Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 6
22 MORGVNRLAfílÐ Sunnudagur 4. des. 1955 Nokkrar ályktanir aöaífundar L.I.Ú. EINS og getið hefir verið í frétt- um blaðs ns var aðalfundur L.Í.Ú. haldinn hér í Reykjavík dagana 17.—20. nóv. s.l. Á fundinum voru tekin til með- ferðar ýmis hagsmunamál, sem snerta sjávarútveginn í dag og gerðar álj'ktanir um þau. Hér fara á eftir nokkrar álykt- anir fundarins. IÆIÐBEININGAR 11M VÉLAKAHP Eitt af þein mörgu vandamál- um, sem sjávarútvegurinn á nú við að glíma, er hinn óhæfilega hái viðhaldskostnaður á vélum bátanna og erfiðleikar á að fá varahluti til þeirra við hag- kvæmu verði. Um þessi mál var gerð svo hljóðandi ályktun: „Aðalfundur L.Í.Ú. haldinn 17.—20. nóv. 1955 telur nauðsyn- legt að fela stjórn sinni að ráða vélfróðan mann til þess að ann- ast leiðbeinin jarstörf um kaup og viðhald véla fyrir þá útvegsmenn, sem þess ósk i. Ennfremur fylgist hann með verði véla cg varahluta og að nægilegt magn varahluta sé til á hverjum tím:.. Þá telur furtdurinn nauðsynlegt að athugaðir verði möguleikar á, að Innkaupadeild L.Í.Ú. ánnist innkaup heppilegra véla og vara- hluta fyrir bátaflotann. Kostnaður við starfsemi þessa verði greiddur samkvæmt regl- um er stjórn L.Í.Ú. setur.“ VARNIR VE ÐISVÆÐA UTAN FISKVEIÐIT AKMARKANNA Þar sem ágangur erlendra tog- ara á hefðbundin veiðisvæði fiskibátanna fer nú stöðugt vax- andi var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur L. f. Ú. haldinn 17.—20. nóv. 1955 skorar á land- helgisgæzluna, að verja neta- svæðið við Vestmannaevjar á sama hátt og gert var, áður en hin nýju fiskveiðitakmörk voru sett, enda telur fundurinn, að hvergi hafi átt að slaka til á fengnum rétti eða hefð með hin- um nýju ákvæðum. Aðalfundu: inn beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjórnar og A.lþingis, að gerðar verði ráðstafanir, sem að haldi megi koma, með því að friða og verja ókveðin veiðisvæði utan núverandi fiskveiðitakmarkana svo vélbáta'lotinn. fyrir Vest- fjörðum geti stundað veiðar sín- ar á hefðburdnum veiðisvæðum línubáta í friði fvrir ágangi botnvörpuski pa.“ EFI.ING FISKVEIBISJÓÐS Með tilliti til beirrar nauðsynj- ar, sem nú er á því að endurnýja skipakost landsmanna. svo hann gangi ekki saman, urðu miklar umræður um nagkvæm lán til ný- bygginga. Með því að fiár er nú mjög vant hjá Fiskveiðisjóði fs- lands til þess að geta fullnægt þeim lánbeiðnum, sem nu liggja fyrir hjá sjóðnum var gerð svo- felld samþyiikt til áskorunar á Alþingi og ríkisstjórn. „Aðalfundv rinn skorar á Al- þingi og ríkisstjórn, að breyta lög um um Fiskv eiðisjóð íslands nr. 40 16. maí 1955 2. grein, lið 2, þannig: að í s :að kr 2 millj. fram- lag úr ríkissjóði árlega, komi 5 millj. kr. framlag úr ríkissjóði árlega. Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina að gera ítrustu ráð- stafanir til bess að nota láns- heimild þá, e: ríkisstiórninni var heimiluð á s;ðasta Alþinei til lán töku fvrir Fiskveiðisjóð fslands. Þá skorar fundurinn á Alþingi að ákveða, að 40% af tekjuafeangi ríkissjóðs árið 1954 verði látinn renna til Fiskveiðisjóðs íslands.“ VAXTAGRFTÖSLUR Á fundinura urðu miklar um- ræður um ósamræmi það, sem nú er á vaxtagreiðslum viðskipta- manna Landsbanka íslands ann- ars vegar og Útvegsbanka íslands h.f. hins vegar, af rekstrarlánum. Benti framsögumaður fjárhags- nefndar, Margeir Jónsson, á að óeðliiegt væri, að viðskiptamenn Útvegsbarikans, sem hefði það ó stefnuskrá sinni'að efla íslenzkan sjávrarútveg, sættu lakari við- skiptakjörum en viðskiptamenn Landsbankans. Af þessu tilefni samþykkti fundurinn eftirfar- andi: „Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjórnina og skírskotar til bréfs ráöuneytisins dags. 8. jan. 1955 — um að stuðla að því, að Útvegs- banki íslands h.f. og útibú hans, veiti útgerðarmönnum rekstrar lán með sömu vöxtum og Lands- bankinn, þ. e. 5% lán fyrstu 6 mánuðina út á 45% gjaldeyris- réttindanna og rekstrarlán, sem tryggð eru með veði í afla, og 514% eftir það.“ AUKNAR FISKRANNSÓKNIR OG SÍLÐVEIfllTILRAUNIR Þá voru teknar til umræðu til- lögur um að auka fiskileit og rannsóknir frá því, sem nú er, og voru í því sambandi samþvkktar svohljóðandi ályktanir: „Fundurinn felur stjórn L.I.Ú. að fylgja því fast eftir, að fiski- leit og fiskrannsóknir verði stór- lega auknar frá því, sem nú er. Telur fundurinn nauðsynlegt að haldið sé uppi skipulegri fiski- leit eigi skemur en 3—4 mánuði árlega af skipum með fullkomn- um útbúnaði. Einnig telur fundurinn sjálf- sagt, að sjómælingar verði aukn- ar.“ „Aðalfundur L.Í.Ú. haldinn dag ana 17.—20. nóv. 1955 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar- innar að hún lát.i framkvæma þegar á næsta ári ytarlegar til- raunir til síldveiða með stórvirk- ari veiðiaðferðum, en verið hefir til þessa. Bendir fundurinn á nauðsyn þess, að þeir, sem fyrir tilraun- unum standa kynni sér rækilega þær nýjustu veiðiaðferðir, sem notaðar eru nú við sildveiðar, hjá öðrum fiskveiðiþjóðum með góð- um árangri." SKIPUN SENDIFULLTRÚA Þá var samþykkt að senda rík- isstjórn svohljóðandi tilmæli frá fundinum:* „Þar sem um 96% af útflutn- ingi íslands eru sjávarafurðir og afkoma þjóðarinnar veltur að miklu leyti á því; að viðskipta- samningar við érlendar þjóðir takist sem bezt og skapi aðstöðu til hagfeldrar sölu afurðanna, þá samþykkir fundurinn að beina þeim tilmælum til ríkisstjórnar- innar, að hún taki tillit til þess við skipun sendiherra og fulltrúa í sendiráðum íslands erlendis, að þeir hafi þekkingu á sjávarút- vegsmálum og verzlunarmálum.“ IIALLALAUS REKSTUR MlflAÐ VIÐ MEflAL- AFLABRÖGB SKIPA Á fundinum urðu miklar um- ræður um starfsgrundvöll fvrir útgerðina á næsta ári. Við þær umræður var samþykkt svofeld ályktun: „Hinn 26. febrúar s.l. sendi fulltrúafundur L. í. Ú. yfirlýsingu til Alþingis, ríkisstjórnar og deiluaðilja í kaupgjaldsmálum á s.l. vetrarvertíð, þar sem því var lýst yfir, að sökum tapreksturs vélbátaútvegsins og togaraútgerð arinnar undanfarin ár, væri út- gerðin þess ekki megnug að taka á sig aukin útgjöld vegna nýrra kauphækkana. Ef útgjöldunum, sem leiða myndu af kauphækk- unum yrði ekki mætt með leið- réttingu á gengisskráningunni, stvrkjum úr rikissióði eða öðrum ráðstöfunum hlyti rekstur útgerð - ASTAND OG HORFUR Frh. af bls. 20. meðal annars í bók sinni: „Hafta- stefna og kjarabótastefna“: „Hið of háa gengi, sem löngum hefur verið skráð á íslenzku krónunni, hefur vanmetið afköst í þeim atvinnugreinum, sem afla gjald- eyris og verið þannig orsök þess gjaldeyrisskorts, sem þjóðin hef- ur löngum átt við að búa. Til þess að lagfæra þetta þarf hverju sinni að samræma stefnuna i verðlags- og kaupgjaldsmálum, bankamálum og opinberum fjár- hagsmólum með þetta markmið íyrir augum.“ Hér segir prófessor Ólafur Björnsson beinlínis, að erfiðleik- ar sjávarútvegsins og svo til stöðugur gjaldeyrisskortur þjóð- arinnar sé vegna rangrar skrán- ingar gjaldeyrisins, enda er þetta viðurkennt af öllum hagfræð- ingum, sem taka afstöðu til mál- efna, samkvæmt þekkingu sinni og sannfæringu. En þrátt fyrir ábendingar hag- fræðinga og annarra, sem vit hafa á þessum málum, virðist ekki mögulegt að fá því fram- gengt, að gjaldeyrisskráningin sé nokkurn veginn rétt. Ástæður fyrir því að þetta fæst ekki fram eru þær, að mikill áróður hefur verið hafður í frammi móti leið- réttingum á gjaldeyrisskráning- unni á hverjum tíma, og hefur þessi áróður blindað ótrúlega stóran hluta þjóðarinnar í þessu máli. Fjöldi fólks trúir því, að hag- ur þess sé því betri, sem erlendur gjaldeyrir er skráður lægri án tillits til þess, hvort nokkrir möguleikar eru til þess að afla hans á hinu skráða gengi. Ef þessi kenning væri rétt, mætti á sama hátt skrá með lagaboði ýmis önnur verðmæti í þjóðfélaginu. T. d. myndu það vera miklar arinnar að stöðvast sökum vax- andi tapreksturs. Þessar aðvaranir voru að engu hafðar og hefir allur kostnaður við útgerðina aukizt stórlega vegna kauphækkananna s.l. vor og það svo að ekki verður haldið áfram útgerð eftir n.k. áramót sökum gífurlegs tapreksturs, nema því aðeins að grundvöllur fáist fyrir hallalausum rekstri. Þar sem aðgjörðir ríkisvaldsins verða að koma til, svo að hægt verði að leysa þennan vanda skorar aðalfundur L.Í.Ú. á ríkis- stjórn og Alþingi, að taka tafar- laust til athugunar tillögur um hvernig skapa megi heilbrigðan starísgrundvöll fyrir sjávarútveg inn á næsta ári, þannig að um hallalausan rekstur verði að ræöa miðað við m, 4 5al aflabrögð á skip. Bregðist það að slíkur grund- völlur fáist, að dómi stjórnar og Verðlagsráðs L. í. Ú., samþykkir fundurinn, að stjórn L.Í.U. skuli kalla saman fulltrúafund sam- bandsins siðari hluta desember til þess að taka ákvarðanir um hvað gera sku)i.“ SKORTUR Á VINNUAFLI Á fundinum var ýtarlega rætt um hina hörðu samkeppni, sem nú á sér stað um vinnuaflið, milli hinna ýmsu atvinnugreina lands- manna. Kom glöggt fram við umræð- urnar, að menn óttuðust alvarleg an skort á fólki til nauðsynleg- ustu framleiðslustarfa. Var gerð svofelld samþykkt á fundinum: „Vegna skorts á verkafólki til nauðsynlegustu framleiðslustarfa í landi og á sjó skorar fundurinn á Alþingi, ríkisstjórn, bæjar- og sveitastjórnir að draga svo úr fjár festingu að tryggt verði. að fram leiðsla útflutningsafurða stöðvist ekki sökum manneklu." EGGERT GLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON Kæslaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Sími 1171. kjarabætur til launþega, ef vöru- verð í búðum kaupmanna og kaupfélaga væri með lagaboði skráð á helming þess verðs, sem það er nú. Sama er að segja um framleiðslu landbúnaðarins, íbúð- arhúsabyggingar o. fl., en í reynd myndi þetta lítið gagna, vegna þess að verzlanirnar myndu loka, landbúnaðarframleiðslan og húsa byggingar hætta, sem sé ekkert af því, sem þahnig yrði skráð á óraunhæít verð, myndi verða a boðstólum eftir þær aðgerðir. En alveg sama lögmál gildir um framleiðslu gjaldeyrisins, ef hann er skráður á rangt verð, það er undirframleiðslukostnaði, verður gjaldeyrisskortur þeim mun meiri sem gjaldeyrisskráningin er fjær sannvirði. EKKI HÆGT AÐ AFLA NEINS GJALDEYRIS Á SKRÁÐU GENGI Nú er svo komið, að ekki er hægt að afla neins gjald- eyris á skráðu gengi. Þetta er viðurkennd staðreynd, þar sem stjórnarvöldin hafa að nokkru leyti bætt útflutnings- framleiðendum upp það ranglæti, sem hin ranga skráning orsakar, með bátagjaldeyrisfyrirkomulag- inu og beinum styrkjum í einu eða öðru formi. En vegna þess að leiðréttingar þessar hafa ekki verið fullnægjandi, hefur útflutn- ingsframleiðslan búið við tap- i rekstur og lamazt að afköstum, enda er nú verulegur gjaldeyris- skortur. Það er lögmál, sem ekki verður komizt fram hjá, að röng skráning verðmæta, orsakar skort á sömu verðmætum. Þar sem ekki er hægt að fullnægja eftir- spurninni eftir gjaldeyrinum, er tekin upp skömmtun á honum, það er að segja salan er tak- mörkuð. í ÞJÓÐFÉLAGINU Þetta skapar mikið órétt- i læti í þjóðfélaginu, vegna þess að nú eru það mikil forréttindi að fá keyptan gjaldeyri. Hörð barátta myndast um þessi rétt- indi milli stétta og einstaklinga, og almenningur, sem engan sða lítinn gjaldeyri fær keyptan, neyðist til að kaupa þarfir sínar af þeim, sem forréttindanna njóta, á stöðugt óhagstæðara verði, það er að segja eftirspurn eftir vörum er meiri en framboð og þýðir hækkað vöruverð. Báta- gjaldeyririnn er nú orðið eini gjaldeyririnn, sem seldui- er frjálst til hvers, sem er, enda er mikil samkeppni um verzlunina með bátagjaldeyrisvörurnar, og má segja, að þær séu nú á einna hagstæðasta verði, þótt þær séu keyptar inn fyrir dýrasta gjald- eyrinn og séu yfirleitt í hæstu tollflokkunum. T. d. má nú fá par af nylonsokkum fyrir röskar kr. 20.00 eða ca. V3 af því, sem þeir kostuðu fyrir gengisbreyt- ingu 1950. í lok ársins 1949 voru epli seld á kr. 9.50 pr. kg. í smá- sölu, en nú fást í búðum gæða- betri epli á ca. kr. 10.50 til 11.95 eða 10—20% hækkun. Ytri fat.n- aður karlmanna og drengja hef- ur aðeins hækkað um 25—30% frá því sem var 1949, þrátt fyrir leiðréttingu á gengisskráningunni og að fatnaðurinn og efni til hans fást aðeins innflutt með báta- gjaldeyrisálagi. Hins vegar hefur almennt kaupgjald hækkað um 80% á sama tíma. ÞEIR SEM RÁÐA GJALD- EYRISSÖLUNNI HAFA EKKI NÆGA ÞEKKINGU Á HAG OG ÞÖRFUM SJÁVARÍ TVEGSINS Valdið til þess að ákveða hvernig gjaldeyrinum er ráð- stafað er í böndum manna, sem litla þekkingu hafa á hag og þörfum sjávarútvegsins, og er því oft synjað um gjaldeyri til kaupa á brýnustu þörfúm hans og verður því til þess að draga úr gjaldeyrisöfluninni, T. d. er nú synjað um gjaldeyri til kaupa á fiskiskipum, fiskvinnsluvélum, efnisvöru til endurbóta á tækjum sjávarútvegsins o. fl„ o. fl. — RÁÐSTAFANIR BANKANNA Vegna gjaldeyrisskortsins hafa bankarnir gert ýmsar ráðstafanir, sem ætlazt er til að verði til þess að draga úr eftirspurninni á gjaldeyrnum, svo sem að draga úr útlánum og krefja innflytjend- ur um fyrirframgreiðslur út. á gjaldeyriskaup. En ég fæ ekki séð, að þessar ráðstafanir komi að tilætluðu gagni og spurning, hvort þær hafa ekki þveröfug áhrif við það, sem til er ætlazt. Með þessu er að vísu bundið fé fyrir kaupsýslumönnum og fram- leiðendum í neyzluvöruiðnaðin- um og ættu þeir því að hafa minna fjármagn til vörukaupa. En ef vöruframboðið minnkar af þessum ástæðum vegna gjald- eyrisskortsins, sem það ætti að | gera, eykst eftirspurn eftir vör- i unum að sama skapi, og er þeim I því í lófa lagið að hækka álagn- ingu sína og þar með tekjur og þannig afla sér fjár á ný, i stað þess, sem fest var fyrir þeim. En þessar ráðstafanir eru einnig látnar ná til útflutningsframleið- . endanna, beint og óbeint. Það er dregið úr útlánum til þeirra á ýfnsan hátt, og þeir verða að binda fé í sámbandi við kaup á þörfum sínum alveg eins og þeir, sem ekki afla gjald.eyris. Auk þess hafa svo til allir þeir, sem selja útflutningsframleiðendum vörur og þjónustu gert kröfur um staðgreiðslu. Þannig er nú ekki lengur hægt að fá olíur, benzín, byggingarefni eða aðrar vörur nema gegn staðgreiðslu. Sama er að segja um ýmsa þjón- ustu, svo sem viðgerðir á skip- um, fiskvinnslustöðvum, veiðar- færum og öllum áhöldum og tækjum, sem útflutningsfram- leiðslan þarf á að haida, að hún fæst nú ekki lengur, nema gegn staðgreiðslu. Tímabilið, sem út- flutningsframleiðslan bindur fjár magnið, frá því að fjármagmð ! verður að leggjast fram til und- irbúnings framleiðslunni, þar til það kemur til þaka, er yfirleitt 1Vz—2 ár og stundum meir. Stofn kostnaður fiskiskipa, fiskvinnslu- stöðva, veiðarfæra og annarra tækja er orðinn svo stór, að fáir munu trúa, sem ekki þekkja til. Þegar svo tekjurnar eru oftast of lágar til að mætá rekstrar- kostnaðinum, þegar þær loksins koma, geta allir séð, að útvegs- menn hafa ekki lengur mögu- leika til þess að starfa. I SJÁVARÚTVEGS- FRAMLEÍÐSLAN ER, AÐ STÖDVAST Enda er nú svo komið, að sjáv- arútvegsframleiðslan er algjör- lega að stöðvast, og verður ekki komizt hjá því að gera einhverj- ar ráðstafanir, sem bæta mjög verulega afkomumöguleika sjáv- arútvegsins, ekki aðeins vegna útvegsins sjálfs, heldur vegna þjóðarinnar í heild, til þess að forða frá dyrum stórkostlegri gjaldeyrisskorti en hingað til hef- ur þekkzt. ÞJÓÐIN VERDUR AÐ HÆTTA AÐ TAKA GJALDEYRIRINN AF ÞEIM SEM AFLA HANS, ’ Á RANGTSKRÁÐU GENGI Heppilegustu leiðina tel eg stóraukið gjaldeyrisfrelsi fyrir þá, sem afla gjaldeyrisins, eða réttláta gjaldeyrisskráningu. Þá á að afnema öll forréttindi um gjaldeyriskaup, þannig að það, sem einn fær, sé opið öll- um öðrum. Þá þarf enginn að nota milliliði frekar en honum sýnist og hver og einn verzlar, þar sem honum finnst hagstæð- ast. Tolla þarf að lækka mikið, sérstaklega hæstu verndartoli- tollana. Ríki og bæjarfélög eiga að draga úr fjárfestingu á meðan jafnvægi er að komast á. Ef þjóðin ber gæfu til að fara inn á þessar leiðir, verður hér áfram hagsæld, en ef hún ætlar að halda áfram að krefjast meira af sjávarútveginum en hann afl- ar og neita honum um allar leíð- réttingar, er kreppuástand og hallæri óumflýjanlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.