Morgunblaðið - 02.12.1955, Side 9

Morgunblaðið - 02.12.1955, Side 9
Föstudagur 2. des. 1955 M ORGUISBLAÐIÐ 9 Ufvarpsrceða Jóhanns Hafsteins 1. desember ÍSLENZKA ÞJ ' TVFTR AFANGAR: Einu sinni áður hef ég staðið hér við hljóðnema ríkisútvarps- íns á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur — við sams konar tækifæri og nú. Það var 1. des- ember 1942. Þegar ég minnist þessa, er það vegna þess, að þó að 13 ár séu ekki langur aldur — og sízt í sögu þjóðarinnar — þá vill svo til að einmitt á þessu tímabili hefur jþað tvennt gerzt í senn: að leidd var til lykta sjálfstæð- isbaráttan út á viff, með ehdur- reisn lýðveldisins 17. júní 1944 — og aff hafin hefur verið ný sjálf- sæðisbarátta inn á viff — með þróttmikilli og bjartsýnni fram- farasókn á öllum sviðum atvinnu- og efnahagslífs landsmanna — nýju landnámi í velmegun og þroska. LOKASÓKN Á RÉTTLIVI TÍMA: Upp úr 1942 hófst lokabarátt- an fyrir endurreisn lýðveldisins. Minnumst þess, að landið var þá hersetið og Surtarlogí brann um heim allan. Voru þá sumir þeir, sem vildu fara sér hægt að settu marki í sjálfstæðisbarátt- unni. Ekki skal ég rekja þá sögu. Má vafalaust færa einhver rök að því, að erfiðar ytri aðstæður réttlættu á sinn hátt hik og und- anhald, að minnsta kosti frestun aðgerða í bili, þó að mjög sýnd- ist sitt hverjum. Öruggan eru þau gömlu sannindi Prédikarans •— að ,,sá, sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá, sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki.“ Einnig hitt „að aðeins nótt- ín gerir stjörnurnar sýnilegar." Mun það sanni næst, að einhverju verða menn jafnan til að hætta, bæði í lífsbaráttu einstaklinga og þjóða, og að timar hættunnar og stórra veðrabrigða skapa ef til vill þau gullnu tækifæri, sem síðan bjóðast ekki — eins og stjörnurnar sjást ekki, þegar al- bjart er. Öllu máli skiptir nú, að við ís- lendingar létum okkur ekki tíma hættunnar og tvisýnu fyrir brjósti brenna en bárum að lok- um gæfu til að sameinast í vold- ugri þjóðareiningu og Ieiða stofn- un lýðveldisins til lykta á rétt- um tíma. Enginn vildi nú þá sögu öðru vísi en hún gerðist. NÝTT LANDNÁM: Ekki löngu seinna hófst hið nýja landnám í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar inn á við með ný- sköpun á flestum sviðum. Hefur sú barátta staðið síðan og stend- ur enn. Orrustur hafa tapazt. — Verðmæti hafa glatazt. En sókn- in hefur verið hörð — og við höldum í dag voldugri víglínu framsækinnar þjóðar — enda þótt okkur sé ekki búinn neinn Fróða- friður og framundan séu ýmsir þeir örðugleikar, sem þjóðin verður að halda á allri skapfestu sinni til að yfirstíga. ÓTTINN VIÐ ATVINNULKYSIÐ: Mig langar til að bregða upp tveim myndum úr þjóðlifinu, sem sýna báðar erfiðleika þjóðarinn- ar — en bara mismunandi erfið- leika. Fyrir um það bil 20 árum voru framleiðsluskilyrði þjóð- arinnar mjög af skornum skammti. Togararnir gamlir og úr sér gengnir. Fiskibátar litlir ©g búnir af vanefnum. Kaupskipa flotinn lítill. Flugvélar til al- manna þarfa engar. Vinnuvélar litlar og lélegar. Stórvirkar jarð- ýtur, kranar og skurðgröfur ó- þekkt tæki. Verk- og vinnutæki frumstæð. Ræktun hægfara. —, Byggingarstarfsemi lítil. Fyrsta virkjun Sogsins eina stórfram- KVlÐA FRAMTÍÐ SINNI En — hver er sinnar gæiu smiiur kvæmdin á sviði raforkufram- kvæmda. Samgönguskiiyrði smá til sjós og lands. Þá var þyngsti kvíffinn og mesta órissan tengd viff óítann við atvinnuleysi. ÞAD, SEM NÚ RLASIR VIB: Berum þessa tutíugu ára gömlu þjóðlifsmynd saman við það, sem nú blasir við: Eg nefni hinar miklu raforku- framkvæmdir — írafossvirkjun- ina og fyrirhugaða síðustu full- virkjun Sogsins — Laxárvirkj- unina — Andakýlsvirkjunina — Stórvirkjanir á Austur- og Vest- urlandi — 10 ára áætlun um raf- væðingu landsins. Ég nefni Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og sementsverksmiðju í byggingu. Ég minni á stóran flugflota til innanlands- og millilandaflugs. Ég minni á nýsköpun togara- flotans og vélbátanna —- Eim- skipafélagsskipanna — samvinnu félagaskipanna og strandferða- skipanna. Ég minni á nýjar íbúðahúsa- byggingar til sjávar og sveita. Risaframkvæmdir eiga sér stað í ræktun landsins — með stór- virkum tækjum, þar sem nýjasta tækni er tekin í þjónustu okkar gömlu landbúnaðarmenningar. Stóriðja er risin á fjölmörgum sviðum og ný iðnþróun hefur fest rætur, þar sém nýjungar í iðnaði eru nærri daglegur við- burður. Skólar og menningarstofnanir hafa risið um gjörvallt landið. Vegakerfi og samgönguæðar vaxa ár frá ári og ný flutninga- tækni hefur leyst af hólmi gamla tímann. ERFIDLEIKAR FRAMKVÆMDAHRAÐANS: Samt er það staðreynd, að þess- ari seinni þjóðlífsmynd fyígja líka vissir skuggar — vandamál og erfiðleikar dagsins í dag. Okkur skortir fé til hinna miklu framkvæmda. Okkur skortir vinnuafl til hinna öru athafna. Það er sjúklegt ósamræmi í tekjuskiptingu þegnanna, þar sem tilkostnaðurinn við framleiðsl- una, — undirstöðu efnahagslífs- ins, — er of mikill til þess að hún fái borið sig. Það er vaxandi verðbólga eða dýrtíð í landinu, þar sem hver stétt keppir við aðra í kröfum um aukin lífsþægindi. Menn láta sér kjölfestuna í léttu rúmi liggja, sem allt velt- ur þó á, að þjóðarskútan verjist áföllum, — það er að viðhalda jafnvægi og festu í eínahagslíf- inu. En samt er mér spurn: Eru ekki erfiðleikar þeir, sem stafa af atvinnuleysi -— úrræðalevsi og fátækt allir aðrir en þeir erfið- leikar, sem í dag eru búnir ís- lenzku þjóðinni, og sem fyrst og fremst stafa af því, aff viff gerum öll kröfu til þess aff gert sé svo margt og svo mikiff á svo skömm- um tíma? Ef þess konar erfiðleikar, sem nú er við að stríða, verða okkur að alvarlegu fótakefli, svo þjóð- in biði af varanlegan skaða, hvað mundi þá fyrir 20 árum — eða á öllum fyrri öldum íslendinga, þegar fátækfin. og frumbýlings- hátturinn vox-u fylgikonur þjak- aðra kynslóða? VIÐ EIGUM AÐ VERÐLAUNA FRAMLEIÐSLUNA: En hvað skal þá gera? Ekki ætla ég mér þá dul að segja fyrir um úrræðin. — Hér þurfa að koma saman beztu manna ráð. Það verður verkefni Alþingis og ríkisstjórnar, og ráðu nauta hennar, í samráði og sam- vinnu við ábyrgðarríka umboðs- menn, sem félagssamtök fólksins velja sér, að leggja á ráðin til lausnar eiTiðleikunum. En eitt getum við strax fest sjónir við, að mínum dómi. Við verðum að hverfa frá þeiri’i villu, sem allt of víða virð- ist trufla hugsun manna, að framleiðslan — og ekki sízt út- flutningsíramleiðslan — sé ein- hvers konar styrkþegi á þjóffinni — mér liggur við að segja á launamönnum og landkröbbum. Oll þau gæði, sem við erum að krefjast okkur til handa í einni eða annarri mynd — og þurfum í svo rikum mæli að kaupa frá öðrum löndum — eru að lang mestu leýti fengin í skiptum fyr- ir fisk og aftur fisk eða sjávar- afurðir í einni eða annaxri mynd. Ef við hættum að framleiða fiskafurðir — þá er óþarfi að vera setja ný launalög á Alþingi nú — þá er óþarfi að hafa fyrir því að krefjast hærri launa fyrir verkafólk í landi. — Þetta eru hin augljósustu sannindi. En því þá ekki að byrja á byrj- uninni? Ti’éysta fyrst framieiðsl- una til lands og sjávar — meta rétt hlutverk hennar — svo aff viff öll hin getum notiff því meiri styrks af henni. Væri ekki ráð að veita hverj- um, sem framleiðir vöru til út- flutnings, viðeigandi verðlaun fyrir að gera þannig kleift að við getum keypt hin eftirsóttu gæði til landsins? Slík verðlaun hefðu það sér til ágætis, að sér- hverjum gæti hlotnazt þau — ef hann bara inni að útflutnings- framleiðslu. um. En meira kemuir til. Vitna ég þar til orða forsætisráðherra okkar, sern öðrurn frefnur hefur haft forgöngu í þessu máli, þar sem hann kemst svo að orði: „En auk þess vita aliir íslend- ingar, að við bvggjum aðgerðir okkar á helgum rétti' litillar menningarþjóðar til að lifa í landi sínu, því eins og komið var högum okkar var um ekkert að velja nema víkkun landhelginn- ar eða landauðn." 1. desember og 17. júníl Þetta eru bræði’adagar í frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar. 15. maí er fóstbróðir þessara daga. 15. maí 1952 er dagur hins nýja timia — dagur framtíðarinnar í landhelg- ismáli íslendinga, en þá blöktu fánar við hún, því að landhelgin hafði verið víkkuð. Inntak þeirra minninga, sem við alla þessa þrjá daga eru tengdar, er frelsi og sjálfstæffi — sjálfsbjargarþrá. GÆTUM STILLÍNGAR OG \ ARUVEITI M ÞAD, SEM ÁUNNIZT HÉFUR: Mér finnst. að íslenzka þjóðin í. dag þurfi ekki að kvíða sinr; i framtíð. En hún má ekki heldur gleyma: aff hver er sinnar gæfu smiffur. Skammsýni, óbilgii’ni og van - mat á sameiginlegii velferð stétv anna getur auðveldiega kippt fóv- um undan almennri velmegun og vaxandi gengi. í fullu gildi eru í dag, á t-ím um mikillar peningaveltu en minna örýggis, hin gömlu aðvör unarorð Hávamála: „Fullar grindur sá ek fyr Fitjungs sonum nú. bera þeir vánar völ. Svá er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.“ Lítið mundi leggjast fyrir nú lifandi kynslóð í augum framtíð arinnar, ef hún reynist ekki þes,; umkomin að búa vel og skynsam lega að sinu og skila framtíðmri með staðfestu þeim arði, ser.v henni hefur hlötnazt í miklu rík ari mæli en fyrri kynslóðurn þessa lands. gajaMgjaBKKa'HM' jmhjjbb■—ím Hundrað ór liðin írn fæðingn Þórhalls Bjornorsanar bisknps IDAG eru 100 ár liðin frá fæð- ingu Þórhalls Bjarnarsonar biskups. Hann var fæddur að Lauíási við Eyjafjorð 2. desem- HIÐ NÝJA SJÁLFSTÆBISMÁL: ber árið 1855. Foreldrar hans i voru Björn prófastur Halldórs- | son og Sigríður Einarsdóttir. Af hverju er í vitund íslend- inga aðeins eitt mál, sem öllum öðrum fremur gæti nú i dag tal- izt okkar raunverulega sjálfstæð- ismál — það er landhelgismálið — eða friðun fiskimiðanna við strendur landsins og á land- grunninu? Það er vegna þess, að í skyn- samiegri friðun fiskimiðanna er fólgin forsendan fyrir fjárhags- iegri afkomu hinnar fámennu ís- lenzku þjóðar, sem býr á evland- inu við nvrztu höf — á takmörk- um hins byggilega heims — eins og það hefur verið orðað. í þessu „sjálfstæðismáli“ eig- um við i stríði við volduga stór- þjóð. Við teljum, að við höfum býggt t allar okkar. aðgerðir ti! stækkunar fiskveiðilandhelginni, á lögum og rétti og alþjóðadóm- Þói’hallur Bjarnarson varð stúdent árið 18# < og cand. theol. ! árið 1883. Stundaði hann siðan um eins árs skeið kennslu við lærða skólann. Árið eftir var } hann vigöur til Reykholtspresta- kalls. Árið 1885 var hann um • skeið prestur á Akureyri. Það sama ár gerðist hann kennari við piestaskóxann. Forstöðumaður skólans var hann frá 1894 þar til hann var skipaður biskup yfir íslandi árið 1908. Þói'hallur biskup gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í þágu þjóðar sinnar. Hann var alþingis- maður Borgfirðinga árin 1894— 1899 :og aftut árin 1902 -1907. Forseti Neðri deiidar Alþingis var hann árin 1897—1899. Formaður Búnaðarfélags ís lands var hann árin 1900—1907. Þórhallur Bjarnarson vav kvæntur Valgerði Jónsdóttur frá Bjainastóðum í Barðardal. Áttii þau fjögur börn, Tryggva for sætisráðherra, Björn búfræðing', Svöfu og Dóru forsetafrú. Þórhallur biskup lézt að Lauf- ási í Reýkjavík 15. desember árið 1916 rúmlega sextugur að aldri. UMMÆLI SÉRA FRIÐRIKS FRIBRIKSSONAR Mbl. átti í gær stut't samtal við séra Friðrik Friðriksson, sem var náinn \ inur Þórhalls biskups og bað hann að lýsa honum i stuttu máli. Komst hinn aldni æskulýðs leiðtogi þá að orði á þessa leið: Þórballur Bjarnason var háv maður, glæsilegur og framúr- • skarandi friður sýnum. Var fram koma hanaöll hin höfðinglegasta. • Rólvndur var hann í fasi en þö j ákveðinn. Hann var vitur maðui, 1 Frh. á bls. IX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.