Morgunblaðið - 05.01.1956, Síða 14

Morgunblaðið - 05.01.1956, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 5. janúar 1950 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Pramhaldssagan 41 alveg dauður úr öllum æðum. Hvað þá með Gynter höfuðs- mann? Er hann ekki fullgóður? — Á vissan hátt. En mér þykir vinátta hans full dýrkeypt. Hann gekk þungum skrefum út, og ég starði á eftir honum. Hverju sætti það að Ebbe var íallinn i ónáð? Og hvenær hafði ívar komizt að raun um að kunn- íngsskapurinn við Gynter var dýr? Ef til vill væri ívar ver stæður en ástæða var til að ætla? Ove Berning varð áfram á Mæri. Hann lá lengi í rúminu, því að upp úr hrakningunum fékk hann brjósthimnubólgu. Ég sat hjá honum tímunum saman. Mér fannst enginn annar þurfa mín við. Sesselja sá um að hús- störfin væru af hendi leyst og Katja hjúkraði systur minni. Úr því systir mín kærði sig ekki um mig, var mér sama hvar ég var. Ove var erfiður sjúkling- ur og eftir að hann hresstist rif- umst við oft. Einn daginn sendi Anna Kristín eftir mér og sagði: — Er þér kunnugt um að Ebbe skrif- aði ívari í vetur og bað um hönd þína? ívar svaraði neitandi án þess að ráðgast um það við þig. — Já, mig grunaði það, sagði ég kæruleysislega. Anna Kristín settist upp í rúminu. Hún var rnögur og föl í andliti. — Ætl- arðu að segja mér að þú viljir ekki Ebbe fyrir eiginmann? spurði hún. — Það er ég ekki viss um, svaraði ég. — Ertu frá þér. Ef ég hefði verið í þínum spor- um, hefði ég óðara játast hon- um. — Það veit ég. Og ég veit líka að min hefði aldrei verið beðið ef þú hefðir verið ósift. Segjum nú svo að ég giftist Ebbe og svo yrðir þú allt í einu ekkja, hvað þá? — Þú veizt ekkert hvað þú ert að segja, sagði hún oe lagð ist út af. — En ég hugsa að ívari þvki gott að þú tekur honum ekki. Ebbe er of greindur fyrir ívar. Hann vill heldur gifta þie bess- um slána, sem þú hefur tekið að þér meðan ég var veik. Mér er sagt að hann oe fvar eigi prýði- lega saman oe drekki fast. — Það er betra en að Gvnter væri hér. Hún horfði rannsekandi á mi«: — Það skvldi þó aldrei vera að hann eiai sök á bví að Ebbe var vísað frá? Ée hlakka til að sjá hann. fwar hælir honum á hvert reini. Ég fer á fætur í kvöld. — Já, gerðu það, saeði ée hues- andi. — Þú ert búin að liggja nógu lengi. f fvrsta sinn á ævi minni ósk- aði ég að við Anna Kristín vær- um langt hvor frá annari. Ég var hrædd við áhrif þau. sem hin faera systir mín hefði á Ove. Mér fannst hann vera min eien og bað var ée, sem hafði hrifið hann úr dauðans greipum með hj'’’brun minni og umhyggju. Um kvöldið drukku þeir mik- ið bann og ívar. Þeear ée kom inn til þeirra seint um kvöldið var fvar sofnaður fram á borðið. en Ove Berning var vel vakandi og í bezta skapi. Hann stóð upp, lj’fti gk’sinu og sagði: — Það var gott að þér komuð, jómfrú, ég beið einmitt eftir yður. — Það er merkilegt að þér skuluð geta staðið unnréttur eftir að hafa dnikkið ívar undir borð, saeði ég ergileea. — Það er af því að heil- inn á mér fvllir út í allt höfuðið og ý;nið kemst þar ekki fvrir. Höújðsmaðurinn hefur minni hei’al , oe meira pláss fvrir vín. — Þér eruð kurteis við húsbónd- ann, pað verð ég að segja. — Ver- ið þér aÚ ekki reið við mig, jóm- frú. Við vitum það bæði að yður lízt vel á mig. Ég ætlaði að svara einhverju, en þá heyrði ég gengið um stofu- hurðina, sem ég sneri baki í, og Ove Berning muldraði: — Hvert í logandi! Er þetta Venus Ana- dyomene? Ég þurfti ekki að snúa mér við. Ég vissi að þetta var Anna Kristín. Ég sá það á augnaráði hans, undrunarsvipnum og að- dáunarbrosinu. — Svo það eruð þér sem hafið rænt systur minni frá mér síðastliðnar vikur, sagði Anna Kristín glaðlega. Hann gekk á móti henni, tók hönd hennar og kyssti hana með lotn- ingu. — Fyrirgefið mér, belle , dame sans merci! Ef ég hefði vitað að þér biðuð hennar, hefði ég sjálfur fylgt henni til yðar. Án þess að vita hvað ég gerði sló ég hann rokna löðrung og hljóp síðan út úr stofunni. Hjart- anlegur hlátur hans og mjúk seiðandi rödd hennar fylgdu mér upp stigann. 24. kafli. Það var ómögulegt að vera lengi reið við Ove. Hann var svo glaðsinna að öllum þótti vænt um hann, sem kynntust honum. Hann átti mikla frásagnagleði og kom okkur ótal sinnum til að skellihlæja að sögum sínum. Hann drakk töluvert og spilaði við ívar, en hann kom honum aldrei í illt skap, eins og Gynter var svo gjarn á. Önnu Kristínu líkaði prýðilega við hann. Mér þótti innilega vænt um að hafa hann á heimilinu, því að það var eins og skuggarnir sem hvíldu yfir Mæri, dreifðust og fjarlægð- ust þann tíma, sem hann hafði dvalið hjá okkur. Þó leið mér ekki vel. Katja var enn á Mæri og milli hennar og Sesselju stóð eilíft stríð um svstur rmna. Því reyndu þær þó að leyna eftir mætti. Ove Berning varð þó var við þetta og einn daginn sagði hann við mig. — Ég kenni í brjósti um frú Mog- ensson. — Kennið þér í brjósti um hana? svaraði ég. Hvað eigið þér við með því? Er það kannske sama sem að þér elskið hana? ' Hann leit undrandi á mig. Svo I fór hann að hlæja, og hló hátt og lengi. — Hamingjan góða hjálpi : þér! sagði hann loks þegar hlátr- inum linnti. Mig skal ekki undra þó að þú hafir ekki verið hýr við mig í seinni tíð, ef þessar hugs- anir hafa fest rætur hjá þér. Nei, það eruð þér, en ekki hún, sem ég vil fá. — Og hvað getið þér boðið tilvonandi eiginkonu? sagði ég þurlega, en satt að segja hafði mér hlýnað um hjartaræturnar við svar hans. — Sjálfan mig, sagði hann brosandi. Ég er galla- j gripur, jómfrú, en leiðinlegur er ég ekki, svo að ég held að hjóna- band okkar komi til með að hafa sínar björtu hliðar. — Uss, ég geri ekkert með það sem þér seg- ið, sagði ég létt í spuna. En hvað áttuð þér við með því sem þér sögðuð um systur mína? — Ef tveir gráðugir úlfar berðust um lítið hvítt lamb munduð þér þá ekki aumkva lambið? — Samlík- ingin á ekki vel við, sagði ég. Hvíta lambið er ekki til. Hann horfði íhugandi á mig. — Sjáum til, þér eruð að vitkast. Þá skildist mér allt í einu að ég var að ljósta upp um systur mína við bráðókunnugan mann og í stað þess að ásaka sjálfa mig, sneri ég reiði minni gegn honum. — Hvernig dirfist þér að baktala systur mína við mig, auðnuleys- inginn yðar, hrópaði ég æst. Ég vil ekki sjá yður. Reynið að bypja yður út. Hann gekk stein- þegjandi út, en ég hljóp beina leið upp í herbergið mitt, fleygði mér upp í rúm og grét. Nú leið að páskum. Ég hafði góðan tima til að hugsa ráð mitt, því að Sesselja hafði tekið að sér hluta af mínum skyldustörfum. Ove Berning var enn á Mæri og skemmti okkur með glaðværð sinni og gáska. Það var farið að vora og hlvna í veðri og við Anna Kristín létum oft söðla hesta okkar og riðum um nágrennið. Eitt sinn er við komum ríðandi upp Mærisásana og beygðum inn á túnið, sá ég að Ove gekk inn í kirkjuna. — Þetta er í fvrsta sinn, sem ég sé prest- inn í Þrándarnesi ganga í Mæris- kirkju sagði ég. Hvað ætli nú standi til? — Þú verður að Dansleikur í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar eru seldir í Lúllabúð, Hveri'isgötu 61 Sælgætistuminum, Vesturgötu 2 og í Sjálfstæðishúsinu eftir kl. 8. FRAMARAR, rjölmennið og taki.ð með ykkur gesti Knattspyrnufélagið Fram Herbergi óskast Maður í opinberri stöðu, nálægt fertugu, óskar að taka á leigu herbergi frá næstu mánaðamótum. Æskilegt væri að kvöldverður og þjónusta að nokkru gæti fylgt. Tilboð merkt: „Sími — 926“, óskast send Mbl sem fyrst. TILKYNIMIIMG Viðtalstími minn er hér eftir kl. 3—A. — Sími 2263 eða eftir samkomulagi. — Lækningastofan er á Óðins- götu 1, suðurdyr. Sveinn Gunnarsson, læknir. HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR Aramótaiagnaður félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé föstudaginn 6. þ.m. Hefst klukkan 9. SKEMMTINEFNDIN Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda r 1 Kringlumýri — Seltjarnames II’— Miðbæ Tómasarhaga — Scrlaskjól JPHotgmtbhtfttð Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar eftir skrifstofustúlku sem fyrst. —- Vélritunar og enskukunnátta nauðsynleg. — Umsækjend- ur sendi nöfn sín fyrir 3. n. m. á afgreiðslu blaðsins merkt: „1000—855“. , STATION WAGON Dodge, model 1951, til sölu. — Bifieiðin er í ágætu ástandi. Hentug fyrir verzlunar- eða iðnfyrirtækL Uppl. í Suðurgötu 22, uppi, eftir kl. 2 í dag. Húsgagnasmiðir Húsgagnasmiður eða maður vanur verkstæðisvinnu, óskast. — Mikil eftirvinna eða ákvæðisvinna. EMIL HJARTARSON Hraunteig 23 — Sími 81640 Vélgæzla og viðgcrðir Landsspítalann vantar nú þegar starfsmann tii vél- gæzlu, viðgerða o. fl. Laun samkvæmt XI. flokki launataga. hámarksgrunn- laun kr. 2.375,00 á mánuði. Fullkomin reglusemi nauðsynleg. fVekari upplýsmgar um stöðu þessa veitir umsjónarmaður spitalans kl. 10—12 eða 3—6 í síma 1667. Umsóknir sendist til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 10. janúar 1956. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Málaskólinn MÍMIR Tungumálakennsla fyrir unga sem gamla. — Þér lærið að tala hið erlenda tungumál, þjálfist í notkun þess og venjist því að hlusta á það, án mikillar fyrirhafnar. Ný námskeið hefjast um miðjan mánuðinn ENSKA — ÞÝZKA — DANSKA — FRANSKA — SPÆNSKA — ÍTALSKA Kennarar: Einar Pálsson, Ute Jakobshagen, Erik Sönd- erhclm, Franco Belli, Sigfús Andrésson. Innritun daglega frá kl. 5—8 síðdegi3. MÁLASKÓLINN MÍMIR, Sólvallagötu 3 — Sími 1311 (þrettán ellefu).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.