Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 10
26 HORGllNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. des. 1955 SAMGÖNGUMÁL VESTMANNAEYJA BÆJASST3ÓKINN í Vest- mannaeyjum skrrfar í Morg- unblaðiS S. þ. m. grein undir fyrirsögninni „Þjónusta Skipa- útgerðar ríkisins við Vestmanna- eyinga“. Á grein þessi að fela í j sér svar við grein undirritaðs, sem birtist í Mbl. hinn 20. f. m. til andsvara opinberum árásum á Skipaútgerð ríkisins fyrir eftir- greind atriði: 1. Að Herðubreið utan áætl- wnur •frnni hjá Vestmanna- eyjum á leið til Reykjavíkur laust eftir hádegi laugardaginn 3. sept., en eina erindi skipsins til viðkomu í Eyjum í þetta sinn myndi hafa verið að losa 3 tonn af garðávöxtum með ókjara- kostnaði fyrir skip og móttak- endur samanborið við að senda vöruna á annan hátt, til neyzlu aðeins tveim dögum síðar. 2. Að Esja og Herðubreið í áætlunarferðum fóru fram hjá Eyjum á leið til Reykjavíkur 19. og 21. sept. af því að ófært var fyrir skipin inn í höfnina. Var þó Esja, áður en hún fór frá ÍEyjum, búin að bíða þar heila jnótt án nokkurrar afgreiðslu, af jþví að mótspyrna hefur verið gegn því á staðnum um nokk- urra ára bil að afgreiða með bát- um utan hafnar. En vera má, að sá árekstur, sem þarna átti sér stað, verði til þess að glæða skilning Eyjabúa á starfsskilyrð- ,um strandferðaskipa í víðtækum 'áætlunarsiglingum, og verði því auðveldara framvegis að fá af- greiðslu þessara skipa, a. m. k. afgreiðslu farþega og pósts, utan hafnargarða i VeStmannaeyjum, ef nauðsyn krefur. í áður nefndri grein undirrit- aðs í Mbl., var sýnt fram á það •með fullum rökum, að alls engin heilbrigð ástæða var fyrir ásök- unum þeim, sem bornar höfðu íverið fram af bæjarstjóranum í 'Vestmannaeyjum og fleiri aðilum á sama stað, út af nefndum skipaferðum í septembermánuði. Mun það og mála sannast, að þeim, sem stofnuðu til nefndrar ádeilu, þyki nú verr farið en heima setið, enda reynir ekki bæjarstjórinn í svargrein sinni að rökstyðja frekar ádeilu út af þessum atriðum, en slær þar út í aðra sálma. LEIÐRÉTTING Aðeins eitt þýðingarlítið atriði í grein undirritaðs hinn 20. f. m. hefur bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum getað bent á að væri ekki fullkomlega rétt, og er skylt að viðurkenna það. Sagt var, að Herðubreið hefði komið til Reykjavíkur kl. 24.00 laugardags- kvöldið 3. sept., og var þar byggt á dagbók starfsmanns í skrifstofu útgerðarinnar, sem hefur það hlutverk að skrifa daglega niður staðsetningar strandferðaskip- anna, Við nánari athugun reynd- ist samt þessi komutími byggður á áætlun um hádegi umræddan laugardag, en skipdð var við Vestmannáeyjar rétt eftir há- degið og átti með venjulegum ganghraða í góðu veðri að koma til Reykjavíkur á miðnætti. Eitt- hvað hefur samt tafið skipið svo að það kom ekki á ytri höfnina í Reykjavík fyrr en fcl. 01.45 og að bryggju kl. 02.00 aðfaranótt sunnudags. En í daglegu tali er það venjulegt, að menn telja, að kvöldið nái nú nokkuð fram yfir miðnætti, og í umræddu tilfelii hefur það verið athugað, að þrátt fyrir komutíma laust eftir mið- nætti, tóku skipverjar á Herðu- breið það gilt við launauppgjör, að sunnudagurinn 4. sept. teldist sem heill frídagur, einn af hin- um 4 umsömdu frídögum skips- manna á mánuði í heimahöfn. Meðal annars var því réttilega (.ekið tillit til þessa við ákvörð- in um það, hvort Herðubreið þkyldi hafa viðkomu í Eyjum íinn 3. sept., og haggast því bkki fyrri rök um þetta. Svar til bœjarstjóra Vestmannaeyja frá forstjóra Skipaútgerðar ríkisins ÍÆKTUN LANDS ÖG SAMGÖNGUR t Bæjarstjórinn í Vestmannaeyj- um kann því illa, að undirritaður skyldi í sambandi við flutninga- málin minna á skilyrði til auk- innar ræktunar í Eyjum. En það er nú svo, að ræktun landsins er nátengd flutningamálunum. Á síðastliðnu ári sótti bæjar- stjórn Vestmannaeyja til Alþing- is um 360 þús. kr. styrk úr ríkis- sjóði á árinu 1955 til útgerðar j báts til mjólkurflutninga frá Þor- , lákshöfn til Vestmannaeyja. Fell það í hlut undirritaðs að láta j Alþingi í té umsögn um mál j þetta, og er umsögnin prentuð sem fylgiskjal með nefndaráliti j samvinnunefndar samgöngumála dags. 13. des. 1954. Var þar á það bent, að mjólkurflutningar. á nefndri leið hlytu að verða! mjög kostnaðarsamir, raunveru- j legt flutningsgjald varla undir j 750 kr. á smál., og þó ekkcrt öryggi fyrir reglubundmim flutn- j ingum, enda er mjög viðsjárvert1 að láta lítinn bát kappsigla milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja á hverjum degi, í hvaða veðri sem er, allan vetUrinn. í nefndri álitsgerð til Alþingis leyfði því undirritaður sér að benda á, að mjólkurmál Vest- J mannaeyinga yrði vart leyst a' viðunandi hátt til frambúðar. með útgerð smábáts, er hafður J væri í flutningum milli Þorláks- I hafnar og Eyja, og mvndu önnur úrræði heppilegri. í framhaldi af þessu segir svo í álitsgerð- inni: -| „Samkvæmt skýrslum Pálma Einarssonar landnámsstjóra um ræktun og fullnýtingu jarða á Vestmannaeyjum voru þar á ár- inu 1940 320 kýr, en hafði fækk- ! að niður í 242 1951. Telur samt P. E. að hækka megi töluna aft- ur með aukinni ræktun, sem að- gengilegt er að framkvæma, upp í 370 án þess að kaupa hey ann- ars staðar frá. Sé hins vegar j keypt hey annars staðar frá og j allt eða mestallt ræktað land á Eyjum gert að beitilandi, er að, dómi P. E. iíklegt að hafa megi næga mjólk heima fyrir i Vest- j mannaevjum. Er líktegt, að þetta, verði réttari og heppilegri lausn j en að byggia á stopulum en mjög dýrum aðflutningi mjólkur með báti frá Þoriákshöfn árið um kring. Þá ska] þess að lokuraa getið,! að það er sfcoðun undirritaðs, að j Vestma nnaeyjar þurfí að eignast sitt eigið strandferðaskiQ, ca. 400 smál. að stærð, með notategu far- þegarúmi, og yrði skipið í för- j um a. m. k. tvisvar í viku milli, Vestmannaevja og Reykiavíkur,' en þess á milli gæti það farið til Þorlákshafnar, þegar veður levfði. Skioið yrði að hafa næga I kæligeymslu fyrir mjólk, og mætti væntanlega með þessu móti komast, nokkuð áleiðis varð- andi það að sjá Vestmannaey- ingum fyrir næpri. póðri nevzlu- miólk, meðan hún fellur ekki til frá kúabúum í Evjum.“ Eftir þetta er í nefndri álits- gerð bent á, að starfsgnmdvöllur hins nýja strandferðaskips Vest- mannaevja vrði að vera sá að levsa af hólmi þá 3 báta (fiski- báta), sem nú annast að mestu flutninga á milli Vestmannaeyja annars vegar og Reykjavíkur og Þorlákshafnar hins vegar. Þess skal getið, að í áður- nefndri áætlun landnámsstjóra ríkisins frá 1952 um aukna rækt- un á Evium og fiölgun kúa í því sambandi, er ekki reiknað með ræktun hinna víðlendu, gróður- lausu mela á leiðinni úr kaup- staðnum út á Stórhöfða. En þó hefur landnámsstjóri áður (1925) einnig gert áætlun um ræktun þessara mela, og var í þeirri áætlun gert ráð fyrir, að ræktan- legt land á Eyjum með tílliti til mjólkurframleiðslu myndi vera 520 hektarar eða til heyöflunar og beitar f.yrir 520 kýr. Það land, sem reiknað var með , í þessari gömlu áætlun, befur) samt frá því hún var gerð verið skert með flugvallargerð, hafn-1 armannvirkjum og húsabygging- um. Þó er enn, eins og hin síðari ræktunaráætlun sýnir, mikið óræktað land á Eyjum og vænt- J anlega skilyrði til að.fjölga kúm þar um allt að 200, en hvort það borgar sig með tilliti til kostn-, aðar og annarrar framleiðslu ( verður matsatriði, Hins vegar er j óþarft af bæjarstjóranum að láta' eins og allt ræktanlegt land sé farið í hafnargerðina. HAFNARGJÖLDIN í fyrrnefndri grein undirritaðs í Mbl. var á það bent, að í ná- grannalöndunum tíðkaðist, að skip starfrækt á likum grund- velli og strandferðaskíp Skipa- útgerðarinnar, væru ýmist und- anþegin hafnargjöldum eða nytu mikilla vilkjara á því sviði. En frá því sjónarmiði var, sýnt fram á, að haínargjöld til Vestmanna- eyjahafnar fyrir strandferðaskip Skipaútgerðarinnar, væru mjög óeðlilega há. Skal það rifjað upp hér, að hversu oft sem nefnd skip koma til Eyja á ári, eru þau í hvert sinn krafin um hafnargjöld sem hér greinir: Hekla kr. 1651.00, Esja kr. 1577.50 og Herðubreið kr. 601.00. Svo dæmi sé nefnt, þarf hið fyrst nefnda skip sam- kvæmt þessu fargjöld fyrir 26 íarþega á 2. farrými milli Reykja- víkur og Eyja, aðeins til þess að greiða hafnargjöldin í Eyjum. En auðvitað eiga þessi fargjöld einn- ig að greiða sína hlutdeild í hafn- argjöldum í Reykjavík og í út- gerðarkostnaði skipsins sjálfs. Á Akureyri er hafnarreglu- gerðin þannig, að strandferða- skip greiða ekki lestargjald oftar en 10 sinnum á ári. Komi þau oftar til hafnarinnar, eru þau undanþegin lestargjaldi. En í Vestmannaeyjum þarf Herðu- breið t. d. að greiða áður greind hafnargjöld í meira en 50 skipti og Esja og Hekla samtals í ca. 60 skipti á ári miðað við ferða- áætlun yfirstandandi árs. Ekki skal dregið í efa, að Vest- mannaeyjahöfn þurfi á öllum þeim tekjum að halda, sem fá- amlegar eru samkvæmt hafnar- reglugerðinni, meðaí annars frá strandlerðaskipum ríkisins. En hitt er annað mál, að ekki getur talizt réttlátt, að útgerð strand- ferðaskipanna fái óorð af rekst- urshalla fyrir það að greiða Vest- mannaeyjahöín tiltölulega miklu meiri haínargjöld en greidd eru fyrir nokkur önnur aðkomuskip. AthygJisvert er það, að bæjar- stjórinn í Vestmannaeyjum legg- m áberzlu á, að 100% hækkun haínsögugjaldanna í apríl 1953, sem staðiö höfðu aðeins frá apríl 1950. hafi eángöngu verið ákveð- in vegna hækkunar á rekstrar- kostnaði. Hafa þó hafnsögumenn- irnir haft sama lélega bátinn all- an timann. í þessu sambandi skal bent á, að heíðu flutningsgjöld strand- ferðaskipanna fyrir farþega og stykkjavarning verið hækkuð um 100% frá því á árinu 1950, með sömu aðstöðu eins og Vestmanna- eyjahöín hafði til þess að halda viðskiptum, þrátt fyrir hækkun tekjuöflunargjalds, þá hefði orðið hagnaður en ekki tap á starfrækslu strandferðaskipanna bæði árin 1953 og 1954. Hið opinbera hefur hins vegar aldrei ætlað sér að starfrækja strandferðirnar með hagnaði fremur en vegagerð og vegavið- hald, en til þeirra framkvæmda greiddi ríkið nærri 51 millj. kr. á árinu 1953 og nærri 54 millj. ki'. á árinu 1954. VILL FÁ AB HALDA UPPI ÓRÖKSTUDDUM ÁSOKUNUM í fyrrnefndri grein undirritaðs í MJol. var af ríku tilefni á það bent, að órökstuddar ásakanir gegn Skipaútgerð ríkisins gætu ekki orðið því málefni til fram- dráttar, að Vestmannaeyingar fengju sérstakt, herrtugt strand- ferðaskip til sinna þarfa. Þetta kallar. bæjarstjórinn í Vest- mannaeyjum „lágkúrulega hót- un“. Með öðrum orðum, bæjar- stjórinn vOl óátalið fá að halda uppi órökstuddum ásökunum gegn Skipaútgerðinni í þeim ímyndaða tilgangi að þjóna nefndu málefni. Og þegar undir- ritaður hefur hrakið svo fyrir bæjarstjóranum hina fyrstu ádeilu, að þar stendur ekkert. eftir, þá fitjar hann upp á nýjan leik á sama hátt og áður. Er þá komið að því eina atriði í grein bæjarstjórans í Mbl. 3. þ. m., sem eftir er að svara: AFGREBOSLA Á BÁTI HELGA BENEDIKTSSONAR Bæjarstjórinn ásakar Skipa- útgerðina fyrir það að hafa veitt afgreiðsluskjól fjorir bát í einka- eign, sem verið hefur í nokkurn veginn reglubundnum áætlunar- siglingum tvisvar í viku milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um nokkurra ára skeið. Eigandi bát3 þessa er Helgi Benediktsson útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, og mun lengi hafa verið erfitt sambýli hans og bæjar- stjórans, en engan hlut á Skipa- útgerðin í því né er henni það viðkomandi. Með afgreiðslu nefnds báts lætur bæjarstjórinn í ljós, að Skipaútgerðin svipti Vestmanna- eyinga hagræði af því að njóta flutningsrúms í strandferðaskip- um rtkisins, og með þessu auki útgerðin líka reksturshalla nefndra skipa, sem Vestmanna- eyingar verði að greiða sem aðr- ir landsmenn. Eru þetta vissu- lega atriði, sem vert er að svara, og verður það varla betur gert en með því að birta eftirfarandi útdrátt úr skýrslu til fjárveit- inganefndar Alþingis dags. 26. íebr. 1955, bls. 20—22: „Vér gerum því ekki j'áð fyrir, að háttvirtu Alþingi þyki rétt að draga úr kostnaði við umræddar strandferðir á þann hátt að fækka skipum eða rýra þjónustuna. Þvert á móti" teljum vér, að stefnt verði að því að fjölga strandferðaskipum ríkisins og tryggja þar með betur og bæta þjónustuna. Þá teljum vér, að keppt verði að því að aðskilja farþega- og vöruflutninga frekar en nú til samræmis við kröfur tímans um aukinn hraða í flutn- ingi farþega. Veldur það vaxandi óánægju, að farþegaskipin téfjist verulega við vöruafgreiðslu á höfnum, en til þess þó að tefja skipin sem allra minnst, er yfir- leitt knúin fram afgreiðsla skip- anna á nótt sem degi, á helgum dögum sem virkum, eftir að ferð er hafin. Er þetta ekki nauðsyn- legt eingöngu vegna farþega- flutningsins helaur einnig til þess að gera strandsiglingar yfir- leitt mögulegar, þar eð afköst strandferðaskipa yrðu lítil, ef einungis ætti að afgreiða þau í 8 stunda dagvinnu á virkum dog- um. Er ekki því að leyna, að síðast nefnt er mjög mikið vandamál í sambandi við strandferðirnar og eykur gífurlega vinnukostnaðinn við þær. Næturafgreiðsla strandferða- skipanna kemur af ýmsum ástæð- um dálítið misjafnt niður, en vegna aukakostnaðar við slíka afgreiðslu, fer ekki hjá því, að strandferðaskipin fari á mis við viðskipti, einkum við hinar stærri hafnir, ef vörueigendur hafa önn- ur úrræði til sendingar. En eng- inn gæti starfrækt strandferóa- skipin án þess að eiga jafnt við þetta vandamál að glíma. Vér viljum í þessu sambandi geta þess, að vegna fjölbýlis og nálægðar við Reykjavík, er vart um það að ræða, að Vestmanna- eyingar sætti sig við það að taka verulegt magn varnings með strandíerðaskipum til Eyja upp á annað en afgreiða skipin við bryggju í dagvinnu. En þetta samfara því, að oft er óvissa um að komast inn á innri höfn í Vest- mannaeyjum, og fá þar bryggju- rúm á vertíð áð vetrinum, orsak- ar það, að óheppilegt er að skuld- binda farþegaskipin Esju og Heklu til vöruafgreiðslu í Vest- mannaeyjum á leið til og frá Austurlandi, e. t. V. með fjölda farþega. Herðubreið annar hins vegar varla hlutverki sínu að flytja vörur til smáhafnanna a Austurlandi, og getur hún ekki að jafnaði bætt við sig vöru- flutningum til Eyja. Niðurstaðan er því sú, að tveir mótorbátar í einkaeign flytja svo að segja all- ar vörur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en taka sama flutningsgjald og gildir fyrir flutning með strandferðaskipum ríkisins allt í kringum land. Skil- yrði til farþegaflutnings eru ekki í nefndum bátum, og nothæfni og öryggi til vöruflutnings ekki sambærilegt við strandferðaskip ríkisins. Er því spurningin, hvort ekki væri rétt, að ríkið léti byggja sérstakt strandferðaskip fyrir Vestmannaeyjar, sem heppi- legt væri að hafa jafnhliða til uppbótar flutningaþjónustu á öðrum leiðum og til vara.“ Hér er enn á ný af hálfu Skipa- útgerðarinnar í skýrslu til Al- þingis minnt á nýtt strandferða- skip sérstaklega miðað við þarf- ir Vestmannaeyinga og þjónustu við þá, og skal nú spurt: Getur nokkur álitið, að forstjóri Skipa- útgerðarinnar hafi ótilkvaddur farið að reifa þetta mál í skýrsl- um til Alþingis af áhuga fyrir útgerð á flutningabáti Helga Benediktssonar? Varla mun nokkur geta litið svo á. En þá vaknar önnur spurning: Er það trúlegt, að forstjóri Skipa- útgerðarinnar geri sig sekan um svo vanhugsað atferli að biðja um sérstakt strandferðaskip fyrir Vestmannaeyjar, gert út af Skipaútgerðinni eða öðrum, tit þess að taka frá núverandi strandferðaskipum verkefni, sem aðgengilegt væri fyrir þau að fá til þess að auka tekjur skipanna, án þess að strandferðaþjónusta við Vestmannaeyinga eða aðra landsmenn biði tilfinnanlegan hnekki? Skal þetta atriði nánar rætt hér á eftir. SÉRSTAKAR EYJAFERDIR NÚVERANDI RÍKISSKIPA I Kunnugt er, að Strandferða- skipin Herðubreið og Skjaldbreið eru svo upptekin í Uutningum til og frá smáhöfnum á Austur-, Vestur- og Norðurtandi, að ófor- svaranlegt mætti telja að rýra verulega þjónustu þessara skipa við fólk í nefndum landshlutum með því að láta skipin taka upp sérstakar Vestmannaeyjaferðir. Er þetta sagt með tilliti til þess, að Vestmannaeyingar hafa nú að öllu saman lögðu mun tíðari sam- göngur á sjó, til hvers konar flutninga, en það fólk, sem aðal- lega býr að þjónustu Herðubreið- ( ar og Skjaldbreiðar. • Sérstakar, tíðar Vestmanna- eyjaferðir Heklu og Esju gætu ! heldur ekki komið til greina með tiiliti til kostnaðar, enda myndi það koma á daginn, að Vest- mannaeyingar sjálfir myndu telja sér hentugra að fá mest af sínum vörum með ódýrari skip- um, sem aldrei væru afgreidd nema við bryggju og í dagvinnu ' eftir hentugleikum, miðað við aðrar þýðingarmiklar athafnir í höfninni. j Myndi og verða skrítin útkoma á því að láta Heklu og Esju, með 36—40 manna áhöfn hvort skip, sigla án sérleyfis, í reyndinni að- allega til vönuflutninga, milli Reykjavíkur og Eyja í sam- ! Frh. á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.