Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 1
i 16 síður Iððtífr *l árganpnr 258. tbl. — Föstudagur 11. nóvember 1955 Prenttmiftja Mtorgunblaðsina Skuggar algers ósamkomulags yfir Genfar-ráðstefnunni M0L0T0V HAFNAR TILLÖGU EISENHOWERS UM EFTIR- Ilndarleg og haldlítii rek MOLOTOVS ÞEGAR Molotov hafnaði í gær tillögu Eisenhowers um upp- haf að afvopnunareftirliti, með myndatökum í lofti, voru forsendur hans þessar: 1) Að tillaga Eisenhowers fjallaði um flugeftirlit aðeins yfir Rússlandi og Bandaríkjunum, en ekki yfir öðrum Vestur- veldum. 2) Að flugeftirlitið væri alltof dýrt og tæki of langan tíma. 3) Að það feli enga tryggingu í sér gegn árás að óvörum. 4) Að hún stuðli á engan hátt að afvopnun. 5) Að slíkt flug andstæðinga skapi aukna tortryggni og hættu á að eftirlitsflugið sjálft verði notað til skyndiárása. Svör Vesturveldanna við þessum röksemdum eru sem hér segir: 1) Ekkert ætti að vera til fyrirstöðu að víkka flugeftirlitið út yfir önnur Vesturveldi. Flugeftirlitið væri langt í frá kostnaðarsamt. Hægt er að taka ljósmyndir af öllum Sovétríkjunum á einu ári. Við höfum sem stendur enga tryggingu gegn árás að óvör- um. Flugeftirlitið myndi svipta burt grunsemdum og veita talsvert öryggi. Þó er það að sjálfsögðu ekki nóg. Einnig þarf smámsaman að koma upp öflugu eftirliti á landi. 4) Afvopnun án eftirlits er óhugsandi. Því að sá sem vanefndi samninga um afvopnun gæti lagt undir sig heiminn, ef ekk- ert eftirlit væri haft með vopnabúnaði. 5) Þessa röksemd telja menn fjarstæðu. Eftirlitsflugvélarnar gætu lagt af stað í eftirlitsferðir af flugvelli landsins, sem þær fara yfir og væri hægt að setja algera tryggingu gegn því að þær hefðu nokkur vopn innbyrðis. 2) ?,) LET MEB ¥ÖPHABÚMBI GE\F, 10. nóv.: — Eftir von- brigða-fund utanríkisráðherr- anna í dag skýrðu t'uíltrúar Frakka frá því að Vesturveld- in myndu bera frani tillögu um að afvopnunarmálinu yrði aftur vísað til frekari íhiiírun- ar hjá afvopnunarnefnd S.Þ. Svo virtist á umræðum í afvr.prunarnefndinri í haust, s*>m Rússnr vildu fallast á eft- irli'ið. Nú er aítur lcku skotið fyrir það, a. m. k. að sinni. — Reuter. N E 1 Líta alvarlegum augum á ástandið í Palestínu JERÚSALEN OG KAIRÖ, 10. nóv. ~ Einkaskeyti frá Reuter. RÍKISSTJÓRNIR ísraels og Egyptalands hafa nú fengið orðsend- ingar bæði frá Bretlandi og Bandaríkjunum varðandi hið hættulega ástand, sem nú hefur komið upp fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Báðar orðsendingarnar miða að því sín í hvoru lagi að sýna þessum ríkjum að Vesturveldin leggja stórmikla áherzlu á það að friður haldist á þessu svæði. BRETAR BJÓBA ÖRYGGI I_______________________________ Brezka orðsendingin beinist að I því að ísrael og Egyptaland reyni nú að koma sér endanlega saman um landamæri ríkjanna og að sett verði á fót hlutlaust belti á landamærunum, sem hersveit- ir.hvorugs megi fara inn á. Síð- an bjóðast Bretar til að tryggja öryggi beggja ríkjanna, þannig að það veiti fullkomna hernað- araðstoð því ríkjanna, sem verð- ur fyrir árás. AFSTAÐA BANDARÍKJANNA í orðsendingu sinni vara Bandaríkin Gyðinga og Egypta við að þau muni snúast öndverð gegn því ríki, sem byrjar fyrir alvöru styrjöld í Mi3-Austur- löndum. Hinsvegar munu Banda- ríkjamenn veita þeim deiluaðil- um alla aðstoð, sem Ijóst þykir, að hefur orðið fyrir árás. BURNS í KAIRÓ Burns, formaður vopnahlés- nefndar S. Þ. kom í morgun til Kairó og gekk hann þegar á fund egypzku stjórnarinnar til þess að ræða við hana um tillögur til að koma á friði við landamærin. RHEIMS, Frakklandi. — Fyrir skömmu fékk franski herinn 40 nýjar þrýstiloftsflugvélar af gerðinni Thunderstreak frá bandaríska flughernum. Er þetta fyrsta flugvéla sendingin, sem Frakkar fá frá Bandaríkjunum um lengri< tíma. Afvopnunarmálin komin I strand á tyrsta degi GENF, 10. nóv. — Einkaskeyti frá Reuter. EF TIR hín miklu vonbrigði á Genfarráðstefnunni, að Rúss- ar skyldu þverneita að leyfa frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, urðu enn sárari vonbrigði á fundinum í dag, þegar Molotov utanríkisráðherra Rússa hafnaði algerlega tUIögu Eis- enhowers Bandaríkjaforseta um vígbúnaðareftirlit úr Iofti. ¦fc Á Genfar-ráðstefnunni í sumar kom Eisenhower fram með hina merkilegu tillögu sína um að bandarískar flugvélar mættu taka ljosmyndir úr lofti af Sovétríkjunum og rússneskar flug- vélar mættu taka ljósmyndir úr lofti af Bandaríkjunum. -^ Var það ætlun Eisenhowers, að þetta yrði upphafið að viðtæku vígbúnaðareftirliti, sem yrði samfara allsherjaraf- vopnun. Ætlunin var að svipta á brott ótta við að eitt stór- veldið sviki afvopnunarsamninga. -^- Á ráðstefnunni í dag hafnaði Molotov tillögunni algerlega á þeim forsendum „að hún stuðlaði ekki að afvopnun". ¦^- Þetta er því miður alvarlegt áfall fyrir friðsama menn í heiminum. Virðist sem samkomulag um afvopnun sé nú fjær en nokkru sinni áður. Molotov utanríkisráðherra Rússa sýndi á Genfar-ráðstefnunni í gær sinn gamla svip. Hann neit- aði að fallast á tillögu Eisen- howers um eftirlit með afvopnun. AFVOPNUNARMALIN RÆDÐ í gær var ákveðið að fresta að sinni umræðum um sameiningu Þýzkalands, þar sem samkomu- lagstilraunir um það höfðu strandað á neitun Rússa við frjálsum kosningum. í dag hófust svo viðræður um annað málið á dagskrá — afvopnunarmálin. Molotov flutti langa skýrslu um málið og bar nú fram sömu tillögurnar og Rússar hafa áður flutt um bann við kjarn- orkuvopnum og fækkun her- afla. Ilins vegar gat hann ekk- j ert um eftirlit með afvopn-j uninni. En Vesturveldin hafa | margsinnis Iýst því yfir, að þau geti ekki öryggis síns Á sama tíma og Rússar neita að fallast á sameiningu Þýzkalands með frjálsum kosningum, eru þeir nú hættir að draga nokkrá dul á að stórfellt vígbúnaðarkapphlaup er nú í Austur-Þýzkalandi þar sem kommúnistar ráða. Þegar Molotov neitar að failast á frjálsar kosningar i Þýzkalandi er eðli- Iegt að menn spyrji hvort hann hyggist sameina Þýzkaland með öðrum hætti. Svo mikið er víst að Iöngu áður en nokkur vestur-þýzkur her kom til tals höfðu kommúnistarnir i Austur-Þýzkalandi þjálfað fjöimennt herlið. Myndir þessar birtu austur-þýzk blöð nýlega af herþjálfun i Austur-Þýzkal. vegna fallizt á afvopnun, nema fullkomið eftirlit sé haft með því að Rússar sviki ekki loforð um afvopnun, Þau kveðast t. d. ekki muni eyða kjarnorku- sprengjum sinum, nema tryggt sé að Rússar geri það einnig, því að ella gætu Rússar iagt undir sig allan heiminn, eftir að vanefna vopnahlésloforð. MOLOTOV HAFNAR Molotov ræddi nokkuð um til- lögu Eisenhowers, s.l. sumar, sem miðaði að því að hefja starfsemi afvopnunareftirlits úr lofti. Skyldi jafnt á komið með báðum Rússum og Bandaríkjamönnum, að þeir mættu fljúga yfir land hins og taka ljósmyndir af hverju sem væri úr lofti. Molotov hafnaði þessu. Hann heimtaði afvopnun fyrst, en kvað eftirlit úr lofti koma til greina eftirá. DULLES BIDUR UM VINSAM- LEGRI ATHUGUN Dulles utanríkisráðherra Bandarikjanna tók til máls á eftir. Hann harmaði neitun Molotovs og tók það skýrt fram, að flugeftirlitið hefði aðeins átt að vera byrjun gagngers eftirlits. Það kæmi að litlu haldi til öryggis, ef það ætti aðeins að vera eftirá. Bað hann Molotov vinsamlega um að athuga hvaða þýðingu neitun hans hefði. Hann mætti og til með að skilja, að engin þjóð væri fáanleg til að af- vopnast, ef hún gæti átt það á hættu að önnur þjóð vanefndi samningana og byggi siðan ein yfir þeim styrjaldarmætti, sem kjarnorkusprengjur veita. MIKIL VONBRIGÐI Þessi neitun Rússa kom mönn- uirr á óvart. Forustumenn þeirra í Moskvu hafa látið á sér skilja í hinum glæsilegu síðdegisboðum, sem þeir halda útlendingum þar í borg, að þeir væru fúsir að fall- ast á eftirlit. Þeim mun meiri eru vonbrigðin. Eftir þessa neitun telja margir vestrænir stjórnmála- Framh. á bla. li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.