Morgunblaðið - 08.12.1955, Page 4
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. des. 1955 j
Krtsfmann
Gubmundsson:
BÓKMENNTIR
„Kristín Lafransdóttir",
Eftir Sigrid Undset.
Helgi Hjörvar og Arnheiðu
Sigurðardóttir þýddu,
Bókaútgáfan Setberg.
„KRISTIN Lavransdatter“ er eitt
«f öndvegisverkum heimsbók-
tnenntanna og eitt af allra veiga-
mestu skáldverkum í bókmennt-
um Noirðurlanda. Það er því
næsta furðulegt að sagan skuli
ekki hafa komið út á íslenzku
íyrir löngu, og ástæða til að
gleðjast yfir því að útgáfa henn-
ar skuli nu loks vera hafin.
Fyrsta bindi hennar: „Kransinn“
er komið út í smekklegri og
vandaðri útgáfu hjá SetbergL
Mikils er um vert að þýðing
elíkrar skáldsögu sé vel gerð, og
það er auðséð að þýðendur, Helgi
Hjörvar og Arnheiður Sigurðar-
dóttir, hafa viljað vanda verk
eitt. En vandi mikill er að þýða
Sigrid Undsted svo í lagi sé, og
l>ví er ekki að leyna, að þessi
útlegging er af nokkrum vanefn-
um gerð. Stílblæ höfundar er
ekki náð nema endrum og eins,
og hin myndauðga, ritríka og
blæbrigðaskreytta frásögn Sig-
ridar hefur látið allrnikið ásjá,
þegar þýðendumir eru búnir að
snara henni yfir á íslenzkt mál.
Eigi að síður er nóg eftir til þess
að gera bókina vel þess verða,
að hún sé lesin af öllum þeim,
sem góðum bókmenntum unna.
Þýðendur rita yfirleitt go,tt og
liíandi mál, þótt þeir nái ekki
töfrum höf.
Sagan gerist í Noregi á
fjórtándu öld og aðalpersónan,
Kristin Lavransdóttir, (hvers-
vegna þýð breytir því i Lafranz-
clóttir skil ég ekki!) er bónda-
dóttir af göfugum ættum og seg-
ir höf. sögu hennar frá vöggu
til grafar, Önnur aðalpersóna er
Erlendujr' Nikulásson, — karl-
maðurinn sem allar konur dreym
ir um að hitta. Báðar þessar
persónur eru gerðar af óviðjafn-
anlegri snilld og kunnáttu. Auk
jþeirra er mikill fjöldi auka-
persóna í bókinni, nálega allar
meistaralega gerðar, en af þeim
verður faðir Kristínar, Lavrans,
lesandanum einna minnisstæðast
ur. — Atburðalýsingar og um-
hverfislýsingar eru einnig gerð-
ar af mikilli snilld. Höf. á þá
galdragáfu að geta látið lesand-
ann sjá og skynja lit og ilm þess
er hún lýsir, og hin dramatiska
kyngi frásagnarinnar er slík, að
hún minnir einatt á hið bezta í
íslendingasögum, — enda hefur
Sigrid Undset lært mjög mikið
af þeim. (Hún las þær á frum-
málinu og þýddi að minnsta kosti
eina þeirra á norsku). Þá er
bygging og þróun sögunnar stór-
virki út af fyrir sig, og efnis-
meðferðin öll aðdáunarverð. •—
Sálfræðileg þekking höf. er lýta-
laus, en þó er henni stundum
stakkur skorinn; mannþekking
aftur á móti afar glögg og dreg-
ur hún úr þeim sálfræðilegu
gloppum, sem má finna á stöku
stað í þróun persónanna.
Þetta er, eins og áður getur,'
fyrsta bindi þessarar miklu skáld
sögu. Meginefni þess er kynning
og fyrstu ástir Kristínar og
Erlends Nikulássonar, en utan
um þær hefur höf. skapað heil-
an heim, fullan af bráðlifandí
persónum í skírt motuðu um-,
hverfi. Skáldinu hefur einnig
tekizt að leggja yfir allt þetta
blæ horfinnar aldar á sannfær-:
andi hátt. Og •— það sem mest
er um vert —. allir hmir fjöl-
mörgu þættir verksins eru í
fullkomnu listrænu samræmi og
safnast að einu marki í voldug-
an samhljóm, er aldrei gleymist
þeim sem eitt sinn skynjar hann. j
Albert Schweitzer.
Eftír Sigurbjörn Einarsson.
Bókaútgáfan Setberg.
HVER sá, er hneigist til ofmetn-
aðar, ætti að kynna sér líf og
raunar allir menn, hverrar artar^eirra miklu kunnastur. Enginn
starf Alberts Schweitzers, _ ognúlifandi maður er nafntogaðri
sem þeir eru! Þessi heimskunnien Albert Schweitzer. Hann hef-
hljómiistarmaður og læknir er
éitt af furðulegustu, en jafn-
framt huggunarríkustu fyrirbæn
um vorra tíma.. Þegar hann var
hálfþrítugur var hann búinn að
öðlast hæztu lærdómsgráður í
heimspeki og guðfræðL Fáum
árum síðar var hann orðiiin
heimskunnur. fyrir vísindaleg af-
rek á tveimur svo ólíkum svið-
um sem tónfræði og guðfræði,
en var auk þess talinn í flokki
mestu snillinga í orgelLeik. Þetta
hefði sjálfsagt verið af ýmsum
talið ærið lífsstarf, en ekki mun
Schweitzer hafa talið það nægja,
því þrítugur að aldri tók hann
að nema læknisfræði. Og í hvaða
tilgangi? — Til þess að gerast
læknir aumustu og fátækustu
negranna á Mið-Afríku. Hjá þeim
hefur hann lengst af dvalið um
hálfrar aldar skeið og fórnað
þeim ævistarfi sínu og kröftum.
Um þennan mikilfenglega
mann hafa margar bækur verið
skrifaðar og nú hefur Sigurbjöm
Einarsson ritað ævisögu hans á
íslenzku og tekizt það með ágæt-
um. í inngangi bókar sinnar seg-
ir höf. svo um Schweitzer:
„Hann er engan veginn eini
maðurinn, sem hefur fómað lífi
sínu fyrir fjarlæga lýði eða ná-
læg raunabörn á svipaðan veg
eða annan hátt. En hann er
ur getið sér heimsfrægð sem
guðfræðingur, heimspeliingur og
orgelsni’lingur. — Mörg merki
æðstu virðingar hefur nann hlot-
ið, Aðdáunin þarf ekki í sjálfu
sér að sanna ágæti mannsins.
Stjörnurnar með haiami, sem
mest er talað um, meðan þær
fara hjá, eru ekki varanlegar á
festingunni. En aðdáunin á Albert
Schweitzer er af sterkari toga
spunnin. en manndýrkun gerist.
Hún er í rauninni lotaing fyrir
þ.ví, sem er æðra og háleitara en
nokkur maður eða mannaverk.
Lífsstarf hans og sú hugsun sem
það er sprottið af, er þess eðlis,
að menn sjá þar bjarma fyrir
því æðsta, sem þeim er auðið að
skynja, því fegursta og helgasta,
sem þeir geta þráð. Yfir því er
endurskin frá Kristi“.
Betur og réttar verður þetta
naumast sagt. Líf Schweitzers er
einmitt stórfengleg og fögur fyr-
irmynd, er leiðir hugann að sjálf-
um mei8taranum írá Nasaret.
Ævisagan er prýðilega saman
tekín og höf. hefur giöggt augai
fyrir eKki einu(igis mikilleika
þessa sjaldgæfa manns, heldur
einnig því ævintýralega í lífi
hans. Frásögnin öll er létt og
lipur, á góðu máli, og því hin
skemmtiiegasta aflestrar. Bókin
Framhald á bls. 28
Viljið þér gera mér þann greiða að geyma þennan pakka í
geymsluhólfi bankans?
Jörundur á tilraunaveiðar
á síldarmiðum sunnanlands
Togariim leggur af stað beimleiðis
um næstu helgi og byrjar þegar
veiðamar með þýzku flotvörpunni
FYRDBtHUGAÐ er að togarinn Jörundur frá Akureyri stundl
síldveiaar í tilraunaskyni hér við suðvesturströndina nú í vetur,
— Mun togarinn nota þýzka flotvörpu við veiðarnar af sömu
gerð og hann hefir nú í tvo vetur notað við síldveiðar í Norðursjó.
Svo sem kunnugt er hefir tog-
arinn Jörundur, eign Guðmund-
ar Jörundssonar útgerðarmanns
á Akureyri, stundað síldveiðar í
Norðursjó nú í tvo undanfarna
vetur. Standa veiðar þessar frá
því í september og fram í des-
ember. Hefir togaranum gengið
veiðar þessar vel báða veturna.
Hann er nú um þessar mundir
að hætta veiðunum í Norðursjó
og mun sennilega leggja af stað
frá Þýzkalandi um næstu helgs,
BYRJAR TTLRAUNIRNAR
Á HEIMLEIÐ
Gert er ráð fyrir, að öllu for-
fallalausu, að togarinn hefj:
tilraunaveiðarnar með þýzku
flotvörpuna á leið sinni hingað
til lands, er hann kemur á síld-
armiðin hér við suðvesturströnd-
ina. Guðmundur Jörundsson
dvelur nú í Þýzkalandi og fylg-
ist með búnaði sltips síns heim
á leið.
BTLADUR, öxull
Samkvæmt reglum Lloyds á að
öxuldraga skip á 3ja ára fresti,
Fyrir skömmu fór öxulskoðun
fram á Jörundi úti í Hamborg
og kom þá í Ijós að skipta þurfti
um öxul vegna þess að sá gamli
var sprunr'inu. Orsakaði þetta
hálfsmánaðar töf fyrir togarann
og getur hann af þeim sökum
ekki lagt af stað heimleiðis fyrr
en um næstu helgi, sem fyrr
segir.
ÖTULL SKIPSTJÓRI
Skinstjóri á Jörundi er Sigur-
jón Einarsson frá Hafnarfirði.
Hefir hann stjórnað skipinu á
báðum Norðursjávarvertíðunum
og verið happasæll. Hann mun
og vera vel kunnugur síldarmið-
unum hér við Suðvesturland.
Veiðitilraunir þessar eru að
einhverju leyti styrktar af opin-
berum aðilum og e. t. v. fleirum.
B16m!@il starf skáta
AKRANESI, 1. des. — f Skátafé-
lagi Akraness eru nú 250 manns,
og starfar það í 5 sveitum og 18
flokkum. — Væringjar úr Revkja
vík stuðluðu að stofnun skátafé-
laes drengja hér árið 1926. Var
Jón Hallerímsson verzlunarmað-
ur fvrsti félapsforinginn og starf-
aði fyrir félaeið til dauðadags. —■
Þá var kvenskátafélag stofnac!
hér af Svövu Þorleifsdóttur skóla
stjóra 1928. En fvrir þremur ár-
um voru þessi félög sameinuð í
eitt. Formaður þess er hinn ötuli
kennari Fans Jöreensson. Á fé-
laeið tvö hús: skátahúsið Kirkju-
braut 29 og Skátafell. sem stend-
ur við rætur Akraf jalls.
Lengi býr að fvrstu gerð, má
segja, því að allir beir, sem voru
stofnendur nð bínum tveimur fé-
löeum, eru hinir sömu og sam-
einuðu þau í eitt félag fyrir þrem
ur árum, eins og fyrr segir. — O.