiðurinn“, hin tákn-
ræna mynd eftír Ásmund
Sveinsson myndhöggvara,
land í tungunni milli Þorfinns
götu og Snorrabrautar. Var
þessi mikla höggmynd sett á
tréundirstöður, sem væntan-
lega eru þó aðeins til bráða-1
birgða. Járnsmiðurinn var
merki Iðnsýningarinnar miklu
og var útskúfað af lóð Iðn-1
skólans í sumar og var fluttur
þaðan í gær.
Þó það geti vart orkað tvímæl-
is, að Járnsmiðurinn, átti
hvergi betur heima en við Iðn1
skólann, þá er honum ekki í
kot vísað, þar sem hann nú
á að standa, því óvíða í bæn-
um er umferð meiri en á þess-!
um slóðum, og þessi litli reitur
getur orðið mjög fallegur. |
Austurbæingar fagna Járn- j
smiðnum og vona, að hann
verði ekki síðasta listaverkið,
sem sett verður upp i þessum
víðlenda bæjarhluta og þakka
Ásmundi Sveinssyni fyrir lista
verkið.
Þetta eru rústir b >averkstæðisins við Borgartún, sem eyðilagðist
í bruna í fyrrakvöld. Sá hluti hússins sem uppi stendur enn er
einnig talinn með öllu ónýtur. Verulegt tjón varð af þessum bruna,
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
97
EÞipIomata-vegjabs'éi"
erzs ekki misaaotuS
Utanríkisráðherra þvertekur fyrir
dylgjur Gyifa.
Færeyingur á
Akurey meiðist
AKRANESI, 9. nóv.: — Hingað
kom togarinn Akurey af veiðum
í kvöld með 260—270 lestir af l
karfa eftir 10 daga útivist. Sí-
felldir stormar voru á miðunum.
Meðal áhafnar togarans eru 4
Færeyingar, allir úr Sandey. Það
slys varð um borð í Akurey í
gærkvöldi, að ein Færeyinganna,
Gunnleyg Jakobsen, festi vinstri
hönd milli vírs og polla. Tók einn
fingurinn alveg af, en þrír rnörð-
ust. Var Jakobsen fluttur í
sjúkrahús strax og skipið kom að
landi. — Oddur.
Gjaldeyrisforði Svíþjóðar
endist aðeins til þriggja
mánaða innflutnings j
NÚ UM HELGINA hélt aðalbankastjóri sænska þjóðbankans ^
ræðu, þar sem hann varaði mjög alvarlega við þeirri miklu '
hættu, sem stafaði af of örri launahækkun og þar af leiðandi
verðbólgu. — Aðalbankastjórinn sagði meðal annars: — I tíu ár
höfum við með stuttu millibili stigið heimskulegan og ógætilegan
dans kringum verðbólgueldinn.
Við myndum ekki hafa getað
haldið þessum leik áfram, ekki
einu sinni eitt misseri, ef við
hefðum verið einir um þennan
leik. Það, sem hingað til hefur
bjargað okkur, er, að í löndum
kringum okkur hefir sami leikur
verið leikinn. En nú gera þessi
lönd alvarlegar tilraunir til að
stöðva þessa þróun. Ef þeim
heppnast, það sem okkur hefur
misheppnast, hjálpi oss þá sá sem
hjálpað getur. Gjaldeyrisforðinn
endist okkur aðeins 3 mánuði. —
Ef við höldum verðbólgudansin-
um áfram eftir að aðrar þjóðir
hætta honum, verðum við að
þola mjög sárar aðgjörðir, til þess
að komast í samræmi við veru-
leikann. — Við getum þá ekki
lengur haft atvinnu handa öll-
um, atvinnuleysið sýnir svip sinn.
Við skulum gæta okkar gegn
þeirri tekjuhækkun, sem verður
loftið tómt. Við skulum haga ferð
okkar hóflega með skynsemi og
varúð.
Félagsmálaráðherrann var
staddur á sama fundi og talaði
þar. Hann vísaði meðal annars til
ræðu fjármálaráðherrans, sem
hann hafði flutt nokkru fyrr.
Hitinn í efnahagsmálum okkar
hefur verið svo mikill, að við
höfum orðið nauðbeygðir til að
nota hemlana til þess að fyrir-
byggja að allt spryngi. Spurn-
ingin er, hvort við höfum stigið
nægilega kröftuglega á hemlana
eða hvort við þurfum að gera
það ennþá kröftuglegar.
AKRANESI, 9. nóv.: — Sildar-
bátarnir héðan fóru allir út í
gær, en snéru allir aftur nema
Ásbjörn. Lagði hann dálítið af
netjum sínum, fékk 50 tunnur af
síld, en háhyrningur reif netin. ’
UTANRIKISRAÐHERRA, dr.
Kristinn Guðmundsson, skýrði
frá því í fyrirspurnatíma að
diplomata-vegabréf hefðu verið
gefin út sem hér segir síðustu
fimm ár:
1951 49 stk.
1952 30 —
1953 39 —
1954 71 —
Og það sem af væri þessu ári
hefðu 36 diplomata-vegabréf ver-
ið gefin út.
108 í GILDI
Þá upplýsti hann að 108 menn
hefðu nú undir höndum gild
diplomata-vegabréf. 60 þeirra eru
í höndum fastra starfsmanna ut-
anríkisþjónustunnar og skyldu-
liðs þeirra.
DYLGJUR ÞINGMANNSINS
Svarið var gefið við fyrirspurn
um frá Gylfa Þ. Gíslasyni. Gylfi
sagði í ræðu, að á útgáfu
diplomata-vegabréfa hefði verið
haldið alltof frjálslega. Einnig
sagði hann að menn hafi haldið
þeim og notað sér þau þegar þeir
hefðu farið til útlanda í einka-
erindum. Samt nefndi hann eng-
in ákveðin dæmi þess.
ENGIN MISNOTKUN
Dr. Kristinn mótmælti alger-
lega slíkum dylgjum. Hann kvað
engan staf fyrir staðhæfingum
Gylfa um misnotkun diplomata-
Heiðursfélagi
í ffugsveH
AGNAR Guðmundsson skipstjóri,
hefur verið kjörinn heiðursfélagi
flugsveitar þeirrar í varnarlið-
inu á Keflavíkurflugvelli, sem
send hefur verið út til árásar á
háhyrningavöðurnar á miðum
Suðurnesjabáta nú í vetur. Hefur
sem kunnugt er orðið mikill ár-
angur og góður af þessu. Yfir-
foringi flugsveitar þessarar, J. T.
Starker, telur að þakka megi
þennan árangur Agnari Guð-
mundssyni skipstjóra, en Agnar
er á hvalveiðivertíð skipstjóri og
skytta eins hvalveiðibátanna.
Skiptust þeir á gjöfum Agnar
og flugforinginn, Starker. Hafði
flugsveitin látið gera skemmti-
legt heiðursmerki, „hvalaorðuna“
til þess að minna Agnar á þessar
ferðir gegn háhyrningnum, en
Agnar gaf flugforingjanum ösku
bakka, gerðan úr hvaltönn.
vegabréfa. Skoraði hann á Gylfa
að sanna mál sitt. Ef hann gæti
bent á dæmi um misnotkun yrði
slíkt að sjálfsögðu lagfært. En
það kæmi ekki til.
Söngkomi vel tekiö
á Aknreyri
AKUREYRI, 9. nóv.: — Ingibjörg
Steingrímsdóttir söng í gærkvöldi
í Nýja Bíói á vegum Tónlistar-
félags Akureyrar. Dr. Urbancie
aðstoðaði.
Á söngskrá voru lög eftir
Scarlatti, J. S. Bach, Brahms,
Björgvin Guðmundsson, Þórarinn
Jónsson, Victor Urbancic, Sjögran
Peterson, Berger og Mozart.
Söngkonunni var forkunnar
vel tekið og barst henni fjöldi
blómvanda og ennfremur undir-
leikaranum. Söng hún mörg
aukalög við mikla hrifningu
áheyrenda, sem nær fylltu húsið,
og þóttu tónleikar þessir takast
með ágætum. Eru þetta fjórðu og
síðustu tónleikar Tónlistarfélags
lAkureyrar á þessu ári.
> — H. Vaíd.
FagnaÖur SjlJfsteð-
isfél. í Kópavogi
SJÁLFSTÆDISFÉLÖGIN í Kópa
vogi efna tll fagnaðar í S.jálfstæð
ishúsinu I Reykjavík í kvöld kL
8,30, og bjóða þangað öllu starfs-
fólki D-listans og öðru stuðn-
ingsfólki úr bæjarstjórnarkosn-
ingunum. — Fjölbreytt efnisskrá
og dans.
Aðgöngumiðar verða afhentir
í verzl. Kópavogs, Víghólastíg,
verzl. Mlðstöð, Digranesvegi 2 og
Gíslabúð, Kópavogsbraut 42.
Urðu að aflýsa 1
fénleikunuui í gær
í GÆRKVÖLDI hafði verið
áformað að hinn þýzki harmon
ikkusnillíngur, Fritz Dobler,
sá er hlotið hefir titil-
inn heimsmeistari' í harm-
onikkuleik, héldi hér fyrstu tón-
leika sína í Reykjavík. En vegna
þess að flugvélinni seinkaði að
utan, urðu forráðamenn skemmt-
unar þessarar að fresta hljóm-
leikunum þar til í kvöld kl. 11,15.