Morgunblaðið - 02.12.1955, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. des. 1955
ÍJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigwi.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 ó mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Úr daglega lífinu
Ósamkom ulag í Kreml
Á RAÐSTEFNU æðstu manna
fjórveldanna, sem haldin var í
Genf s. 1. sumar var Bulganin
forsætisráðherra Rússa sérlega
blíður á manninn, eins og menn
muna. Andinn frá Genf fólst í
því að hann talaði fögrum tung-
um um sameiningu Þýzkalands
og frjálsar kosningar þar og lét
jafnvel í það skína, að tillaga
Eisenhowers um herbúnaðareft-
irlit úr lofti væri vel athugandi.
En á ráðstefnu utanríkisráð-
herra fjórveldanna, sem haldin
var fyrir skemmstu í Genf var
allt annað uppi á teningunum.
Molotov utanríkisráðherra Rússa
var þar hinn harðasti í horn að
taka.
Framkoma Molotovs gekk
svo í berhögg við allar að-
gerðir þeirra Bulganins og
Kruschevs, að það er engin
furða, þótt upp hafi komið
grunsemdir um að hinir nú-
verandi valdhafar Rússlands
séu sundurþykkir.
En nú eins og oft áður er
ekki gott að segja, hvernig
línurnar liggja hjá valdhöfun-
um í Kremi. Allt sem fram
fer á milli þeirra er leynilegt,
en verður að ráða í það af
ýmsum ytri atvikum.
Játning Molotovs
Hinir rússnesku valdhafar hafa
opinberlega viðurkennt, að
Molotov hefur, að minnsta kosti
um sinn verið ósammála þeim
Kruschev og Bulganin. Þetta kom
fram í játningu Molotovs, sem
birt var nýlega í blaðinu „Komm
únist“. Þar játar hann á sig
villukenningar, en hét að taka
sig á og bæta úr mistökunum.
Þegar háttsettir menn austan
járntjalds hafa játað a sig villu-
kehningar, hefur venjulega fylgt
því að þeir hafa að mínnsta kosti
orðið að láta af embætti, gott ef
þeir hafa ekki orðið að segja skil-
ið við höfuð sitt. Það er því mjög
óvenjulegt, að eftir jatninguna
heldur Molotov embætti sínu,
eins og ekkert hafi í skorizt. Opin
berlega er það túlkað svo, að nú
sé á komið fullt samkomulag.
Molotov hafi nú látið undan og
ætli að bæta ráð sitt. Genfar-
ráðstefnan síðasta bendir hins-
vegar þvert á móti til þess, að
hann hafi ekki bætt ráð sitt.
Ósamkomulagið er enn uppi.
Sterkari líkur benda því til, að
Molotov sitji enn í sæti utan-
ríkisráðherra, vegna þess, að
hann hefur einhvem iiðsstyrk á
bak við sig, sem valdanautar
hans vilja ekki ganga í berhögg
við að svo stöddu.
Canossa-förin
í þessu sambandi skulum við
lítið eitt íhuga annað mjög merki
legt mál, þar sem þetta ósam-
komulag hinna rússnesku vald-
hafa hefur komið skýrast í ljós,
en það er í stefnu Rússa gegn
Júgóslavíu.
Það þótti ekki litlum tíðind-
um sæta, þegar þeir tvímenn-
ingarnir Bulganin og Krusc-
hev komu í sáttaheimsókn til
sjálfs erki-villutrúarmannsins
Titos. Þessari heimsókn hefur
verið líkt við Canossa-förina,
þ. e. a. s. rússnesku valdhaf-
arnir lítillægðu sig gífurlega
með henni. Um langt árabil
höfðu þeir látið níða Tito nið-
ur og gefið honum heiti svik-
ara og leiguþýs, stríðsglæpa-
manns og forherts fants. Síð-
an gerist það allt í einu að
leiðtogar hins mikla Rússa-
veldis komu að því er heita
mátti á bænarknjám til smá-
rikisins Júgósiavíu.
Þeir hlutu nú samt hinar beztu
móttökur. Ekki aðeins kampavín
og kavíar, heldur yfirlýsingar
um vilja Titos til að hefja aftur
víðtæk verzlunarviðskipti við
Austur-Evrópu.
Samkomulag um
bætta sambúð
Síðan var samin og undirrituð
þýðingarmikil ályktun, sem
skyldi verða upphaf af mjög
bættri sambúð Júgóslava og
Austur-Evrópuþjóðanna.
Ætíð síðan þetta gerðist hafa
þeir tvímenningarnir Bulganin
og Kruschev farið hinum vin-
gjarnlegustu orðum um Tito og
virðist sá vingjarnleiki vera
gagnkvæmur. |
Þó hefur nokkurn skugga bor-
ið á þetta nýja tilhugaiíf. Það er
að miklu minna hefur orðið úr
raunhæfum aðgerðum til að auka
samskipti landanna, en lofað var
í Belgrad-ávarpinu. Og það er
nú að verða svo ljóst, að ekki
verði um villzt að það er einn
svartipétur í öllum þessum leik,
sem eyðileggur hinar góðu ráða-
gerðir, og það er Moiotov utan-
ríkisráðherra Rússa.
Þegar undirbúin var heimsókn
til Belgrad mun Tito hafa sett
það að skilyrði, að Molotov væri
ekki í förinni. Tildrög þess voru
þau að Tito áleit ofsóknirnar
gegn Júgóslavíu fyrst og fremst
verk Molotovs.
Skemmdarverk
Molotovs
Eftir heimsóknina átti að
framkvæma viljayfirlýsingu
fundarins fyrst og fremst með
þvi að sætta Júgóslava og
næstu nágrannaþjóðir þeirra
Ungverja, Rúmena og Búlg-
ara. Af þeim samningaumleit-
unum varð enginn árangur og
þykir sýnt að t. d. Rakosi í
Ungverjalandi hefði ekki þor-
að að hindra slíkt samkomu-
lag, ef hann hefði ekki notið
beins stuðnings frá Molotov.
Og í sumar gerast þeir atburð
ir í Rúmeníu, að Georgju-Dej
forsætisráðherra var sviptur
völdum og í stað hans tók við
stjórnartaumunum Chisnev-
sky, sem hefur frá fyrstu tíð
verið erkióvinur Titos. Er eng-
inn vafi á því, að þar hefur
Molotov staðið að baki.
Það eru sannarlega undarlegir
kippir, sem eiga sér enn stað
bak við múra Kreml og ekki
gott að segja, hvað þessir atburð-
ir boða. E. t. v. fæst úr því
skorið, þegar flokksþing rúss-
neska kommúnistaflokksins verð
ur haldið snemma á næsta ári.
Spurningin er, verður Molotov
þá fjarlægður fyrir fullt og allt?
En svo mikið er víst, að
persónuieg stefna hans virðist
hafa átt að minnsta kosti rík-
an þátt í að Genfar-ráðstefna
utanríkisráðherranna mis-
tókst. Það getur enn vel ver-
ið að tvímenningarnir Bulg-
anin og Kruschev vilji bæta
úr skemmdarverkum Moio-
tovs.
i ÞAÐ var þögull hópur manna er
stóð á hafnarbakka í London fyr-
ir nokkrum dögum, þegar ísbrjót-
urinn Theron lagði úr höfn. Kon-
ur og börn voru að kveðja ást-
vini, sem voru að leggja upp í
einn víðtækasta leiðangur, sem
getur um í sögu heimskautarann-
sókna. Theron er ekki nema um
800 lestir að stærð en traust-
byggður, enda á hann langa og
erfiða ferð fyrir höndum, því að
áfangastaðurinn er Vashel-flói á
strönd suðurheimskautslandsins.
• ♦ •
LEIÐ þessi er mjög erfið, því að
flóinn er fullur af ís allan ár.sins
hring. Flóinn hefur aðeins verið
sigldur þrisvar áður — og þau
skip hafa komizt í meiri eða
minni hrakninga.
En erfiðleikarnir eru ekki allir
yfirstignir, þegar Theron kemst
á áfangastað. Ætlunin er að komá
upp bækistöð við botn flóans —
og það mun taka áhöfnina á
Theron langan tíma að koma á
land þeim 250 tonnum af far-
angri, sem leiðangurinn hefur
meðferðist.
• ♦ •
BÚIZT er við, að því verði ekki
lokið fyrr en í lok janúar — ef
allt gengur að óskum. Þá mun
Theron halda heimleiðis, og skil-
ur hún eftir átta manna hóp, sem
ráðgerir að dveljast á heim-
skautslandinu í tvö ár.
En það eru sennilega engar
^JJilíarij ce tíar aJ fara
a bk eimólzautirm
ísbrjóturinn Theron
J
skráveifur, sem munu horfa á
eftir Theron, þegar hann hverfur
á milli borgarísjakanna á leið
heim til Englands, því að leiðang-
ur þessi ætlar sér hvorki meira
né minna, en að fara þvert yfir
heimskautslandið.
Það verður löng og erfið ferð
sem áttmenningarnir eiga fyrir
höndum. Leið þeirra liggur yfir
endalausa ís- og jöklabreiður.
Yfir fjöll og firnindi ókannaðs
lands. Þeir eru úbúnir öllum nýj-
ustu og fullkomnustu tækjum,
sem hugsast getur — enda standa
að þessum leiðangri England,
Ástralía, Nýja-Sjáland og Suður-
Afríka — og ekkert er til sparað.
VeU andl óhrifar:
LEIGJANDI" skrifar: ( alveg jafn hirðulaust í meðferð
„Húseigendum hefur óspart húsnæðisins, hvort sem það hefði
verið láð að vilja heldur leigja
barnlausum fjölskyldum en fóiki
með börn á sínu framfæri. Þetta
hefur eðlilega mælzt mjög illa
fyrir, þar sem barnafólk á enn
bágara með að komast af með
ófullkomið húsnæði en þau heim-
ili, sem skipuð eru eingöngu full-
orðnu fólki.
Því er samt ekki að neita, að
húseigendur hafa nokkuð sér til
málsbóta í þessu efni. A. m. k.
hugsaði ég margt fyrir skemmstu,
er ég skoðaði þriggja herbergja
íbúð, sem var til leigu — aðeins
fyrir barnlausa fjölskyldu. Áður
hafði búið þar fjölskylda með
þrjú lítil börn, og aðkoman var
vægast sagt hörmuleg.
Hurðarhúnarnir voru meira
eða minna af sér gengnir, salernis
setan brotin, gólfdúkurinn illa
farinn og svo mætti lengi telja.
íbúðin hafði verið færð rækilega
í lag, þegar þessi þriggja barna
fjölskylda flutti inn fyrir tveim
árum. Svo virtist sem fjölskyld-
unni, er þarna leigði, hefði ekki
komið til hugar að bæta það
tjón, sem hún hafði valdið hús-
eigandanum.
— og slæm umgengni
í leiguíbúöunum
SANNLEIKURINN er sá, að
slík umgengni fylgir ekki
börnunum — þetta sama fólk
myndi í flestum tilfellum vera
börn á sínum snærum eður ei.
Hins vegar bitnar þetta á barna-
fjölskyldum almennt — „réttlát-
um sem ranglátum" — eíns og
sjá má af þessu dæmi, sem ég
tók. Húseigandinn vildi ekki
leigja barnafólki aftur.
Til þess að reyna að ráða bót
á þessu, langaði mig til að koma
á framfæri þeirri tillögu, að leigj-
endum væri gert að bæta það
tjón, sem þeir valda í íbúðunum.
Þetta tíðkast víða erlendis, og
ætti það jafnframt að skapa hús-
eigendum tryggingu gegn því, að
leigjendur gengju mjög illa um
húsnæðið — og jafnframt gera
það að verkum, að barnafjölskyld
um væri ekki skipað i sérstakan
i’lokk, og þær stimplaðar sem lítt
æskilegir leigjendur".
Óvænt „steypibað“
SKÖMMU fyrir hádegi i gær —
á þeim virðulega hátíðisdegi
allra íslendinga, 1. des. —- átti
einn af betri borgurum Reykja-
víkurbæjar, réttur og sléttur
blaðamaður, leið eftir Óðinsgöt-
unni. Fann hann þá skyndilega
höfga dropa hrjóta í andlit sér.
Átti maðurinn sér einskis ills
von, þar sem hörkufrost var úti,
og ekkert útlit fyrir rigningu —
og varð honum því talsvert um
þetta óverðskuldaða ,,steypibað“.
Leit hann þá til himins, en í
sömu andránni var skellt aftur
kvistglugga í húsinu, sem hann
gekk fram hjá. Veitti hann því þá
athygli, að gríðarstór grýlukerti
löfðu niður úr þakskegginu beint
fyrir neðan gluggann. Þóttist
hann því sannfærður um, að drop
arnir hefðu ekki fallið af tilvilj-
un úr flóðgáttum himinsins —
heldur komið beint út um glugg-
ann. Ekki hafði sá góði maður
tækifæri til að efnagreina bleyt-
una, enda raskaði „steypibaðið“
hugarró hans nokkuð — og þótti
sér óleikur gerr. Já, margt er
skrýtið í kýrhausnum.
Merklt,
ANNARRI leiðangursstöð verður
komið upp á ströndinni á þeim
stað, sem brezki leiðangurinn ráð
gerir að koma á, þegar hann hef-
ur farið þvert yfir skautið Eru
það Nýsjálendingar, sem það
klælb
Sir Edmund Ilillary.
munu annast, en forystumaður
þeirra verður fjallagarpurinn
frægi, Edmund Hillary, sá sem
kleif Mont Everest forðum.
Mun Hillary fara til móts við
Bretana — og búast þeir við að
mætast í nánd við heimskautið.
Ekki er að efa, að rannsóknar-
för þessi mun gera margar og
mikilvægar uppgötvanir — en
þetta verður einn erfiðasti rann-
sóknarleiðangur, sem nokkru
sinni hefur verið farinn.
Þ jóðháfíSa rtfa g ur
Finna
FINNLANDSVINAFÉLAGIÐ
Suomi minnist þjóðhátiðardags
Finna, 6. desember, með kvöld-
fagnaði fyrir félagsmenn og gesti
þeirra í Tjarnarkaffi niðri þriðju-
daginn 6. des. kl. 9 síðdegis.
Hinn 8. desember n.k. verður
hið stórbrotna tónskáld Finna. J.
Sibelius, níræður. í tilefní þess
verður dagsskrá kvöldfagnaðar-
ins aðallega helguð honum.
Dr. Páll ísólfsson tónskáld
flvtur erindi um Sibelius. Þor-
steinn Hannesson óperusöngvari
syngur lög eftir Sibelius með
undirleik Ragnars Björnssonar.
Frk. Barbro Skogberg les finnsk
ættjarðarljóð. Karlakórinn Fóst-
bræður syngur lög eftir Sibelius
undir stjórn Ragnars Björnsson-
ar. Sýnd verður ný kvikmynd í
eðlilegum litum, frá Vatnajökli,
sem Árni Kjartansson hefur tek-
ið, og að lokum verður dansað.
Allir Finnar sem dvelja í
Reykjavík og nágrenni verða á
kvöldfagnaðinum. — Félagsmenn
Finnlandsvinafélagsins Suomi
hafa ókeypis aðgang að fagnað-
inum fyrir sig og gesti sína, sýni
þeir félagsskírteini við inngang-
inn, Þeir aðrir, sem óska að ger-
ast félagar geta fengið afhent
skírteini við innganginn.