Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 4. des. 1955 1 GÖNGUMÁL VESTMANNAEYJA Frh .af bls. 26. keppni við. fiskibáta frá Eyjum með fjögurra manna áhöfn. í áætlunarferðurh strandferða- skipa ríkisins frá Norður- og Austurlandi um Vestmannaeyjar til Reykjavíkur er aldrei híkað við að taka vörur í skipin til Eyja, en allt annað viðhorf er um vörusendingar með nefndum skipum á leið til Austur- og Norðurlands. Mismunurinn er fólginn í þvi, að henti ekki að losa Eyjavörur, þegar skip koma að austan, koma vörurnar til Reykjavikur, en héðan eru hinar tíðustu ferðir til Eyja, og það Með skipum, sem geta beðið hentugs tækifæris til losunar. Öðru máli gegnir um vöru- sendingar frá Reykjavík til Eyja í skipum á austurleið, en Hekla og Esja fara venjulega hring- ferðix' kringum land. Sé þá ekki hægt að losa Eyjavörur, geta þær ient í þvælingi til mikils kostnað- ai' og óþæginda fyrir farmflytj- anda og stórbaga fyrir vörueig- endur. HAFIN AFGREIDSLA BÁTS Þegar það kom til í upphafi, að Skipaútgerðin tæki að sér af- greiðslu á báti í einkaeign til fastra áætlunarferða á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, var þannig ástatt, eins og enn er, að oft barst meira að af vör- um en eigin skip útgerðarinnar, í áætlunarsiglingum til Austur- og Norðurlands, gátu tekið, og voru þá auðvitað þær vörur, sem skemmst átti að senda og síðast átti að hlaða, vörur til Vest- mannaeyja, fremur skildar eftir en vörur til fjarliggjandi staða, því að allir geta skilið, að auð- veldara og ódýrara var, ef nauð- syn krafði, að leigja aukaskip með vörur til Vestmannaeyja en Austurlandshafna. Frá sjónarmiði almennings mun Skipaútgerðin þykja hafa haldið rétt á í þessu efni, en hitt er ljóst, að Vestmannaey- ingar gátu illa unað því, að þeirra vörur væru oft látnar sitja á hakanum og yrðu stund- um fyrir verulegum töfum af nefndri ástæðu. En þegar við þetta bættist, að oft þurfti að afgreiða farþegaskip Skipaút- gerðarinnar utan hafnar í Eyj- um með miklum tilkostnaði fyrir vörueigendur, ef skipin áttu ekki að fara óafgreidd fram hjá, þá var augljóst, að Skipaútgerðin yrði brátt að mestu dæmd úr leik um vöruflutning frá Reykja- vik til Eyja nema hún ætti sjálf eða hefði tök á ákveðnu flutn- ingaskipi, er gæti tryggt reglu- bundnar vörusendingar til Eyja ásamt afgreiðslu þar á hentugan og ódýran hátt. Samkvæmt framangreindu virt- ist því um það að velja, að Skipa- útgerðin sleppti að mestu úr sín- um höndum flutningi vara frá Reykjavík til Vestmannaeyja, og slíkt myndi hafa sætt gagnrýni, eða tæki að sér afgreiðslu á báti í einkaeign, sem bauðst til flutn- inga á nefndri leið. En með hinu síðar greinda mátti telja, að Skipaútgerðin styrkti heldur starfrækslu vöruafgreiðslu sinn- ar hér jafnhliða því að vera að- ili að því að veita Vestmanna- eyingum reglubundna og tíða vöruflutningaþjónustu, sem eftir atvikum mátti teljast þeim mjög hagstæð. Var því þessi síðar nefnda leið valin, og það gert fyrst og fremst miðað við hags- muni og þarfir Vestmannaeyinga sjálfra, en ekki hið gagnstæða. Ef hægt er að halda því fram, að Skipaútgerðin hafi fórnað ein- hverjum hagsmunum i þessu sambandi, þá var það gert fyrst og fremst til þess að auka hlut- deild Vestmannaeyinga í strand- ferðaþjónustu Skipaútgerðarinn- ar, og ættu því allir aðrir frem- ur en Vestmannaeyingar að geta deilt á útgerðina fyrir þetta. VAR ÓÞARFLEGA MIKLU FÓRNAÐ? í framhaldi af þessu kemur þó til álita, hvort Skipaútgerðin hafi eftirlátið Vestmannaeyjabátnum óþarflega miklar flutningatekjur til þess. að geta þó haldið honum í þjónustunni, og skal nú þetta nánar athugað. Samkv. farmskrám og reikn- ingum fyrir flutningabát Helga Benediktssonar, sem Skipaút- gerðin hefur afgreitt í Vest- mannaéyjasiglingum, skal með leyfi bátseiganda upplýst, að heildartekjur bátsins í nefndum siglingum á árinu 1954 virðast hata numið 493 þús. kr., þegar dregin hafa verið frá afföll af íarmgjöldum. Af þessari upphæð hefur báts- eigandi þurft að greiða 65 þús. kr. fyrir lestarvinnu og ca. 33 þús. í afgreiðsluþóknun og hafn- argjöld hér í Reykjavík. Verða þá eftir 395 þús. kr. til greiðslu lestarvinnu í Vestmannaeyjum og hafnargjalda þar og vegna alls annars útgerðarkostnaðar báts- ins. Þessar tekjur eiga að skiptast nokkurn veginn á 10 mánaða útgerð m/b Skaftfellings (60 br. tonn, 225 ha. vél), 1 mánaðar útgerð m/s Helga Helgasonar (188 tonn, 500 ha. vél) og 1 mán- aðar útgerð m/s Odds (245 tonn, 520 ha. vél). Bátarnir fóru í ein- um mánuði aðeins 4 ferðir, en annars aldrei minna en 6 ferðir á mánuði, og meðaltalið var 7 ferðir á mánuði eða 84 ferðir alls á árinu. | Ekki er undirrituðum kunnugt, hvort nefndir bátar höfðu aðrar tekjur en að ofan eru greindar, á meðan þeir skiptust á um um- rædda flutningaþjónustu á árinu | 1954, en ólíklegt er, að þær 'aukatekjur hafi verið miklar. Virðist því augljóst, að bát- ' arnir hafi verið starfræktir við mjög þröngan kost, og ætti bæj- arstjórinn í Vestmannaeyjum að geta fallizt á það, þar sem hann á siðastliðnu ári fyrir hönd Vest- mannaeyjakaupstaðar sótti um 360 þús. kr. ríkissjóðsstyrk fyrir miklu minni bát (m/b Baldur, 45 tonn, 132 ha. vél) til mjólkur- flutninga og annarra flutninga á yfirstandandi ári milli Þorláks- hafnar og Vestmannaeyja. Var þó gert ráð fyrir, að mjólkurflutn- ingabáturinn fengi auk ríkis- sjóðsstyrksins 200 kr. flutnings- gjald fyrir hvert tonn fluttrar mjólkur og mjólkurafurða, svo og flutningsgjald fyrir allar aðr- ar vörur og farþega. Samkvæmt þessu er það ljóst, að Skipaútgerðin mátti ekki kreppa mikíð að útgerð nefnds báts til þess að hann hrykki úr þjónustunni, a. m. k. undir um- sjón Skipaútgerðarinnar, en efa- laust hefði útgerðarmaðurinn getað fengið hátinn afgreiddan hjá öðrum. Á það skal bent, að útilokað er, að Skipaútgerðin hefði getað fengið og flutt með eigin skipum nema nokkurn hluta af þeim vörum til og frá Vestmannaeyj- um, sem fluttar voru með um- ræddum báti. Er varla hægt að búast við, að útgerðin hefði getað fengið nema svo sem þriðjung af flutningsmagninu og tilheyrandi tekjum fyrir sin eigin skip, en vafalaust er, að þessi tekjuöflun hefði kostað háværar kvartanir af hálfu Vestmannaeyinga út af töfum sendinga o. s. frv., og í öðru lagi kynnu tafir strand- ferðaskipd Skipaútgerðarinnar í Eyjum, vegna bindingar við vöruflutning þangað, t. d. með tilliti til farþegaflutnings frá Reykjavík til Austfjarða, að hafa etið upp hinar auknu tekjur. | í tölu farþega samkvæmt | skýrslunni eru ekki taldir far- þegar í fjölmennri skemmtiferð á vegum félags ,sem tók skip- ið á leigu. Bæjarstjórinn segir, að sam- kvæmt farmskrám Vestmanna- eyjahafnar hafi flutt vörumagn á vegum Skipaútgerðarinnar fca Reykjavík til Eyja á árinu 1954 verið alls 1822 tonn, en af bví magni hafi aðeins 167 tonn verið flutt með eigin skipum útgerð- arinnar fyrir 44 þús. kr. farm- gjald. Hitt (1655 tonn) hafi út- gerðin sent með bátum, er fengið hafi 430 þús. kr. farmgjald. Tölur I þessar virðast nærri réttu lagi, ■ en þar sem heildarmagn stykkja- . vöru fluttrar á vegum Skipaút-1 gerðarinnar til Eyja virðist sam-! kvæmt ofangreindri ársskýrslu hafa verið 2512 tonn, þá ætti það að sýna, að eigin skip Skipaút- gerðarinnar hafi flutt til Eyja 167 -f- 690 = 875 tonn af vörum á árinu 1954 auk pósts, farþega og farþegaflutnings. Svo var auð- | vitað sams konar flutningur með skipum útgerðarinnar frá Eyjum. Auðséð er, að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ætlar mönnum að skilja það svo, að öll þjónusta Skipaútgerðarinnar við Vest- mannaeyinga á árinu 1954 hafi verið í því fólgin að flytja 167 tonn af vörum frá Reykjavík, og svo segir hann orðrétt: ,,Og það kaldhæðnislega er, að 134 lestir af þessum vörum neyddist Skipaútgerðin beinlínis til að flytja með eigin skipum í 4 ferðum, þar sem báturinn var forfallaður og gat ekki að staðið, en vörurnar hlóðust upp í geymslum útgerðarinnar í Reykjavík.“ Óskiljanlegur skáldskapur er þetta hjá bæjarstjóranum, því að þær ferðir á árinu 1954, þegar strandferðaskip ríkisins fluttu mestar vörur frá Reykjavík til Eyja stóðu í eftirgreindu sam- bandi við ferðir báta H. B.: j Flutt tonn Bátur Ríkis- 6/3 Bátur H.B. 51 skip 18/3 Herðubreið .. 19 27/3 Bátur 47 21/4 38 22/4 og 29/4 Hekla 46 4/5 Bátur 20 7/5 2/7 og 10/5 Herðu- breið og Hekla Bátur 14 26 6/7 Herðubreið .. 21 7/7 Bátur 15 27/11 21 29/11 Herðubreið .. 11 SKÁLDSKAPUR BÆJARSTJÓRANS Samkvæmt skýrslu með aðal- reikningum Skipaútgerðarinnar fyrir árið 1954, er taiið, að strandferðaskip á vegum útgerð- arinnar hafi á því ári haft 217 viðkomur í Vestmannaeyjum og flutt farþega og stykkjavöru sem hér greinir: Tala Vörur farþega ísmál. Til Vestmannaeyja .. 1640 2512 Frá Vestmannaeyjum 1204 485 123 Lengsta bil á milli vörusend- inga á vegum Skipaútgerðarinn- ] ar frá Reykjavík til Eyja á árinu ( 1954 var 12 dagar, frá 6/3 tíl 18/3, | og á þeim tíma höfðu safnazt að- eins 19 tonn af vörum, sem sam- svarar meðalfarmi í bátum H. B. í 84 ferðum á sama ári. Að meiri vörur voru í bátnum, sem fór næst á undan og næst á eftir Herðubreið hinn 18/3, stafar trú- lega af því, að eigandi bátsins, sem er, eins og menn vita, einn helzti atvinnurekandi í Eyjum, hafi sjálfur hyllst til að senda sínar eigin vörur með eigin báti, en ekki verður Skipaútgerðin sakfelld í því sambandi. Skal nú spurt: Hvenær voru farnar þær 4 ferðir, sem safnað var til 134 tonnum vara með þeim hætti sem bæjarstjórinn talar um? ; MIDLUN ÞJÓNUSTU Á voru strjálbýla og fjöllótta eylandi norður við heimskaut er það eitt hið erfiðasta viðfangs- efni að skapa skilyrði til sam- gangna og halda uppi samgöng- um, svo að fólk hvarvetna á landinu geti lifað menningarlífi og unað hag sínum. Skipaútgerðin hefur erfiðu hlutverki að gegna á þessu sviði, þar sem óskir manna og þarfir eru víðast meiri en hægt er að uppfylla. Verður því að hafa þá' aðferð, sem venjuleg er, að skammta eftir því sem efni standa til og með tilliti til þjóð- arheildar og hagsmuna. En þó er torvelt að halda svo á málum, að menn verði ekki misjafnlega settir á þessu sviði sem öðrum. Þörf til samgangna hér á landi er af eðlilegum ástæðum mest bundin við Reykjavík, og er því líklegt, að það verði lengst af j þannig, að- þeir, sem skemmst! eiga að sækja til þess staðar,1 verði betur settir um samgöngur en hinir, sem fjær búa. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj- um telur til skuldar hjá Skipa- útgerðinni vegna skorts á þjón- ustu við Vestmannaeyinga. En mat bæjarstjórans er rangt í þessu tilliti, því að Skipaútgerð- in hefur í raun og veru á undan- fömum árum veitt Vestmanna- eyingum meiri og þeim hagstæð- ari þjónustu en nokkrum öðrum landsbúum utan Reykjavíkur. Skal í þessu sambandi á það bent, að samkvæmt ferðaskýrsl um fyrir árið 1954 eru taldar 217 skipakomur til Vestmannaeyja á vegum Skipaútgerðarinnar, en ekki nema 107 til ísafjarðar, 113 til Siglufjarðar, 85 til Akureyrar og 87 til Norðfjarðar. Til Hornafjarðar eru taldar 73 skipakomur á vegum Skipa- útgerðarinnar á sama ári, og eru talin flutt til hafnarinnar með þessum skipum, nær eingöngu með Herðubreið, 2372 tonn af vörum og frá höfninni 986 tonn eða samtals 3378 tonn, sem er 360 tonnum meira magn en talið er flutt á sama tíma með öllum áður greindum skipaferðum til og frá Vestmannaeyjum. Ættu þessar upplýsingar að kenna bæjarstjóranum í Vest- mannaeyjum að gæta hófs og til- lits til annarra í köfum til þeirr- ar þjónustu, sem Skipaútgerðin innir af hendi. Nú hafa Vestmannaeyingar á undanförnum árum haft mun meiri samgöngur á sjó en hér hafa sérstaklega verið gerðar að umræddu efni. Þannig hefur ann- ar flutningabátur en bátur H. B. árum saman haldið uppi sigling- um til vöruflutninga, oftast tvisv- ar í viku, milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, auk þess sem millilandaskipin koma þar oft. Enn fremur er mjólkurflutninga- bátnum, sem áður er minnzt á og hefur 250 þús. kr. ríkisstyrk á yfirstandandi ári, ætlað að fara daglega á virkum dögum til Þor- lákshafnar, og loks eru tíðar flugsamgöngur milli lands og Eyja. GRUNDVÖLLUR SKIPSBYGGINGARMÁLSINS Eftir atvikum er því alls ekki hægt að segja, að Vestmannaey- ingar búi nú við slæmar sam- göngur samanborið við mikinn fjölda annarra landsmanna, enda er það ekki af þeirri ástæðu, sem undirritaður hefur stungíð upp á því, að byggt verði sérstakt strandferðaskip fy.rir Vestmanna- eyjar. Ástæðan er sú, að þótt áður nefndir 3 bátar, sem nú annast flutninga vara til Eyja, veiti Eyjabúum að mörgu leyti hagstæða þjónustu, þá virðist engin trygging fyrir áframhald- andi starfrækslu þessara báta á núverandi grundvelli, og auk þess er meiri menningarbragur á því, að hin mikla fiskveiði- stöð, Vestmannaeyjar, hafi í þjónustu sinni traust og vel búið strandferðaskip til flutninga á umræddri leið. Má og gera ráð fyrir, að Vestmannaeyingar vilji gjarna greiða meira fyrir þjón- ustu slíks skips, enda yrði það væntanlega nauðsynlegt. Er talið nauðsynlegt að láta framanritað koma fram, þar sem bæjarstjóranum í Vestmannaeyj- um hefur orðið á sú reginskyssa að byggja alla sókn í umræddu skipsmáli Eyjamanna á órök- studdri og mjög ómaklegri ádeilu á Skipaútgerð ríkisins. En sann- leikurinn er sá, að væri nefnd ádeila á rökum reist, þá væri lítill grundvöllur fyrir því að útvega nýtt strandferðaskip fyrir Vestmannaeyjar. Vandinn værí þá leystur með því að sannfæra ríkisstjörn og Alþingi um það, hvað gera þyrfti, og myndu þá þessir aðilar væntanlega leggja fyrir Skipaútgerðina að breyta um stefnu. Guðjón F. Teitsson. Leciton er dásami. sap- an, sem til er. Froðan fíngerð, mjúk og ilmar yndislega. — Hreinsar prýðilega, er óvenju drjúg. Eg nota aðeins Leciton sápuna, sem heldur hörundinu ungu, mjúku og hraustlegu. LECITON HEILDSÖLUBIRGÐIR: I. Brynjólfsscin & Kvaran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.