Morgunblaðið - 20.11.1955, Page 16

Morgunblaðið - 20.11.1955, Page 16
Yeðurúffi! í dag: Reykjavikurbréf er á bls, 9. 266. tbl. — Sunnudagur 20. nóvember 1955 síarisemi Hen- dallar verður íiölbreitt J j Sljérnpálanáffiskeló hefsf n. k, firlðjitdag UM ÞESSAR mundir er Heimdellur, félag ungra Sjálfstæðis- manna, að hefja vetrarstarfsemi sína. Verður hún mjög fjöl- þætt, svo að hún nái yfir sem flest áhugamál unga fólksins. Fé- lagsstarfsemin hefur staðið með miklum bióma að undanförnu og nýlokið er hinu umfangsmikla starfi Leikhúss Heimdallar, sem hófst s. 1. sumar. S T JÓRNMÁL ANÁMSKEIÐ Ákveðið er, að Heimdallur efni til stjórnmálanámskeiðs, sem mun hefjast næstk. þriðjudag. Námskeið þetta verður með svip- uðum hætti og að undanförnu. Verða þar fluttir fyrirlestrar um helztu þætti þjóðfélagsmálanna. Munu ýmsir helztu forvígismenn Sjálfstæðisflokksins flytja erindi þessi. Jafnframt verða málfund- ir og lögð sérstök áherzla á mælskuæfingar og tilsögn í ræðu- mennsku. Stjórnmálanámskeið Heim- dallar eru jafnan mikill þáttur í starfi félagsins. Hafa þau verið mjög vinsæl og fjölsótt og til mikils gagns þeim, er sótt hafa. Má búast við mikilli þátttöku nú sem endranær. Námskeiðið fer fram í V. R. húsinu, Vonarstræti 4 og verður tvö kvöld í viku, þriðjudaga og föstudaga kl. 8,30 e. h. LESHRINC-AR OG BÓKMENNTAKVÖLD Þá er að hefjast leshringastarf- semi á vegum Heimdallar. Er gert ráð fyrir, að þar verði eink- um íslenzkar nútímabókmenntir teknar til meðferðar. Verða sér- fróðir menn fengnir til að ann- ast þennan þátt starfseminnar. Ennfremur mun félagið beita sér fyrir bókmenntakvöldum. Gert er ráð fyrir, að skáld og rithöfundar lesi upp úr verkum sínum og síðan gefist mönnum kostur á að bera f ram fyrir- spurnir og ræða við þá um skáld- verk þeirra. FULLVELDISFAGNAÐUR Félagið mun halda uppi skemmtariastarfi á svipaðan hátt og að undanförnu. Haldin verða kynningarkvöld og kvöldvökur. Fullveldisfagnað heldur félagið í Sjálfstæðishúsinu 1. desember n. k. og verður vandað til dag- skrárinnar. ONNUR STARFSEMI Gert er ráð fyrir ýmissi ann- arri starfsemi á vegum félagsins. Verða haldnir almennir fundir svo sem s. 1. vetur, en þeir vöktu mikla athygli, svo sem kunnugt er. Þá er fyrirhugað, að félagið efni til æskulýðstónleika og ým- islegt annað er í athugun. Stjórn Heimdallar óskar eftir, að þeir, sem ætla að taka þátt í stjórnmálanámskeiðinu og les- hringum félagsins hafi samband við skrifstofuna í V. R. húsinu Vonarstræti 4 kl. 4—6 daglega. Enskur ieiksljóri setur Skukespeure-leikrit ú svi3 í Þjóðleikhúsinu Walter Hudd leikstjóri kominn hingað til landsins SÍÐASTLIÐINN fimmtudag kom hingað til landsins á vegum Þjóðleikhússins enski leikstjórinn Waltér Hudd. Er hann ráð- irin hér til þess að setja á svið og æfa leikrit Shakespeare, sem nefnt er í þýðingu Helga Hálfdánarsonar „Draumur á Jónsmessu- nótt“ og verður jólaleikrit Þjóðleikhússins. Áttu fréttamenn í gær viðtal við leikstjórann ásamt þjóðleikhússtjóra Guðlaugi Rósin- kranz í þessu tilefni. víða, bæði sem leikstjóri og leik- ari, í Statford upon Avon, hjá Old Vic, og hlotið afburða góða dóma. 1 - X - 2 ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær: 11 1 - x 1 1 - 1 2 2 - 1 2 1. TEIKNINGAR AF I.EIKTJÖLDUM GERÐAR IENGLANDI Æfingar þessa leikrits hefjast á morgun, mánudag. Hefur Walt- er Hudd látið gera allar teikning- ar að leiktjöldum í Englandi og einnig eru búningar þaðan. Hann hefúr þegar séð tvær leiksýning- ar í Þjómeikhúsinu, til þess að kynna sér hæfni íslenzkra leik- ara. MIKILRÆFUR LEIKSTJÓRI Walter Hudd kom fvrst fram á leiksviði í London 1923 í Every- man-Theatre. Leiddi það til þess, að hann var ráðinri í tvö ár hjá Reandean við „St. Martins" og ,.Ambassador“. í 20 ár lék hann sem næst öll þau skapgerðarhlut- verk sem hægt er að hugsa sér og kom all oft fram á fvrstu sýn- ingum á ýmsum leikritum Bern- hard Shaw’s. FERBAST VÍDA Á stríðsárunum ferðaðist hann ■um með sinn eigin leikfiokk á vegum C.E.M.E. og flutti margs konar leikiit í bæjum þar sem dngin leikhús-voru. Upp frá því hefur hann látið mjög. til sín taka Flylur fyJrleslra m II i Gamia hótelinu á Abreyri Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, flutti háskólafyrirlestur um heimspekinginn og rithöfundinn Sören Kierkegaard s.l. sunnudag. — Kl. 1 e. h. í dag flytur sr. Bjarni erindi sitt í útvarpið. — Mun marga fýsa að heyra þenn- an mikla kennimann segja frá verkum og lífi Kierkegaards. Akureyri, 19. nóv. LA N G T er komið rann- sókn brunans mikla í Gamla hótelinu. í herbergi því, sem eldur- inn kcm upp :í, bjó Gunnar nokkur Þorsteinsson. — Um kvöl-dið Iiatði hann komið heim og var þá mjög ölvaður, svo að einn íbúanna i hús- inu, Jónas Hailgrímsson, varð að hjálpa honum upp í her- bergi sitt. Þar lagði hann manninn á legubekk og fór út. án þess að setja nokkuð rafmagnstæki í sámband, en þar inni var raí'magnsofn. Ákvað Jónas að lita inn til Gunnars síðar. Lokaði hann því ekki smekklásnum á hurð- inni, heldur setti hann upp. Eldurinn mun hafa komið upp klukkan 1 um nóttina, en lítilli stundu áður kom mað- ur að nafni Randver Péturs- son, sem einnig bjó í þessu mikla húsi, til Jónasar og sagði honum að reykjalykt legði út úr herbergi Gunnars. Jónas brá skjótt við og setti fótinn í hurðina að herbergi Gunnars, sem nú var læst. Smekkiásinn sprakk frá. Inni á gólfi herbergisins lá Gunn- ar og var meðvitunarlaus, en herbergið var fullt orðið af reyk. Mátti sjá það á stelling- um Gunnars, að hann hafi reyní að komast út. — í gegn- um reykkófið sá Jónas, að eldur var við iegubekkinn, annað hvort í honum sjálfum, í veggnum við hann eða í blaðabúnka, sem lá á borð» inu hjá honum. I ' Jónas skýrði frá því, að er hann hafi gengið út frá Gunn- ari, er hann studdi hann upp til sín, hafi Gunnar verið með sigarettu upp í sér, en enginrn eldur hafi verið í henni. Úiflutningsverðmæti lyrir 313 miHj. kr. mu SAMKVÆMT skýrslu, sem Fiskifélag íslands hefur gert, voru útflutningsbirgðir óút- fluttra afurða í landinu sam- ^als 313 millj. króna að verð- mæti 1. nóv. s.l. Er það 105 millj. króna meira en á sama tíma í fyrra. í Reykjavíkurbréfi blaðsins í dag er nánar rætt um út- flutninginn í ár og gjaldeyris- aðstöðu bankanna um þessar mundir. Fyrstu innbrotm framin vestur í Stvkkishólmi ■j Tvö sömu nóHina — Ungur maður iekinn FRÁ því að sögur hófust hafði aldrei verið framinn innbrots- þjófnaður vestur í Stykkishólmi, þar til í fyrrinótt. Þá vortt framin tvö innbrot þar og stolið alls um 2800 krónum í peningum, — í gærkvöldi hafði rannsókn málsins leitt til handtöku á ungufflj manni. t inn óhagstæður um J10J millj. kr. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN fyrstu tíu mánuði ársins hefur orðið jáhagstæður um 310,7 millj. króna. Flutt hefur verið inn fyr- ir 969.2 millj. kr., en út fyrir 658.5 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var jöfn- uðurinn óhagstæður um 196.1 millj. kr. Þá var flutt inn fyrir 887,0 millj. kr., en út fyrir 691,0 millj. kr. í október var jöfnuðurinn óhag stæður um 48,1 millj. kr. Inn var flutt fvrir 120,9 millj., en út fyrir 72,8 millj. kr. rr dóðum'' -- feláa / / lar „BLÁA BÓK“ Bókfellsútgáfunn- ar er komin út. Nefnist hún „Ómar á Indíánaslóðum'* og er eftir Armstrong Sperry, en Her- steinn Pálsson hefir þýtt hana. Er þetta tólfta „bláa bókin", en gíðan sú fyrsta kom út hafa hraustir og heilbrigðir drengir beðið þeirra með mikilli eftir- væncingu, enda hefir vel verið vandað tii vals þeirra.. ;:i- Áður hefir önnur bók eftir Sperry komið í þessum flokki, „Óli Anders“. Lífgaði fveggja ára telpu úr dauðadái UM KLUKKAN hálf tvö í gær féll tveggja ára gömul telpa nið- ur í skurð með vatni, sem er á milli Vikings-svæðisins og Háa- gergisskóla. Önnur börn gerðu móður stúlkunnar aðvart um þetta. Náði hún telpunni upp úr skurðinum og hljóp með hana í næsta hús, Steinagerði 14. Var litla stúlkan þá í dauðadái. Ungur piltur, Þorsteinn Sig- tlrðssoii, 5 hðf þegar lífgunartil- raunir óg var búinn að lifga telpuna við, er lögreglan kom. Var til öryggis farið með hana í heilsúgæzlustöðina og henni gefið þar súrefni, Er hún nú úr allri hættu. Sveiim Si<íurðsson n hættir við „Eimreiðina44 EIMREIÐIN er nýlega komin út, 3.—4. hefti, efnismikil að vanda, en bíða verður að rekja það. Sveinn Sigurðsson ritstjóri Eimreiðarinnar segir frá því í þessu hefti að hann muni um næstu áramót láta af störfum við Eimreiðina, en við henni tekur þá Félag íslenzkra rithöfunda. Sveinn Sigurðsson hefur verið ritstjóri Eimreiðarinnar í rúm- lega 32 ár,. er hann lætur af störfum. Einvígin að hefjast TAFLFÉLAG Reykjavíkur skýrði Mbl. frá því í gær, að næstkom- andi þriðjudagskvöld kl. 7,30 hæfust í Þórskaffi einvígisskákir þær, sem stórmeistarinn Herman Pilnik teflir við íslenzka skák- menn. I Ákveðið er að Pilnik tefli fyrst 2 skákir við Reykjavíkurmeist- arann Inga R. Jóhannsson, en siðan 6 skáka einvígi við Friðrik Óiafsson. ® Stærra innbrotið var framið I Landssímastöðinni. Útihurð var sprengd upp og millihurð, en síð- an var greiður aðgangur að pen- ingaskápnum. T OPNAÐI MEÐ LYKLI Lykillinn að honum var falinH þar inni í skrifstofunni og tóksl þjófinum að finna hann og opn- aði með honum peningaskápinn. í honum var geymdur ólæstut peningakassi með rúmlega 1800 krónum í. Þjófurinn hefur numið kassann á brott mcð sér og hafði ekki tekizt að finna hann i gær- kvöldi, að því er Vilhjálmur Lúð- vigssoh, fulltrúi sýslumanns, tjáði Mbl. í gær. ft MAÐUR HANDTEKINN Fulltrúinn gat þess, að ungu(l maður hefði verið handtekinn. — Hafði hann þá viðurkennt að vera valdur að öðru innbroti, sena framið' var einnig þar í fyrrinótt. Var stolið innan við 1000 kr., seta voru í skúffu í benzínsölu Esso við hótelið i Stykkishólmi. WFÍ-námskeið hald- JÓN ODDGEIR Jónsson, erind- reki Slysavarnafélags íslands og Guðmundur Pétursson, fulltrúi SVFÍ, fara í dag norður í Stranda sýslu og heimsáekja slysavarna- deíldirnar þar. Halda þeir þar námskeið í lífgun úr dauðadái og slýsavörnum. Einnig sýna þeir fræðslukvikmyndir. Eru slíkar heimsóknir til deild- anna úti á landi vel þegnar. ★ ★ ★ V Síðdegis í gær var kominn vest ur í Stykkishólm Axel Heleasou, tæknideildarstjóri frá rannsókn- arlögreglunni í Reykjavík. og vann hann með sýslumannsfull- trúa að því að upplýsa málið. Bifreiðastæði fyrir um 100 bíla Á FUNDI bæjarráðs s. 1 föstudag var samþykkt að heimila umferðarnefnd að Ieita samninga um leigu á lóð- um Vest. 5A og 5B fyrir bif- reiðastæði. Ennfremur val samþ. að gera bifreiðastæði § lóðunum Garðastræti 5—7 og Vesturgötu 9. Munu öll þessl svæði rúma um 100 bifreiðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.