Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudaður 15. des. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason trá Vigat. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda, í lausasölu 1 króna eintakiS. ÚR DAGLEGA LÍFINU ShipJ jannót manviíauóL Shöj^u Hlý viðhorf í alþjóðamálum FLESTIR munu sammála um það að „vináttuheimsókn“ hinna rússnesku leiðtoga til Ind- lands og fleiri Asíulanda beri mjög annarlegan svip. Þessir leiðtogar Sovétríkjanna hafa notað svo að segja hvert tæki- færi, sem þeim hefur gefizt til þess að halda ræður til svívirð- inga og harðskeyttra árása á hin vestrænu lýðræðisríki og leið- toga þeirra. Þeir hafa jafnvel ekki hikað við að beita hrein- um fölsunum á sögulegum at- burðum í þessum ræðum sínum, eins og bent var á hér í blaðinu í gær. Þessi ferð leiðtoga Sovétríkj- anna var farin rétt eftir að fundi utanríkisráðherranna í Genf lauk án árangurs og í svipaðan mund, sem „friðardúfumar“ flugu heiman frá Moskvu var i Sovét- ríkjunum gerð einhver mesta vetnissprenging, sem til þessa hefur verið gerð í öllum heim- inum. Baksvið fararinnar til Indlands er því byggt upp af þessu tvennu: Árangurslausum Genfarfundi, þar sem Rússar hindruðu allt samkomulag um afvopnun og sameiningn Þýzkalands, og í öðru lagi hrikalegustu tilraun sem gerð hefur verið með vetnissprengju til þessa. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að Asíuför Sovétleiðtoganna og árásartónn- inn í ræðum þeirra þar eystra hefur skapað ný viðhorf í al- þjóðamálum. í stað bjartsýninn- ar, sem ríkti eftir fund „hinna stóru“ á s.L sumri er nú komin vantrú á það, að Rússar hafi meint nokkuð með blíðubrosum sínum á hinum fyrri Genfar- fundi. Öll framkoma þeirra upp á síðkastið ber þess vott að þeir hyggist halda „kalda stríðinu" áfram eins og áður. Fundur Edens og Eisenhowers Þeir ESsenhower Bandarikja- forseti og Anthony Eden hafa nú ákveðið að hittast í byrjun næsta árs til þess að ræða þessi nýju viðhorf. Bæði Bretar og Banda- ríkjamenn höfðu byggt miklar vonir á „andanum frá Genf“. Eisenhower fbrseti lagði þar fram djarfhuga tillögur um gagnkvæmt eftirlit stórveldanna með vígbúnaði þeirra. Rússar brostu við þeim í sumar og tóku þeim ekki ólíklega. Á utanríkis- ráðherrafundinum settu þeir hins vegar upp gamla svipinn um leið og þeir visuðu tillögum forset- ans algjörlega á bug. Ráð Atlantshafsbandalagsins situr nú á hinum árlega aðal- fundi sínum í París. Leiðtogar hinna vestrænu þjóða munu ræða þar hin nýju viðhorf. Þeir munu vafalaust komast að þeirri niðurstöðu, að aldrei sé jafn brýn nauðsyn á því og einmitt nú, að hinar frjálsu þjóðir standi saman í órofa fylkingu um öryggismál sín og vernd heirnsfriðarins. At- lantshafsbandalagið hefur á þeim stutta tíma, sem það hefur starf- að, átt ríkan þátt i að bægja ófriðarhætturmi frá dyrum mann kynsins. Hinn aukni styrkleiki lýðræðisþjóðanna hefur fyrst og fremst hindrað kommúnista í framkvæmd útþenslusíefnu sinn- ar í Evrópu. Það er athygílsvert, að Vestur-Þýzkaland virðist nú ákveðnara í því en nokkru sinni fyrr að standa með hin- um vestrænu lýðræðisþjóðum. Af ræðu, sem von Brentano utanríkisráðherra hélt fyrir . skömmu i sambandsþinginu í Bonn, verður það ljóst að V- Þjóðverjar gera sér engar tál- vonir um að beinar samn- ingaumleitanir við Rússa af þeirra hálfu geti leitt til skjótrar sameiningar alls Þýzkalands. Þess vegna hafa þeir gengið í varnarsamtök hinna vestrænu þjóða og að- hyllzt stefnu þeirra í öryggis- og vamarmálum. Vestrænar vamir Vamir hinna vestrænu þjóða eru nú öflugri en nokkru sinni fyrr. Þær eru hinn mikli vamar- garður heimsfriðarins í dag. En þessar þjóðir verða að standa einhuga um framkvæmd stefnu sinnar. Ef þær láta minni háttar ágreining setia svip á sambúð sína, hlýtur það að veikja þær sem heild og gefa ofbeldisöflun- um byr undir báða vængi. En þessar þjóðir munu halda áfram að berjast fyrir málstað friðarins. Hversu fáránlegar ásakanir sem leiðtogar hinna kommúnisku rikja bera fram, munu vestrænar þjóðir í lengstu lög reyna samkomulagsleiðina. Meðan leiðtogamir ennþá hittast á fundum og ræða mál- in er ekki öll von úti. Skuggi vetnissprengjunnar og vit- neskjan um hugsanlega notk- un hennar ef styrjöld brvtist út, er e. t. v. sterkasta friðar- vemdin. En hin nýju viðhorf í alþjóðamálum hafa skapað vaxandi ugg og kvíða í heim- inum. „Kalda stríðið“ er enn- þá í fullum gangi. Á því bera leiðtogar kommúnista fyrst og fremst ábyrgð. 16 ríki fá inn- göngu í SÞ í GÆR náðist loks samkomulag um upptöku 16 nýrra rikja í SÞ. Ber að fagna þessum áfanga, sem ]oks hefur náðst eftir mikið þref. Samkomulagið náðist fyrst þegar rússneski fulltrúinn vék að lok- um frá 18-ríkja kröfunni. En hún var fólgin í þvi að ef öll þau lönd er hann studdi fengju ekki inngöngu í SÞ, skyldi ekkert ríki hljóta upptöku. Eins og búizt hafði verið við, þá þótti óeðlilegast að hin svo- nefnda „Ytri-Mongólía“ fengi inngöngu í SÞ. Landsvæði þetta er leppríki Rússa og sumir telja það jafnvel algera nýlendu þeirra. En þegar það var fellt, beittu Rússar þegar neitunar- valdi gagnvart öðrum upptöku- beiðnum. Eftir nokkra íhugun varð það þó úr að Rússar ákváðu að halda ekki fast við upptökubeiðni „Ytri-Mongólíu“. Þar með var þrautin leyst og í gærkvöldi sam- þykkti Öryggisráðið að fjölga í samtökum SÞ um 16 ríki. Meðal þeirra eru lönd eins og Finnland og Ítalía, sem sætir furðu eð hafa ekki fyrir löngu hlotið sæu í SÞ. ójorœnincjjav cjvan ÞESS var getið hér í blaðinu fyrir skömmu, að horfið hefði skip á Kyrrahafi með 25 mönn- um innanborðs. Nokkrum dögum síðar kom önnur frétt þess efnis, að skipið hefði fundizt mannlaust á reki. Var það dregið til hafnar á Fiji-eyjum og þar fór fram víð- tæk rannsókn á því. Fullvíst þyk- ir nú, að sjóræningjar hafi grand að áhöfninni — en ekki er enn sýnt á hvern hátt það hefur gerzt. Mönnum er algerlega hulið, á hvaða hátt mönnunum 25 hefur verið komið fyrir kattarnef — eða hvort þeir eru enn á lífi. Það er mikið rætt um atburð þennan á eyjum Kyrrahafsins, og fólk- inu er það ljóst, að eyjar Kyrra- hafsins eru ekki allar umvafðar paradisarsælu. Hið óendanlega Kyrrahaf býr einnig yfir köldum veruleikanum — mannúðarleysi og grimmd útilegumannanna. ★ ★ ★ ; ÞANN 3. október lét Joyita úr [ höfn á Samoa-eyjum og stefndi j til norðurs. Áfangastaðurmn var ; Tokelau-eyjaklasinn. Ferðin átti aðeins að taka 40 tíma — og það er ekki löng vegalengd í viðáttu Kyrrahafsins. En leiðin lá um lítt kannaðar slóðir — meðfram eyjum, sem sumar hverjar hafa jafnvel ekki hlotið nafn. ★ ★ ★ EINS og á öðrum smáskipum, sem sigla á milli Kyrrahafseyj- anna, var áhöfnin á Joyita mis- litt fé. Þar voru menn af öllum kynflokkum — ósamstæður hóp- ur — og jafnvel allt of stór á svo litlu skipi. En það var ekki nóg með, að skipið væri ofhlaðið — því að vélin var einnig gamall cla& áböfnii ninm ? rokkur, sem ekki var hægt að treysta eina mínútu. Loftskevta- tækin voru einnig í ólagi. Það voru samt ekki daprir menn, sem létu úr höfn á paradísareyjunni þann 3. október. Kærule.vsi og bjartsýni hins suðræna blóðs ein- kenndi þá — og það-er.ef til vill ekkert undarlegt, þar sem ferð- inni var heitið til annarrar paradisar. ★ ★ ★ HVERNIG sem á því. stóð, þé kom skipið aldrei fram. Þeir fáu farþegar, sem með skipinu voru -i— og höfðu keypt sér: farmiða til paradísareyjarinnar, höfnuðu í einhverju óþekktu helvíti. Víðr tæk leit var hafin að skipinu bæði úr lofti og á sjó. En allt kom fvrir ekki. Skipið var gersamlega horf- ið. — Það var farið að tala um hið dularfulla hvarf Joyitu — og menn voru farnir að rifja upp fleiri slíka atburði — leyndar- mál, sem Kjrrrahafið eitt bjó yfir. ★ ★ ★ ÞAÐ er ekki lengra síðan en í fyrra, að franskt skip hvarf und- an strönd Nýju-Kalidoníu. Skip þetta hét Dominique og var með 200 menn innanborðs. Aldrei hef- ur neitt frétzt af franska skipinu. Útlit er fyrir að hafið hafi gjör- samlega gleipt það. Svo miktb er víst, að ekki hefur fundizt af því tangur né tetur. ★ ★ ★ EN þannig fór ekki með Joyitu. Þann 10. nóv. fannst hún á reki undan Fiji-eyjum —■ og var þá með svo mikinn halla, að hún virtist vera komin að þvf að \lelualzanJii óhrifar: sökkva. Er björgunarlið kom urn borð í skipið var ekki sjáanlegur einn einasti maður. Allt var rann- sakað hátt og lágt, en allt kom fvrir ekki. Það var enginn í skip- inu. Ekki var hægt að sjá nein merki þess á hvern hátt — og í hvaða tilefni skipið hafði verið yfirgefið. Augljóst þótti samt, að það hefur átt sér stað áður en skipið fór að hallast. Mikil fót- spor voru enn sjáanleg á þilfar- inu — og svo gat litið út, sem skipið hefði verið yfirgefið í skyndi. Skipið var nokkuð brotið, svo að bæði gat hér verið um að ræða spréngingu — og að óveð- ur hefði valdið ringulreiðínni. — Einnig gat verið um að ræða árás — og þá var ekki nema úm eitt að ræða. Sjóræningjar höfðu ver- ið hér að verki. Það spunnust upp margar sögur um að sjóræningjar hefðu rænt skipið — og myrt á- höfniná. Ekkert var samt hægt að staðfesta. ★ ★ ★ VIÐ rannsókn kom í -ljós, að einn skipsmanna hafði haft í fórum sínum mikla peninga, sem ætl- aðir voru til kaupa á kopar fyrir fyrirtæki eitt í Ástraliu, Fregn þessi hljóp eins og eldur i sínu , um allar Fiji-eyjar — og nú þótti ekki lengur leika vafi á því, að hér hefðu sjóræningjar verið að verki. ★ ★ ★ RANNSÓKNINNI heldur áfram. Rannsóknarmennirnir skríða á fjórum fótum eftir þiljum Joyitu með stækkunargler í hendi — en ekkert nýtt kemur í ljós. Senni- Jega mun aldrei verða hægt að | ráða þessa dularfullu gátu, nema að einhver af áhöfninni hafi komizt lífs af. Það er ekki útséð um það ennþá, því að Kyrrahafs- eyjarnar eru auðugar — og hafa fætt margan óhamingjusaman mann, sem af einhverjum ástæð- um hefur komizt þar á land einn og yfirgefinn — oft við harðan leik. Börn i strætisvagni SKRIFSTOFUSTÚLKA" gerir hegðun barnanna í strætis- vögnunum að umræðuefni. ,,Ég stíg inn í strætisvagn að morgni dags. Fjölmörg börn eru í vagninum á leið í skólann. Þau sitja hin rólegustu í sætunum, og ekki virðist hvarfla að þeim að standa upp fyrir fullorðna fólk- inu. Ekki heyrðist mannsins mál fyrir skvaldri og gauragangi. — Strákarnir fljúgast á, klípa hvern annan með tilheyrandi ópum og óhljóðum. Einn þeirra sparkar með skítugum skónum upp á kápu konunnar, sem situr fyrir aftan hann, en ekki kemur hon- um í hug að biðjast afsökunar. Vaðallinn heldur áfram. —- Feimni og hlédrægni eru kostir, sem fæst börn búa yfir á þessum síðustu og verstu tímum. Orð- bragð þeirra er slíkt, að tæplega er hægt að hafa það eftir. Gleymska eða betra uppeldi? OG ég get ekki varizt því að varpa fram þeirri spurningu: Erum við fullorðna fólkið svona gleymin á okkar eigin æskubrek eða vorum við miklu betur upp- alin?“ Kynslóð eftir kynslóð frá upp- hafi vega hefur fullorðna fólkið álitið, að unga fólkið væri „að fara í hundana". Sannleikurinn er auðvitað sá, að æskulýðurinn er spegilmynd af fullorðna fólk- inu — börnin taka alltaf orð og gerðir þess sér til fyrirmyndar. Eldra fólkið mótar hugarfar og alla framkomu barnanna. Sá, sem elskar son sinn, agar hann UNGLINGAR vorra tíma eru börn þessarar agalausu ald- (ar, sem við lifum á! Sá, sem elsk- ar son sinn, agar hann, segir í fomu máltæki. Boðskapur þess er ekki lengur í heiðri hafður, agaleysið veður uppi, og það leið- ir af sjálfu sér, að fornar dyggð- ir hverfa úr tízku. I Ég hitti fyrir nokkrum dög- um að máli vin minn, ungan kennara. Hann kennir við skóla nokkurn hér í Reykjavík ung- lingum á ýmsum aldri. Bárust þá í tal ýmsir þeir örðugleikar, er kennarar eiga við að stríða, er þeir eiga að hafa hemil á heilum hóp lítt agaðra barna. Minnisstæð kennslustund KVAÐST hann seint mundu gleyma fyrstu kennslustund- inni í skólanum í haust. Er hann kom inn í kennslustofuna var skæðadrífa af bókum, blöðum og skriffærum á lofti. Hávaðinn var slíkur, að allt ætlaði um koll að keyra. Vissulega er ekkert við því að segja, að nemendur séu hávaðasamir ólátabelgir í frí- mínútum, en eftir að kennarinn f er kominn inn í kennslustofuna,' eiga nemendur að stilla óláta- þörf sinni, í hóf. ' En því var ekki að heilsa, sami gauragangurinn hélt áfram. — Sagðist kunningi minn ekki minnast þess að hafa tekið eins á skapstillingu sinni og þessa einu klukkustund. í.lok kennslu- stundarinnar hafði honum tekizt nokkum veginn að koma kyrrð á hópinn. Prísaði hann sig sælan,! er hann gekk út, og þóttist hafa gert vel. Merkíí, mbi klaeflv Skólamir á Laugar- vatni hafa fengið Sogsrafmagn SÍÐASTLIÐINN fimmtudag voru skólarnir að Laugarvatni tengdir með rafmagni frá orkuverinvi við Sog. Var þar með langþráðum áfanga náð, því að rafmagn hefur verið þar af skornum skammti. Fram til þessa var rafmagnið fengið frá lítilli vatnsaflstöð við Sandá, en þar sem það rafmagn var mjög ófullnægjandi, voru díselrafstöðvar hafðar í gangi arvatni því mjög lág að nóttinni var of kostnaðarsamt að láta þær vinna. Var rafspennan að Laug- arvatni því mjög lág á nóttinni og örðugleikar á að halda raf- knúnum dælum i gangi, en þær dæla hveravatni um hitaveitu staðarins. Með tilkomu Sogsraf- magnsins verður mun auðveldári öll starfræksla rafkniíinna véla, og hin mikla hitaorka staðarins nýtist einnig mun betur en áður. Laugarvatn ei fyrsti staðurinn í uppsveitum Árnessýslu, sem fær Sogsrafmagn, en orkulína hefur í sumar og haust verið lögð um Grímsnes, Laugardal og Bisk- upstungur, allt austur i Skálholt. Munu allmargir bæir í þessum sveitum fá Sogsrafmagnið bráð- lega. Skátar safna í GÆR fóru skátar um Vestur- bæinn á vegum Vetrarhjálpar- innar. Söfnuðu þeir um 20 þús. kr. auk allmikils fatnaðar. — í kvöld fara skátarnir um Austur- bæinn og er þess vænzt að þeir fái eins góðar móttökur þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.