Morgunblaðið - 08.12.1955, Síða 13

Morgunblaðið - 08.12.1955, Síða 13
Fimmtudagur 8. des. 1955 MORGVTSBLAÐIÐ 29 Hugleiðingar laxveiðinrta nns Nýja lax- og silungsveiðilöggjöfin og eldi lax- og silungsseyða ÞEGAR ég las greinina í Vísi 23. okt. s. 1. um Klak- og eldis- stöðiná við Elliðaárnar, komu mér í hug gamlar og nýjar bol i- leggingar um, á hvern hátt au.ra msctti stofn verðmesta fisksin ; sem landið á. Þjóðin er nú á síðustu tímum orðin svo vön stórfelldum tekjum á flestum sviðum, að það er lítið hugsað um smámunina, og það má segja, að lax og göngusilungs- veiðin sé ekki stór hluti þjóðar- teknanna. En hinn þjóðkunni af- hurða gáfumaður og skáld Einar Benediktsson leit þó öðrum aug- um á þetta mál á sínum tíma og hélt þvi fram að auka mætti stofn þcrsara fiska stórum, og þá um leið veiði þeirra til hagsbóta fyr- ir bændur og búalið og þjóðar- heildina alla. Á þeim tíma var það álit vís- indamanna að auka mætti stofn- inn með klaki, á þann hátt, að taka iifandi fisk úr ánum áður en hryggning fer fram og fram- kvæma frjóvgunina af manns- höndinni og lata svo hrognin þroskast undir eftirliti mannsins, þar til seiðin kæmu út og sleppa þeim ekki í árnar fyrr en um það leyti sem kviðpokinn væri að tæmast. Þeir héldu því fram að með þessu móti kæmust miklu fleiri seiði lífs af en 1 hinu náttúrlega klaxi fisksins í ánum. En eftir áratuga rannsóknir á þessu sviði, í fjölda mörgum lönd um, eru menn nú komnir að þeirri niðurstöðu, að þetta ber ekki þann árangur sem vonir stóðu til, og ber ýmislegt til þess, sem of langt mál yrði í þessari grein, ef upp yrði talið og skil- greint sem þyrfti. Með þessum rannsóknum hafa hinir sömu vís indamenn komist að þeirri niður- stöðu og færa fyrir henni mjög auðskilin rök, að það sem eigi og þurfi að gera sé að ala seiðin upp í allt að sjávargöngustærð, og þá að sleppa þeim í árnar. Það undrar marga, sem um þessi mál hugsa, sinnuleysi það sem ríkir meðal þeirra bænda sem hiut eiga hér að máli. En því miður er ástæðan augljós, Síðan flestar eða allar bergvatns- árnar eru nú leigðar stangaveiði- mönnum, sem gefur viðkomandi bændum árvissari og meiri tekj- ur en tekjur þeirra gætu orðið með þeim veiðitækjum og veiði- heimildum, sem lög leyfa, þá virðast þeir ánægðir og skifta sér lítið eða ekki af, þó félögum þeirra, bændunum við ósasvæðin, hafi lánast, s-ðan lögin 1932 voru samin, að færa út kvíarnar langt um fram það sem hin stórmerku lög á þeim tíma ætluðust til. Enda sjást ótvíræð merki þess á ýms- an hátt, að stofninn er að rýrna á allan hátt, bæði smækkandi og fækkandi, hvort tveggja af eðli- legum ástæðum, í þeim berg- vatnsám, sem renna í jökulár þar sem netjaveiði er stunduð. Nú liggur fyrir Alþingi nýtt lagafrumvarp um breytingu á á- kvæðum laga um lax- og silungs veiði frá 1932. Ég hefi lesið þetta (laga)frumvarp með athygli, en það er langt og margs að gæta. Það er ekki nokkur vafi, að margt í því er til stór bóta frá því sem áður var, og augljóst er að nefnd sú, sem skipuð var til samnings frumvarpsins, hefur gert sitt ýtr- asta til að sigla milli skers og báru, þannig að halla ekki of á þennan hefðbundna rétt ósa- bænda, vitandi þó að fiskstofn- inum er þar fyrst og fremst hætta búinn. Vonandi væri, að Alþingi at- hugaði þetta mál algjörlega hlut- laust, án tillits til hagsmuna ein- stakra kjósenda. Alþingi hefur áður, til heilla, tekið ákvörðun um hliðstætt mál, landhe!: ismál- ið, þar sem mun miklu fleiri ein- staklingar urðu fyrir stórfelldu atvinnutjóni, eða allir þeir mörgu smærri vélbátar sem hsetta urðu atvinnumöguleikum sínum við dragnótaveiðina og :m gaf þjóðarbúinu tugmilljónir kvóna í tekjur á ári, en sem gjör- sa: úega þurrkaðist út og varð til stót tjóns fyrir þessa bátastærð. Hér er um að ræða milli 50 og 60 báta, svo það er ekki lítill hluti af framleiðslutækjum þjóðarinn- ar sem um er að ræða. — En þegar almenningsheill krefst einhvers, þá verða hik- laust hagsmunir nokkurra ein- staklinga að víkja. En þó ÖU neta og ádráttarveiði yrði bönn- uð, sem verður fyrr eða síðar, þá er ekki eins og ósabændur yrðu sviftir öllum tekjum, þeir fengju auðvitað sinn skerf af þeim arði sem laxastofninn gæfi. Samanber jarðirnar Laxamýri í Þingeyjar- sýslu, Þingeyrar í Húnaþingi og fleiri. Ef Alþingi, sem nú situr og kem ur til með að athuga hið nýja frumvarp um lax- og silungsveiði, telur að þörf sé á að viðhalda og auka stofn þessarra fiska, til hags bóta fyrir þióðarheildina, þá er full ástæða til þess að endurskoða frumvarp milliþinganefndarinnar sem því miður hefur verið feim- in við að segja hug sinn allan í þessu merka máli. Annað er einnig mjög athyglis vert, á þessum verulegu styrkja tímum, að ekki er gert ráð fyrir einum einasta eyri til styrktar Klaki eða eldi á laxa- og göngu- silungsveiðum, í fjárlagafrum- varpi því, sem nú liggur fyrir Al- þingi. Það er góðra gjalda vert, að styrkja þá sem verða fyrir tjóni, meðan þjóðfélagið hefur tök á slíkum styrkjum og ekki skal sakast um þó veittar væru 12 millj. kr. til bænda á Suður- og Vesturlandi til þess að halda lifinu í meiri hluta af bústofni þeirra vegna óþurrkanna í sumar. En á sama tíma «r lokað augunum fyrir þeim miklu hagsbótum sem mörgum af þessum sömu mönn- um gæti orðið af þeim auknu tekj um í komandi framtíð, ef eitthvað yrði gert til þss að auka mögu- leikana á því að lax- og göngu- silungur gæti aukist. Hér þarf ekki milljónir á ári hverju, heldur aðeins 200—300 þús. kr. og sennilega eru svo margir áhugamenn til í þjóðfélag- inu, sém hafa skilning á þessu máli, þó ekki sé reiknað með þeim aðilanum, sem helzt ætti að taka virkan þátt í þessum kostn- aði, bændunum, sem stofninn eiga að líkur eru til að 14 tilMi af þess ari upphæð fengist frá þeim, svo útgjöld ríkisins þyrftu ekki að verða nema 150—200 þús. krónur á ári, en innan fárra ára gætu (og það mjög líklega) þjóðartekj- urnar vaxið mörgum sinnum þá upphæð árlega. Annars er það mjög athyglis- vert í sambandi við þessi, að því er virðist, mjög viðkvæmu lax- veiðilög, að það eru ekki þeir að- ilar sem stofninn eiga og hafa tekjurnar af honum, sem sýna lit á því að gera eitthvað til þess að halda honum við og auka hann. Það litla, sem þessir aðilar hafa aðhafst til styrktar stofnin- um hefur verið framkvæmt með hangandi hendi, þekkingarlaust fálm og ekki einu sinni viljað hlýta leiðbeiningum góðviljaðra manna, eins og t. d. Ólafs á Hellu landi, sem á sínum tíma var ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands í þessum málum, og ég held enn síður núverandi veiðimálastjóra, sem þó er tvímælalaust hvort- tveggja í senn, maður með mikla þekkingu á þessum málum og er ábyggilega samvizkusamur og vill gera rétt, en aðeins spursmál um, hvort hann er nægilega harð- skeyttur, þar sem hann á við skilningsleysi og andstöðu að búa. Jafnvel er það svo að sýslu- mennirnir sjálfir veigra sér við að taka til meðferðar fullsönnuð brot á lögunum um lax- og sil- ungsveiði. Það er vitað að lögin voru og verða óvinsæl af vissum hópi manna, meðan neta- og ádráttar- veiði er heimiluð, en þó með jafn miklum takmörkunum sem voru og nú er gert ráð fyrir í hinu nýja frumvarpi. Því af eðlilegum ástæðum vilja þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, hafa sem óbundnastar hendur og reyna til hins ítarasta að nota veiðitæki sín, fyrst þeir eiga þau á annað borð, og vill þá á stundum svo fara, að út fyrir lagamörkin er stigið. Þar sem löggæzla getur aldrei orðið fullnægjandi á þessu sviði, A ...JWií * ■■ íi-ilsS/ miékVMG/ LEMGUR / Hvert (slenrkt heimili notar órlega geysimikið af þvottaefni Þó hver pakki kosti ekki mikla fjór- fúlgu. dregur það sig saman á löngum tíma, og er áriega hár kostnaðarliður hverri fjölskyldu. ' þá er eina ráðið að taka skrefið fullt nú þegar og útiloka alla neta og ádráttarveiði, nema þar sem svo hagar til að ekki getur vertð um aðra veiðiaðferð að ræða, t. d. þar sem engar bergvatnsár renna í jökulvatn. En þá yrði al- veg skýrt að taka það fram í lög- unum, hvar slík veiði væri leyfð, en engin undanþágu-ákvaeffi væru til í lögunum í þessu sam- bandi, nema að því er snertir vis- indalegar aðgerðir. Það er kunnugt, að á undan- förnum 2—3 árum hefur einn ein- stakur þegn þjóðfélagsins fengið mikla fjárhagslega aðstoð fíá hinu opinbera, með lánum úr op- inberum sjóðum og beinum styrkjum úr ríkissjóði samtals yfir 400 þús. kr. til þess að ala upp erlenda silungstegund, sem regnboga-silungur er kallaður. Um þetta tekur ekki að sakast.æn hálfpartinn er þetta hjákátlegt, þegar algjörlega er vanrækt að hugsa um hinn góða íslenzka stofn og ekkert athugað, hvort hin ljúffenga ísl. fjallableikja og urriði heiðavatna eru ekki fullt eins heppilegar teg. til eldis. En hvað vakir fyrir hinu opinbera áð styrkja þessa tilraun og þá ein- göngu einstakan mann, því þá ekki alla þá sem kynnu að hafa áhuga á þessari atvinnugrein? — Það er vitað að nágrannaþjóðir okkar gera töluvert að því að rækta og ala upp silung til mann eldis. Ýmsir bændur t. d. á Jót- landi og í Svíþjóð hafa smá eldis- I stöðvar til þess að afla heimilum sinum fiskmetis, aðrir hafa þær það stórar, að þeir geta selt ná- grönnum sínum soðmat og enn aðrir reka þessar stöðvar í það j stórum stíl að þær eru sjálfstæð- ! ur atvinnurekstur og skapa þær t. d. í Danmörku, útflutningsvöru sem nemur nokkrum tug-millj. króna árlega. Ekki hefi ég heyrt að opinberir styrkir væru fyrir hendi handa þessum atvinnuvegi í þessum löndum og heldur ekki í Bandaríkjunum þar sem silungs eldi er rekið í mjög stórum stQ, ekki eingöngu til slátrunar heldur og til að sleppa í vötn til stang- veiði. Ef þessum manni hefði verit gert að skyldu að hafa til taks laxa-eldisseiði á öllum aldri, sem nokkurn veginn fullnægði eftir- spurninni, þá hefði öll þessi að- stoð verið skiljanlegri. Vonandi verður meðferð AJ- þingis á lagafrumvarpi um lax- og silungsveiði á þann veg, að alí- ir megi vel við una, en ekki mega þingmenn gleyma að veita smá- skilding til styrktar eldi á laxa- seiðum, svo hinir fáu einstakling ar sem enn hafa hug á að auka stofninn, hafi möguleika til að kaupa seiðin, þó þeim sé það full ljóst að megnið af þeirri aukn- ingu fer í net ósabænda á þeltn vatnasvæðum, þar sem net er» leyfð. 1. des. 1955. Þorgils Ingvarsson. í 1 A • ■ ■ |!|lff1:;! Spanr er ektó oðelns gott þvottaefni, heldur einnlg helmmgt ódýrora en góð erlend þvottaefni. — Forið þvi að dœrni þúsunda húsmœðra: ‘ Áuk. SPAR/Ð OGNOT/Ð ... . ....................v............. - 'X:' ,VjSL 1 - _ ■ H Fjórar nýjar „Æsku bækur komnar úf BÓKAÚTGÁFA Æskunnar hefir sent frá sér fjórar barnabækur, allar eftir íslenzka höfunda. Fyrst skal nefnd ný Toddu- bók eftir Margréti Jónsdóttur. Nefnist hún „Todda í tveim lönd- um“. Þessi bók um Toddu verður öllum vinum hennar kærkomin, þar sem nú vírðist sem örlög hennar séu ráðin. Þá er bók eftir Ragnheiði Jóns- dóttur er nefnist „Gott er í Gla8- heimum". Heldur þar áfram að segja frá Herði og Helgu, sem mörg börn kannast við. Einnig er komin út. ný bók eftir J[ennu og Hreiðar Stefáns- son, kennara á Akureyri, en það eru sömu höfundar og skrifuðu Öddu-bækurnar, sem seldust upp á skömmum tíma. Þessi nýja bók heitir „Bjallan hringir". Fjórða bókin er „Hörður á Grund“ eftir Skúla Þorsteinsson. Gerist hún á íslenzku heimili fyrir þann tíma, er vélarnar komu til sögunnar og lýsir m. &. atvinnuháttum eins og þeir voru fyrir hálfri öld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.