Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. nóv. 1955 MORGUISBLAÐIÐ ReykjavíkMrbréf s Hálfrar aldar stjórnarafmæli Stóraukinn stuðningur við liGstnaðinn — Skilyrðl l*jóð' í rikisstférn — / Laugardagur 26. nóvember iákonar konungs — VeðEánakerfið i framkvæmd — ðabyggingar — Kommúnistar hækkuðu byggingar*' arnar fyrir kosningabandalagi — ViBi fyrst komasf egur skollaleikur — Gunnfáni gluiidroðans 50 ára ríkisstjórnar- afmæli Hákonar VII. IGÆR, hinn 25. nóvember voru rétt 50 ár liðin siðan Carl Danaprins steig á land í Oslo sem Hákon VII. Noregskonungur. Norðmenn höfðu skilið við Svía Og sett á stofn norskt konungs- JCÍki. Hákon VII. er í dag sá þjóð- höfðingi, sem lengst allra hefir setið á konungsstóli. Hann ný'tu'r ástsældar meðal þjóðar sinnar og virðingar um heim allan. Á mestu þrengingatímum, sem kom- ið hafa yfir Noreg reyndist hann Norðmönnum mikilhæfur og sannur leiðtogi. Norska þjóðin mun aldrei gleyma hinni ein- beittu framkomu hans vorið og sumarið 1940, þegar herir Hitlers hernámu Noreg. Þegar Hákon konungur hafði vísað á bug kröfu nazista um að skipa Iandráða- manninn Quisling stjórnarfor- seta var hershöfðingja Þjóðverja í Noregi fyrirskipað að taka kon- Unginn höndum eða drepa hann ella. Hvað eftir annað voru gerðar érásir á bækistöðvar Hákonar konungs. Hinn roskni þjóðhöfð- ingi sýndi þá óbilandi kjark og þrautseigju. Hann tók þátt í vörnum þjóðar sinnar af lífi og sál, fylgdist með stjórn landsins og hernum eftir endilöngum Nor- egi í hinni hörðu og ójöfnu bar- áttu við ofureflið. í nær 5 löng og erfið á'r dvaldist hann svo í út- legð i London meðan baráttan var báð fyrír frelsi Noregs. Hákon VII. varð einingartákn norsku þjóðarinnar á hinum dimmu dögum hernámsins. Þeg- ar hann kom heim til Oslo 7 júní árið 1945 var honum fagnað sem þ.ióðhetju. Og þannig mun hann lifa í minningu norsku þjóðar- innar um aldir. íslenzka þjóðin sendir hinni Iiorsku frændþjóð og konungi hennar innilegar heillaóskir og kveðjur í tilefni af hálfrar aldar stjórnarafmæli hans. Húsnæðismála- löggjöfin í framkvæmd UNDANFARIN ár hefir ríkis- stjórnin haft forgöngu um vax- andi stuðning við íbúðabygging- ar í landinu. Var hafizt handa um iánastarfsemi til smáíbúða árið 1952. Var þá varið 4 millj. kr. í þessu skyni. Árið 1953 voru lagð- ar fram 16 millj. kr. til smáíbúða- lána og 20 millj. kr. árið 1954. Hámarkslán út á íbúð var 30 þús. kr. Enda þótt þetta væru lág lán urðu þau fjölda efnaiítils fólks að liði. Samtals voru veitt rúmlega 1600 smáíbúðalán þessi þrjú ár, Dreifðust þau til byggða- laga um allt land. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð höfðu Sjálfstæðis menn forgöngu um, að upp í málefnasamníng hennar var tekið fyrirheit um mjög auk- inn stuðning við íbúðabygging ar. Jafnframt var rýmkvað nokkuð á f járfestingarhömlum gagnvart íbúðarhúsnæði. Voru báðir stjórnarflokkarnir sam- mála um nauðsyn slikra ráð- stafana. Á síðasta þingi var svo sett ný lögg.iöf um stuðning við íbúða- byggingar. Sett var á stofn veð- lánakerfi, sem veðdeild Lands- bankans var falið að fram- kvæma og sérstök húsnaeðismála- stjórn sett á laggirnar. Jafnframt hétu bankarnir samvinnu um framkvæmd þessarar löggjafar og fjárframlög samkvæmt henni. Þessi löggjöf er nú að koma tii framkvæmda. Befii þegar Hákon konungur VII. og Ólafur ríkisarfi Norðmanna í Molde 29. apríl 1940. í»ann dag lögðu nazistar þennan norska bæ í rústir með stórfelldum loftárásum. A'erið úthlutað allmörgum lán- um. Er gert ráð fyrir að hús- næðismálastjórn muni hafa um 37 millj. kr. lánsfé undir höndum til útlána á þessu ári. Auk þess leggur svo rikissjóð- ur fram 3 millj. kr. á ári i 5 ár til útrýmingar heiisspill- andi húsnæði. Samíais munu þvi verða uni 40 millj. kr. til umráða til stuðnings við íbúðabyggingar samkvæmt hinni nýju hús- næðismálalöggjöf á þessu ári. Þess má geta að sala hinna vísi töíutryggðu skuldabréfa veð- deildarinnar hafa gengið mjög vel. 2700 lánaumsóknir SAMTALS bárust húsnæðismála- stjórn um 2700 umsóknir um lán. Sýnir það, hversu geysileg láns- fjárþörfin er. Því miður verður ekki að þessu sinni hægt að leysa lánsfjárþörf nema nokkurs hluta þeirra, sem um lán hafa sótt að þessu sinni. En þess er að gæta að framkvæmd þessarar lánastarf- semi er aðeins að hefjast. Við því var aldrei að búast, að hún gæti strax á fyrsta ári fullnægt allra þörfum. En það er athyglisvert, að á þessu ári verður lagt fram helrningi meira fjármagn en nokkru sinni fyrr á einu ári til íbúðalána. Það er því hin argasta blekk- ing, sem stjórnarandstæðingar hafa undanfarið haldið fram, að ríkisstjórnin hafi svikið loforð sitt í þessum efnum. Sjálfstæðismenn hefðu að sjálf- sögðu kosið, að meira fjármagn hefði verið fyrir hendi í þessu skyni. Vonir standa lika til þess, að þegar starfsemi hins nýja veð- lánakerfis er komin í fast og ör- uggt horf þá kunni bættir mögu- leikar að skapast til þess að afla meíra fjármagns til íbúðalána. Það er raunar alls ekki við því að búast, að fátæk þjóð eins og við geti á einu ári fullnægt láns- fjárþörf sinni á þessu sviði. Kyrr- staðan í byggingarmálunum á meðan fjárfestingarhömlurnar voru strangastar leiðir nú af sér meiri byggingarframkvæmdir en þjóðin e.t.v. hefir efni á. Kommúnistar hækk- uðu byggingar- kosínaðinn SJÁLFSTÆÐISMENN hafa haft forgöngu um stóraukin framlög til íbúðalána. Góð samvinna hefir tekizt um þá starfsemi við Fram- sóknarflokkinn. En hvert er framlag kommún- ista til byggingarmálanna? Það er í því einu fólgið að stór- hækka byggingarkostnaðinn. Hin ar miklu kauphækkanir, sem knúðar voru fram með verkföll- unum á s.l. vetri hafa hækkað meðalverð hverrar íbúðar um tugi þúsunda króna. Hin aukna lánastarfsemi kemur því ekki að- eíns miklu gagni og til var ætlast. Almenningur í landinu veit vel, að hin háa húsaleiga er eiít þeirra atriða, sem á ríkast- an þátt í að skapa fóiki örðug- leika á að láta laun sín hrökkva fyrir daglegum þörf- um. Það kapphlaup, sem kommúnistar hafa komið á milli kaupgjalds og verðlags er því tilfinnanleg árás á lífs- kjör almennings. Þjóðvörn vill fyrst komast í stjórn FRÁ því hefir verið skýrt, að miðstjórn Alþýðuflokksins hafi ritað Þjóðvarnarflokknum og Framsóknarflokknum bréf, þar sem skorað er á þessa fiokka til kosningabandalags og stjórnar- myndunar ,,ef hin sameiginlega stefna hlyti traust kjósenda". Miðstjórn Þjóðvarnar hefir nú svarað þessu bréfi á þá lund að hún „sjái ekki ástæður til að hefja viðræður þær, sem um ræð- ir í bréfinu, nema því aðeins, að fyrir liggi að flokkarnir þrir taki upp viðræður um hugsanlega kosningasamvinnu og iafnframt myndun vinstri stjórnar fyrir kosningar". Af þessu svari verður það augljóst, að Þjóðvörn litla vill þvi aðeins ganga í kosninga- bandalag við krata og hina gömlu maddömu, að Gils og Bergi hafi áður verið tryggð ráðherrasæti. Eftir þá viðurkenningu af hálfu Framsóknar treystir Þjóðvarnar- flokkurinn sér betur til þess að ^GÓöi kotncLu > k«ír»inQa"Vdnílá^a me3 «k<<m fratvxiókrj'1 „NJei^ ekki ne«a «g fai ráofierra Formaffur þingflokks Alþýðuflokksins og ritari miðstjórnar hans ganga fyrir múðurskip Þjóðvarnar höggva inn í raðir hennar. Hins vegar kynni þá að skapast nokk- ur hætta á, að færri atkvæði íengjust frá kommúnistum. Sumir álíta, að þetta svar Þjóð- varnar sé klókindabragð eitt, Hún vilji alls eKki ganga í kosn- ingabandalag við Framsókn og krata. Þess vegna setji hún það skilyrði að vinstri stjórnin verði mynduð fyrir kosningar, helzt á- því Alþingi, sem nú stendur yfir. En á því þingi hafa þessir þrir flokkar aðeins 24 þingmenn. Mjög takmarkaðar líkur eru fyr- ir því, að Framsókn og kratar þori að mynda stjórn fyrir kosn- ingar. Mundi það að öllum lík- indum leiða yfir þá stórfellt fylgishrun við kosningarnar. Þá skýrir blað Þjóðvarnar- flokksins einnig frá því, að skil.. yrði hans fyrir þátttöku í vinstri stjórn sé alger stefnubreyting í utanríkis- og öryggismálum. Varnarsamningnum við Banda- ríkin skuli sagt upp og varnarlið ið látið fara úr landi. Allt bendir þannig til þesa, að Þjóðvöm vilji forðast kosn- ingabandalag við Framsókn o.; pinulitia flokkinn eins og heit- ann eldinn. En hún þykist áreiðanlega hafa svarað bréfi Alþýðufloklssins mjög klók- lega og án þess að vera stað- in að áhugaleysi fyrir marg- ræcldri vinstri stjórn. Aumlegur skollaleikur ALLUR almenningur í landiiw ' er nú farinn að skilja, að vinstri stjórnarbröltið er einhver aum- legasti skollaleikur, sem settur hefir verið á svið í íslenzkunv stjórnmálum. Allir hinir svoköD- uðu vinstri flokkar óttast vöxt Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna boilaleggja þeir stöðugt um kosn ingabandalög og stjórnarmynd anir gegn honum. En sannleikur inn í málinu er sá, að þessir flokk ar geta ekki komið sér saman um neitt annað en hatrið og óttann við Sjálfstæðismenn. Þeir eiga enga sameiginlega stefnu gagn- ; vart vandamálum þjóðarinnar. 1 Og í raun og veru þora þeir undir niðri heldur alls ekki að ganga til samvinnu sín í milli. Fram- sókn þorir ekki að efna til sam- starfs við kommúnista enda þótt hinn mikli veiðimaður telji a. m. k. „hálfan Sósialistaflokkinn" ákjósanlegan til samstarfs. Hún þorir heldur ekki að taka Þjóð- vörn í stjórn með sér. Til þess er hún alltof hrædd um að Þjóð- varnarmenn ræni hana atkvæð- um eins og við síðustu kosning- ar. Alþ.vðuflokkurinn vill hvorki né þorir að ganga í stjórn með kommunistum. Hann er líka dauð hræddur um kaupstaðafylgi sitt ef hann gengi til samvinnu við Framsókn. Er og vitað að hann er margklofinn í afstöðunni til stjórnarsamstarfs yfirleitt. Þjóð- vörn vill heldur alls ekki taka þátt í ríkisstjórn með Framsókn að svo vöxnu máli. Það sést greini legast á fyrrgreindum skilyrðum hennar. Niðurstaðan verður því sú, að kommúnistar eru eimi m^nnirnir. sem hafa í raun og sannleika áhuga fyrir vinstrl stjórn. En við þá vill bara enginn semja. 4 Gunnfáni gksrtdroðans ÞRÁTT íyrir ofangreindar stað'- réyndir haldá þessir fiokkar encnf. laust áfram að senda hver öðrum bréf og áskoranir um.samvmnu,. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.