Morgunblaðið - 07.01.1956, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. jatiúar 1956
ANNA KRISTÍN
EFTIR LALLI KNUTSEN
1 dyrunum. Þá sagði ég lágt. — *
Þú lætur ekki eitt orð falla um
þetta við systur mína, Anders.
Og helzt ekki við nokkum ann-
an. Skilurðu mig? Hann kinkaði
kolli.
Ég sagði Lárusi að fara með
Anders inn og sjá um að hann
fengi mat og rúm. Ég gekk þess
ekki dulin að þessir atburðir gátu
haft hinar alvarlegustu afleiðing-
ar í för með sér. Og ef systir mín
kæmist að því að ívar ætti á
hættu að missa Mæri, mundi hún
grína til örþrifaráða. j
Ég fór alit í einu að skjálfa.
— Þér er kalt og þú ert hrygg,
sagði Ove lágt. Hvers vegna viltu
ekki giftast mér og láta mig
vernda þig frá öllu illu? — Ef
þessar fréttir eru sannar, held ég
að þú ættir að hætta að hugsa
um mig. Ég verð fátæk kona fyrr
en varir. — Það eru ekki fjár-
munir þínir, sem ég sækist eftir.
Þáð ert þú sjálf, sagði hann, tók
hönd mína og kyssti hana. Mér
hlýnaði við alúð hans. Hann
myndi verða mér góður eigínmað
ur. í
Skmdilega kom Anna Kristín
til okkar. Hún var í himinbláum
atlasssilkikjól með naktan háls
og arma. — Að það skuli vera .
Jónsmessa, og svona kalt úti,
sagði hún og hrollur fór um
hana. — Ég verð að ná mér í
sjal. — Ég skal gera það, sagði
Ove og hljóp af stað inn. Hún
horfði á eftir honum. — Ætlarðu
að giftast honum, systir? — Ég
býst við því, sagði ég þreytu-
íega. Hefur þú nokkuð á móti
því? — Nei, sagði hún strax. —
Ég er einmitt mjög hlynnt því.
Hún leit á mig og ástúð skein úr
stórum, dökkum augum hennar.
— Ég veit að ég mun sakna þín
sárt, en þú verður að fara að lifa
þínu eigin lífi. Það er mér að
'kenna að það hefur ekki orðið
fyrr. Ebbe sagði mér, síðast þeg-
ar hann var hér, að ég væri
byrði, sem þú yrðir að losna við.
Ég reiddist við hann, en ef til
vrll er þetta satt. Ove elskar þig,
og verður þér góður. Mín heitasta
ósk er að þú verðir ekki óham-
ingjusöm. í þínu hjónabandi eins
og ég í mínu. Ég ráðlegg þér ein- j
dregið að giftast Ove og flytja
burt frá Mæri. — Ég get ekki skil
ið þig eftir hjá Sesselju, Kötju og
ívari, sagði ég. — Það er óhætt.
Þau dansa öll eftir minni pípu.
En þú verður að fara, það finn ég
af því að ég elska þig. Ég er
hættuleg og vond kona, en það
ert þú ekki. Þess vegna verð-
urðu að losna við mig. Ég hristi
höfuðið. — Segðu þetta ekki,
Anna Kristín. Ég þekki þig betur
en nokkur annar. Ég vil vera hjá
þsr, ekkí sízt, ef braut þin ligg-
u>- til óíarnaðar. Ef til vill verð-
ur mér um megn að bjarga þér,
er, stoð þín og stytta skal ég ætíð
revnast, ef þú þarft á að halda.
Ove kom nú með sjalið og sam-
ræður okkar urðu ekki lengri.
Anna Kristín sneri sér að honum
cg spurði. — Hvaða fréttir ætli
maðurinn minn hafi fengið, Bern
ing? Ég heyrði að hann æddi um
eins og Ijón í búri inni á skrif-
stofunni áðan. Ove yppti öxlum.
— Hann fékk eitthvert bréf frá
Ebbe Carstensson. En þarna
koma þrír vagnar á ásinn, ma
belle. Ég held að það sé fógetinn,
skrifarinn og presturinn. — Þú
verður að fara inn og búa þig,
systir. Hans, sonur skrifarans, er
nýkominn frá Danmörku og kem-
ur sjálfsagt í kvöld með |öður
smum. Hann væri gott manns-
efni handa þér. Hún hló stríðnis-
lega framan í Ove, sem svaraði
g emjulega: — Ég þekkí Hans
Ehm. Hann er eins og gaukurinn.
— Hvernig þá? spurði systir mín
meinfýsin. — Hann leggur egg
sín í hreiður annarra fugla, sagði
hann alvarlega. Varið yður, frú
Mogensson. Systur yðar mun
hann ekki reynast hættulegur,
heldur yður. — Hafið ekki á-
hyggjur af mér. Ég er enginn
einfeldningur. — Má vera að svo
sé ekki, en hann er óvenjulega
slunginn. Og svo er hann glæsi-
menni. Hún hló og svaraði ein-
hverju sem ég ekki heyrði, því
að ég var á leið inn.
Ég hljóp upp stigann og á með-
an Dorothea hjálpaði mér við að
klæða mig horfði ég út um glugg-
ann og sá vagnana koma í hlaðið.
Margt ríðandi fólk var í för með
þeim. Fremst reið ungur maður,
skrautklæddur, og við hlið hans
ung og fögur stúlka. Maðurinn
var magurleitur og brúnn í and-
liti með arnarnef. Hár og grann-
ur og sómdi sér vel í söðlinum.
Konan hafði bjartan hörundslit
og frítt andlit. — Hvaða fólk er
þetta? spurði ég Doretheu.
— Þetta er sonur nýja skrifar-
ans og frænka hans. Þau eru ný-
komin frá Danmörku og eru víst
trúlofuð. Hún er rík, og hann
hefur víst fulla þörf fyrir pen-
ingana hennar.
— Hér er kjóllinn, jómfrú.
Hún klæddi mig í bleikrauðan
silkikjól, prýddan silfursaumuð-
um rósum. Síðan greiddi hún hár
mitt og batt um það silkibandi
og stakk rauðri rós inn undir
bandið. Ég var ánægð með útlit
mitt. Gullkeðjan frá Ebbe lá um
háls mér og ég hafði rænt
franska ilmvatninu hennar Önnu
Kristínar. Ég sá glöggt að í þess-
um skrúða var ég fögur kona.
25. kafli.
Það fyrsta, sem ég sá er ég kom
út á túnið, var Anna Kristín í
hóoi unea fólksins. Hinn skæri,
glaði hlátur hennar kvað við og
sndlit hennar ljómaði af fögn-
uði. Fyrir framan hana stóð
Hans Ehm, sonur skrifarans.
Hann hélt á hattinum í hendinni
og svart hár hans liðaðist um
háls og herðar. Hann horfði á
Önnu Kristínu og augnaráð hans
var eggjandi og ástríðufullt. Ég
sá að hann hafði tekið hug henn-
ar fanginn. Ég varð hrædd.
Hvernig færi þetta? Mér varð
litið á ívar, en þaðan var engrar
hjálpar að vænta. Hann gekk um
milli gesta sinna, en svipur hans
var þungbúinn og vínið farið að
svífa á hann. Þess var sízt að
vænta að hann gæti tekið upp
baráttuna við glæsimennið og
kvennagullið Hans Ehm.
Ég hafði nú heilsað öllum gest-
unum og látið nokkur vel valin
orð falla við hvern og einn. Ove
Berning varð lífið og sálin í sam-
ræðunum og kom fólkinu í gott
skap með fyndni sinni.
Bálið var kveikt og rauðar loga
tungur teygðu sig til himins. Vor-
golan feykti reyknum burt og
það varð svo hlýtt að ég tók af
mér sjalið.
Anna Kristín skemmti gestun-
um og bauð þeim síðan öllum að
ganga til bæjar og matast. ívar
stóð á tali við Gynter og ég vissi
að ekki mundi Mða á löngu þar
til þeir yrðu dauðadrukknir. Þá
myndi ívar trúa Gynter fyrir
öllum sínum áhyggjum og einnig
bréfi Ebbe Carsteinssons.
Nú leið að miðnætti og eldra
fólkið fór að tinast heim. Vagn-
arnir óku burt, hver af öðrum.
En inni í stóra salnum á Mærí
byrjaði unga fólkið að dansa.
Hans Ehm vék ekki frá systur
minni. Kinnar hennar roðnuðu,
augun ljómuðu og kætin geislaði
úr svip hennar. Enginn, sem
þekkti Önnu Kristínu eins vel og
ég gerði, gat verið í efa um hvað
í vændum var. Mér var þungt
um hjartaræturnar og hvað eftir
annað endurtók ég í huganum:
— Guð minn góður, varðveittu
okkur öll.
Enn var matur á borð borinn,
sem veizlufólkið gerði góð skil.
Ég stóð einmitt við eldhúsborðið
og setti reyktan lax á tinfat, þeg-
ar ég heyrði gengið hljóðlega Upp
stigann. Ég þóttist viss um að
þetta væri Anna Kristín að læð-
ast til fundar við Hans Ehm og
hraðaði mér upp á eftir hennív
Þegar ég kom upp í miðjan stig-
ann kallaði ég: — Anna Kristín,
Tuiigumálin
Þegar hann kom heim, spurði faðir hans, hvað hann hefðí
lært. En drengurinn sagðist nú skilja froskamáL
Faðir hans varð bálöskuvondur kallaði á heimilisfólkið
og sagði: „Pilturínn, sem þarna stendur, er ekki lengur
sonur minn. Ég útskúfa honum. Farið þið með hann út í
skóg og styttið honum aldur.“
En þeir, sem þetta áttu að framkvæma, kenndu í brjósti
um piltinn og leyfðu honum að flýja, en drápu hjört og
skáru úr honum tunguna og augun og færðu öldungnum.
Pilturinn ráfaði nú fram og aftur langalengi. En loks kom
hann að höll. þar sem hann beiddist gistingar.
„Ef þú vilt sofa í gamla turninum, þá er þér það vel-
komið,“ sagði hallareigandinn. „En ég vara þig við því,
af því að turninn er fullur af villtum hundum, sem eru
sígeltandi og gólandi og heimta á vissum tímum mannakjöt,
sem þeir rífa í sig eins og vargar. Allir sveitungar mínir
eru yfirkomnir af sorg og ótta, en við fáum ekkert að gert.“
Pilturinn var hvergi hræddur. „Það er bezt ég fari upp
til þeirra,“ mælti hann. „En ég verð að fá nóg af kjöti til
þess að fleygja í þá. Ekki er ég hræddur um að þeir grandi
mér.“
Þegar menn sáu, að honum var þetta full alvara, var
honum fengið kjöt handa hundunum, og hallareigandinn
fylgdi honum sjálfur upp í turninn.
Morguninn eftir kom pilturinn hress ofan úr turninum,
öllum til hinnar mestu undrunar. Sagði hann þá við hallar-
eigandann: 1
Unglinga
vantar til að bera blaðið til kaupenda
i r
1
Kringlumýri — Seltjamames II
Barðavog — Skúlagötu
J^torgmtBíaiíð
Málaskólinn MÍMIR
Tungumálakennsla fyrir unga sem gamla. — Þér lærið
að tala hið erlenda tungumál, þjálfist í notkun þess og
venjist því að hlusta á það, án mikillar fyrirhafnar.
Ný námskeið hefjast um miðjan mánuðinn.
ENSKA — ÞÝZKA — DANSKA — FRANSKA —
SPÆNSKA — ÍTALSKA
Kennarar: Einar Pálsson, Ute Jakobshagen, Erik Sönd-
erholm, Franco Belli, Sigfús Andrésson.
Innritun í dag frá kl. 1—5.
MÁLASKÓLINN MÍMIR,
Sólvallagötu 3 — Sími 1311 (þrettán ellefu)
Miðstöðvarkatlar
Miðstöðvarkatlar fyrir sjálfvirka olíukyndingu,
3 og 4 ferm. að stærð með hitaspiral, fyiirliggjandi.
Allar stærðir smiðaðar með stuttum fyrirvara,
eftir beiðni. — Hagstætt verð.
Keilir h.f,
Símar 6500 og 6550
Hvllíkur munur á hárl sem er llflegt, með
tallegum gljáa. og þvl hárl, sem er klesst
niður með mikilli feiti eða olíu. Gætið þess
að hár yðar sé snyrtllegt og vel greitt meO
Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Mett
Brylcreem greiðist hárið vel, án of mlkiUar
feiti, vegna þess aö I Brylcreem er fitu-efniC
I uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár-
Ið vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem
vel inn I hársvörðinn. það styrkir hann.
minnkar flösu og gerlr þurt hár liflegt og
mjúkt. Notið ávallt Brylcreem og hár yðar
verður gljáandi. mjúkt og faUegt
Eiö fullkomna háxkrem