Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudaður 15. des. 1955 \ ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framh'aldssagan 26 í?alin? sagði systir mín, hann má sízt aí öllum vita að við förum út. — Hvaða vitleysa! svaraði ég. — Hann veit þegar allt. — Ert það þú, fábjáninn þinn, sem.... hrópaði hún. — Stilltu þig! Nú var ég hugrökk og djörf. — Hann vissi allt, orðrómurinn hefur vængi. Hann ætlar að hjálpa þér. pað getur vel verið að hann gefi þér hollari ráð en aðrir, sem þú leitar til. Hún beit á vörina og var auðsjáanlega bálreið við mig. — Þetta skal ég muna þér, sagði ■hún. Jokum greip nú fram í sam- ræðurnar. — Ég talaði við einn af þjónum Carstenssons, frú, og fékk hann til að fara með okkur. — Er óhætt að treysta honum? Jokum roðnaði. — Ég ábyrgist fara strax eða ekki. Systir mín var ekki ánægð og hikaði. — Jok- hann. —- Jæja, við verðum að um veit hvað hann gerir, sagði ég. Komdu, systir, ef þú ætlar á annað borð. Hún þagði, en dró síðan hettuna á höfuðið og gekk út á eftir Jokum. Eftir að út úr húsinú kom gegngum við eftir ýmsum krók- óttum stígum í garðinum. Jokum virtist rata í myrkrinu. Hann gekk fyrstur, þá ég og Anna Kristín síðust. Ég fann að hún var mér ennþá reið og mér féll það illa. Næturvörðurinn tilkynnti að Klukkan væri ellefu einmitt þeg- ar við komum að stóru, þungu garðshliðinu. Einhver stóð við hliðið og opnaði það fyrir okkur. Það var Ebbe. — Þetta hefðirðu ekki átt að gera, sagði hann lágri cöddu. Systir mín leit drembi- tega á hann. — Ég veit hvað ég geri, sagði hún kuldalega. — Þú hefur auðvitað rétt til að ákveða gerðir sjálfrar þín, en ekki syst- ur þinnar. — Hún getur orðið eftir ef hún vill. Ég hef ekki beð- ið hana að koma með mér. — Nei, sagði ég ákveðin. Þú ferð ekki fet án mín. Nógu illa ertu nú stödd samt, þó ég.... Maður nokkur í ferðakápu með hettu dregna fram á and- litið slóst nú i för með okkur. Hann tók undjr handlegg mér, en Jokum leiddi systur mína. Him- ininn var hulinn dökkum skýj- um og regnið streymdi úr loft- inu. Göturnar voru rennandi blautar og ég varð strax vot í fæturna. Ljósblár silkikjóllinn minn dórst með götunni. Við gengum fram hjá opnum dyrum kránna og sums staðar heyrðust öskur og formælingar gestar.na. Ég varð hrædd og greip þéttar um handlegg fylgdar- mannsins. — Það er ekkert að óttast, jómfrú Orning, sagði hann rólega. Ég var enn undir áhrifum vínsins, og þar að auki svo æst vegna atburða kvöldsins, að mig undraði það ekkert, þó að hann vissi nafn mitt. Nokkrum mínútum síðar kom- um við á leiðarenda. Við stóðum fyrir framan lítið, hrörlegt hús. Einn lítill gluggi sneri gengt okk- ur og út um hann lagði örlitla skímu. Jokum barði varlega að dyrum. Katja opnaði. Árin höfðu ekki farið um hana mjúkum höndum. Ég sá andlit hennar óglöggt, en hún var orðin feit og luraleg. — Hver er það? spurði hún snöggt. Anna Kristín gekk til hennar. — Það er ég, Katja. —Ó, hvíslaði hún, ég hef beðið eftir yður allan seinnipartinn. — Vissurðu að ég mundi koma? Ég heyrði að Anna Kristín var varkár. Hún var hrædd um að ívar hefði komizt að öllu saman, En ég mundi eftir töfrunum, sem fylgdu Kötju: — Farðu ekki inn til hennar, Anna Kristín, sár- bað ég. — Farðu ekki inn, hún er galdranorn. Fylgdarmaður minn lagði fingur sínar á varir mér. En Katja leit á mig: — Svo jómfrúin er ennþá hrædd við mig, sagði hún hæðnislega. — Leið galdrakindanna liggur á bál- ið, jómfrú, en varið yður, vera má að ég lendi ekki ein í eld- inum og þess vegna er bezt fyrir yður að bíða utan dyra. Ég skalf svo mikið, að tenn- urnar glömruðu í munninum á mér, en ég sagði: — Hún fer ekki inn ein. Ég kem líka. Katja yppti öxlum og við gengum inn um lágar, þröngar dyrnar. Hún lok- aði dyrunum, en systir mín sagði: — Hvers vegna læsirðu ekki? — Af því enginn vogar sér hingað inn óboðinn, sagði Katja mildri röddu. Lítil svört augu hennar glömpuðu..— Þú verður að hjálpa mér. Anna Kristín flýtti sér úr kápunni eins og henni væri allt of heitt. Hún stóð þarna, há og beinvaxin, hvít í andliti og frá- bærlega fögur. Græni atlassilki- kjóllinn fór henni vel og jók á þá tiginmennsku, sem henni var eiginleg. Katja horfði rannsakandi á hana. — Ég sé að þér þarfnist hjálpar. En hún verður dýr. Anna Kristín blóðroðnaði, og dró í flýti silkipoka upp úr djúpum kjól- vasa sínum. — Hérna, þetta er meira en þú átt skilið. Og hún kastaði pokanum á borðið, svo það hringlaði í peningunum. — Gull, sagði Katja græðgislega. — En ef það væri nú ekki gull, sem ég þarfnast. — Ég skal halda hlífiskildi yfir þér alla þína ævi. — Þú ert brjáluð, Anna Kristín, sagði ég gremjulega. Við skulum koma héðan. Katja brosti undar- lega. — í þetta sinn hefur jóm- frúin rétt fyrir sér. Sá dgur mun koma að þér hafið nóg með sjálfa yður. Seinna komu mér oft þessi orð í hug, og ég ásakaði mig fyrir að hafa ekki neytt Önnu Kristínu til að yfirgefa Kötju þegar í stað. En ég var blind. Þó að ég hræddist Kötju grunaði mig ekkert hvað í vændum var. Anna Kristín var enn systirin góða í mínum aug- um. Það var þungt loft og reykjar- stybba í þessum lágreista bústað Kötju. Á miðju gólfi brann eldur í hlóðum. Á þeim var pottur, sem sauð og vall í. Á víð og dreif um herbergið stóðu flöskur og krukk ur. Uppi undir lofti héngu stórar viskar af þurrkuðum grösum. Þetta var það ömurlegasta heim- ili, sem ég hafði nokkru sinni augum litið. í rauninni var ekk- ert undarlegt þó að Katja væri vond manneskja, úr því að hún þurfti að búa við þessi kjör. Aftur náði hræðslan tökum á mér og nú sagði Katja: — Ég held að jómfrúin ætti ekki að hlusta á okkur. — Hvaða vit- leysa, sagði systir mín þurrlega. Ég verð að fá eitthvað hjá þér, sem er fljótvirkt. — Er það ekki barnið? — Nei, barnið á ég. Það vil ég ekki láta taka frá mér. — Þér ráðið, frú Mogensson, sagðí Katja blíðri röddu. Ég veít hvað þér þarfnist, en til þess hafið þér ekki kjark. Þér skuluð ákveða yður. — En ef einhver kæmist á snoðir um þetta, sagði hún hik- andi. — Treystið þér mér ekki? Hver var það, sem bjargaði jóm- frúnni á Mæri þegar hún var beinbrotin og að dauða komin? Ég svík engan. — En ef . . ef Katja rétti úr sér og þær horf,- ust í augu. — Einu sinní gaf ég yður góð ráð, Mærishúsfreyja, en j þér fóruð ekki að þeim. Ég sagði yður að betra væri að vera auga- steinn aldraðs eiginmanns en þræll hins unga. Þér gáfuð ekki gaum að orðum mínum, heldur genguð götuna fram til glötunar. — Þú veizt ekki um hvað þú ert að tala, sagði systir mín æst. Ég reyndi að fylgja þínum ráðum, en þau dugðu ekki. Þegar ég var mild og bljúg, hélt hann að ég SjóðurÍRin í AEhambra SPÖNSK ÞJÓÐSAGA 5. vön að sjá það daglega í hinum auðu sölum. Dordingulsvef- irnir voru horfnir og skrautleg tjöld frá öðrum löndum voru komin í staðinn. Þarna gat að líta dýrar ábreiður, glitrandi gosbrunna og fagra hluti hvert sem litið var. En kónsdóttirin dró hana brátt lengra. „Tíminn líður óð- fluga“, sagði hún. „Bráðum kemur sólin upp. Komdu með mér inn í jómfrúturninn.4* Þegar þær höfðu gengið litla stund, sagði kóngsdóttirin: „Hér er mikill leyndardómur falinn. Nú ætla ég að launa þér hugrekki þitt með því að segja þér frá honum. Hér sér þú standa tvær meyjalíkneskj- ur úr mjólkursteini, fagrar mjög. Þær standa sín til hvorrar hliðar í þessum hvelfda gangi. Hvorug þeirra horfir alveg beint fram, heldur líta þær ofurlítið til hliðar og beina aug- unum báðar að sama punkti í hvelfingunni. Þessar tvær Ungling vantar til að bera blaðið til kaupenda við SELTJARNARNES II JfílowjtittMaMð Ironrife D E L U X E MOOtL Ironrite strauvél er nytsöm og vel valin jólagjöf Strauar allt sem hægt er að þvo í þvottavélum Kyunið yður kosti Ironrite íi heiinilistækjasýning- unni í Listamannaskálan- uin. Nœsf síðastí dagur sýmngarinnar HEKLA Austurstræti 14 — Sími 1687 Lokasolo á skóiotBoði Fjölbreytt úrval af kvenskófatnaði frá kr. 15.00 til kr. 55.00. Enn fremur barna flauelsskór kr. 20. • Skósöiunni lýkur á laugardag. Notið þetta einstæða tækifæri. ~S)Lijndióaía i% Snorrabraut 36 (niðri). i mikilli fjölbreytni. — Stærðir á 1—10 ára Gefið barninu kápu fyrir jólin. MARKAÐURINN, Hafnarstræti 5 NÝ SENDING Vatterelir yreilsbloppar Einnig cru komin vatteruð greiðslusloppaefni og ný gerð næion-greiðslusloppaefni. HENTUGAR JÓLAGJAFIR MARKAÐURINN, Hafnarstræti II Heleoa Hubínstein snyrtivörusendingin er komin. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.