Morgunblaðið - 05.01.1956, Side 9
Fimmtudagur 5. janúar 1956
MORGVNBLAÐIÐ
9
Adenuuer forsætisrúðherru Þýzkulunds 80 úru i dug
KONRAD ADENAUER er
fæddur í Köln 5. janúar 1876
sonur láglaunaðs skrifstofu-
manns, sem vildi að sonur hans
yrði • bankastarfsmaður. Vildi
faðir hans, að hann færi ungur
að vinna fyrir sér, en pilturinn
sýndi snemma stefnufestu. Hann
ákvað gegn ráðum skylduliðs
síns, að komast á háskóla. Hon-
um tókst með harðfylgi að fá
háskólastyrki og þritugur lauk
hann háskólaprófi í lögfræði og
hagfræði.
Snemma fékk Adenauer orð á
sig fyrir að vera röggsamur og
úrræðagóður. Hann var áhuga-
samur í þjóðmálum og 1906 var
hann kjörinn varaborgarstjóri
Kölnar. Rúmlega 10 árum síðar
varð hann aðalborgarstjóri í
Köln og var stöðugt endurkjör-
inn borgarstjóri þar til nazistar
viku honum úr embætti. Þótti
borgarstjóm hans mjög til fyr-
irmyndar, hann var framsýnn og
stórhuga og tók upp ýmsar nýj-
ungar til að bæta hag borgar-
innar. Þannig var það mögulegt
jafnvel á stjórnleysistímum
Weimarlýðveldisins að veita
borgurunum örugga og árangurs-
ríka stjórn.
ANDSTÆÐINGCB
NAZISTA
Eftir að nazisminn fór að rísa
upp í Þýzkalandi, duldi Aden-
auer aldrei andúð sína á þeirri
ofstækis- og öfgastefnu. Lenti
hann í hörðum rimmum við naz-
ista og lét ekki sinn hlut. Það
var loks 1933, sem Hitler kom
i heimsókn til Kölnar. Daginn
fyrir heimsóknina fóru hópar
nazista um borgina og skreyttu
aðaljárnbrautarbrúna og ýmsar
götur borgarixuiar með nazista-
fánum. Þá þótti Adenauer of
langt gengið. Hann sendi lögregl-
una af stað og lét þá rífa alla
nazistafánana niður.
Þegar Hitler kom svo í heim-
sóknina þótti honum sennilega
tómlegt um að litast á strætum
Kölnar. Daginn eftir beittu naz-
istar valdi og ráku Adenauer úr
stöðunni, að sjálfsögðu þótt
brottreksturinn væri brot á öll-
um lögum og rétti.
Varð Adenauer nú um langt
skeið að þola ofsóknir nazista.
Tvisvar var bann fangelsaður
af Gestapo og kynntist af eigin
raun hermdaraðgerðum þeirra.
í KÖLN EFTIR STRÍÖ
En þegar Bandaríkjamenn tóku
Köln á sókn sinni yfir Rín 1945
ákváðu þeir að skipa Adenauer
aftúr í hans fyrra embætti. Tók
hann nú til við að skipuleggja
stjómarmálefni borgarinnar eft-
ir föngum Þegar vopnahlé var
samið, varð Köln á hinu brezka
hernámssvæði og gerðist þá sá
undarlegi atburður, að brezka
hei-námsstjórnin vék Adenauer
frá störfum á þeirri forsendu, „að
hann hefði ekki verið nógu dug-
legur borgarstjóri, einkum hefði
hann vanrækt húsnæðismál
borgarinnar." j
Það er nú ljóst af bæjarmál- ’
efnum Kölnar, að Adenauer var
andvígur þvi að of miklum fjár-
munum og kostnaði væri eytt í
að hrófa upp bráðabirgðahús- 1
næði í borginni, sem stæði að-
eins til einnar nætur. Hinsvegar
hafði hann lagt ýtarlegar áætl-
anir um varanlega og glæsilega
uppbyggingu Kölnar, sem nú
hefur komizt í framkvæmd og
er borginni nú til hins mesta
sóma, því að hún hefur komið
fegurri út úr rústunum með
breið stræti og fögur torg.
Þessi ákvörðun kostaði borg-
arana að vísu nokkrar fórnir
fyrst í stað, því að húsnæðis-
leysi ríkti. En hér sem oftar kom
greinilega fram það einkenni
Adenauers,' að hann hefur hik-
laust þorað að segja þjóð sinni
sannleikann og krefjast af henni
■ fórna til þess að byggja upp sína
eigin framtíð.
VILJI ALLRA
EINSTAK LINGANNA
Árið 1949 leyfðu bandamenn
stofnun stjórnmálaflokka í Vest-
Ier iðandi af lífskrafti, svo að
þrátt fyrir stórkostlegan flótta-
mannastraum austan að hefur
I þeim nær öllum verið séð fyrir
FIRIR 10 árum var Þýzkaland gersigrað land, borg-
ir þess hrundar, verksmiðjurnar í rústum. Heimilis-
leysingjar og flóttafólk ráfaði um húsvillt og hungrað.
Þetta voru Ragnarök hinnar þýzku þjóðar. Fáir, e. t. v.
enginn, trúði að hún gæti átt sér viðreisnar von.
í dag er svo komið, að vesturhluti Þýzkaiands hefur
risið úr ösku sem frjálst lýðraeðisríki og rismeira en
nokkru sinni fyrr. Hefur hið þýzka kraftaverk valtið
mikla athygli víða um heim. Og aðrar þjóðir hafa leit-
azt við að taka sér til fyrirmyndar þær aðferðir, sem
Þjóðverjar hafa notað við sína frjálsu uppbyggingu.
Hinn mikli uppgangur Þjóðverja eftir stríðið hefur ver-
ið skýrður með því að þjóðin sé betur menntuð en
flestar aðrar og eigi miklum hæfileikamönnum á að
skipa í hverri grein. Víst er þetta rétt, að menning og
vísindi Þjóðverja hefur jafnan verið á háu stigi. Hitt
er jafn víst, að þeir hæfiieikar hafa ekki jafnan fengið
að njóta sín í friðsamlegu starfi.
Það sem hér veldur baggamuninum er að hin síðustu
ár hefur hin þýzka þjóð borið gæfu til að sameinast,
sem einn maður að uppbyggingarstarfinu.
Og hinn mikli forustumaður þeirra, sem borið hefur
gæfu til að sameina átök þessarar glæstu þjóðar, Kon-
rad Adenauer, er áttræður í dag.
Adenauer hefur almennt verið nefndur: Húsameistari
að viðreisn og velgengni Þjóðverja.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hlutverk Adenauers
forsætisráðherra i upprisu Þýzkalands. Öllum kemur
saman um, að það hlutverk sé mikið.
Þetta sést ofur augljóst við samanburð á þjóðlífi ná-
grannaþjóðanna tveggja Frakka og ÞjóÖverja. Meðan
sundurlyndi, spilling og stjórnleysi hafa verið undirrót
stórfelidra efnahagsörðugleika í Frakklandi, hefur sam-
einað átak þýzku þjóðarinnar undir forustu Adenauers
reist hús og heimili fyrír milljónir manna, koia- og
stálframieiðslan, undirstaða hins mikla iðnaðar, er kom-
in upp úr fyrra hámarki. Grundvöliurinn er lagður að
bættri og öruggri framtíð, sem ætti að geta orðið Þjóð-
verjum þýðingarmikið veganesti á fyrstu sporum þeirra
á braut lýðræðisstefnunnar. Það brautr.vðjendastarf er
verk Adenauers.
góðri atvinnu.
VID HLIÐ
LÝDRÆSISRÍKJANNA
Eftir því, sem Vestur-Þýzka-
land tók nú að öðlast meira og
meira sjálfstæði, kom að því að
þetta endurnýjaða ríki yrði
að setja sér markmið og leiðir
á sviði alþjóðaviðskipta. Og það
| skipti ekki iitlu máli, hvaða leið
í þeir völdu, því að með hinu
| styrka efnahags- og framleiðslu-
kerfi sínu urðu Þjóðverjar styrk-
asta ríki meginlandsins.
Adenauer tók sjálfur að sér
meðferð utanríkismála. Um þau
urðu meiri deilur en u.m nokk-
ur önnur málefni hins unga
j þýzka sambandslýðveldis. En
Adenauer hélt stvrkum höndum
| um stjómvölinn. Hann var ekki
jí nokkrum vafa um. hvaða stefna
j gevmdi velfarnað Þjóðverja. sam
! eining og samstarf allra lýðræð-
isríkja Vestur-Evrópu. Hann hef-
ur ekki hvikað frá þeirri stefnu,
að vestrænar þjóðir verða um-
fram allt að vernda það fjöregg
sitt, sem lýðræðið og mannrétt-
indin geyma. Þess vegna hefur
Adenauer ótrauður barizt fyrir
því, að Þjóðverjar gengju i varn-
arsamtök vestrænna þjóða og
j hann er ákveðnasti fylgismaður
Evrópubandalagsins, sem og
allrar samvinnu milli hinna
skyldu þjóða Vestur-Evrópu.
Og það var þessi stefna hans,
sem vann glæsilegastan sigur í
þingkosningunum í september
1953, þar sem flokkur Adenauers
hlaut hreinan meirihluta. Þar
var fyrst og fremst barizt um
utanríkismálin.
Þegar hinir örlagaríku atbúrð-
ir síðustu ára eru rifjaöir upp,
fer ekki hjá því að þessi fyrsti
forsætisráðherra þýzka sam-
bandslýðveldisins skipi þar mik-
inn og veglegan sess. Það eitt
myndi nægja honum til virðing-
armerkis í sögunni, að hann hóf
merkilega þjóð úr sárustu nið-
urlægingu á braut bjartar fram-
tíðar.
SKYLDI SNEMMA
HÆTTUNA AD AUSTAN
Þó er hitt enn mikiivægara og
stærra að Konrad Adenauer
hafði forustu fyrir þeim vöku-
mönnum Evrópu, sem sáu gegn-
um þann svikavef, sem undir-
róðursmenn kommúnista bjuggu
j þjóðum sínum. Nú þegar sagan
j er íhuguð hin síðustu ár virðist
. mönnum, sem ýmsir forustu-
, menn Vesturlanda hafi verið
undarlega sofandi, þegar þessi
; austræna ögn vofði yfir öllu og
revndi að notfæra sér neyð heilla
þjóða til að sá öfund og hatri.
Hefur vestrænni menningu vísf.
aldrei verið hættara en einmitf
þá.
En Adenauer var einn þeirra
manna, sem fyrstur skildi hætt-
una og snerist ákveðið til varnar.
Fvrir tílverknað hans og ann-
arra góðra manna hefur þróun
sögunnar því orðið önnur en leii.
út fyrir um tíma.
Hinn merkilegi stiómmáláleið-
togi er nú kominn á níunda ára-
tuginn. Sjálfur hefði hann glað-
ur viljað vera vngri, en aldur
inn segir til sín, svo að brátt
mun hann. ef að líkum lætur,
draga sig nokkuð í hlé af stjórn-
málasviðinu. Hann má heldui
ekki reyna á sig u:n of líkamlega
eins og nú er komið, því að al.d
urinn sagði til sín, er hann veikt
ist snögglega í sept. s. 1. Enn
munu ráð hans þó mega sin
mikils.
KROSSGÖTUR ÞAR SEM
LEIDIR SKILJA
Það er undarlegt, á þessum af-
mælisdegi hins mikla stjórnmála-
manns, að íhuga það, hver örlög
heilar þjóðir geta hlotið og
hvernig hagir þeirra geta farið
eftir einni örlagaríkri ákvörðun,
sem skilur feril þeirra að við
kossgötur. Og það er einnig und-
arlegt og um leið merkilegt, að
virða það fvrir sér, hvilíka þýð-
ingu það getur haft fyrir heilar
stórar og mannmargar þjóðir,
hvort þeir menn, er hún hefúr
valið til forustu, sýna þá ábyrgð-
arfilfinningu og gerhygii, sem
þeim ber.
Þýzkaland hefur skipzt í tvo
hluta og það gétur vissulega ver
ið íhugunarvert að bera' samán
þær tv'ær leiðir, seiji þessir lan’dé
hlutar hafa farið síðan að skildi
Meðan Vestur Þýzkaland hefúr
éfist og blómgazt í friði og far-
sæld, liggur blýþung mara 3ö'g ■
regluofbeldis og ofsókna yfir
bræðrunúm í Áusturhlata lands
ins. Meðan Vestur Þýzkalancl
hefur þróazt til vaxandi sjálf-
stæðis í birtu lýðræðishugsjóna
og verndunar manniegra rétt-
inda, hefur öllu miðað aftur á
bak í hinu austræna sýnishorni
af ríki kommúnismans, Atvinnu..
ieysi hefur ríkt þar og jafnvei.
innxitun atvinnulausra í þræla-
búðir hefur ekki get.að útrýmt.
atvinnuleysinu. Og í þessu héraði
sem áður var blómlegasta land-
búnaðarhérað Evrópu, ríkir nú
hungursneyð. Fóikið flýr unn-
vörpum vestur á bógmn og býð
ur öllum hættum byrginn til þesa
eins að losna undan hinni aust
rænu ógnarstjórn.
Erh. « blr 12
ur-Þýzkalandi. Voru þá ýmsir |
lýðræðislegir flokkar myndaðir
og mátti í fyrstu vart á milli
sjá hver þeirra væri sigurstrajig-
legastur. Adenauer kom brátt
fram á sjónarsviðið sem helzti
forustumaður hins Kristilega
lýðræðisflokks. Það var arftaki
Centrum-flokksins, sem hafðí
verið kaþólskur, en nú var j
hugsjónagrundvöllur hans víkk-
aður, svo að hann barðist fyrir
verndun mannréttinda og allra
menningarlegra verðmæta hins
kristna heims. Adenauer lagði
megináhei'Zlu á að efnahagsmál-
um lavdsins væri komið á réttan
kjöl, nýr gjai- tmiðill skapaður og
verðgiidi hans trvggt með styrk-
um aðgerðum. Þá lagði Adenauer
og samstarfsmenn hans áherzlu
á bað að etóurreisn þýzks at-
vinnulíL yrði e.kki framkvæmd
mcð öðru móti en með sem
rýmstu athafnafi-elsi.
Eina leiðin til að reisa við úr
lústunum, er að virkja og nýta
til fullnustu vilja og getu hvers
einasta þjóðféiagsborgara, sagði
Adenauer eitt sinn í kosninga-
ræðu. Viðreisn verður ekki fram;
kvæmd ef éinstaklingum þjóð-
félagsins er reyrður fjötur um
íót með ríkishöftum á alla vegu.
Þessi stefna varð sigursæl. 1
kosningunum í ágúst 1949 vann
kristilegi flokkurinn kosningasig-
ur og myndaði hann bráða-
birgðastjórn Vestur-Þýzkalands
með Frjálslynda flokknum og I
öðrum minni flokkum. Hefur!
stefnan í efnahagsmálum og inn-'
anríkismálum almennt verið sú, j
sem hér segir á undan. Öfga-
lausar skoðanir Kristiléga flökks
ins hafa ráðið að mestu svo æs-
ingar hafa ekki fætt af. sér ein-
ræðisflokka. Hin frjálsa sam-
keppni hefur orðið þjóðinni til
Adenauer forsætisráðherra Þjóðyerja kom í heimsókn til íslands
30, okt. 1954. — Myndin var tekin omum ásamt Ólafi Thor
mikállar blessunar. Atvinnulífið^ forsætisráðherra á barmi Almannagjár.