Morgunblaðið - 24.01.1956, Blaðsíða 8
8
MURGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. jan. 1956
Otg.. H.f. Arvakur, ReykjavUk.
í’ramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðaurm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristin*6on.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði mnanianda.
1 lausasölu 1 króna eintakið.
Stuðningurinn við
framleiðsluna
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til-
kynnt samtökum útvegs-
manna, hvaða ráðstafanir muni
gerðar á þessu ári til stuðnings
útflutningsframleiðslunni. Eru
þær aðallega í því fólgnar, að
bátaútvegurinn mun halda þeim
innflutningsréttin dum fyrir fram
leiðslu líðandi árs, sem hann naut
á árinu 1955, þó bannig, að eng-
um nýjum vörum verði bætt á
bátalistann, og álag útvegsins á
innflutningsskýrteini verði ó-
breytt frá því, sem verið hefur.
Þá heitir ríkisstjórnin því að
greiða niður hluta af vátrygging-
ariðgjöldum fiskibáta, greiða
vinnslustyrk á bátafisk vegna
hækkaðs vinnslukostnaðar og
greiða sérstakar uppbætur vegna
meiri vinnslukostnaðar á smá-
fiski.
Til þess að styðja togaraút-
gerðina hefur ríkisstjórnin
ákveðið að hækka hinn dag-
lega rekstursstyrk, sem þeir
nutu s. 1. ár úr 2 þús. kr. í
5 þús. kr.
Tekna aflað
í sérstakan sjóð
Sérstakur sjóður mun verða
stofnaður og skal íé varið úr hon-
um til fyrrgreindra ráðstafana í
þágu véibáta og togara. Mun
ríkisstjórnin leggja fram frum-
varp á Alþingi einhvern næstu
daga um tekjuöflun honum til
banda.
Að þessu sinni skal ekki full-
yrt um, hversu mikils fjármagns
muni þörf í þennan sjóð. En lík-
legt er að hinn beini stuðningru:
ríkisins við útgerðina, togara og
vélbáta, muni nema nokkuð á
annað hundrað milljónum króna
á árinu. Ennfremur þarf að afla
íjár til greiðslu verðunpbótar á
útíluttar landbúnaðarafurðir.
Hefur verið frá þv skýrt að þær
muni nema um 15 millj. kr. á
árinu.
Það er þannig auðsætt, að
rikið kemst ekki hjá því, að
afla sér verulegra nýrra tekna
til þess að geta risið undir
stuðningnum við útflutnings-
framleiðsluna.
Afleiðing óheilla-
stefnunnar
Framhjá þeirri staðreynd verð-
ur ekki gengið opnum augum, að
þessi stórfelldi stuðningur við út-
flutningsframleiðsluna er fyrst
og fremst afleiðing þeirrar óhtilla
Btefnu, sem mörkuð var með verk
föllunum á s.l. vetri og samstarf-
inu milli kommúnista og vinstri
kratar í verkalýðsfélögunum.
Þegar þessir lánlausu menn settu
fram k.röfur um almenna kaup-
hækkun um alit að 70% lá það
fyrir skjallega sannað, að megin-
hluti útflutningsframleiðslunnar
gat ek’ tekið á -;ig ai kinn til-
kostnað. Hækkr-i frrtmleiðslu-
kostnaðar vnr þv, hfei.it tilr eði
við efnahagsöryggi þjoðarinnar
og afkomu alls alrnennings.
En kommf .'sfut og fylgilið
þ- irra . t sig þá staðreynd
er a var. . Kapnhlanpið milli
k; . ygjalus og verftiags var
ið á ógæfuhliðina. Jafnvægis-
stefna sú, sem fyrrverandi og
núverandi ríkisstjórn hafa
barizt fyrir hefur í bili lotið
í lægra haldi fyrir verðbóígu-
og dýrtðarstefnu kommúnista.
Er vissulega ömurlegt að þurfa
að viðurkenna það.
Endurgreiðsla til
framleiðslunnar
Þjóðin verður nú að endur-
greiða útflutningsframleiðslunni
það fé, sem hún hefur ofkrafið
hana um undanfarið. Hinar nýju
álögur, sem almenningur verður
að horfast í augu við á næstunni
eru enn ein áþreifanleg sönnun
þess, hvað það kostar, að komm-
únistar skuli ráða stefnunni í
nokkrum stærstu verkalýðsfélög-
um landsins og skuli geta notað
þau til hermdarverka gegn efna-
hagsöryggi þjóðarinnar.
Núverandi ríkisstjórn hefur
lækkað skatta á persónulegum
skattgreiðendum um að jafnaði
29% með þeim hluta endurskoð-
unar skattalaganna, sem lokið er
við. Nú neyðist stjórnin til þess
að sækja það fé í vasa þjóðar-
innar, sem útflutningsframleiðsl-
an hefur verið ofkrafin um.
íslendingar hafa mjög gott
tækifæri til þess nú, að sjá af-
leiðingar þeirrar fyrirhyggju-
lausu kröfustefnu, sem komm
únistar hafa markað. Verður
að vænta þess, að þjóðin hliðri
sér ekki við að draga réttar
ályktanir af þeim staðreynd-
um, sem blasa við í þessum
málum.
Hið merka frumvarp
um
fá framgaog
MENNTAMÁLANEFND Efri
deildar leggur nú eindregið til
að frumvarpið um Náttúruvernd
verði samþykkt. Hafa nú fengizt
umsagnir 28, aðila, sýslunefnda
og bæjarstjórna um frumvarpið
og einnig umsögn Búnaðarfélags-
ins. Skv. tilmælum þessara
aðilja hafa lítilsháttar breytingar
verið gerðar á frumvarpinu.
Ingólfur Flygenring flutti fram
sögu um málið fyrir menntamála-
nefnd í Efri deild. Hann gat þess,
að skv. tilmælum sýslunefnda í
Kjósarsýslu og Eyjafjarðarsýslu
legði nefndin til að smábreyting
væri gerð á 6. gr. frumvarpsins.
Þar segir að gangandi fólki sé
heimil för um óræktuð lönd
manna utan þéttbýlis og dvöl þar
í því skyni að njóta náttúrunnar.
Þó vildi nefndin gera þann fyrir-
vara, að sé land girt, sé aðeins
heimilt að fara í gegnum hlið á
girðingunni. Er þetta sett inn
vegna ótta bænda um ágang frá
berjatínslufólki.
Endurskoða þarf lög um
atvinnu við siglingar
Vegna sívaxandi vélbátaflofa er skorfur á
formönnum og undanþágur eru varhugaverðar
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA hefur komið fram á Alþingi, þar
sem ríkisstjórninni er falið að láta fram fara endurskoðun &
lögum um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum og á lögum
um stýrimannaskóla.
Meginástæðan fyrir tillögu þessari er sú, að vegna skorts á
hæfilega mörgum mönnum er hafa réttindi til skipstjórnar á hin-
um sístækkandi vélbátaflota, hefur orðið að taka upp það ráð að
veita undanþágur frá ákvæðum laganna. Þykir slíkt varhugaverð
þróun.
Flutningsmenn eru: Jóhann Þ. Jósefsson, Vilhjálmur Hjálmars-
son, Bernharð Stefánsson, Ingólfur Flygenring og Guðmundur 1.
Guðmundsson.
TILLAGAN
ÁlyktunartiIIagan er á þessa
leið:
— Alþingi ályktar að fela rik-
isstjórninni að láta fram fara
endurskoðun á lögum um at-
vinnu við siglingar á íslenzkum
skipum og á lögum um stýri-
mannaskólann í Reykjavík, með
sérstöku tilliti til þess, hverra
breytinga á þessum lögum sé
\JelvaLancli shrij-ar:
Ekki frambúðarlausn
Ríkisstjórnin hefur með ráð-
stöfunum sínum til aðstoðar út-
gerðinni, reynt að tryggja rekst-
ur hennar á þessu ári og þar með
atvinnu og afkomu alls almenn-
ings í landinu. En bæði henni og
mörgum öðrum er ljóst, að hér er
ekki um að ræða neina fram-
búðarlausn á vandamálum ís-
lenzks efnahagslífs. Hér er fyrst
og fremst um óhjákvæmilegar
bráðabirgðaráðstafanir að ræða.
íslendingar komast ekki hjá því,
að taka efnahagsmál sín í heild
til víðtækrar yfirvegunar innan
skamms.
Þá þýðir ekki annað en að
líta raunsætt á ástandið og
taka á vandamálunum af festu
og manndómi. Þjóðin ætti þá
að hafa lært nægilega mikið af
því, sem gerst hefur s.I. ár
til þess að skilja nauðsyn auk
innar ábyrgðartilfinningar og
varfærni á sviði efnahagsmála
sinna.
Það er rétt, sem forsætisráð-
herra sagði í áramótaávarpi sínu
á gamlárskvöld s.l. Við höfum
leikið okkur með eldinn og
brennt okkur. Hið gálauslega
'ramfe ði hefar veikt efnahags
grundvöll okkar verulega. .Oi
það er ekki hægt að íagfæra það.
sem fært hefur, verið úr lagi án
þess að það bitni á almenningi í
landir ; í einhverju formi. fui þ;i
fórn megum við ekki hika við að
íæta framtíðaröryggi efnahags-
lífs okkar.
Skemmtanafikn
og drykkjuskapur.
SKEMMTANALlí’IÐ í okkar
ágætu höfuðborg er nokkuð
svallsamt og hugsandi menn hafa
miklar áhyggjur af því, að nú-
lifandi kynsióðir — og þá sér-
staklega yngri kynslóðin — sé
að fara í hundana vegna skemmt-
anafíknar og drykkjuskapar.
Ekki er hægt að neita því, að
ástandið virðist vera orðið ail
óhugnanlegt. Leggi menn leið
sína um miðbæinn á föstudags-
laugardags- og sunnudagskvöld-
' um, er oft og tiðum ófagurt um að
litast, er fólk streymir hópum
saman frá hinum „opnu sölum“
skemmtanalífsins.
i Reyndar er hægt að hugga sig
við það, að kynslóð hvers tíma
hefir verið talin eftirbátur feðra
sinna og mæðra — en er þó eng-.
in málsbót í sjálfu sér. Fróðlegt
er samt að kynna sér gamlar
heimildir um mat manna á sam-
tíð sinni.
í bókinni „Öldin, sem leið“, er
birt grein, er dr. Jón Hjaltalín
læknir ritaði skömmu fyrir miðja
öldina í Ný félagsrit, um drykkju
skap á íslandi.
Ógnar honum mjög drykkju-
svallið í Reykjavík og segir enn-
fremur: „Það mun flestum kunn-
ugt, að Reykjavík er ekki ein á
bandinu, og varla er sú kaup-
staðarmynd til á íslandi, að ekki
megi sjá nóg merki drykkjusvalls
ins um alla kauptiðina. — Þá eru
og veiðistöðvamar litlu betri —
einkum þær, sem eru í grennd við
verzlunarstaðina, því þar er ekki
sjaldgæft, að menn séu fullir frá
morgni til kvölds, þegar ekki
verður róið, en nógir verða ó-
gæftadagarnir fyrir fiskimenn,
meðan ekki er öðru að ýta en
kænum þeim, sem nú eru tíðk-
aðar. Verður það þá dagleg venja,
að fiskimenn eru að slarka heila
og hálfa daga milli búðanna, unz
kaupmenn hafa lánað þeim á
flöskuna.
Drykkjusvalli®
við kirkjurnar.
ÞÁ er að minnast á drykkju-
svallið við kirkjurnar, og er
þar um sannast að segja, að það
mum heldur hafa farið í vöxt. á
seinni árum, þó nóg hafi verið
irentað upp aftur af guðfræðis- i
bókunum gömlu. Ég ætla, að það j
muni vera alltítt við sumar kirkj-
ur, að þá só svallað hvað mest,
þegar slíkt ætti helzt að varast.
Ég bendi með þessu til drykkjú-
svalls þess, sem sums staðar verð-
nr Rflmfara altariscöncunni.
Verður ekki með sanni á móti
því mælt, að þann dag, sem geng-
ið er til altaris, drekka sumir
hvað.fastast og lenda á stundum
í illdeilum. Er þvílíkt athæfi öll-
um góðum mönnuin til hneykslis
og skapraunar, sem vonlegt er, og
væri að vísu mikillar refsingar
vert, og betra væri guðníðingum
slíkum heiðnum að vera en að
svívirða þannig kristna trú.
Hálftunna af brennivíni
á mann.
ÞAÐ mun ekki ofhermt, að
fluttar séu til íslands á ári
hverju 5000 tunnur af brennivíni.
Nú hefir Bjarni amtmaður Þor-
steinsson talið svo, að hér um bil
8927 verkfærra karla væri hér
á íslandi, og telst þá svo til, að
hver verkfær maður á landinu
drekki rúma hálftunnu brenni-
víns á ári hverju, auk romms,
extraktar og víns, sem ekki er
gott að vita mæli á .... “
Heimurinn versnandi fer og
hefir gert það frá upphafi — er
því varla við öðru að búast en
tekið sé að síga á ógæfuhliðina,
svo að um munarl
Jólatré — í ótíma.
AHVERJU ári er það mikill
viðburður, þegar jólatréð er
reist á Austurvelli. Þessi gjöf
Oslóarbæjar er alltaf jafn kær-
komin. Eins og nú er komið, er
jólatréð samt orðið til lítillar
prýði á Austurvelli heldur rytju-
legt á að sjá, sem eðlilegt er. Jól-
in eru nú löngu umliðin og ættu
réttir aðilar að taka það til athug
u ;r, hvort ekki væri hægt að
fjaiAægja tréð.af Austurvelli.
MerklS,
gem
klæfflr
tendlt.
þörf vegna þróunar s'ðarl ára i
siglinga og fiskveiðamálum lands;
manna.
Enm fremur verffi athugaff,
hversu megl á hagkvæmastan
hátt auðvelda mönnum affgang aff
hæfilegu námi, er veiti réttindi
til skipstjórnar á hinum stærri
vélbátum.
Er þess óskaff, að niðurstöffur
umræddrar endurskoffunar og
tillögur til breytinga á lögun-
um verffi Iagffar fyrir næsta
reglulegt Alþingi.
í greinargerð fyrir tillögunni
segir m. a. að Farmanna- og fiski
mannasamband íslands og Skip-
stjóra- og stýrimannafélagið
Verðandi í Vestmannaeyjum hafí
borið fram ákveðnar óskir um
breytingar á umræddum lögum,
til þess að samræma þau betur
kröfum tímans, sökum þeirrar
öru þróunar, sem orðin er, eink-
um á fiskiskipaflotanum síðan
umrædd lög voru sett.
UNDANÞÁGUR VEITTAR
Sívaxandi og þráfaldar beiðnir
um undanþágur frá ákvæðum
laganna, vegna skorts á nauðsyn-
legum réttindum gera nauðsyn-
legt að endurskoða lagaákvæðin.
Þá er frá því skýrt í grein-
argerðinni, aff vegna skorts á
hæfilega mörgum mönnum, er
hafi réttindi til skipstjórnar
á sihækkandi vélbátaflota,.
hafi veriff horfiff aff því, a. m,
k. í sumum veiffistöffvum, aff
veita undanþágur frá ákvæff-
um laganna. Er þaff gert vegna
þess, aff ella mundi ekki unnt
aff halda mörgum bátanna útL
Sú þróun málanna er mjög
varhugaverff og getur enda
reynzt hættuleg öryggi skipa
og skipshafna yfirleitt.
ÞARF VANDLEGA
ATHUGUN
Síðan er um það rætt, að rétt-
ara þyki að fara þá leið að fela
ríkisstjóminni að láta fram fara
endurskoðun á lögunum, heldur
en að flytja frumvörp til breyt-
inga án undangenginnar endur-
skoðunar laganna.
Brelar yrðu að bíða
í 6 máauði
BREZKA fiskveiðitímaritiff
„Fishing News“ kveffst nýlega
hafa átt stutt tal viff Þórarin
Olgeirsson ræffismann íslands
í Grimsby og spurt hann
þeirrar spurningar, hvort ís-
lendingar myndu hefja fisk-
sölu í Grimsby jafnskjótt og
löndunarbann væri afnumið.
Þórarinn svaraffi á þessa
leiff:
— Þó aff viff hér í Grimsby
gætum þegar í staff tekiff á
móti fiskafla úr hvaða ís-
lenzku skipi sem væri, þá er
ckki þar mcff sagt, aff íslen
ingar geti á svipstundu hreytt
svo fiskveiðiáætlun sinni, aff
togarar þeirra færu aff sigla
hingaff, þótt banni væri afiétt
á brezkum markaffi. Telur
Þórarinn aff íslenzkar Iandan-
ir gætu ekki hafizt fyrr en
eftir aff minnsta kosti misscri.